Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980 21 Norðurlandaráð: „Gagnrýnin oft grund- völluð á fákunnáttu um starfshætti og tilgang Norðurlandaráðs“ — segir Matthías A. Mathiesen „UMRÆÐUR hér á þinginu hafa tvimælaiaust verið mjög gagnlegar og til þess fallnar að efla norræna samvinnu,“ sagði Matthias Á. Mathiesen, forseti Norðurlandaráðs, þegar Morg- unbiaðið ræddi við hann i þing- lok i gær. „Fram kom eindreg- inn pólitískur vilji á að auka þetta samstarf, ekki sízt á sviði efnahagsmála, en að undan- förnu hafa sífellt fleiri norræn- ir stjórnmálamenn gert sér grein fyrir því hagræði, sem yrði að samstöðu Norðurland- anna varðandi slik mál. Þetta er ekki sízt athyglisvert vegna þess að oft áður hefur það komið fram i umræðum í Norð- urlandaráði, að efnahagsmál væru þess eðlis, að erfitt væri að samræma sjónarmið aðildar- þjóðanna einmitt á því sviði.“ Ýmsir virðast telja, að það sé til óþurftar að ræða utanríkis- og öryggismál í Norðurlandaráði. Slík mál eru sem kunnugt er ekki á verksviði ráðsins, en ég tel það sýna styrk okkar að við skulum geta skipzt á skoðunum um slík grundvallarmál opinskátt, eins og nú var gert enda þótt hagsmunir allra Norðurlandanna í þessu sam- bandi fari ekki ævinlega saman.“ „Sumir halda því fram að þetta þing hafi verið óvenjulega dauft og viðburðasnautt?" „Þeir sem búast við sögulegum viðburðum á hverju þingi Norður- landaráðs verða eflaust fyrir von- brigðum, en ég held að gagnrýni á störf ráðsins sé oft grundvölluð á fákunnáttu um starfshætti þess og tilgang. Þegar á þing er komið er gífurlegt undirbúningsstarf að baki. Fyrir þessu þingi lágu óvenju- mörg mál. Afgreiðsla þeirra á þinginu þýðir ekki að þau séu endanlega komin í höfn, því að það er ekki verkefni Norðurlandaráðs að setja lög og annast framkvæmd þeirra. Það er hlutverk ráðsins fyrst og fremst að finna leiðir til að sameina þá krafta, sem þarf til að leysa vandamálin í hverju landi, en með samvinnu af þessu tagi er hægt að spara mikinn tíma og Ib Stetter: Samvinna Norð- urlandanna ein- stök í sinni röð mikið fé. Samstarfið stuðlar líka að hagkvæmum vinnubrögðum, til dæmis á sviði margskonar rann- sókna, og hefur skilað miklum árangri á fjölmörgum sviðum. Það er eftirtektarvert að utan Norður- landanna er norræn samvinna talin til mikillar fyrirmyndar um það hverju hægt sé að áorka, en við sem eigum þessu láni að fagna erum kannski orðin svo góðu vön, að við metum það ekki ætíð sem skyldi," sagði Matthías Á. Mathiesen for- seti Norðurlandaráðs. Matthías Á. Mathiesen og Gunnar Thoroddsen bera saman bækur sínar á þinginu. Ljósm.: ói. k. m. Sverrir Hermannsson: Margbreytileg málef ni sem eru þýðingarmeiri en fólk gerir sér grein fyrir AUK orkumálanna tel ég að heimamarkaður með iðnaðar- vörur fyrir öll Norðurlöndin verði meðal mikilvægustu mála i norrænni samvinnu i náinni framtið, sagði danski þingmað- urinn Ib Stetter í samtali við Morgunblaðið. — Mál þetta bar á góma hér á þinginu og orð eru til alls fyrst. Ég vona bara að úr framkvæmd- inni verð’i sem fyrst því þetta er mikið framfaramál fyrir Norð- urlöndin. Ib Stetter kvað það skoðun sína að þingstörfin hér í Reykjavík hefðu gengið vel. Að- spurður um gildi norrænnar samvinnu sagði Stetter að eng; inn efaðist um gildi hennar. I hinu daglega lífi mætti sjá árangur hennar víða og mörg atriði, sem fólk teldi nú sjálf- Ib Stetter sagða hluti væru ávöxtur slíkrar samvinnu. —Samvinna Norðurlandanna er einstök í sinni röð og til mikillar fyrirmyndar á allan hátt, sagði Stetter. ÞETTA hefur ekki verið átakaþing en það hefur fjallað um margbreytileg málefni, sem eru þýð- ingarmeiri en fólk gerir sér almennt grein fyrir, sagði Sverrir Hermanns- son alþingismaður þegar Morgunblaðið ræddi við hann um þing Norður- landaráðs. — Utanríkismál eru ekki bannorð á þingum Norður- landaráðs en ekki er samt ætlunin að sérstaklega sé um þau fjallað á þingunum né mál, sem snerta einstakar Norðurlandaþjóðir sérstak- lega, sagði Sverrir Her- mannsson. En þau hafa auð- vitað skotið upp kollinum og ég minnist þess að við feng- um geysilega verðmætan stuðning 1976 þegar við átt- um í landhelgisdeilunni við Breta og áttu þau Ragnhild- ur Helgadóttir og Tryggve Bratteli mestan þátt í því. — Það hafa verið afgreidd mörg mikilvæg mál á þessu þingi, sagði Sverrir en mik- ilvægast er hve Norður- landaþjóðirnar vinna vel Sverrir Hermannsson saman. Þetta eru háþróuð velferðarríki og samstarf þeirra í Norðurlandaráði og samvinna á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna er virt með- al allra þjóða heims. Ef samskipti Norðurlandaþjóð- anna eru vanmetin er það vegna þekkingarleysis eða skorts á upplýsingum. Ég held einmitt að samstarf Norðurlandaþjóðanna sé bezta fyrirmyndin sem finnst um það hvernig þjóðir eigi að vinna saman. Aðspurður um aðild Fær- eyinga og Grænlendinga að Norðurlandaráði sagði Sverrir: — Ég mun hvorki láta það laust né fast fyrr en þessar þjóðir hafa hlotið full réttindi í samstarfinu. Allt annað eru úrelt vinnubrögð. Sverrir sagði að lokum að hann teldi að iðnaðar- og orkumál yrðu helstu mál Norðurlandaráðs á næst- unni. Hann kvaðst vilja geta þess sérstaklega að þegar búið væri að reisa stóra virkjun á Austurlandi og byggja stóriðju við Reyðar- fjörð, sem yrði þegar bærileg stjórn kæmi, hefði hann feikna mikinn áhuga á því að selja rafmagn til Færeyinga. Hann sagði að Færeyingar vildu leggja 60 megawatta kapal til Islands. Þeir þyrftu 30 megawött til að byrja með en áætluðu að þörfin yrði 60 megawött um aldamótin. Víðtækt samstarf á sviði kjarnorkumála SVERRIR Hermannsson alþingismaður hafði orð fyrir efnahagsnefnd Norðurlandaráðs er fjallað var um samstarf í kjarnorkumálum. Á því sviði er um víðtækt norrænt samstarf að ræða, sem stöðugt fer vaxandi, en hér fer á eftir ræða Sverris: ) Norrænni samráðsstofnun um kjarnorkumál, NKE, var komið á fót árið 1957. Á síðari árum hefur meginverkefni stofnunarinnar verið í því fólgið að efla þá norrænu samvinnu um kjarnorkuöryggismál, sem hafin var á árinu 1977. Árið 1979 veitti ráðherranefndin um 4 milljónir norskra króna í þessu skyni, en þar við bætast veruleg fjárframlög einstakra ríkja. Þess er vænzt að störfum ljúki á árinu 1980, eins og ætlað var, og er hafinn undirbúningur að dreifingu upplýsinga um málið með útgáfu og námskeiðahaldi. Samin hefur verið áætlun um áframhaldandi örygg- ismálarannsóknir á vegum NKE og hefur hún verið lögð fyrir ráðherranefndina. Fjárþörf vegna áætlunarinnar er um 30 milljónir norskra króna og a.m.k. annað eins af hálfu aðildarríkjanna á árunum 1981—84. í framhaldi af ráðstefnu NKE árið 1979 um „Áhrif raforkuframleiðslu með kjarnorku á umhverfið" hefur tillaga um norræna umhverfisverndaráætlun verið send ráðherranefndinni, en kostnaður við framkvæmd hennar árin 1981—84 er áætlaður alls um 10 milljónir norskra króna. Norrænar orkurannsóknastofnanir hafa einnig aukið samvinnu sína utan hins eiginlega kjarnorkuöryggis- sviðs, t.d. að því er varðar hitaveitur, orkulíkön, mengunarvarnir, áhætturannsóknir o.fl. Efnahagsnefndin álítur að NKE hafi verið vettvangur fyrir norræna ráðgjöf varðandi þátttöku aðildarríkjanna í alþjóðlegri samvinnu um kjarnorkumál. Um leið vil ég leyfa mér að ræða um skýrslu nefndarinnar um Nordel. Norrænu samstarfi um raf- orkumál, Nordel, verður haldið áfram á sama hátt og hingað til, innan nefndar á vegum framkvæmdastjórnar- innar. Nordel ákvað á árinu 1979 að koma á fót hitaorku- nefnd, sem fjalla mun um allt er lýtur að hitaorku, þar með talin er kjarnorka. Kjarnorkunefndin mun þannig hætta störfum sem sjálfstæð nefnd. Áætlunarnefndin hefur rætt tillögu, sem er fólgin í því að auka samnýtingu raforku milli Sjálands og Suður-Svíþjóðar og Jótlands og Noregs og Svíþjóðar, en Nordel hefur mælt með slíkri samnýtingu við aðildarlöndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.