Morgunblaðið - 15.03.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.03.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1980 39 Þessa konu ræður Guðjón í Lækj- arbug til sín sem ráðskonu árið 1921. Og nú voru litlu telpurnar í Lækjarbug orðnar þrjár, allar á svipuðu reki, eins og systur væru. Og María gekk þeim öllum í móðurstað upp frá þessu, og yfir- gaf aldrei Lækjarbugsheimilið, elskuð og virt af þeim öllum jafnt. Þau Guðjón og María bjuggu saman í óvígðri sambúð öll þessi ár. Það mun sannmæli að María rækti sitt hlutverk af mikilli alúð og annaðist heimilið og uppeldi barnanna, eins og þau væru öll hennar eigin börn. Guðjóni var hún alla tíð ómetanleg stoð og styrkur, — ekki síst síðustu árin, eftir að heilsa hans tók að bila. Veit ég að hann mat þessa mann- kostakonu að verðleikum, þó mörg orð hefði hann ekki um það. Það segir sig sjálft að mikill harmur hefur verið kveðinn að heimilinu í Lækjarbug, þegar Guðjón missti sína glæsilegu, ungu konu. En hann var ekki maður þeirrar gerðar, að bera trega sinn á torg, en bar harm sinn í hljóði, svo að lítt sá á hið ytra. — Það er einkennilegt hvað lítil atvik geta stundum orðið til þess, að opna manni sýn, jafnvel inn í dýpstu hugarfylgsni fólks, sem falin hafa verið ævina alla undir dulargerfi hversdagsleikans. Því mæli ég svo nú, að fyrir réttum tveim árum barst mér bréf frá Guðjóni í Lækjarbug, sem annar þetta. Tilefnið var það að þá fyrir skömmu hafði á heimili hans, nánast fyrir tilviljun, orðið umtal um sorgartilfelli, sem komu fyrir konu, mér nátengda, tvö ár í röð og rétt fyrir jólin í bæði skiptin, líkt og í Lækjarbug fyrr- um. — Þetta bréf Guðjóns er svo merkilegt og táknrænt fyrir skap- gerð hans hið innra, að ég má til að taka upp úr því dálítinn kafla. Bréfið er dagsett 21. jan. 1978 og við skulum hafa í huga að það er 88 ára gamall maður, sem skrifar: „Já, hann hefur höggvið hart og títt í knérunn mágkonu þinnar, sá er valdið hefur með ljáinn. — Sorgin kemur víða við og veldur breyttum högum og velflestir fá að kynnast henni, seint eða snemma á lífsleiðinni, hver sem í hlut á, — og hún fer ekki í manngreinaálit ... Ég man það enn, Jón minn, að stuttu eftir að við Valgerður mín, þessi fallega og góða eiginkona og móðir, höfðum eignast tvær fallegar, litlar dætur, að þá kom hingað til okkar þín móðir, sem ég mat einlægt mikils. Hún dáðist að litlu stúlkunum okkar og sagði: En hvað hamingjusólin skín nú glatt hjá ykkur, Guðjón minn! — En hún gerði það ekki lengi. Fyrirvaralítið dró svart ský fyrir sólu og elskaðri eiginkonu og móður var kippt í burtu. Það sannast of oft það, sem skáldið segir: Oft er blandin ævi- raun, oft er vandi að lifa.“ — Þetta skrifar Guðjón, sjóndapur, með sinni stílhreinu stafagerð, 60 ár- um eftir að sorgaratburðirnir gerðust í lífi hans. Þegar hjúpnum er af létt, kemur í ljós opin und, sem ekki hafði gróið að fullu í öll þessi ár. En Guðjón var það karlmenni að bogna aldrei. Og hann brotnaði ekki fyrr ení byln- um stóra seinast! Mig grunar að Guðjón hafi ekki oft opnað svo hug sinn, sem hann gerði fyrir mér í þetta sinn, því að hliðin, sem út sneri hversdagslega, var svolítið öðruvísi. — Guðjón var ekki aðeins þéttur á velli, heldur líkáþéttur í lund, ef því var að skipta, einkum ef honum fannst að einhverju leiti á hlut sinn gengið. Fundum okkar bar síðast saman 20. des. 1978, þá í vinahópi á 100. afmælisdegi Guð- rúnar á Mel, en þær María í Lækjarbug og hún voru systur (Guðrún dó á s.l. ári). Guðjón var þá hress og glaður, og óþreytandi að rifja upp löngu liðna atburði. Einn af þeim var þessi: Hann kvaðst hafa verið kominn upp í Skógaflóa, árla dags snemma á engjaslætti, í þeim tilgangi að hefja þar heyskap, að venju. Þegar hann kemur í teiginn, sem hann hafði oft slegið áður, er þar fyrir maður af næsta bæ, albúinn þess að hefja þar heyskap fyrir sjálfan sig. Guðjón rakti fyrir mér þau Umræður um deiliskipulag á Bráðræðisholti: Bráðræði á Bráðræðisholti? orðaskipti, sem fóru milli þeirra — því líkast sme hann væri að segja draum sinn, en þeim lauk með þessum orðum Guðjóns: Þú rétt ræður því, hvort þú slærð hér eða ekki. En það skaltu vita að heyið, sem þú losar, hirði ég! Að þessum orðum töluðum kvaðst hann hafa gengið snúðugt burtu, og hóf sláttinn á öðrum enda teigsins. En maðurinn þekkti Guð- jón það vel, að hann vissi að við þessi orð yrði staðið, — og hvarf af vettvangi. En mér er sem ég sjái Lækjarbugsbónd- ann við sláttinn, þennan morgun, — og blettinn eftir daginn. — Þar hygg ég að fáir hefðu við jafnast. Guðjón í Lækjarbug var fyrst og fremst bóndi. Hann var að vissu leyti fastheldinn á fornar venjur og tileinkaði sér ekki nýungar fyrr en eftir yfirvegun. Allt handbrað hans bar vott um snyrtimennsku og vandvirkni, svo sem sjá má í Lækjarbug. Hann reisti sér aldrei hurðarás um öxl, í neinu falli fjárhagslega. Framkvæmdum á jörðinni var svo í hóf stillt, að þær kölluðu ekki á fjárfestingu fram yfir það, sem búið gat í té látið. Kunnugir hafa tjáð mér að Guð- jón muni aldrei hafa veðsett jörð sína, og þykir mér það trúlegt, því honum mun það hafa verið skapi næst, að skulda aldrei neinum neitt. — Þannig var Guðjón í mínum augum, dæmigerður bú- höldur og bústólpi þeirrar gerðar, sem ætíð sá eigin hag og öryggi borgið. Slíkir menn þurftu aldrei að þiggja neitt af neinum, — þá skorti aldrei neitt. — Búskussa hafði Guðjón ekki í hávegum og fyrirhyggjuleysi fordæmdi hann. Og stundum finnst mér eins og ég sjái Guðjón í Brandi á Hóli, í sögu Guðm. Friðjónssonar, Gamla heyið. En það er matsatriði, hvort sá samanburður stenst, því full- komin hliðstæða hefur aldrei skapast hér, sem betur fer vil ég segja. Eg hefi hér að framan dregið fram nokkrar svipmyndir úr lífi Guðjóns í Lækjarbug. Er þó fátt eitt fært í letur af því, sem komið hefur í hugann. — Þrátt fyrir hinn mikla harm, sem að honum ung- um var kveðinn, var Guðjón þó í sannleika gæfumaður. Þessa gæfu bar hann fyrst og fremst í sjálfum sér, — í atgerfi sínu og góðum eðliskostum, sem var arfur frá merkum ættstofni hans. Hann hlaut hið ákjósanlegasta uppeldi á fyrirmyndar heimili, þar sem at- hafnaþrá hans fékk að þroskast, á hinn farsælasta hátt. Honum hlotnaðist hin óviðjafnanlega lífsaðstaða í Lækjarbug, þar sem öndvegis- og hlunnindajörð féll óskipt í hlut hans, að fósturfor- eldrum hans látnum. Og loks, þegar sárast svarf að, færði gæfan honum þann lífsförunaut, sem var hans stoð og styrkur, allt til æviloka. — Og nú bera börn hans og afkomendur þeirra, atgjörvi hans inn í framtíðina, landi og lýð til góðs. Og nú er þessi sterki maður horfinn bak við tjaldið, sem skilur heimana að. „Er Hel í fangi minn hollvin ber, þá sakna ég einhvers af sjálfum mér“. — Já, það er sjónarsviptir að slíkum mönnum, sem Guðjón var og vandfyllt skarðið, sem eftir stendur. En sagan hefur oft endurtekið sig og getur gert það enn. Nafnið „Guð- jón í Lækjarbug" fær nú nýja merkingu. Dóttursonur vors látna vinar, og nafni hans, tók sér bólfestu í túninu í Lækjarbug fyrir nokkrum árum, í nýtísku húsi, sem hann reisti sér þar. Og hann hefur verið aðalbóndinn í Læjarbug síðan. — Framtíðin sker úr um það, hvernig honum tekst að standa undir nafni. En góðar óskir allra, sem eitthvað kynntust afa hans, fylgja honum fram á veginn. Guðjón í Lækjarbug var jarð- sunginn að Ökrum, laugardaginn 9. febr. s.l., að viðstöddu miklu fjölmenni. Sr. Einar Jónsson í Söðulsholti flutti útfararræðu, en erfi var drukkið í Lyngbrekku, félagsheimili sveitarinnar. Óvenju mikil veðurblíða var þennan dag, miðað við árstíma. Vel átti það við,.að yfir moldum þessa manns og í orðastað hans, var sungið hið alkunna átthagaljóð Sigurðar á Arnarvatni: Blessuð sértu sveitin mín. — Guðjón var maður heima- kær og honum þótti vænt um bæinn sinn, og raunar sveitina alla. „Engið, fjöllin, áin þín, ynd- islega sveitin mín, heilla mig ...“ Já. — Hið víðáttumikla land í kringum Lækjarbug, fjöllin, sem standa í fegurð sinni og tign eins og múrveggur gegn norðan næð- ingnum — og áin, ein mesta laxveiðiá héraðsins, sem leggur gull í lófa eigendanna, þeim að fyrirhafnarlausu, — við allt þetta og miklu fleira, var Guðjón tengd- ur traustum böndum. En við útför slíkra öldunga, er mönnum þakkl- æti efst í hug, oft fyrir ævilöng kynni. Svo var mér að minnsta kosti. Blessuð veri minning míns látna vinar! Jón Sigurðsson. frá Skíðsholtum. Á borgarstjórnarfundi sem haldinn var sl. fimmtudag. kom til um- ræðu deiliskipulag fyrir Bráðræðisholt, en skipu- lag þetta var lagt fram í borgarráði 22. janúar sl. Fyrstur kvaddi sér hljóðs Albert Guðmundsson (S), en hann greiddi atkvæði á móti skipulaginu í borg- arráði. Albert sagði afstöðu sína byggj- ast á því að hann væri andvígur því að nota þessar lóðir, eða aðrar sem til falla, undir gömul hús. Gömul hús ættu að vera í Árbæ, ef að þau hefðu eitthvert sérstakt gildi. Albert sagði það skoðun sína að ekki ætti að nota byggingar- svæði í borginni undir gömul hús, hvort sem þau væru frá Reykjavík eða utan af landi. Rétta stefnu sagði Albert vera að bæta gömlum húsum inn í gamlar húsaraðir og varðveita þannig heildarsvip gatna sem byggðar væru gömlum húsum. „Þegar um nýjar bygg- ingarlóðir er að ræða þá vil ég að borgin sé byggð upp,“ sagði Al- bert. Þá lýsti Albert sig andvígan því að skipuleggja Bráðræðisholt- ið undir gömul hús. Albert sagðist telja að húsverndunarstefnunni væri fullnægt með því að viðhalda Grjótaþorpi, en það væri hægt að gera vinalegt með visteum aðgerð- um. En andvígur kvaðst Albert þeirri stefnu sem nú virtist að koma upp. Mikill kostnaður við gömul hús Næstur tók til máls Davíð Oddsson (S). Hann benti á að það væri dýrt að halda við gömlum húsum. Máli sínu til stuðnings nefndi hann dæmi úr skýrslu til borgaryfirvalda, en þar kæmi m.a. fram að áætlað væri að það kostaði 123 milljónir að endur- bæta húsið Brattagata 1 hér í borg. Davíð sagði að þessi tala sýndi hversu gífurlega mikið það kostaði að endurbæta gömul hús. Þá sagði Davíð að Árbæjarsvæðið þyrfti að byggja upp og ætti það að taka við gömlum húsum sem hefðu eitthvert menningarlegt gildi. Þá væri þetta svæði þ.e. Bráðræðisholt ekki heppilegt til þess að bæta hér um, enda væri svæðið ekki í neinum tengslum við hinn gamla borgarhluta. Er Davíð hafði lokið máli sínu, tók til máls Páll Gíslason (S). Páll sagði að þegaí svona ákvarðanir væru teknar, skipti það verulegu máli og því væri þörf fyllstu aðgæslu. Hann sagði það ekki tilviljun að þetta hús ofan af Akranesi væri komið i bæinn. Páll sagði að fyrir allmörgum árum hefði verið tekin um það ákvörðun á Akranesi að koma upp svipuðu hverfi gamalla húsa og nú ætti að koma á fót á Bráðræðisholti. Það hefði hins vegar komið í ljós að með þessu hefði verið að búa til vandræði sem að ekki hefðu verið til áður. Þarna væri verið að búa til lóðir fyrir léleg hús, sem auk þess væru dýr í viðhaldi. Að lokum varaði Páll eindregið við þvi að samþykkja þetta skipulag. Að máli Páls loknu kom í pontu Sigurður Harðarson (Abl). Sigurð- ur sagði að fyrir stuttu síðan hefði verið ákveðið að breyta umræddu svæði úr iðnaðarsvæði yfir í íbúð- arsvæði. Sigurður sagði að alltaf væru menn að leita til borgarinn- ar með óskir um að fá lóðir til að reisa hús á og reynt væri að veita fólki einhverja fyrirgreiðslu. Þeg- ar rætt væri um Bráðræðisholts- svæðið þá kæmi það upp hvort leyfa ætti að byggja þar, eða hvort ætti að gera þar eitthvað annað. Albert Dmvíð Páll Sigurður Markús FRÁ BORGAR- STJÓRN Skipulagið fyrir þetta svæði sagði Sigurður gert fyrir flutningshús, en þau þyrftu auðvitað að fá samþykki byggingarnefndar. Hvað varðaði þær fullyrðingar að dýrt væri að halda við gömlum húsum, þá sagði Sigurður að einnig væri dýrt að byggja. Hann kvaðst telja tölur Davíðs óraun- hæfar og sagði að m.v. reynslu frá Noregi þá væri ljóst að það væri ódýrara að lagfæra gömul hús, en að byggja nýtt. Skipulagið á Bráðræðisholti vandræðalegt Síðastur talaði Markús Örn Antonsson (S). Hann sagði það skoðun sína að athuga þyrfti tvennt í þessu sambandi. í fyrsta lagi aðstöðuna til skipulagsins og í öðru lagi þá stefnu sem að hér væri bryddað á með aðflutningi gamals húss utan af landi. Markús sagði að sér fyndist skipulagið á Bráðræðisholti vandræðalegt enda væri þetta svæði aðþrengt á alla kanta af steinbyggingum og því myndi þessi byggð vera að- þrengd og að húsin myndu alls ekki njóta sín. Markús sagðist hlynntur því í grundvallaratriðum að verða við óskum þeirra sem vilja byggja sér hús. Hins vegar kvaðst hann telja að aðflutt hús féllu ekki inn í heildarmyndina. Markús sagði það fyllilega athug- andi að gera sér grein fyrir því hvaða brautir þarna væri verið að fara inn á, hvað ætti að gera þegar fólk vildi flytja hús til borgarinn- ar, t.d. gömul ættaróðul eða til- finningamusteri? Markús sagði það skoðun sina að byggingaryfir- völd ættu ekki að leggja þessu lið. Að lokum sagði Markús að sér fyndist þetta hæpin stefna sem hann væri mótfallinn og varaði hann við því að farið yrði inn á þessar brautir. Er allir höfðu lokið máli sínu var deiliskipulagið fyrir Bráðræð- isholt borið undir atkvæði og var það samþykkt með átta atkvæðum vinstriflokkanna gegn sjö atkvæð- um sjálfstæðismanna. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Unga fólkið nú á dögum nýtur frelsis sem ekki var til að dreifa áður fyrr. Því finnst mörgum sem gömlu hömlurnar séu út i bláinn. Ég held, að strangtrúarstefna í siðgæðismálum auki ósiðlætið og að unga fólkið rati sjálft rétta leið, ef við afnemum boðin og bönnin. Hver er yðar skoðun? Æskunni er nauðsyn á fræðslu og ögun foreldr- anna, svo að hún þroskist og vaxi. Tökum dæmi: Fjögurra ára snáði heyrir gnýinn og sér öll ökutækin á hraðbrautinni. Af barnslegri forvitni fer hann út á veginn. Móðir hans lætur sér annt um heill hans. Hún hleypur á eftir honum, bjargar honum, hirtir hann og leiðir honum fyrir sjónir hversu hættulegt og rangt sé að fara út á hraðbrautina, því að hann geti slasazt. Af þessum sökum fær litli drengurinn vonda samvizku, ef hann freistast til að fara aftur út á hraðbrautina. Innra afl aftrar honum frá því að láta undan. Nýlega heyrði ég mann játa frammi fyrir rann- sóknarnefnd, að hann hefði átt átta börn í lausaleik og hann fyndi þó ekki til neins samvizkubits. Hvers vegna? Honum hafði ekki verið kennt, að þetta væri rangt. Biblían segir: „Fræð þú sveininn um veginn, sem hann á að ganga“. Þetta er ekki merkingarlaust blaður í Biblíunni. Þetta er heilbrigt frá sálfræðilegu sjónarmiði. Unga fólkið þarfnast leiðbeiningar, af því að það megnar ekki að breyta „rétt“ af innri hvöt, — í hættum bílaumferðarinnar og í siðgæðisefnum. Ef það er látið eiga sig, lendir það óhjákvæmilega í erfiðleikum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.