Morgunblaðið - 15.03.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.03.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1980 Kjartan Raunarsson leikari flutti lokaerindið á listaþingi Lifs og lands. Ljósm. Emilla. í landi ríkulegrar listhefð- ar blasir nú auðfátækt við í þriðja áfanga lista- þingsins, sem Líf og land efndi til á Kjarvalsstöðum nýlega var fjallað um list- fræðslu. Hafði þá verið gerð grein fyrir stöðu list- ar og aðstöðu listafólks í stuttum erindum. Tólf er- indi voru flutt um list- fræðslu, á sunnudags- morgni, og var fundar- stjóri Ögmundur Jónas- son. Verður hér gripið niður í erindin: Björn Th. Björnsson listfræð- ingur talaði fyrstur og nefndi erindið „Af þráðarlegg og reiptögl- um“. Hann sagði m.a.: Eitt af undrum íslands er almúgalistin. Leikum okkur andartak að þeirri hugsun, að við séum ferðalangar og komum ókunnug á íslenzkan sveitabæ, sæmilega setinn og hirt- an, segjum á framanverðri 18. öld. Svo sem ævinlega, verðum við að horfa með ókunnum augum til þess að sjá. En þá gefur líka æði merkilegt að líta. Svo að segja hver hlutur innan stokks sem handleik- inn er, er ekki aðeins hluturinn sjálfur, heldur að viðbættu því sem honum er til prýði gert. Askurinn sem okkur er borinn er með flúruðu loki, spónninn sem okkur er fenginn til að borða með er úr útskornu flúruðu horni. Abreiðan undir okkur þar sem við sitjum, er krossofin með hnútum og rósum, rúmfjölin sem liggur fyrir aftan okkur er útskorin með myndum og frómu bænakvaki, íleppurinn í skónum sem okkur er fenginn á þurran sokk er með áttblaðarós, trafakeflið á veggnum er með upphleyptu, gagnskornu verki, sessan á bekknum er flosuð, og þannig er með nær hvern hlut sem við lítum augum: hann er ekki hrár af smíðinni eða öðru tilvirki, heldur hefur hverjum og einum verið til góða gert af þeirri alúð sem fegrar ekki aðeins hann sjálf- an, heldur stækkar einnig fólkið í þessari þröngu baðstofu. Ég gleymdi því áðan, að þetta var laugardagskvöld. A sunnu- dagsmorguninn gefur enn óvænt- ari undur að lita. Þegar við röltum Iangsofin fram á hlað, er húsfreyj- an komin á bak, á leið til kirkju. Hún er búin líkari drottningu á yfirreið um ríki sitt en bóndakonu á leið til torfkirkju sinnar. Svört, silfurhneppt reiðhempan, hár hatturinn með svartflosuðu skyggni, söðulbríkin drifin upp með látúni, reiðinn með gagn- skornum kúlum og gröfnum sprot- um, glitofið áklæðið með söðlinum, silfurbúin svipan í hendi hennar, útprjónaðir vettlingarnir. Við spyrjum: Var þá rangt að þetta sé eitt fátækasta land álfunnar? Þar sem fólk horfellur þegar grasið gleymir að spretta á vorin? Ég man ekki hvort okkur var svarað það sinnið, enda svarið þannig, að það verður aldrei með orðum mælt. Það er listþörfin í mannin- um, og ekki síst í fátækt þörfin á að samsama sig hlutum sem eru ofan og handan við öll mælanleg gildi og gera sig þannig annað og æðra en einhvert hold og bein. Þann dag sem við hættum að umbreyta lambslegg í þráðarlegg eða vefa rauða rönd á brekánið okkar, verður fátæktin að fátækt, og veraldlegt ríkidæmi að enn hlálegri fátækt. En því miður, í þessu landi svo ríkulegrar listhefð- ar, blasir sú að fátækt hvarvetna við. Eigi að vernda fagurt hús, þarf um það að deila. Eigi að bjarga listaverkum okkar þjóðsnillinga, er við dumba að tala. Eigi að mennta það fólk til lista, sem eru arftakar hannyrðakonunnar í baðstofunni eða þjóðhagans í smiðjunni, er svarið vorkunnlátt bros. Fátæktin er á góðri leið til alræðis í þessu bjargálna landi." • Allir listamenn allan tímann Erindi Gylfa Gíslasonar mynd- Iistamanns nefndist Alþýðu- fræðsla um listir. í fyrri hluta erindisins gerði hann grein fyrir stöðunni og sagði m.a.: Sé litið til baka til fortíðarinnar þá ein- kenndist alþýðumenning, list og lífshættir allir af sterkum hefðum sem margar hverjar löguðu sig að breytingum sem urðu í tímans rás. Nær allt slíkt tilheyrir nú fortíð, tækni nútímans hefur séð fyrir því. Nokkur einföld dæmi má nefna: Til dæmis hefur síminn orsakað að fæstir eru nú lengur sendibréfsfærir. Heimiliskvöld- vökurnar þar sem fólk sá sjálfum sér fyrir skemmti- og menningar- efni með tilheyrandi umræðum hurfu með tilkomu útvarpsins og um áhrif sjónvarps á lífsstíl okkar vitum við harla lítið. A sama tíma og þessi þróun hefur átt sér stað hefur víðtækt og vaxandi skólakfcrfi ekki reynst frjótt í listfræðslu, kennsla oft einskorðuð við lestur á fáeinum fornsögum, þar sem málfræði og setningarfræði sátu í fyrirrúmi en minni gaumur gefinn að listrænu mati. Þegar litið er til annarra greina svo sem myndlistar og tónlistar má segja að fræðsla á þeim sviðum hafi verið sáralítil jafnvel engin víðast hvar. Afleið- ingin er að almenningur hefur litla eða enga þekkingu á því hvað listamenn eru að fást við. Menn gera sér undarlegar hugmyndir um hlutverk listamanna, efast jafnvel um að það sé til. Oft er fólk beinlínis hrætt við listsköpun, af- leiðingin getur orðið reiði, eða það lítur jafnvel á hana sem eitthvert yfirnáttúrulegt fyrirbæri. Stað- reyndin er hins vegar sú að listir eru ekki töfrabrögð heldur eitt- hvað sem er manninum í blóð 3. hluti borið og hefur fylgt mannkyninu frá upphafi. Það er hins vegar of mikið mál að ætla að skilgreina hér hvers vegna listin hefur greinst frá þjóðfélaginu í þeim mæli sem nú er. En sennilega væri best að listin væri samgróin dag- legu lífi fólks, með öðrum orðum, að allir væru listamenn allan tímann. • Aðskilnaður lista og daglegs lífs Ernir Snorrason sálfræðingur talaði um list og uppeldi. Hann sagði m.a.: Spurningin er hvort menn vilji viðhalda því firrta ástandi, sem við lifum nú við, þar sem listir eru aðgreindar frá daglegu lífi; fegurð og formskyn eru alls staðar stikkfrí í daglegri önn Islendingsins frá kl. 9 til 5 virka daga, en til sýnis á laugar- dögum og sunnudögum á Kjarvals- stöðum og Norræna húsinu. Séu þær forsendur athugaðar sem ýmsir hópar listamanna og menn- ingarfrömuða á okkar dögum byggja á þegar þeir ræða nauðsyn frekari útbreiðslu lista- og auk- inna fjárframlaga til menning- armála — þá virðist eins og verið sé beinlínis að viðhalda ofan- greindri firringu; þ.e. aðskilnaði lista og daglegs lífs. Þessir ein- staklingar hugsa eins og Loðvík 14., þ.e. listin það er ég. Staðreyndin er sú að listir og menningarmál eru einangruð við tiltölulega fámennan hóp áhuga- manna og nær sáralítið út fyrir þennan hóp. Það er rétt hins vegar að þessi hópur hefur eitthvað stækkað. Þetta hefur oft verið hrakið með því að benda á hversu margir íslendingar fara í leikhús eða á málverkasýningar. En í þessu tilviki er ekki athugað hvers eðlis þessi þátttaka er né hveru mikið eða stórt hlutverk listsköp- un hefur í daglegu lífi á Islandi. Hér er gengið út frá því að í list og listtúlkun séu tveir aðiljar ólíkrar náttúru, listamaðurinn og listunn- andinn. Og síðar segir hann: Sérkennileg mótsögn kemur nefnilega fram í þeirri kröfu vesturlandabúans til listamannsins, að hann sé frum- legur. Án hugmyndar um frum- leika er allt tal um listir í vestrænum skilningi merkingar- laust. Við gerum annars vegar kröfur til listamanna að þeir séu frumlegir, hins vegar reynum við að koma á almennri þátttöku í listsköpun. Við tölum um nauðsyn þess að einstaklingurinn svali svokallaðri sköpunarþrá sinni, hins vegar takmörkum við hugtak- ið sköpun við það sem er frumlegt, þ.e. það sem aðeins fáum er eiginlegt. Vestræn skilgreining á frumleika er tölfræðilegs eðlis, þannig að sá einn er frumlegur sem skapar eitthvað frábrugðið fjöldanum, þ.e. sá sem er eins langt frá meðaltalinu og unnt er. Það er því alls ekki út í hött að halda því fram að þær hugmyndir um listir sem vesturlandabúar burðast með á 20. öld útiloki beinlínis almenna þátttöku, hrein- lega af skilgreiningarástæðum. Þetta væru marklausar vangavelt- ur af menn álitu að þetta gæti ekki verið á annan veg. En sagan sýnir svo ekki verður um villst að þessu hefur ekki verið alla tíð svo farið. Þeir sem rituðu Islendingasögur höfðu kannski aðrar hugmyndir í þessum efnum en við (sbr. það að höfunda er ekki alltaf getið)? • Listir i jaðarstöðu í skólakerfinu Jónas Pálsson skólastjri talaði um list í grunnskólum. í upplýs- andi erindi sagði hann m.a.: Miðað við skólastarf okkar í dag, hin viðteknu ríkjandi viðhorf sem þar ráða og meginstefnu sem fylgt er, þá virðist hér mega gera eftirfar- andi úttekt á stöðunni: 1. Listgreinar eru í nokkuð ein- angraðri jaðarstöðu innan hins almenna skylduskóla. Sú staða speglar á margan hátt sérstöðu lista í samfélagskerfinu og þjóð- lífinu. Skipan þessi er í öllum meginatriðum svipuð og í nálæg- um löndum, en þó líklega listum heldur óhagstæðari hér, einkum í framkvæmdinni. 2. Hlutur listgreina, bæði fag- lega og hagnýtt, hefur vaxið hlut- fallslega í íslenzkum grunnskólum s.l. 10—15 ár. Þetta á við um tímamagn til kennslu og náms en einnig og ekki síður að því er varðar gæði náms og kennslu í þessum greinum, eins og þau birtast í endurnýjuðu námsefni, markvissari kennsluskipan og listrænt meðvitaðri handleiðslu kennara. Aukið frumkvæði náms- stjórnarmanna og hagnýt leiðsögn þeirra til kennara á vafalaust hvað mestan þátt í þessari jákvæðu þróun. 3. Gætt hefur vaxandi viðleitni frá einstaklingum og samtökum, sem þó reynast oftast valdalitlir og í minnihluta aðstöðu þegar á reynir, að auka áhrif listgreina á uppeldi, fræðslu og félagsmótun sem fram fer í grunnskólum; m.a. með samþættingu þessara greina við aðrar námsgreinar skólans og auknu samstarfi sérgreinakennara og almennra kennara. Hér er þó við ramman reip að draga sem birtist í ýmislegum mótsögnum og hindrunum þegar til framkvæmda kemur. Má þar til nefna aðgreinda starfsmenntun listgreinakennara, sérstöðu þeirra. innan skólanna og loks óljósa og næstum óttablandna afstöðu fólks til lista, og þá einnig kennara, hvers eðlis þær eru og hverju hlutverki þær gegni í lífi manna og samfélaginu. 4. Glaðningur ýmiss konar tengdur sérstaklega listum og list- fræðslu í skylduskólunum hefur orðið mun algengari hin síðari ár. Má þar nefna heimsóknir lista- manna sem milliliðalaust flytja í skólum verk sín eða lýsa sköpun þeirra; nemendum er boðið að sækja listsýningar af ýmsu tagi og myndlistamenn hafa í einstaka tilvikum unnið listaverk sem kom- ið er fyrir í viðkomandi skólum. Allt stuðlar þetta að aukinni kynningu á list meðal fólks og störfum listamanna í landinu. Heimir Pálsson, menntaskóla- kennari talaði um list í mennta- skóla. „Ef byrjað er á að skoða hinar hefðbundnu listgreinar eins og myndlist hverskonar, tónlist og sambland þessa tvenns, leiklist, er þar skemmst frá að segja að kennsla í beitingu listbragða, sem þessum greinum heyri, hefur fram að síðustu árum ekki talist vera þáttur sem gefa bæri neinn um- talsverðan gaum í íslenzkum menntaskólum. Hvergi hefur verið skylda að leggja stund á mynd-, tón-, né leiklist og allt nám eða þjálfun í þessum efnum hefur farið fram í áhugamannafélögum skól- anna. Starfandi hafa verið listafé- lög af ýmsu tagi, en aðeins á sama grundvelli og önnur félagastarf- semi nemenda. Þátttaka í slíkum félögum eða starf á þeirra vegum hefur ekki verið talinn gjaldgeng- ur hluti náms — jafnvel ekki þar sem auðvelt væri að koma mati fyrir, s.s. í áfangakerfisskólum. Tilraun til nýbreytni hefur verið gerð með tilkomu fjölbrautaskól- anna. í sameiginlegum námsvísi Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Flensborgarskólans og Fjölbrauta- skólans á Akranesi er þannig gert ráð fyrir að sameiginlegur kjarni allra hefðbundinna stúdentsbrauta feli í sér m.a. einnar annar (hálfs árs) nám í listum, og má þá velja milli almennrar fræðslu um listir eða þá séráfanga í mynd- eða tónlist. Svipað er að segja um Fjölbrautaskólann í Breiðholti, nema hvað þar er gert ráð fyrir tveim áföngum, annars vegar mynd- og handmennt (samkvæmt áfangalýsingu einkum teiknun) og hins vegar í tónmennt (samkvæmt áfangalýsingu einkum tónlistar- saga). Auk þessa litla þáttar í skyldunámi á öllum sviðum bjóða fjölbrautaskólarnir allir upp á nám á listasviði. Þar er munurinn að sumu meiri, því þrístirnið sem fyrst var nefnt getur þar aðeins um tónlistabraut, sem er öldungis sambærileg við tónlistasvið menntaskólanna (farið er eftir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.