Morgunblaðið - 15.03.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.03.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1980 Páll aðstoðar konu við stðrþvottinn, en vatnið er leitt ofan úr fjalli talsvert frá stöðinni ok notfæra marKÍr sér þá hreiniætisaðstoðu. Fyrsti veggur kirkju- og námskeiðshússins steyptur, Skúli og Páll lengst til vinstri á myndinni. •• í «§ 11 fmgm 11 m p \ l f 4 i'; %á ■ %'<»1 1 lp 'Wmk lt ^ i., Ma y W • 1 ’ • ;•■ l i k £>*■■ y U.: ■ ‘þ|i i 1 mfm ■ 1 ml3* M fw 4 ■1' Fá* 1 IBifc V"'-.* Mm Mj ■ | J wKEœ.m * \ S i f g * jgm ÍSÉÍöifji. 1 r Æjgjjfé, m Vinna að kristniboði meðal 40 þúsund manna þjóóflokks Greint frá kristniboðsstarfi íslendinga í Kenýa Varla hafa mjög margir íslendingar leitað til Kenya sem ferðamannastaðar svo fjarlægt og ókunnugt sem landið er okkur. Þar eru þó Islendingar við störf og á vegum Sambands íslenzkra kristniboðsfélaga hefur Skúli Svavarsson dvalið í vesturhluta landsins við kristniboðsstörf. Fór hann þangað fyrir hálfu öðru ári ásamt norskri konu sinni Kjellrúnu og fimm börnum. Hjónin Susie Bachmann og Páll Friðriksson tóku sig upp sl. haust og vitjuðu þeirra suður til Kenya. Héldu þau til þar um tíma og aðstoðuðu við uppbygg- ingu frá kristniboðsstöðinni. Féllust þau fúslega á að greina nokkuð frá för sinni og voru í upphafi spurð hvað hefði komið þeim til að takast ferð þessa á hendur: — Við höfum í mörg ár fylgst með kristniboðsstarfinu sem S.Í.K. hefur rekið, allt frá því það hófst í Eþíópíu 1954 og nú síðast einnig í Kenya. Vorum Við á aukaþingi S.Í.K. sumarið 1952 þegar ákveðið var að hefja kristniboðsstarf í Konsó í Eþí- ópiu og höfúm alla tíð reynt að vera þátttakendur í því starfi eins og hægt er héðan að heiman, verið með í þeim flokki, sem vill styðja og styrkja kristniboð meðal heiðinna þjóða. Það kom á daginn að þau hjónin gengu með þá hugmynd að fara í þessa ferð og eftir bréfaskipti við Skúla og viðræð- ur við stjórn Sambandsins kom í ljós að það kæmi sér mjög vel fyrir Skúla að fá þau út, enda er Páll byggingameistari og hlut- verk hans var að aðstoða Skúla við húsbyggingar. — Þau höfðu aðeins búið í rúman mánuð í kristniboðsstöð- inni í Chepareria í Pokot-héraði þegar við komum til þeirra fyrst í nóvember. Þá hafði Skúli lokið við að reisa íbúðarhús, en nokk- uð var eftir af innréttingavinnu og byrjaði ég að vinna við hana, sagði Páll. Þegar því var lokið hófumst við handa um byggingu kirkju- og námskeiðshúss og tókst að steypa sökkla og reisa hluta veggjanna áður en við snerum heim. Gert er ráð fyrir að byggingunni 'verði lokið á þessu ári, en síðar er fyrirhugað að reist verði á stöðinni sjúkra- skýli, skólahús og annað íbúð- arhús fyrir kristniboða. Islenzka kristniboðsstarfið er rekið í nánu samstarfi við norska kristniboðið og þegar kreppti að starfinu í Eþíópíu var ákveðið að leita nýrra starfs- akra. Kénya varð fyrir valinu og starfa þar nú alls 40 kristniboð- ar Norðmanna og íslendinga. íslenzka stöðin er byggð upp í nánu samstarfi við Norðmenn- ina. Hvernig gengur starf hans fyrir sig? — I stöðinni er rekinn sunnu- dagaskóli og haldnar samkomur og verið var að byrja sérstakt starf meðal kvenna, sem er m.a. fólgið í kennslu ýmiss konar handavinnu og öðru, sem þeim kemur að góðu gagni í daglega lífinu. Minnst tvisvar í viku heldur Skúli síðan út til fólksins og fer annan daginn til Chap Kope og hina dagana á ýmsa aðra staði. í þessum ferðum hefur Skúli með sér túlk og kemst hann þannig í ágætt samband við fólkið, en hann hefur ekki enn náð að læra pokot-málið. Við komuna til Kenya læra kristniboðarnir opinbera málið swahili, en síðan verður hver og einn að læra viðkomandi mál þar sem hann starfar og það getur tekið tals- verðan tíma. Annars er mikið hægt að bjarga sér á ensku í Kenýa og má segja að það sé hálf- eða alopinbert mál þar i landi, vegna gamalla tengsla við England. Á hverju lifir fólkið í Pokot- héraði? — Það er aðallega akuryrkju- fólk og má telja suma bændurna nokkuð vel stæða, en aðrir hafa vart nema fyrir brýnustu lífs- nauðsynjum. En flestir vilja reyna að læra eitthvað og hefur t.d. verið gefin út sú tilskipun að allir skuli læra að lesa, þótt skólakerfi þeirra sé vart undir lestrarkennsluna búið víða út um sveitirnar. Og oft eru það frekar piltarnir sem verða skóla- göngu aðnjótandi, körlunum finnst öruggara að hafa dæturn- ar heima við. En auk búskapar- ins hafa margir einhverja aðra vinnu með höndum, Skúli hefur t.d. um 20 menn í vinnu nú meðan á uppbyggingu stöðvar- innar stendur og nú standa fyrir dyrum vegaframkvæmdir í hér- aðinu þar sem margir munu eflaust koma við sögu. Þau voru spurð hvort það virtist ekki talsvert erfitt að hefja starf á nýjum stað. — Það er að sjálfsögðu mjög margt sem gera verður þegar byggð er ný kristniboðsstöð. Fyrst er að byggja nauðsynlegar vistarverur og síðan kennslu- og sjúkrahús. Það fer því mikill tími í fyrstunni í þessa uppbygg- ingu og þar gat ég komið Skúla til hjálpar, létt nokkru af honum áhyggjum yfir því starfi og þá gat hann frekar snúið sér að því að skipuleggja krstniboðsstarfið, sjálft boðunarstarfið. Stöðin í Chepareria er nærri 500 km frá Nairobi, 6—7 tíma akstur, liggur í 1600 metra hæð og er tveggja tíma ferð í næstu kristniboðsstöð, sem liggur í þéttbýli og má þar fá ýmsar vistir, en öðru hverju þarf þó að halda allt til Nairobi eftir varn- ingi, sem ekki er fáanlegur úti í héruðunum. í Nairobi dvelja líka börn kristniboðanna. Þar stunda þau nám í skóla norska kristni- boðsins- og áf 36 börnum í skólanum í Nairobi eru 8 íslenzk, 4 börn Skúla og Kjellrúnar og 4 börn þeirra Áslaugar Johnsen og Jóhannesar Ólafssonar sem dvelja í Eþíópíu við kristni- boðsstörf, en skólinn er rekinn fyrir börn kristniboða er starfa í Eþíópíu, Kenýa og Tansaníu. — I héraðinu sem Skúli starf- ar í búa kringum 40 þúsund manns, en þar hefur nýlega verið tekið manntal. Um 70 stunda nú nám í skólanum á stöðinni, en hann mun taka við 350 nemend- um þegar hann verður full- byggður. Einn kennari annast nú kennsluna, sem er aðallega lestrarkennsla og er hann laun- aður af íslenzka kristniboðinu. Þannig mætti halda áfram að heyra um hvernig kristniboðs- starfið er að fara af stað hjá þessari fjarlægu þjóð, en við förum að láta staðar numið. Spyrjum að lokum hvort starf sem þetta eigi rétt á sér, hvort vitað sé hvort hinir innfæddu vilji kynnast kristinni trú eða hvort hvíti maðurinn sé að seilast í of fjarlæg og óviðkom- andi verkefni: — Það er skoðun margra að svo sé, en þeir sem fá tækifæri til þess að kynnast lífi þessa fólks nánar hafa aðra reynslu, svara þau hjónin Susie og Páll og bæta við: — Einu sinni var landið okkar dimmt heiðingja- land. Forfeður okkar heiðingjar. Það sem gerir land heiðingjans dimmt er að þeir sem þar búa lifa í myrkri hið innra með sér. Þeir trúa á illa anda og tilbiðja skurðgoð sem þeir hafa búið til úr stokkum og steinum. Heiðing- inn er sífellt hræddur vegna þess að ljós fagnaðarerindisins hefur ekki fengið að skína inn í lif hans. Því eru orð Jesú er hann sagði við lærisveina sína í fullu gildi í dag: „Allt vald er mér gefið á himni og jörður. Farið því og kristnið allar þjóðir, skírið þá til nafns föðurins og sonarins og hins heilaga anda, og kennið þeim að halda allt það sem ég hefi boðið yður, og sjá ég er með yður alla daga allt til enda veraldarinnar." Þess má að lokum geta að þessa viku stendur yfir kristni- boðsvika í húsi KFUM og K í Reykjavík og er þar kynnt starfsemi kristniboðsins í máli og myndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.