Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980
47
Atletico gengur
vel á útivelli
SPÆNSKA handknattleiksliðið
Atletico Madrid sem mætir Val á
sunnudag er eingöngu skipað
atvinnumönnum. Liðið er skipað
stórum og sterklegum leik-
mönnum sem eru í mjög góðri
likamlegri þjálfun og jafnframt
ákaflega fljótir. Allt spil liðsins
gengur mjög hratt fyrir sig.
Miklu hraðar en íslenskir hand-
knattleiksáhugamenn eiga að
venjast. Sterkustu hliðar liðsins
eru hraðaupphlaup, þar sem
hornamenn liðsins þjóta upp völl-
inn og fá boltann frá markverð-
inum eftir að hann hefur varið,
eða skot farið framhjá.
Þá á liðið mjög sterka gegnum-
brotsmenn og langskyttur. Eins og
sjá má á þessari upptalningu er
liðið nokkuð sterkt.
Veikleikar þess liggja hins veg-
ar fyrst og fremst í að markvarsl-
an er frekar slök og sveiflukennd.
Og að liðið virðist ekki leika
kerfisbundinn leik. Sóknarleikur
liðsins er oft nokkuð tilviljana-
kenndur. Varnarleikurinn er hins
vegar bæði grófur og harður.
Atletico Madrid er lið sem nær
yfirleitt mjög góðum árangri á
útivelli og á yfirstandandi keppn-
istímabili hefur liðið aðeins tapað
einum leik. Þannig að þeir eru
ekki auðunnir.
- þr.
Grosswaldstadt
líklegur mótherji
HVORT sem það verður Valur eða Atletico Madrid sem kemst í
úrslitaleikinn í Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik, þá eru
allar horfur á því að það verði Grosswaldstadt sem verði að leggja að
velii í úrslitunum. Grosswaldstadt tapaði útileiknum sinum fyrir
tékkneska liðinu Dukla Prag um siðustu helgi 17—18 og stendur
þýska liðið þvi uppi með pálmann i höndunum.
Úrslitaleikir i keppni þessari hafa ávalt farið fram í Dortmund en
félögin mega þó að nokkru leyti ráða miklu sjálf. Talið er að
Valsmenn muni hafa áhuga á því að leika einn leik í Dortmund,
komist þeir i úrslitin, ef mótherjinn verði Grosswaldstadt. En ef það
yrði Dukla Prag, er víst að Valsmenn hafi meiri hug á því að leika tvo
leiki, heima og heiman. En við þetta er þó að sjálfsögðu að bæta, að
fyrst verður Valur að afgreiða spænsku meistarana.
• Það kemur fyrir besta fólk að hlekkjast á, það fékk Steinunn
Sæmundsdóttir að reyna á Akureyri. Hún féll fyrir vikið í 5. sætiö.
Steinunni hlekktist
á, Ásdís sigraði
í umfjöllun Mbl. um vetraríþróttahátíðina á Akureyri, féllu því
miður niður úrslitin i svigi kvenna. Skal nú að nokkru leyti úr því
bætt með því að birta röð og tíma 5 efstu keppenda.
1. Ásdis Alfreðsdóttir 45,18—43,94 89,12 sek.
2. Nanna Leifsdóttir 44,76—45,49 90,25 sek.
3. Ásta Ásmundsdóttir 47,67—45,47 93,14 sek.
4. Halldóra Björnsdóttir 47,55—46,16 93,17 sek.
5. Steinunn Sæmundsdóttir 44,99—49,65 94,64 sek.
Steinunn Sæmundsdóttir Olympíufari, varð fyrir því óhappi í siðari
ferð sinni að hlekkjast á og missti því af verðlaunasæti.
Handknattleikur um helgina
EFTIRFARANDI leikir fara
Laugardagur:
Njarðvík kl. 13.00
„ kl. 14.00
Keflavik ki. 16.00
Vestm.eyjar kl. 16.30
Akureyri kl. 16.30
Sunnudagur
Akureyri ki. 14.00
Vestm.eyjar kl. 14.00
Dalvik kl. 16.00
Kefiavík kl. 16.15
Seltj.nes kl. 16.00
fram í handknattleik um helgina:
2. deild kvenna
1. deiid kvenna
3. deild karla
2. deild karla
2. deild karla
2. deild karla
2. deiid kvenna
3. deild karla
2. deild kvenna
3. deild karla
UMFN - Ármann
UMFG - Víkingur
ÍBK - Selfoss
Þór Ve - Þróttur
Þór Ak. - UMFA
KA -UMFA
Týr -1A
Dalvík - Stjarnan
ÍBK - UMFA
Grótta - UBK
• Lið Vals áður en fyrri leikurinn hófst í hinni glæsilegu íþróttahöll Atletico de
Madrid. Þar stóðu piltarnir sig með prýði. Vonandi verður það sama upp á teningnum
annað kvöld. En rétt er þó að vara við of mikilli bjartsýni því að lið Spánverjanna er
ekki auðunnið. " þr.
Ætluðu að
sýna leik-
inn í Laug-
arásbíó
ÁHUGINN á Evrópuieik Vals og
Atletico Madrid er gifurlegur
innanlands eins og vænta mátti.
Eitt af því sem Valsmenn reyndu
að koma í verk i sambandi við
leikinn, var að gera kleift að
senda leikinn beint úr Laugar-
dalshöll á hvita tjaldið í Laugar-
ásbió með aðstoð tóla og tækja
Sjónvarpsins. Þetta reyndist þvi
miður ekki unnt að framkvæma.
Vafalaust hefði þessu þó verið vei
tekið, því að færri munu komast
að en vilja.
• Ekki er mælt með slikum
höfuðbúnaði nema i miklum
gaddi. Annars er hann vís til að
þvælast fyrir. Að vísu hefur
hönnuðurinn sýnt þá fyrirhyggju
að gera ráð fyrir augum og
munni og bjargar það miklu.
Þetta var vinsælasti höfuðbún-
aðurinn á Olympíuleikunum í
Lake Placid á dögunum.
Qðinn og
IA gerðu
jafntefli
í fyrrakvöld fóru fram tveir
ieikir í 3. deild karla. ÍBK sigraði
Gróttu 19—17, eftir að staðan í
hálfleik hafði verið 11—9,
Keflvíkingum í hag. Þá gerðu
óðinn og IA iafntefli í spennandi
leik 16—16. ÍA hafði forystuna í
hálfleik 7 mörk gegn 6. Eftir
þessa leiki er nokkuð ljóst að
baráttan í 3. deild stendur á milli
UBK og Stjörnunnar í Garðabæ.
Skíða og skauta-
trimm á Akureyri
SKÍÐA- og skautatrimm fer fram á Akureyri um helgina, í dag
milli kiukkan 13.00 og 16.00 og á morgun frá klukkan 11.00 og
til 16.00. Allir þátttakendur verða sæmdir viðurkenningar-
skjali íþróttahátíðarinnar sem lauk á Akureyri um síðustu
helgi.
Svig- og göngubrautir verða opnar í Hliðaríjalli, en
skautatrimmið fer fram á Leirutjörn.
Reykjavíkurmót
Um næstu helgi fer fram Meistaramót Reykjavíkur í
badminton. Fer mótið fram í Laugardalshöllinni og hefst kl. 2 á
laugardag. Á sunnudeginum fara siðan fram úrslit og hefjast
þau einnig kl. 2. Það má telja öruggt að um mjög harða keppni
verður að ræað og það verður þungur róður fyrir núverandi
Reykjavikurmeistara að verja titla sína, því brciddin á
toppnum hefur aukist mikið i islensku badmintoni að
undanförnu.
Ýmsar
Köríuknattleikur:
HEIL umferð fer fram í úrvals-
deildinni i körfuknattleik áður
en íþróttasíða kemur í Mbl. á
nýjan leik. Ekkert verður leikið í
dag, en á morgun fara fram tveir
leikir í úrvalsdeild. ÍR og Fram
leika í Hagaskólanum klukkan
13.30 og klukkan 14.00 hefst
síðan viðureign Njarðvíkur og
KR í Njarðvik. A mánudags-
kvöldið mætast síðan ÍS og
Valur í Hagaskólanum, hefst
leikurinn klukkan 20.00.
Tveir leikir fara einnig fram í
1. deild kvenna. Á morgun mæt-
ast KR ög ÍR í Hagaskólanum
klukkan 15.00 og á mánudags-
kvöldið leika ÍS og KR í Haga-
skólanum strax að loknum úr-
valsdeildarleik Vals og ÍS.
Borðtennis:
BUTTERFLY-mótið í borðtennis
fer fram á sunnudaginn og er
það með meiri háttar mótum í
íþróttir
borðtennis hér á landi. Keppend-
ur eru skráðir 91. Fer mótið
fram i Gerplusalnum að Smiðju-
vegi í Kópavogi og hefst klukkan
15.00.
Blak:
HELGIN er róieg hjá blakfólki.
Aðeins einn leikur er á dagskrá í
1. deild og annar í 2. deild.
UMSE og Þróttur leiða saman
hesta sína í Gierárskóla klukkan
12.30 og KA og UBK mætast á
sama stað strax að leiknum
loknum. (
Boccia:
MIKIÐ mót í boccia fer fram í
íþróttahúsi Hagaskólans í dag
og hefst klukkan 13.00 og stend-
ur til klukkan 17.00. Á mótinu,
sem haldið er á vegum íþrótta-
félags fatlaðra í Reykjavík,
mæta 15 sveitir til leiks.
Bikarkeppni HSI:
Stórleikur
Víkingur og Haukar eigast
við í 8-liða úrslitum bikar-
keppni IISÍ í íþróttahúsinu í
Hafnarfirði í dag og hefst
leikurinn klukkan 15.00.
Vafalaust verður hart barist í
leiknum. Víkingar hafa allan
hug á því að vinna tvöfalt og
ætla ekki að láta Hauka standa
í Firöinum
í veginum. Ilaukarnir hafa hins
vegar átt afleitt keppnistima-
hil, en gætu lappað dálítið upp
á það með því að ná langt í
bikarkeppninni.
Víkingar hafa mikinn við-
búnað fyrir leikinn, þannig
verða sadaferðir frá félags-
heimilinu. Leggja rúturnar í
hann klukkan 14.15.