Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980 23 Kristniboðsvika í Reykjavík: Ný kvikmynd frá starfi í Kenýa KRISTNIBOÐSVIKA hefst í Reykjavík sunnudag 9. marz á vegum Sambands íslenzkra kristniboðsfélaga. Verða sam- komur haldnar á hverju kvöldi kl. 20:30 í húsi KFUM og K við Amtmannsstíg vikuna 9. til 16. marz. Starf S.Í.K. verður kynnt í máli og myndum einnig verða fluttar hugvekjur, söngur verður mikill, einsöngur og kórsöngur. Á MORGUN, sunnudag, efnir Hvöt til markaðar í Sjálfstæðishúsinu, Valhöll, Háaieitisbraut 1 frá kl. 14 til 18. Margt góðra muna verður þar á boðstólum svo sem búsáhöld, bækur og plötur. Ennfremur fatnaður ýmiss konar og verður kaupendum veitt ókeypis molakaffi meðan þeir staldra við. S.í. K. eru leikmannasamtök innan kirkjunnar og urðu þau 50 ára á sl. . ári. Þau áttu áður fulltrúa í Kína, en nú dveljast á vegum þeirra tvenn hjón í Eþíópíu og ein í Kenýa. í Eþíópíu eru skilyrði til kristi- legs starfs mjög misjöfn eftir fylkjum og sveitum, eftir að bylt- ingin var gerð og keisaranum velt úr sessi. Sums staðar hefur kirkj- um verið lokað og kristnir menn fangelsaðir, en annars staðar, t.d. í Konsó, eru tiltölulega litlar hömlur lagðar á kirkjulegt starf. Kristniboðar eru enn margir í landinu og hafa víðast hvar starfsfrið, sums staðar hafa Bibl- Framkvæmdum á Úlfarsfells- svæðinu frestað fram í maí — hugmyndir formanns skipulagsnefndar „óraunhæfar og fjarri þvi að hafa nokkurt jarðsamband“ segir Kristján Benediktsson VINSTRI meirihlutinn í borgarstjórn samþykkti á borgarstjórnarfundi í gær- kveldi að fresta enn staðfest- ingu á framkvæmd endur- skoðaðs aðalskipulags frá ár- inu 1977. Ákveðið var á fundinum að fresta fram í maí þeim hluta skipulagsins sem fjallar um ný byggingarsvæði, þ.e.a.s. (llfarsfellssvæðinu. Borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn frest- unartillögunni sem komin var frá meirihluta Skipulags- nefndar, þannig að atkvæði féllu þannig að vinstri meiri- hlutinn var því samþykkur en sjálfstæðismenn á móti, eins og áður sagði. Það kom fram í máli borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins að nú væru liðin um tvö ár frá því að aðalskipulagið var samþykkt í borgarstjórn, en þrátt fyrir það hefði endur- skoðun skipulagsins enn ekki verið staðfest, og enn kæmi vinstri meirihlutinn í veg fyrir það með þessari samþykkt sinni. Borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins sögðu að þeg- ar væri lóðaskortur farinn að gera vart við sig í borginni, lóðir undir íbúðir og atvinnu- húsnæði væru af skornum skammti. Þetta aðgerðaleysi vinstri meirihlutans í tvö ár væri þegar farið að standa í vegi fyrir framþróun borgar- innar. Þess má geta, að Kristján Benediktsson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins lýsti því yfir á fundinum, að hann væri óánægður með að mmferðar- kerfi aðalskipulagsins hefði ekki verið samþykkt. Þá lýsti borgarfulltrúinn hugmyndum formanns skipulagsnefndar, Sigurðar Harðarsonar, um byggðaþróun í Reykjavík, sem „óraunhæfum hugmyndum og rómantík sem væri fjarri því að hafa nokkurt jarðsam- band“. íur verið teknar af fólki og eigend- ur þeirra jafnvel settir í varðhald, stjórnmálafulltrúar reka mikinn áróður gegn öllum trúarbrögðum. Framkvæmdastjóra Lúthersku kirkjunnar var rænt á götu fyrir nokkrum mánuðum. Nú hefur komið á daginn samkvæmt frétt- um, að þar voru yfirvöld að verki. Því er haldið leyndu hvar fanginn er geymdur. Konu hans hefur nýlega verið varpað í fangelsi. Þrátt fyrir margvíslega erfiðleika er víða vöxtur í kristnum söfnuð- um í landinu. I Lúthersku kirkj- unni eru nú yfir 500 þúsund manns. Hjónin Kjellrún og Skúli Svav- arsson vinna nú að því að reisa kristniboðsstöð í Vestur Kenýa, meðal svokallaðra Pókot manna. Pókot menn eru andadýrkendur og lífshættir þeirra mjög frum- stæðir. Þeim Skúla hefur verið mjög vel tekið og standa þeim allar dyr opnar. Meðal ræðumanna á kristni- boðsvikunni í Reykjavík verða 6 kristniboðar, sem hafa starfað í Kína og Eþíópíu. Á fyrstu sam- komunni, sem verður í kvöld, sýnir Páll Friðriksson kvikmynd, sem hann tók í Kenýa fyrir nokkrum vikum. Þá tala Valdís Magnús- dóttir og Susie Bachmann. Jó- hanna Möller syngur einsöng. Kristniboðsstarfið er borið uppi af frjálsum framlögum fólks og verður tekið á móti gjöfum til kristniboðsins á samkomunum. Fréttatilk. Meirihlutinn klofnaði um Höfðabakka: Höfðabakkabrúin samþykkt — framkvæmdir hef jast á þessu ári Alþjóðlegur baráttudagur verkakvenna: Aðaláherslan lögð 4 barnaárskröf ur ASI HAFIST verður handa við að byggja svokallaða Höfðabakka- brú á þessu ári, en það var samþykkt á löngum fundi í borg- arstjórn í gærkvöldi. Á þessu ári verður veitt tvö hundruð milljón- um i framkvæmdina en brúin er tilbúin til útboðs, að því er Björgvin Guðmundsson borgar- fulltrúi Alþýðuflokksins upplýsti á fundinum. Miklar umræður urðu um hina fyrirhuguðu brú á fundinum. Skiptist þar vinstri meirihlutinn í tvennt, þar sem fulltrúi Fram- sóknarflokksins og fulltrúar Al- þýðuflokksins voru fylgjandi því að hefjast handa um brúna nú, en Alþýðubandalagið á móti, Borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru fylgjandi brúnni, þannig að meirihluti var fyrir samþykktinni. Á meðan umræður stóðu yfir kom fram tillaga frá Alþýðubandalag- inu þess efnis að byrjunarfram- kvæmdum við Höfðabakkabrú yrði frestað um eitt ár. Tillagan hlaut litlar undirtektir annarra borgarfulltrúa og var hún felld með 10 atkvæðum gegn 5. Síðan var samþykkt að hefjast handa við byggingu brúarinnar á þessu ári, eins og áður gat, og féllu atkvæði þannig að 10 voru fylgjandi en enginn á móti. Alþýðubandalagið sat hjá. Alþjóðlegur baráttudagur verkakvenna er í dag, 8. mars. Af því tilefni gengst Rauð- sokkahreyfingin fyrir göngu frá Sokkholti, húsnæði hreyf- ingarinnar, kl. 1.30 að Félags- stofnun stúdenta en þar hefst fundur kl. 14. Ávörp þar flytja Kristín Jónsdóttir kennari og Hrafnhildur Sigurðardóttir Sóknarstúlka. Auk annars efn- is á fundinum má nefna söng Rauðsokkasveitarinnar og Katjönu Edvaldsen og Alþýðu- leikhúsið flytur þátt úr leikriti Sýningu Magnúsar lýkur á sunnudag Magnús Jóhannesson hefur und- anfarið sýnt vatnslitamyndir á Snerrulofti í Mosfellssveit. Að- sókn að sýningunni hefur verið góð, en þar eru sýndar 22 myndir. Sýningunni mun ljúka á sunnudag kl. 16. Sýningin er opin í dag frá 14—18 og á morgun, sunnudag, frá 14-16. Böðvars Guðmundssonar „Heimilisdraugar“. Auk fundarins verður í Stúd- entakjallaranum sýning á því sem konur gera dagsdaglega, s.s. stoppaðir sokkar, hálf- prjónaðar peysur og hlutir úr verksmiðjum, konfektkassar og pakkar með fiskflökunr svo eitthvað sé nefnt. Þá mun fara fram söfnun handa stúlku á Akureyri, Auði Oddgeirsdóttur sem á von á barni en er iðnnemi og á því ekki rétt á fæðingaror- lofi. Að sögn Rauðsokkanna verð- ur á fundinum þó aðaláherslan lögð á kröfur barnaársnefndar ASÍ. Þess má loks geta að blað Rauðsokkahreyfingarinnar Forvitin rauð er nú komið út í breyttu formi og áskriftasöfn- un er hafin sem einnig er nýmæli í starfsemi blaðsins. Forvitin rauð kemur út 4 sinnum á ári. AÐALFUNDUR • Samvinnubanka íslands h.f. 2 veröur haldinn aö Hótel Sögu, Átthagasal, Reykjavík, laugardaginn 15. mars 1980 og hefst kl. 13.30. Auk venjulegra aöalfundarstarfa veröur lögö fram tillaga um heimild til bankaráös um útgáfu jöfnunarhlutabréfa og rætt um breytingar á samþykktum bankans. Aögöngumiöar og atkvæðaseölar til fundarins veröa afhentir í aðalbankanum, Bankastræti 7, dagana 12.—14. mars, svo og á fundarstað. Bankaráð Samvinnubanka íslands h.f. : s :

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.