Morgunblaðið - 15.03.1980, Blaðsíða 31
Tillaga sjálfstæðismanna
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1980
31
Frjáls verðmyndun þar
sem samkeppni er næg
Verðlagskerfi það, sem við íslendingar einir
þjóða höfum búið við, hefur leitt til óhagstæðari
verðlagsþróunar en dæmi eru um meðal ná-
grannaþjóða, þar sem samkeppnin hefur fyrir
löngu leitt höftin af hólmi, sagði Eyjólfur
Konráð Jónsson (S) í umræðu um verðlags-
frumvarp sjálfstæðismanna á Alþingi sl. mið-
vikudag. Hér á eftir verður lítillega rakinn
efnisþráður umræðna í málinu.
Sonne-frumvarpið
EKJ rakti efni verðlags-
frumvarps, sem viðreisnar-
stjórnin flutti á haustþingi
1969, Sonnefrumvarpsins, sem
nafn dró af dönskum sérfræð-
ingi, er að undirbúningi þess
vann með íslenzkum aðilum.
Þar var stuðst við reynslu
V-Evrópuþjóða, ekki sízt
Norðurlanda. Einn þingmaður
þáverandi stjórnarflokka (al-
þýðuflokksmaður) greiddi
atkvæði gegn verðlagsákvæð-
um frumvarpsins, illu heilli,
og því sitjum við enn í hafta-
kerfinu og þeirri verðlags-
þróun, sem hvert heimili þekk-
ir. Ríkisstjórn Geirs Hall-
grímssonar tekur málið upp að
nýju 1978, að vísu nokkuð
breytt, og var þá samþykkt
frumvarp um frjálsa verð-
myndun þar sem samkeppni er
næg, eins og víðast tíðkast, lög
nr. 56/1978.
Reynslan
af höftunum
EKJ rakti síðan reynslu-
dæmi af verðlagshöftum hér á
landi í samanburði við verð-
þróun erlendis, hvar sölu-
samkeppni heldur verðlagi í
hófi. Minnti hann á skýrslu
verðlagsstjóra, sem staðhæfir,
að innkaupsverð vara til
íslands sé 20—25% hærra, en
vera myndi, ef heilbrigðari
viðskiptahættir væru ríkjandi,
hvað verðlagsákvæði viðvéki.
Kerfið, eins og það er og hefði
verið, er ekki hvati til hag-
stæðra innkaupa, heldur hið
gagnstæða; sú væri reynslu-
niðurstða haftanna og pró-
sentuálagningarinnar.
Auk verðlagshaftanna kem-
ur fjársvelti verzlunar hér við
sögu, sagði EKJ. Ekki er hægt
að gera hagstæð innkaup
nema hafa aðgang að fjár-
magni, því miklu skiptir, hvort
innflutningur er í stórum
pöntunum (magnafsláttur)
eða smáum. Það sem þarf að
gera er að leyfa kaupsýsluaðil-
um að taka vörukaupalán er-
lendis, auðvitað á eigin
áhættu, til að fjármagna hag-
stæðari vörukaup en nú er
hægt að gera, ef á heildina er
litið. Þar að auki ætti að leyfa
einhvers konar gjaldfrest á
tollum, á sumum vörutegund-
um a.m.k. Allt þetta myndi
ýta undir hagkvæmni í vöru-
kaupum og sölusamksppru,
5CIT. hvárvetna hefur leitt til
hagstæðari verðþróunar en
héf, enda hefur haftakerfið
hér kostað þjóðina ótrúlegar
upphæðir og í raun skert
almenn lífskjör. Þetta gerðu
menn sér grein fyrir þegar á 7.
áratugnum, þegar Sonnefrum-
varpið var á dagskrá, þó það
slys henti, að verðlagsþáttur-
inn næði ekki fram að ganga.
Mesta
verðhækkunarárið
Verðmyndunarþáttur lag-
anna frá 1978, um frjálsa
verðmyndun þegar samkeppni
er næg, komst aldrei til fram-
kvæmda, því miður. Vinstri
stjórnin síðasta breytti þess-
um lögum og gerði þau óvirk.
Sett voru tvenn svokölluð
„verðstöðvunarlög" á þessu
stjórnartímabili. Niðurstaðan
af þeim varð sú, að árið 1979
reyndist mesta verðlagshækk-
anaár í íslenzkri sögu frá því
útreikningar vísitölu hófust
1914, eða um 61% hækkun.
Ég vil minna á, sagði EKJ,
að á áratugnum 1960—1970,
þegar minnst var um verzlun-
arfjötra hérlendis, var verð-
lagið stöðugast og svipað og í
nágrannalöndum. Með til-
komu vinstri stjórnar í upp-
hafi sjöunda áratugarins var
þessu jafnvægi kollvarpað. Ég
vil og minna á, að þær þjóðir,
sem losuðu sig við verzlunar-
og verðlagshöftin upp úr síðari
heimsstyrjöldinni, þ.e. vel-
f lestar V estur landaþj óðir,
hafa búið við allt annað og
stöðugra verðlag en við. Hvert
sem litið er er reynslan sú
sama í þessu efni.
Niðurtalning
verðlags
Síðan vék EKJ að niðurtaln-
ingu, svokallaðri, í málefnas-
amningi ríkisstjórnarinnar.
Hvern veg er hægt, spurði
hann, að skammta t.d. íslenzk-
um iðnaði segjum 5% verð-
hækkun, lögbundið, ef fram-
leiðslukostnaður hækkar á
sama tíma 10% eða 20% ? Er
slíkt framkvæmanlegt í raun?
Eða er stefnt að því að setja
Eyjólfur:
Lærum af
eigin reynslu
og annarra
atvinnuvegi á hausinn og inn-
leiða atvinnuleysi?
Hann minnti og á að Verð-
lagsráð, sem skipað er 9
mönnum úr ýmsum greinum
þjóðlífsins, hefði tekið afstöðu
gegn niðurtalningarreglugerð
viðskiptaráðherra. Hér hefði
verið um að ræða fulltrúa
allra stærstu hagsmunasam-
taka landsins. Segði það sína
sögu.
EKJ sagðist vonast til að
frumvarp sjálfstæðismanna
nú um frjálst verðlag þar sem
samkeppni væri næg, hefði
byr gegnum þingið. Vitnaði
hann til ummæla núverandi
viðskiptaráðherra, Tómasar
Árnasonar á aðalfundi Verzl-
unarráðs, þar sem hann stað-
hæfði m.a. „að frjálsari stefna
í verðlagsmálum sé miklu
líklegri leið til þess að lækka
vöruverð í landinu heldur en
aðhaldssöm prósentuálagn-
ingaraðferð ...“
Lifum í
samsteypustjórnum
Tómas Árnason, viðskipta-
ráðherra, sagðist ekki hafa
skipt um skoðun frá því er
hann studdi lög um frjálsari
verðlagningu 1978. En við lif-
um í samsteypustjórnarfyr-
irkomulagi, sagði hann.
Ástæðan fyrir því að ég stóð
að breytingu (og frestun) á
þessum lögum 1979 var sú, að
það var liður í stjórnarsam-
starfi, sem ég átti þátt í, og
það er sú skýring, er ég gef á
afstöðu minni þá. Og ég vil
segja, að illu heilli verðum við
að lifa við þetta fyrirkomulag
samstjórna.
Ég fer ekki leynt með það,
hins vegar, að ég álít bezta
verðlagseftirlitið í þessum
málum það, að heilbrigð sam-
keppni milli samvinnuverzlun-
ar og einkaverzlunar ríki.
Ég tek undir það með EKJ.
sagði TÁ, að það er fásinna að
festa verðlag nema aðrir
kostnaðarþættir gangi eftir —
í takt. Með því móti myndi allt
atvinnulíf í landinu verða lagt
að velli á stuttum tíma. Stefna
núverandi ríkisstjórnar um
niðurtalningu verðbólgunnar
er að mínu mati háð því að
aðrir þættir gangi eftir, þar á
meðal launastefna, eins og sú
er fjárlagafrumvarp stjórnar-
innar byggir á. Síðan fór TÁ
nokkrum orðum um niðurtaln-
ingu.
Ég vil vera hreinskilinn,
sagði TÁ; „eins og nú er ástatt
mun hann (flutningsmaður
EKJ) ekki geta vænzt stuðn-
ings af minni hálfu til að drífa
þetta (væntanlega frjálsa
verðmyndun) í lög, en hver
veit nema Eyjólfur hressist
síðar meir — og við stöndum
þá aftur saman að því að gera
þetta að lögum og framkvæma
þau“. Hér bætti EKJ við: „Það
ættum við að reyna.“
Hefur gengið
sér til húðar
Kjartan Jóhannsson (A)
sagði m.a. að það verðlagn-
ingarkerfi, sem við búum við,
hefði gengið sér til húðar, væri
úrelt; ekki væri hægt að
ákveða verðlag í landinu með
handauppréttingu út í bæ ára-
tugum saman. Síðan rakti KJ
afskipti sín af verðlagsmálum
í viðskiptaráðherratíð hans og
taldi þau hafa þokað málum í
frjálsræðisátt. KJ sagði ekki
hægt að tryggja verzlun eða
öðrum atvinnuvegum rekstr-
arfjármagn, ef ekki ætti sér
stað heilbrigð sparifjármynd-
un í landinu. Núverandi ríkis-
stjórn rembdist við að koma í
veg fyrir að sá sparnaður gæti
átt sér stað.
KJ sagði ráðstafanir minni-
hlutastjórnar Alþýðuflokks
hafa fikrað verðbólgu niður.
Sannleikurinn væri sá, að það
væru ekki launin ein, sem hér
skiptu máli, heldur stefnan í
ríkisfjármálum og peninga-
málum, að því þyrfti ríkis-
stjórnin að hyggja.
KJ rakti síðan stöðu heild-
söluverzlunar og smásölu-
verzlunar, eins og hún er að
hans mati. Hann sagði heild-
söluverzlun ná þeim tekjum,
sem til þyrfti, utanlands, ann-
að hvort í hærra verði eða
umboðslaunum, ef heima-
álagning hrykki ekki til. Nú-
verandi verðlagskerfi ýtti und-
ir gjaldeyrisvanskil og jafnvel
skattsvik. Ég held að það sé
rétt, sagði hann, að fikra sig
yfir á braut frjálsrar verð-
myndunar á sviði innflutn-
ingsverzlunar.
KJ taldi smásöluverzlun í
miklu fjársvelti. Nauðsynlegt
væri að auka fjármagnssvigr-
úm í smásölu. Slíkt myndi
auka verulega á samkeppni á
sviði smásölunnar og koma
henni úr þeirri kreppu sem
hún er í.
KJ taldi kerfi það, sem
komið hefði verið upp í bygg-
ingariðnaði, gersamlega ónýtt.
Þar standa vinnuveitendur og
launþegar sömu megin samn-
ingaborðs. Kaup meistara
hækkar með kaupi sveinsins,
hlutfallslega. Því er naumast
að vænta heilbrigðrar verð-
myndunar þár.
Allt verðmyndunarkerfið
þarfnast endurskoðunar. Ég
held að sú tillaga, sem hér er
flutt, að færa mál í upphafleg-
an búning (laga frá 1978)
stefni til réttrar áttar — en
mér er til efs, að það muni
nægja. Ég tel að þurfi meir af
nýrri hugsun inn í þetta verð-
myndunarkerfi okkar.
Tómas:
Stöndum saman
að breytingu
— síðar
Kjartan:
Fikrum okkur á
braut frjálsrar
verðmyndunar