Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980 „Rússarnir eru slæmir - þeir berjast gegn Guði“ SÍÐARI HLUTI Liðssafnaður uppreisn- armanna — þeir lánsoniu hafa riffla. aðrir verða að hnúum Uppreisnarmenn með herfanjí — rússneskan jeppa ok afganskan liðs- forinjíja. Afjjanskir uppreisnar menn með herfanjí sitt — sovéskan bryndreka. Úr vopnahúri uppreisn- armanna — forláta riffill frá oldinni sem leið. H/r i 1 m | mítij § wiL iw u Hinn kunni fréttamaður AP, Marcus Eliason, dvaldi í einn mánuð í AFganistan, þar sem hann aflaði frétta um innrás Sovétríkjanna í landið. Hann eins og aðrir vest- rænir fréttamenn varð að sætta sig við stranga ritstkoðun yfirvalda. í byrjun mánaðarins hvarf Marcus Eliason, ásamt brezku blaðamönnunum Liz Thurgood frá The Guardian og Richard Balmforth frá Reuters. í»au höfðu farið frá Kab- úl áleiðis til Salangsskarðs í norður- hluta landsins. Eftir að Marcus fór frá landinu skrifaði hann grein um ástandið og birtist síðari hluti hennar í blaðinu í dag. Hinn fyrri birtist á föstudag. Skömmu fyric myrkur yfirgefa tveir sovéskir hermenn verzlun í miðborg Kabúl. Hurðin lokast að baki þeim og eigandi verzlunar- innar dregur gluggatjöldin fyrir. Það losnar um spennuna meðal viðstaddra og te er borið fram. Talið berst að umræðuefninu í Afganistan, sovéska innrásarlið- inu. „Þeir eru slæmir, trúa ekki á guð,“ segir verzlunareigandinn með þjósti og bætir við: „Kristnir menn trúa á guð, múhameðs- trúarmenn trúa á Allah, Gyðingar eiga sinn guð en Rússarnir eru slæmir, — þeir berjast gegn guði.“ Við mig segir hann fjarrænt og niðurlútur: „Afganistan heyrir fortíðinni til.“ Afganistan var frjálst og óháð ríki í 233 ár en það tók marxíska stjórn landsins aðeins 21 mánuð að hneppa þjóðina í fjötra, koma Afganistan undir járnhæl Sov- étríkjanna. Hinir nýju herrar breyttu landinu í byltingarríki og gengu fram í því af slíku offorsi að nánast öll afganska þjóðin snerist gegn hinum nýju herrum. Múham- eðstrúarmenn risu upp og bylting- in breiddist út eins og logi um akur. Uppreisnarmenn gegn hin- um nýju herrum unnu hvern sigurinn á fætur öðrum. Hin marxíska stjórn landsins var rúin öllu trausti landsmanna, hún hafði áunnið sér hatur allra lands- manna og var að falli komin. Þá kom Rauði herinn. Uppreisnar- menn vopnaðir rifflum frá fyrri heimsstyrjöldinni hafa átt undir högg að sækja gegn Rauða hern- um, búnum öllum fullkomnustu vítisvélum nútíma hers. En af- ganski herinn hefur lamast, — bæði vegna þess að Sovétmenn hafa nánast afvopnað hann, og eins vegna hinna fjölmörgu lið- hlaupa, sem snerust til liðs við múhameðska trúbræður sína. Leppur Sovétmanna í Kabúl, Babrak Karmal, byggir vald sitt á vopnum Rauða hersins. Raunar hafa vinstrisinnar aldrei átt miklu fylgi að fagna með þjóðinni og hlutu ávallt lítið fylgi í kosning- um. Atburðarásin frá byltingu Tarakis hefur verið furðuleg, svo ekki sé meira sagt. Síðastliðið haust var Hafizullah Amin hinn „heittelskaði leiðtogi þjóðarinnar“ en nú er honum lýst sem „villi- mannslegum böðli". Mohammed Taraki, leiðtogi byltingarinnar í apríl 1978, var stimplaður af Amin sem harðstjóri og fúlmenni en er nú nánast í tölu „dýrlinga". A blaðamannafundi í janúar spurðist brezkur blaðamaður fyrir um Rússana. Upplýsingamálaráð- herra landsins, Abdulmajid Sar- buland, brást reiður við og vítti blaðamanninn fyrir að tala um Rússa. Hann ætti að kalla „hin miklu og göfugu Sovétríki sínu rétta nafni, — samband sovéskra sósíalískra lýðvelda". Miklar hreinsanir hafa verið gerðar í leynilögreglunni og í kjölfar þeirra hefur hún fengið aukin völd. Leynilögreglan hefur átt annasama daga frá bylting- unni 1978. Ýmsar mannréttinda- hreyfingar telja að pólitískir fang- ar, sem hafa verið teknir af lífi, skipti þúsundum. „Segðu þeim það sjálfur“ Enn ræða Afganir við vestræna fréttamenn þó þeir gæti þess vandlega að nöfn þeirra komi hvergi fram. „Um daginn var rússneskur blaðamaður hér inni,“ sagði verzlunareigandinn við mig. „Eg sagði við hann: Viltu gjöra svo vel að segja hermönnum þínum að koma sér út úr landinu. Hann hló og sagði: Segðu þeim það sjálfur." Um aldamótin var Afganistan nokkurs konar brimbrjótur milli Sovétmanna og Breta. Þáverandi valdhafi, Abdur Rahman Khan, gerði sér grein fyrir hættunum, sem af því stafaði. Hann spurði: „Hvernig getur lítil þjóð, eins og Afganir, komist hjá því að vera troðin niður í svaðið.“ Rudyard Kipling vissi svarið við spurningu Kahns, hann skrifaði: „Afganski leiðtoginn hefur lokið upp kistum sínum fyrir gjöfum úr norðri og suðri. Þær hafa verið fylltar gulli." Sama var uppi á teningnum þegar valdabarátta vesturs og austurs hófst. Um árabil brugðust ríkisstjórnir Afganistans við á sama hátt og Rahman, í von um að takast mætti að halda hlutleysi landsins. Gullið, sem streymdi til landsins, var í mynd þjóðvega, íþróttamannvirkja, verksmiðja, læknamiðstöðva og flugvalla. Kreml afhenti vopn, Washington þjálfaði liðsforingjaefnin. Afganir hafa ávallt verið tor- tryggnir í garð útlendinga, eink- um hins volduga nágranna síns í norðri. Þeir minnast þess, þegar Kremlverjar reyndu að afmá íslamska trú í Mið-Asíulýðveldun- um og þúsundir flóttamanna flýðu kúgun kommúnista og búa enn í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.