Morgunblaðið - 15.03.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.03.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1980 19 Reykjavíkur og nágrennis, sem haldinn var laugardaginn 8. marz s.l. kom (ram, að á liðnu ári jukust umsvif sparisjóðsins meira en nokkru sinni fyrr í 48 ára sögu sjóðsins. Fjöldi við- skiptavina sem eiga erindi i afgreiðslu sjóðsins dag hvern hefur tvöfaldast á árinu og verður sparisjóðurinn því að taka til eigin afnota aðra hæð í huseign sinni að Skólavörðustíg 11 á næstu mánuðum. Á aðalfundinum flutti formað- ur stjórnar sparisjóðsins, Jón G. Tómasson hrj., skýrslu stjórnar- innar fyrir liðið starfsár, og Baldvin Tryggvason, sparisjóðs- stjóri, lagði fram og skýrði ársreikning sparisjóðsins. Starfsemi sparisjóðsins efldist mjög á árinu og jukust eignaliðir á efnahagsreikningi sjóðsins um kr. 2,1 milljarð úr um kr. 3,6 milljörðum í rúmlega kr. 5,7 milljarða eða um 59%. Innistæðuaukning á árinu varð kr. 1.805 millj, eða 58,7% og námu innistæður í árslok um Frá aðalfundi Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Aðalfundur Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis: Innstæður haf a aukizt um 456% á f jórum árum 66,4%. Þannig námu heildar- innistæður sjóðsins hjá Seðla- bankanum í árslok um kr. 1422 millj. Rekstrarhagnaður varð góður á árinu eða kr. 123,1 millj. Tekjuafganginum var ráðstafað í varasjóð og nemur nú eigið fé sparisjóðsins kr. 755,0 millj. I þeirri upphæð er bókfært verð húseigna sparisjóðsins, Skóla- vörðustíg 11 og 13, sem reikn- ingsfærðar eru á fasteignamati húsa og lóða að upphæð kr. 504,7 millj. Stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis er þannig skipuð, að ábyrgðarmenn sjóðsins kjósa á aðalfundi þrjá menn í stjórn en Borgarstjórn Reykjavíkur kýs tvo menn. Á fundi borgarstjórn- ar þ. 6. marz voru kosnir í stjórn Sigurjón Pétursson, borgar- fulltrúi og Ágúst Bjarnason, skrifstofustjóri. Á aðalfundi sparisjóðsins hlutu kosningu Jón G. Tómasson, hrl., Hjalti Geir Kristjánsson forstj., og Sigur- steinn Árnason, húsasmíða- meistari. Stjórnin hefur skipt með sér verkum þannig: Jón G. Tómas- son, formaður, Ágúst Bjarnason, varaformaður, Sigursteinn Árnson, ritari. Löggiltur endurskoðandi sparisjóðsins er Sveinn Jónsson viðskiptafræðingur, en borgar- stjórn hefur kosið endurskoð- endur til eins árs þá Eyjólf R. Árnason og Runólf Pétursson. Sparisjóðsstjóri er Baldvin Tryggvason. 4.880 millj. kr. og hafa þá aukist um 456% á fjórum árum. Hlut- fallslega varð innistæðuaukning mest á vaxtaaukareikningum eða 122% og á ávísanareikning- um 84,4% I samræmi við stöðugt vax- andi viðskipti fólks við spari- sjóðinn jukust heildarútlán á árinu um 55,2%. Um 900 ný lán voru veitt á árinu út á íbúðar- húsnæði að fjárhæð kr. 1.353 millj. á móti 400 lánum árið áður þá að fjárhæð 548 millj. Enn- fremur voru veitt um 1820 skemmri lán ýmist sem víxillán eða sjálfskuldarábyrgðarlán að fjárhæð kr. 801 millj. Víxillán í fyrra voru um 900 talsins sam- tals kr. 272,6 millj. Ennfremur jók sjóðurin mjög lánveitingar til ýmissa fyrir- tækja á árinu. Keyptir voru 4905 viðskiptavíxlar að fjárhæð kr.813 millj. En árið áður voru slík víxlakaup aðeins um kr. 200 millj. í árslok námu heildarútlán sparisjóðsins kr. 3.356 millj. Þar af voru veðlán út á íbúðir um kr. 2.700 millj. kr. Fjöldi slíkra lána var um 5000 talsins en aðrir lántakendur um 1500 miðað við 31. des. s.l. Eins og áður fór meginhluti þess fjármagns, sem Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis lánaði á liðnu ári í að'veita einstakling- um veðlán til íbúðarbygginga, og Fjöldi daglcgra viðskiptaviria tvöfaldaðist á árinu viðhalds og kaupa á eldra hús- næði í starfssvæði sjóðsins sem nær yfir Reykjavík, Seltjarnar- nes, Kópavog, Garðabæ, Mos- fellshrepp og Bessastaðahrepp. Þeir sem hafa reglubundin innlánsviðskipti við sparisjóðinn sitja fyrir um veitingu íbúðar- lána, en í dag geta þau verið til allt að 5 ára. Lánsupphæð mið- ast við brúttórúmmetrafjölda íbúðarinnar. Möguleg lánsupp- hæð er kr. 1.500.000 út á íbúð allt að 375 rúmmetrum og 4000 kr. á hvern rúmmetra umfram þá stærð. Þá kaupir sparisjóðurinn óveðtryggða víxla til skemmri tíma af viðskiptavinum sínum. Lausafjárstaða sparisjóðsins gagnvart Seðlabanka íslands var mjög góð á árinu og í árslok var innstæða á viðskiptareikningi kr. 364 millj og batnað um 76 millj. Bundið fé sjóðsins í Seðla- bankanum jókst úr kr. 635,5 millj. í kr. 1.057,3 millj. eða um Jón G. Tómasson hrl.. stjórnarformaður. Baldvin Tryggvason. sparisjóðsstjóri. Birgir ísl. Gunnarsson alþm.. fundarstjóri, Björn Bjarnason lögfr., fundarritari. Jón Baldur Hlíðberg: Drápsaðferðir hvalveiðimanna í grein í Morgunblaðinu 9. marz er viðtal við Þórð Ásgeirsson, þar sem hann lýsir viðhorfum sínum til hvalveiða. Þórður vill halda því fram, að hvalir séu drepnir á mannúðlegri hátt en önnur villi- bráð. Að mínu mati er þetta ekki allskostar rétt. Samkvæmt skýrslu, fenginni hjá Þórði Ás- geirssyni sjálfum, kemur ýmislegt annað í ljós. í skýrslu þessari skýrir Dr. H.C. Rowsell, kanadískur sjúkdóma- fræðingur (pathologist) m. meiru, frá rannsóknum sínum á helstríði hvala, sem unnar voru um borð í Hval 9 og í hvalstöðinni í Hval- firði í ágúst 1978. Rannsóknir þessar voru gerðar á vegum og fyrir Alþjóða hvalveiðiráðið. Rowsell athugaði 19 hvali og skýrir ýtarlega frá áverkum og dauðaorsökum þessara dýra. Það kemur skýrt fram, að 11 þessara hvala misstu seint meðvitund (unconsciousness estimate-slow), en 8 hvalir hafi misst meðvitund fljótlega (unconsciousness estim- ate — rapid). Þessir 19 hvalir voru 16 búrhvalir og 3 langreyðar, en tvær þeirra hlutu tvo skutla og hægan dauðdaga. 9 búrhvalanna tóku við tveimur skutlum, eða 30 skutla þurfti til þess að deyða 19 dýr (a.m.k. einn sprakk ekki). Rowsell hefur einnig eftir starfsmanni, að 9 skutlar hafi verið notaðir á einn hval. Sjálfur hefi ég framburð starfsmanns um, að 4—6 skutlar í einum hval sé algengt. Ég sé enga ástæðu til að draga þann framburð í efa. Þótt vonandi sé það sjaldgæft, að svo margir skutlar séu notaðir, er það oft að nota þarf nokkra skutla til að granda einu dýri. Rowsell læknir lætur fylgja skýrslu sinni yfirlit frá 7. ágúst 1978, en þar lýsir Tony Martin frá Englandi áverkum 8 hvala, athug- aðra í hvalstöðinni (hvalir nr. 270—277). Aðeins eitt þessara dýra getur talist hafa misst með- vitund samstundis svo öruggt sé. Óþarft er að nota fleiri orð til að hnekkja hæpinni framsetningu Þórðar um drápsaðferðir hval- veiðimanna. Ein lýsing er í skýrslu þessari á veiðiferð, sem Rowsell fór með Hval 9. Skipstjórinn er ein reynd- asta skytta hvalveiðiflotans, en þrátt fyrir það sýnir eftirfarandi úrdráttur vel, hversu hæpin morð- aðferð er viðhöfð. Eftir langa leit fundu þeir fyrsta hvalinn, sem mátti skjóta. Það var gert, en kaðallinn slitnaði og dýrið hvarf. Leit stóð í 15 mínútur, en án árangurs. Seinna fannst annar hvalur. Fyrsta skot- ið hitti ekki. Skömmu síðar náðist hvalurinn í færi aftur og nú tókst að hæfa hann. Síðan líða 5 mínút- ur þar til svokölluðum drápara er skotið í hvalinn, en drápari er línulaus skutull. 10 mín. eftir drápara er enn ekki hægt að ákvarða, hvort dýrið sé með eða án meðvitundar, en víst er, að upp úr því fór að styttast að leikslok- um. Að svo búnu var snúið til hafnar. Það skal látið ósagt, hvort þessi lýsing sé dæmigerð fyrir hval- veiðiferð, en hún er sú eina, sem Rowsell fór og skjalfesti í skýrslu sinni. Þessi lýsing ætti að vera nægilegur rökstuðningur fyrir þeirri ályktun minni, að ekki sé fyrir hendi nægileg tækni og skilyrði fyrir mannúðlegri slátrun á þessum dýrum og beri því að stöðva veiðar þar til framkvæm- anlegt er að lóga þeim á sæmandi hátt. Sjónarmið hvalfriðunarmanna eru margþætt, og er mannúðlega hliðin aðeins hluti af umhyggju okkar. Öruggt er, að hvalveiðar hafa gengið allt of langt, og enn er ekkert lát á sókn í marga stofna, sem sýna ótvíræð merki ofveiði, en ekki skal farið út í þá sálma hér og nú. I lok fyrrnefnds viðtals segir Þórður Ásgeirsson, að lönd, svo sem Sviss, sem ekki stundi hval- veiðar, hafi hér ekki hagsmuna að gæta. Það hlýtur að teljast sam- eiginlegur réttur allra þjóða, að fá að standa að þeim ákvörðunum, sem teknar eru um framtíð líf- ríkis, eða hluta lífríkis jarðar, en ekki einungis þeirra, sem ofnýta og stuðlað hafa að aldauða ýmissa hvalastofna. Það virðist þurfa að ítreka, að hvalir og aðrir þættir náttúru eru engin séreign þeirra, sem nýta þá, heldur er um að ræða nokkuð, sem enginn maður, hval- veiðimaður eða einhver annar, getur gert tilkall til. Garðabæ 11. marz 1980 Jón Baldur Hlíðberg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.