Morgunblaðið - 15.03.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.03.1980, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1980 Sérsköttun eykur ekki skattbyrðina Á Alþingi er nú í brennidepli sá málaflokkur, er alla jafna hefur mikil áhrif á hagi fólks og fyrirtækja, tekjulind ríkissjóðs og uppspretta þrotlausra um- ræðna. Lög um tekjuskatt og eignar- skatt, skattalögin eins og þau eru oftast kölluð, voru samþykkt á Alþingi 18. mai 1978, tóku gildi 1. janúar 1979 og komá til framkvæmda frá 1. janúar 1980 við álagningu á tekjur gjaldaárs- ins 1979. Undanfarna daga hefur verið til umfjöllunar frumvarp, sem nú er orðið að lögum. varð- andi breytingar á lögunum og nýtt framtalseyðublað hefur séð dagsins ljós. Lögin fela í sér kerfisbreyt- ingu á skattlagningu og er m.a. tekin upp sérsköttun á launatekj- um fólks án tillits til hjúskap- arstöðu. Frávik frá þeirri megin- reglu er þó, ef annað hjóna aflar ekki tekna; er þá ónýttur per- sónuafsláttur þess dreginn frá því hjóna cr teknanna aflar. Sú hugsun hefur gripið um sig, að við sérsköttunina verði skatt- byrðin þyngri og að hér hafi verið stigið skref til óþurftar. Á það bera að líta að sérsköttun ein sér mun ekki, frekar en sam- sköttun sem slík, valda skatt- þyngingu nema henni verði beitt þannig. Ákvörðun um skattstiga og ýmsar hliðarráðstafanir, sem koma til móts við fólk eftir aðstæðum þess (s.s. barnabætur) vega þyngst í heildarskattlagn- ingunni. GANGSKÖR kom að máli við Guðriði borsteinsdóttur lögfræð- ing, formann Jafnréttisráðs, og innti hana eftir því, hvort nýju skattalögin stuðluðu að mark- miöum laga nr. 78/1976 um jafnan rétt kvenna og karla, jafnréttislögin sem svo eru köll- uð. — Eg tel, sagði Guðríður, að nýju skattalögin séu tvímælalaust spor í rétta átt. — Hvað er til marks um það? — í stað samsköttunar hjóna, sem er meginregla, er nú tekin upp takmörkuð sérsköttun, þ.e. sérsköttun á séraflafé. — Þýðir það að einungis at- vinnutekjur fólks séu skattlagðar hjá þeim er afla þeirra, en allt annað, þar með talin séreign, er samskattað þegar einstaklingar í hjúskap eiga í hlut? — Atvinnutekjur eru sérskatt- aðar, en tekjur af eignum eru skattlagðar hjá þeim hjúskapar- aðila, sem hefur hærri hreinar tekjur. Einnig er gert ráð fyrir, að annar frádráttur en sá sem beinlínis leiðir af tekjuöfluninni, t.a.m. lífeyrissjóðsgreiðslur og gjald til stéttarfélaga, komi til frádráttar hjá því hjóna, sem hærri hefur tekjur. Má þar nefna vaxtafrádrátt, gjafir til menning- armála o.fl. Eðlilegra væri að mínu mati að draga vaxtagjöld frá tekjum þess aðila, sem skuld hvílir á. Má benda á, að ef hjón hafa svipaðar tekjur getur skattur þess sem lægri tekjur hefur, orðið hærri þar sem skattalögin mæla svo fyrir að vaxtagjöldin dragist frá tekjum hins. — Með nýju lögunum er felldur niður 50% frádráttur af launa- tekjum giftrar konu. Telurðu að það muni letja giftar konur til atvinnuþátttöku? — Sú frádráttarregla var sett til bráðabirgða 1957 og gilti í rúma tvo áratugi, en tilgangur hennar var m.a. að fá giftar konur út á vinnumarkaðinn. — Vantaði vinnuafl? Þurfti að tefla fram varavinnuaflinu og þýðir þetta þá í raun, að giftar konur séu varavinnuaflið í land- inu? — Á það verður að líta að á þessum tíma voru konur enn frekar en nú í láglaunastörfum og hefur því þessi 50% frádráttar- regla e.t.v. hentað betur en seinna varð, auk þess em hún vó á móti því, að nær allar tekjur giftrar konu lenti í efri skattþrepunum við þær álagningarreglur sem þá giltu. Enda má ljóst vera, að sá ávinningur sem verður af tekjuöfl- un hjóna er harla lítill, ef tekjurn- ar eru lagðar saman og skattlagð- ar eins og tekjur einstaklings. Slík tilhögun hlyti að lama vinnuvilja fólks og draga úr áhuga til að mennta sig til starfa. Guðríður Þorsteinsdóttir — En hefur þessi frádráttar- regla vegna launatekna giftra kvenna ekki ýtt í stórum stíl undir þátttöku þeirra í atvinnulífinu — enda þótt reglan á síðari árum, eftir að gerðar voru breytingar á skattþrepunum, hafi haft í för með sér neikvæð viðhorf milli kvenna á vinnumarkaðinum og 50% frádráttarreglan af þeim sökum sætt vaxandi gagnrýni? — Ég tel víst að þett ahafi haft veruleg áhrif á sókn kvenna út á vinnumarkaðinn, auk þess sem ein laun duga í flestum tilvikum ekki, til að standa straum af rekstri heimilisins og fjölskyldunnar. — Telurðu að þessi nýja tilhög- un á skattlagningu fólks í hjú- skap, þ.e. sérsköttunin, veiti kon- um ríkari tilfinningu fyrir sjálfum sér sem þjóðfélagsþegni, með rétt- indi og skyldur til jafns við karla — að það auki á sjálfsvitund þeirra og gangi þannig til móts við markmið jafnréttislaganna? — Sérsköttun af séraflafé mun án efa veita þeim konum, sem hlut eiga að máli, meiri tilfinningu fyrir því, að þær séu sjálfstæðir einstaklingar. Hins vegar álít ég að framkvæmd skattalaganna, hvað varðar framtalseyðublaðið dragi mjög úr þessum áhrifum. Eins og menn sjá, sem þegar hafa fengið framtalseyðublað í hendur, er aðeins um að ræða eitt framtal eins og áður, þó framtal atvinnutekna sé að vísu tvískipt á blaðinu. Ekki er þó gert ráð fyrir að hvor aðili um sig skrifi undir eigið tekjuframtal, heldur skrifi hjón undir framtalið í heild. Eðlilegra væri að hver einstakl- ingur fengi sérstakt eyðublað, án tillits til hjúskaparstöðu og skrif- aði undir sitt framtal, beri fulla ábyrgð á því og síðan á greiðslu eigin skatta. En samkvæmt lögun- um getur innheimtumaður ríkis- sjóðs gengið að hvoru hjóna um sig til innheimtu á sköttum beggja. — Er það rétt sem heyrst hefur, að sérsköttunin auki skattbyrði fólks? — Það virðist vera útbreiddur misskilningur, að það eitt að taka upp sérsköttun verði til þess að skattar hjóna, sem bæði vinna úti, verði hærri. Þetta er alrangt, ef engu öðru væri breytt mundi það lækka skatta verulega. Verði skattar hjóna, sem bæði vinna úti, hærri samkvæmt nýju skattalögunum er meginástæðan sú að 50% frádráttur frá tekjum giftrar konu er felldur niður án þess að nægjanlegt tillit sé tekið til þess við ákvörðun skattstigans, barnabóta, persónuafsláttar og fleiri atriða. Einnig má að sjálfsögðu, taka upp sérstakan frádrátt vegna kostnaðar við útivinnu beggja hjóna í stað 50% frádráttarins. gangskör , Umsjón Björg Einarsdóttir Listalíf Nýlega var háö Listaþing að Kjarvalsstöðum á vegum landsamtakanna LÍF OG LAND. Þar voru flutt mörg erindi og fróðleg m.a. um aðstöðu listamanna. Þessi mynd af dúkristu eftir Anne Marie Hoy, eina af 10 konum sem rekur Kvindegalleriet við Boldhusgötu 4, Kaup- mannahöfn, sýnir tveggja barna móður helga sig listinni. Þórður Jónsson, Látrum: Frjálslega farið með reglugerðarvaldið Það virtist sem stóran hval hefði rekið á fjörur sumra, þegar hæstvirtur fyrrverandi fjármála- ráðherra Sighvatur Björgvinsson lét sig hafa það að setja reglugerð sem leyfði ferðafólki að hafa með sér ákveðið magn af áfengum bjór inn í landið, hversu oft sem komið væri, þó ekki oftar en einu sinni á sólarhring. Ráðherrann kvaðst hafa gert þetta af því, hann hefði raunar ekki átt annarra kosta völ, og taldi þetta svo mikið réttlætismál að fleiri fengju áfengan bjór en áhafnir skipa og fiugVSls, 5Y9 „Davíð fékk ölið“, og réttlætinu fullnægt, eða stórt spor í rétta átt, eins og fólk orðar það í gleði sinni yfir bjórnum. Svo fór um sjóferð þá. En hæstvirtur fyrrverandi ráð- herra setti sinn réttlætisputta í fleiri reglugerðir en þá sem bann- ar innflutning á áfengum bjór, réttlætið orkar þó tvímælis frá mínum bæjardyrum séð, þar á ég við reglugerð nr. 284/1975, um endurgreiðslu á innflutningsgjaldi af bensíni, sem notað er á drátt- arvélar í búrekstri. otr á véinr þáta til fiskveiða, því það hefir þótt réttlátt að láta framantalda aðila ekki greiða vegagjald af sinni bensínnotkun. Það er þó fyrir mér ekki höfuð- atriði, þótt niðurgreiðslunni væri hætt, þó finnst mér það óréttlátt, heldur hitt, að nefnd reglugerð er felld úr gildi 1. jan. 1980, svo hún var í gildi allt árið 1979 þegar bensín þess árs var keypt og notað, en afnám hennar er látið verka ár aftur í tímann, þetta finnst mér ekki hægt, enda aðeins ólögfróður bóndi. Lög nr. 79, 6. sept. 1974 gera ráð fyrir endur- greiðslu á innflutningsgjaldi af bensíni til nefndra aðila, og reglu- gerð nr. 284 var þess vegna sett, og sagði til um endurgreiðsluna og alla framkvæmd hennar, hvernig með ætti að fara. En hæstvirtum fjármálaráðherra fyrrverandi, fannst það snjallast, að afnema með öllu nefnda reglugerð nr. 284, og láta afnámið ná eitt ár aftur í tímann, lengra fór hann nú ekki aftur, Og þar með losa ríkissjóð við að endurgreiða trillukörlum Og bændum þessar krónur sem þeir áttu tvímælalausan rétt á sam- kvæmt þágildandi reglugerð nr. 284. Margur mundi ætla, að ríkið fengi í sinn hlut af bensínverðinu það mikið, að það hefði getað séð af þessari endurgreiðslu sem nefnd reglugerð gerði ráð fyrir. Eftir þessum viðbrögðum mætti ætla, að réttlætiskennd fyrrver- andi hæstvirts ráðherra Sighvats Björgvinssonar mundi nokkuð á reiki, eða ekki fast mótuð ennþá, sem ekki er óeðlilegt, með svo ungan og efnilegan ráðherra. í þessu bensínmáli, finnst honum rétt að dæma, í skjóli ráðherra- dóms síns, réttinn af fjölda bænda og sjómanna á smábátum, sem þeir áttu til endurgreiðslu inn- flutningsgjalds af bensíni sínu notuðu á árinu 1979. En sami hæstvirtur ráðherra átti þann kost einnig í ölmálinu, ráðherradómur hans hefði eins átt að duga honum til að dæma ráttinn af áhöfnum skipa og flug- véla til að fá áfengán bjöf ög annað áfengi með sér inn landið, og neita þá Davíð um bjórir.r., er. hann dæmdi ekki þann veg svo sem kunnugt er, því miður. Davíð heimtaði ölið sitt og fékk það. Ég er á móti svona frjálslegri meðferð eins manns á þýðingar- miklum reglugerðum, og tel að það geti skapað vissa hættu með óæskileg fordæmi sem hægara er að koma á en afnema. Nú virðist mikil aðsókn í að koma svokölluð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.