Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980
35
Síðari grein 1
að vera einhvers konar dæmisaga
um örlög þýsku þjóðarinnar eftir
stríð og aðallega átt erindi við
þjóðverja sjálfa. Aðalpersónan
var ung stúlka sem stendur í
ástarsambandi við foringja í her-
námsliðinu, myrðir hann, kemur
sökinni á aðra og gerðist síðan
kvikmyndaleikkona. Allt var þetta
á mjög táknraenu plani og öllu sem
bar keim af hversdagsraunsæi eða
sálarlífslýsingu gefið langt nef.
Það er auðvitað ekkert nýtt að
örlög þjóðverja síðustu áratugi
brenni á þýskum listamönnum,
mörg frábær bókmenntaverk hafa
orðið til í uppgjöri við fortíð og
nútíð þjóðarinnar. En kvikmynda-
höfundar láta ekki heldur sitt
eftir liggja; t.d. sá ég þarna
nýjustu mynd Fassbinders,
Hjónaband Maríu Braun, mjög
svipaðs efnis og leikrit Brasch, en
miklu áhrifameira listaverk. Það
var yfirleitt ekki hægt að bera
saman listræn gæði þeirra vest-
ur-þýsku kvikmynda, sem bíó
borgarinnar sýndu, og þess sem
maður mátti þola í leikhúsinu.
Þarna gat að líta nýjustu verk
Werner Herzogs og Volker
Schlöndorrfs, en frábær kvikmynd
hans eftir skáldsögu Gúnther
Grass, Blikktrommunni, vakti
mikla athygli um þessar mundir.
Allar þessar myndir, nema ef til
vill myndir Herzog sem flytja
sammannlegri boðskap en -flest
kvikmyndaverk síðustu . ára,
skírskotuðu á svipaðan hátt og
leiksýningarnar til félagslegrar
þróunar samtímans. Það sem
gerði gæfumuninn var að í kvik-
myndunum kom þessi skírskotun
óbeint fram í krafti liprar og
hugmyndaríkrar frásagnar af
fólki og atburðum, sem í leikhús-
inu vék algerlega fyrir fræðilegum
tilburðum og langsóttum symból-
isma.
Ljósi punkturinn á mótinu var
sýning Schaubúhne am Halle-
schen Ufer á Gross und Klein eftir
Botho Strauss í leikstjórn Peter
Stein. I fyrri grein sagði ég
nokkuð frá stöðu Schaubúhne í
leiklistarlífi Vestur-Berlínar og
því áliti sem leikhúsið og Peter
Stein nýtur. Það sem við sáum til
þessa leikflokks, sem hefur nú
starfað undir stjórn Steins í ára-
tug, sýndi að hann verðskuldar
fyllilega frægðina. Nú orðið býr
flokkurinn við ágæt starfsskilyrði,
er sjaldnast með fleiri en tvær
sýningar á verkefnaskránni og
getur varið miklum tíma, jafnvel
allt að þremur árum, í undirbún-
ing einnar sýningar. Flokkurinn
hefur fremur lagt áherslu á flutn-
ing klassískra verka en nýrri
leikrita, en iðulega fært þau í
nýjan búning. Hefur rithöfundur-
inn Botho Strauss starfað sem
dramatúrg hjá Stein og fólki hans
og annast textavinnu. Auk Gross
und Klein hefur Stein sett upp
annað leikrit Strauss, Triologie
des Wiedersehens, og þá sýningu
sáum við einnig.
Heyra mátti á ýmsum þjóðverj-
um að þeim þætti mikið koma til
leikrita Strauss. Hann er á svip-
aðri línu og Harold Pinter og
raunar ekki laust við að hann
minnti mig á Jökul Jakobsson, þó
að ekki sé honum gefið sama
skopskyn og þeim tveimur. Leikrit
hans snúast mjög um lífsvanda-
mál vestur-þýskra borgara, sam-
bandsleysi þeirra við sjálfa sig og
aðra og tilfinningalega ófullnægju
af ýmsu tagi. Strauss vill lýsa því
helvíti sem líf rótlausra nútíma-
manna er, jafnvel þótt þeir njóti
allra lífsgæða sem eitt auðugasta
ríki heims getur boðið upp á.
Meinið er bara að Strindberg,
Tsjekov og Pinter hafa skrifað
miklu stórbrotnari leikrit í svip-
aðri tóntegund og þó að Strauss sé
frambærilegur höfundur og lýs-
ingar hans á tilfinningalegri eymd
nútímamanna beri vitni skarp-
skyggni og næmleika, hefur hann í
sjálfu sér litlu við verk þeirra að
bæta. Kannski nýtur hann þess
einnig að geta baðað sig í ljóman-
um af Peter Stein og fólki hans.
A.m.k. ætti ekki að þurfa að deila
um hvor hér sé máttugri, leik-
stjórinn eða höfundur textans.
Á leiksviði Peter Stein er allt
með þvílíkum glæsibrag að ekki
virðist unnt að gera betur. Leikar-
ar hans ráða yfir gífurlegri tækni,
en þó verður ekki séð að einn sé
öðrum fremri; samstillingin á
milli þeirra er líkari því sem
maður finnur í frábærum flutn-
ingi hljómsveitarverka en leiksýn-
ingum. Það er engu líkara en öll
einstaklingseinkenni þeirra hverfi
og renni saman í fullkomnun
heildarinnar. Sérhver maður veld-
ur sínu hlutverki í óaðfinnanlegu
jafnvægi við alla aðra. Hver ein-
asta hreyfing er yfirveguð og
undirbúin, allt er skipulagt af
ítrustu nákvæmni. Og þó vottar
hvergi fyrir áreynslu eða fyrir-
höfn, þvert á móti er engu líkara
en aginn gæði leikinn mýkt og
léttleika. í hátt í sex klukkutíma
horfðum við full aðdáunar á þessa
leikara flytja Gross und Klein og
allan þann tíma var engin leið að
slaka á athyglinni. I leikritinu
segir frá Lottu, borgaralegri frú á
niðurleið, og stefnulausri ferð
hennar um nöturlega ranghala
vestur-þýsks þjóðfélags. Hún var
leikin af Edith Clever sem fyllti
túlkun sína svo af sársauka og
eirðarleysi, að manni fannst
stundum að það hlyti að bera
leikkonuna ofurliði. Yfir öllu
hvíldi einhver kuldablær, sem
vakti annarlegan hroll hjá áhorf-
andanum. Þetta var meistaralega
unnin leiksýning — og bestar voru
þær stundir, þegar höfundurinn
hætti að vaða elginn, alger þögn
ríkti og leikararnir voru einráðir á
sviðinu. Mér gleymist seint loka-
atriðið, rúm blaðsíða í texta en
hálftími í leik, sem gerist á
biðstofu læknis og sýnir uppgjöf
og niðurlægingu Lottu; þar gátu
leikararnir aðeins notað sjálfa sig
til að lýsa sambandsleýsi persón-
anna og árangurinn var yfir alla
gagnrýni hafinn.
Samt var eins og klassískur
hreinleiki þessa alls skildi eftir
með manni einhverja tómleika-
kennd. A.m.k. féll Gross und Klein
í afar misjafnan jarðveg meðal
okkar boðsgesta Goethe-stofnun-
arinnar og í blaðaúrklippum sem
mér söfnuðust í ferðinni sé ég að
sumir þýskir gagnrýnendur hafa
einnig spurt sig: til hvers? Til
hvers þetta óviðjafnanlega hand-
bragð og þessi þaulhugsaða heild-
arsýn? Er þetta sem við nefnum
því óljósa orði „tækni“ hér orðið
aðalatriðið í stað dramans, hefur
leikflokkurinn gefist upp á merki-
legri' tilraunastarfsemi sinni og
fundið hvíld í yfirborðslegum
flottheitum? Ég'sá nýlega viðtal
við Peter Zadek, sem er ásamt
Stein einna frægastur vestur-
þýskra leikstjóra nú um stundir,
þar sem hann segir að s’ér leiðist
ævinlega á sýningum Steins; þær
séu of útspekúleraðar og leyfi
ekkert óvænt og ósjálfrátt. Zadek
átti að þessu sinni enga sýningu á
Leikhúsmótinu, gagnrýnendur
sögðu að nýjustu sýningar hans
bættu engu við þær fyrri, en
annars hefur hann verið nánast
fastagestur á því ásamt Stein í
mörg ár. Hann þykir mjög ólíkur
Stein og gengur að því er virðist
hart fram í því að finna upp á
kostulegum uppátækjum og skelfa
áhorfendur, svipað og Cristof Nel í
sýningu sinni á Antígónu. Það er
því í sjálfu sér ekki undarlegt að
hann kunni ekki að meta formfág-
un og hugsunarskerpu Peter
Steins — og ég verð að viðurkenna
að ég skil viðhorf hans að mörgu
leyti. Zadek er fulltrúi þess skóla
sem segir að í leikhúsi verði að
beita öllum brögðum, góðum eða
illum, til þess að hrista áhorfend-
ur og draga þá upp úr vanahugsun
og sleni. Og ég man ekki betur en
samfylgdarfólk mitt væri nokkuð
á einu máli um að það væri
ósennilegt að sýningar Steins
gætu haft svo róttæk áhrif.
Það þykir svo sjálfsagður
hlutur að fara með fatnað í
hreinsun, að varla er hægt að
hugsa sér tilveruna án þess.
Hvað skyldi eiginlega hafa ver-
ið gert áður en efnalaugar
komu til sögunnar? Varla hefur
þeim fatnaði verið hent, sem
ekki þoldi þvott, þegar hann
var orðinn óhreinn.
En hér í borg var fyrsta
efnalaugin stofnuð árið 1921,
hlaut hún nafnið Efnalaug
Reykjavíkur og er starfrækt
enn þann dag í dag, á sama
stað, Laugavegi 32b. Stofnend-
ur voru þrír, þeir Guðsteinn
Eyjólfsson og bræðurnir Sigur-
jón og Tómas Jónssynir. Það
mun svo hafa verið átta árum
seinna, eða árið 1929, sem
næsta efnalaug tók til starfa,
Nýja efnalaugin við Klapp-
arstíg.
Hér áður fyrr nefndust þau
fyrirtæki, sem tóku að sér
hreinsun á fatnaði efnalaugar,
nafn vel við hæfi, þar sem
fatnaðurinn er hreinsaður úr
kemiskum legi í stað vatns.
Síðustu ár hafa sprottið upp
ýmis önnur nöfn á slíkri starf-
semi, t.d. snögghreinsun, hrað-
hreinsun, þurrhreinsun o.fl.
Þurrhreinsun er greinilega
bein þýðing á enska heitinu
„drycleaning", villandi nafngift
því enn er ekki hægt að þurr-
hreinsa flíkur, þær eru alltaf
bleyttar, þó ekki sé það í vatni.
Upphaf „kemiskrar“
hreinsunar
Margar gagnlegar uppfinn-
ingar hafa orðið til af hreinni
tilviljun, eins og kunnugt er.
Um upphaf „kemiskrar"
hreinsunar hefur sú saga verið
sögð, að fyrir rúmlega eitt
hundrað árum hafi breskur
klæðskeri orðið fyrir því óhappi,
að missa dýr karlmannaföt ofan
í bala með steinolíu í. Fötin voru
álitin ónýt, en þó undin og hengd
snyrtilega upp. Er Skemmst frá
því að segja, að þegar fötin voru
orðin þurr, voru þau sem ný.
Það er nú best að bæta við,
„sel þetta ekki dýrara en það var
keypt."
Könnun gerð á magni
hreinsaðs fatnaðar
Tölur segja okkur ýmislegt, úr
þeim má fá ýmsan fróðleik og
upplýsingar.
Rúdiger Böhler, starfandi við
Böve Maschinenfabrik GmbH í
Augsburg í V-Þýskalandi, tók
sér fyrir hendur að kanna það
magn, sem hreinsað var í efna-
laugum ýmissa landa. Frá þessu
er skýrt í tímariti þeirra
„hreinsunar manna“, „Dry
Cleaning News“, en það er al-
þjóðlegt rit, sem gefið er út í
Bretlandi.
í Bandaríkjunum eru hreinsuð 8
kg. af fatnaði pr. mann á ári.
Bandaríkjamenn virðast vera í
sérflokki í þessum efnum.
í V-Þýskalandi eru hreinsuð
4,7 kg. af fatnaði pr. mann á ári.
í Bretlandi eru hreinsuð 4,2
kg. af fatnaði pr. mann á ári.
Flest löndin í vesturálfu eru
með svipað magn og Þýskaland
og Bretland, íbúarnir virðast
gera svipaðar kröfur í þessum
efnum.
Öðru máli gegnir um Austur-
Evrópulöndin.
í Tékkóslóvakiu eru hreinsuð
3,4 kg. af fatnaði pr. mann á ári.
I Austur Þýskalandi eru
hreinsuð 2,8 kg. af fatnaði per.
mann á ári.
í Póllandi eru hreinsuð 1,3 kg.
af fatnaði pr. mann á ári.
í Ungverjalandi eru hreinsuð
1,0 kg. af fatnaði pr. mann á ári.
Fjöldi Efnalauga
Nú eru starfandi á milli 20 og
40 efnalaugar á landinu. Flestar
eru þær hér í Reykjavík, eða 16,
og í næstu byggðarlögum ca. 5
talsins. Hægt er að fá fatnað
fullfrágenginn, eins og allir vita,
en einnig hreinsaðan og ópress-
aðann. Sá háttur var upptekinn
fyrir nokkrum áratugum og þá
sniðið eftir erlendri fyrirmynd
að nokkru, þ.e. svokölluð kíló-
hreinsun.
Það er þó vart nafn við hæfi
lengur, í kílóhreinsun er miðað
við að séu tvö stykki í kílóinu,
burtséð frá þyngd, og er verðið
fyrir hvert kg. 975.00 kr. Efna-
laugar eru auðvitað háðar verð-
lagsákvæðum.
Formaður í Félagi Efnalauga-
eigenda er Guðmundur Sigurðs-
son.
Hreinsun á
mokkafatnaði
Lengi vel var aðeins ein efna-
laug hér í borg, sem tók
skinnflíkur í hreinsum.
Það er víst talsvert vandaverk
og þarf til þess sérstök efni og
sérþekkingu.
Eftir því sém næst verður
komist er nú hægt að fá hreins-
aðan skinnfatnað á þrem stöðum
í borginni, þ.e. í Efnalauginni
Vesturgötu 53, Efnalauginni
Hraðhreinsun við Súðarvog og í
Hreinsun Sigurjóns við Nóatún.
Blettahreinsun heima
Það getur orðið stór útgjalda-
liður á heimilum, ef senda þarf
mikið magn af fatnaði í hreins-
un.
Margt er líka hægt að lagfæra
heima, svo sem bletti sem koma
á annars hreinar flíkur. Víða
hafa verið gefin ráð um bletta-
hreinsun, í blöðum og tímaritum
og sjálfsagt margir safnað
slíkum leiðbeiningum og grípa
til þegar með þarf.
Én ákaflega aðgengilegar leið-
beiningar, í þessu efnum, er að
finna í bæklingi, sem nefnist
„Um blettahreinsun" og var gef-
inn út af Kvenfélagasambandi
íslands árið 1971. Efnið er tekið
saman af Sigríði Haraldsdóttur
og er bæklingurinn 26 bls. að
stærð, sérprentun úr 4. tölublaði
21. árgangs Húsfreyjunnar.
Merki
um
hreinsi-
aðferð
Hringurinn er tákn
i hinum alþjóðlega
staðli (ISO.) íyrir
hreinsiaðferð. Taflan,
sem hér fylgir með, er
frá Íslenzkum staðli
IST., sem tók gildi
árið 1978.
Merkið geíur til
kynna, að ekki
megi hreinsa eínið.
OHringurinn er
tákn íyrir hreins-
un með iifrænum
leysiefnum. Hann
veitir upplýsingar
sem svara til hinna
ýmsu hreinsiað-
ferða, sem lýst er
hér á eftir.
Venjulegar vörur,
sem hreinsa má í
öllum lifrænum
hreinsivökvum.
Venjulegar vörur,
sem hreinsa má i
perkióretylen,
mónófiúortrí-
kiórmethan. White
spirit (mineröisk
terpentína og
tríklórtríflúor-
ethan. iakk-
bensín).
Vörur sem eru við-
kvæmar i hreins-
un, en sem hreinsa
má með sömu
iifrænu leysiefnum
og upptalin eru
í P þó með tak-
mörkuðu vatni
og/eða vissri tak-
mörkun með tilliti
til hreinsihreyf-
inga og/eða
þurrkunarhita-
stigs.
Vcnjulegar vörur.
sem hreinsa má að-
eins i White spirit
(minerölsk terp-
entína, iakk-
bensín) og
triklórtríflúor-
ethan.
Vörur sem eru við-
kvæmar i hreins-
un, en sem hreinsa
má með sömu
hreinsivökvum og
upptaidir eru
í F þó með tak-
mörkuðu vatni
og/eða vissri tak-
mörkun með tilliti
til hreinsihreyf-
inga go/eða þurrk-
unarhitastigs.