Morgunblaðið - 15.03.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1980
13
Radarvarinn, sem nemur radargeisla lögreglunnar.
Radarvari á íslandi
Gefur frá sér skerandi
hljóð við radargeisla
UM skeið hefur verið á boðstólum
hér á landi svokallaður radar-
vari. Þetta merkilega tæki gefur
frá sér skerandi hljóð þegar
bifreið er að fara inn f radar-
geisla lögreglunnar og því getur
ökumaður hægt á sér. Að sögn
starfsmanna Radóívirkjana er
hér um endurbætta tegund að
ræða en hin gamla heltist úr
lestinni þegar lögreglan kom
með nýja radartegund. Ökumenn
geta því hægt á sér ef þeir fara
inn i radargeislann og sleppa
þannig við sekt. Að sögn hafa
margir radarvarar selst.
„Mér finnst alveg prýðilegt að
menn fái sér radarvara," sagði
Óskar Ólason, yfirlögregluþjónn,
þegar blaðamaður ræddi við hann
um radarvarann. „Hins vegar held
ég að reynslan hafi sýnt, að þegar
tækið gefur frá sér hljóð þá er
bíllinn þegar kominn ínn í geisl-
ann og því mælist hraði bifreiðar-
innar. Allt sem ökumenn geta
fundið til að vara við er af hinu
góða því það dregur úr hraðanum.
Okkar hlutverk er ekki að sekta
heldur að reyna að draga úr hraða
og því þurfum við að vera sem
víðast," sagði Óskar ennfremur.
Islenzkar peysur
dýraslar í París
Franska blaðið Express hefur
neytendadálk, þar sem sagt er frá
ýmsum varningi sem fæst í Parísar;
borg, matvælum, tískuvörum o.fl. í
blaðinu 23. febrúar er sagt frá
skemmtilegum peysum af norður-
hveli, sem nú séu mjög eftirsóttar.
Varla séu þær komnar í litlu tísku-
búðirnar frá Noregi eða Islandi,
þegar þær hverfi þaðan. Þessar
grófgerðu, hlýju peysur séu svo
vinsælar að franskir tískuhönnuðir
séu farnir að teikna golftreyjur úr
þykku ullarbandi með stórgerðu
mynstri. Ungu stúlkurnar fari í
ullarpeysur með víðum „sveita-
stúlku“-pilsum. Þannig séu þær að
líkja eftir þjóðlegheitum eða skóla-
stelpnaklæðnaði, ef þær séu þá ekki
að elta uppi rómantískan engilsax-
neskan stíl.
Svo koma ábendingar um ákveðn-
ar ullarpeysur í ákveðnum búðum,
sem vísað er á. Peysurnar kosta frá
190 frönskum (þá svolítið blönduð
ull) og upp í 475 franka, (rúmar 45
þús. kr.) og það eru handprjónuðu
íslensku lopapeysurnar í sauðalitun-
um, sem eru dýrastar. Þær er að fá í
versluninni Trois Marches í 6.
hverfi, þar sem opið er frá hádegi
fram til kl. 8 að kvöldi. Færeysku
ullarpeysurnar kosta ekki nema 325
franka (rúm 24 þús.), en norsku
peysurnar komast næst þeim
íslensku, á 420 franka.
DB og dular-
fullar raddir
ÞAÐ VAKTI athygli þegar
Dagblaðið fann bjöllu neðri deild-
ar Alþingis í vikunni. Einhver
dularfullur maður hringdi á rit-
stjórn DB á miðnætti aðfararnótt
mánudagsins, að sögn þeirra
Dagblaðsmanna, og vísaði á bjöll-
una. Rannsóknarblaðamenn DB
fóru að sjáifsögðu þegar af stað
— og viti menn. Þeir fundu
bjölluna!
Þessi fundvísi DB hefur vakið
verðskuldað lof og athygli. Rann-
sóknarblaðamenn DB hafa áður
afrekað að finna týnda hluti. En
einhverjar grunsemdir hafa víða
vaknað og þannig sagðist Vísis-
Loka frá: Það hefur nú gerst í
þrígang að Dagblaðsmenn hafa
fundið stolna hluti eftir að „dul-
arfull rödd“ vísar þeim á þá á
nokkurn veginn sama stað. Sumir
eru nú farnir að leggja saman tvo
og tvo og fá út fjóra.
Helgarviðtalið:
Kvikmyndasafnið verði
ekki bara geymsla
fyrir gamlar spólur
KVIKMYNDASAFN íslands var stofnað með lögum árið 1978 en tók ekki til starfa
fyrr en ári síðar. Einn starfsmaður vinnur nú við safnið, Erlendur Sveinsson.
Hann hefur undanfariö unnið við uppbyggíngu þess, en aðeins í hlutastarfi. í dag
á Kvikmyndasafn íslands aðeins eina spólu í sínum fórum en það er af för
íslenzkra alþingismanna til Kaupmannahafnar árið 1906. „Mjór er mikits vísir,“
sagði Erlendur Sveinsson í
hér á eftir:
Nú er Kvikmyndasafn
Islands í burðarliðnum og
kannski ekki einu sinni það.
En hvaö eigið þið í fórum
ykkar hér?
Þetta er alveg rétt hjá þér.
Enn sem komiö er vantar
nánast allt til alls. Eina spólan
sem vlö eigum í safninu nú er
komin frá Danmörku en hún er
tfka merkileg. Þaö er fyrsta
kvikmyndin þar sem íslend-
ingar eru festir á filmu, en hún
er af för íslenzkra alþing-
ismanna til Kaupmannahafnar
áriö 1906. Ákaflega merkileg
mynd og mjór er mikils vísir.
Ég geri mér alveg fulla grein
fyrir aö hér verður aö vera
hægfara þróun. Þaö var í sjáifu
sér mikill áfangi, þegar lög um
Kvikmyndasafn Islands voru
samþykkt. Nú vantar fé. Viö
fengum á síðasta ári 5 mílljónir
til safnsins, í fjárlögum núver-
andi fjármálaráöherra er gert
ráð fyrir 7 milljónum. Þaö sem
við þurfum aö fá í gegn er aö
staöið verði við lögin, en sam-
kvæmt þeim er gert ráð fyrir
starfsmanni viö safniö. Ég er
hér bara í hálfu starfi. Við
byrjum smátt og mörg stór
söfn erlendis höfðu ekki úr
meiru að moða í upphafi.
Hvaða hlutverki vonast þú
til aö safnið gegni? Ekki
verður safnið bara lokuð
geymsla fyrir safngripi, sem
almenningur hefur takmark-
aðan aðgang að.
Auövitaö ekki, safnið má
ekki bara vera geymsla fyrir
gamlar spólur, dauð stofnun,
heldur veröi safniö lifandi
stofnun, sem gegni margþættu
menningar: og uppeldislegu
hlutverki. Ég vil í þessu sam-
bandi nefna fjórþættan tilgang.
í fyrsta lagi söfnun kvikmynda
og annars, sem tengist sögu
þeirra. Þá varöveizlu þeirra,
sem er vandasamt verk og þarf
mikillar aögæzlu við. Þá skrá-
setning kvikmynda og annars
sem tengist sögu þeirra. Úr-
klippur úr blööum og svo
framvegis. Og í fjórða lagi vildi
ég nefna notkun. í því sam-
bandi vil ég nefna kvikmynda-
sýningar. Safniö gefur mikia
möguleika í því, þannig má til
dæmis nefna sýningar þar sem
tekin eru fyrir verk einstakra
höfunda, stíll þeirra og þróun,
einstök tímabil og svo mætti
lengi upp telja, möguleikarnír
eru nánast út í þaö óendan-
lega.
Þú nefndir uppeldisþátt
safnsins.
Já, þá á óg viö aö safniö á
aö starfa svipað og bókasafn.
Þar á líka aö vera hægt að fá
sögu kvikmyndanna, úrklippur
úr blöðum og kvikmyndir.
Kvikmyndin á að hljóta sama
sess í menntakerfinu og bók-
menntir, því hún er svo snar
þáttur í daglegu lífi okkar. Hún
á aö vera kennslugrein í skól-
um, bæöi út frá listfræðilegu
sjónarmiöi og einnlg sem
stuttu spjalli viö blaöam
hvatning tii þjóöfélagsumræöu.
Ég hef orðið var viö mikinn
áhuga meðal kennara og nem-
enda, sem hafa snúiö sér til
mín í leit aö upplýsingum. Eins
og málum er nú háttað er
safnið ákaflega illa í stakk búiö
til aö sinna þessari þörf.
Hvað um gamlar íslenzkar
myndlr?
Ég er núna að fara utan til
Danmerkur og meöal annars
mun ég athuga meö gamlar
íslenzkar myndir. Ég veit aö
talsvert er til af gömlum, óskil-
greindum íslenzkum myndum í
kjallara danska kvikmynda-
safnsins. Ég vonast til aö fá
upplýsingar um afdrif
íslandsmyndar Leo Hansen,
sem var tekin hér 1929. Þaö er
af svo mörgu aö taka. Þaö er
mikið af íslenzkum myndum
erlendis. Viö höfum áhuga á
leiknu myndunum hans Guö-
mundar Kamban, „Adda
padda“ og „Hús í svefni". Viö
vitum aö Albert Engström,
frægur sænskur skopteiknari,
tók hér mynd áriö 1911. Áriö
eftir kom hingaö Dani, Einar
Fouisen, og hann tók myndir
ætlaöar til notkunar í skólum í
Danmörku. Þaö má segja að
ástandið sé svo slæmt, aö viö
vítum ekki hvaö er til. Viö
eigum eftir aö veröa fyrir von-
brigöum en einnig einhverju
ánaBgjulegu vonandi. Tíminn
mun skera úr um hvaö af
þessum myndum er til enn
þann dag í dag. Nú en eitt
vitum viö — og sú mynd veröur
sérstakur heiðursgestur í safn-
inu. Þaö er kvikmynd Viktors
Sjöström, „Fjalla-Eyvindur“.
Hún var tekin hér 1916 og varö
heimsfræg — kom íslandi á
blaö í Kvikmyndasögu heims-
m í vikunni. Samtaliö fer
ins. Þá get ég nefnt „Glataða
soninn“, enska mynd sem var
tekin hér 1923 og sýnd hér á
landi 1929. Sjöström var
brautryðjandi á sínum tíma og
bryddaöi upp á nýjungum, svo
sem að hafa landslagssenur í
myndum sínum. Þessi mynd er
nú í viögerð í Svíþjóö. Annars
er þaö skemmtilegt, hvort sem
þaö er tilviijun eöa ekki, aö
eftir aö Engström kom hingaö
og tók myndirnar áriö 1911 þá
komu Danir ári síöar. Sama
gerðist eftir aö mynd Sjöström
varð fræg, þá komu Danir
hingað ári síðar og filmuðu
Borgarættina.
Og svo eru það íslenzku
brautryðjendurnir.
Jú, jú og þaö er sorgarsaga
frá því að segja, að ekki er til fé
il að gera viö myndir íslenzku
brautryöjendanna og ástandið
á myndunum er geigvænlegt.
Magnús Jóhannsson hefur í
sinni vörzlu kvikmyndir Lofts
Guömundssonar frá þriöja ára-
tugnum. Þessar myndir eru á
nítratfilmu, og þær liggja undir
skemmdum því nítrat eyðist.
Magnús hefur sótt um styrk til
Þjóðhátíðarsjóðsins til viö-
gerða, og hann hefur fullan
stuöning okkar. Annað getur
hann ekki leitað og er auövitað
til vansa.
Margar mynda Óskars
Gíslasonar eru bara til í frum-
gerö og þær eru farnar aö
skreppa saman og margar ekki
nothæfar. Þaö er sárt fyrir
Óskar aö sjá á eftir þessum
myndum sínum í glatkistuna
veröi ekkert aö gert. Þessu
verkefni vildum viö sinna en því
miður — fjármagnið er ekki
fyrir hendi. Ósvaldur Knudsen
hóf aö kvikmynda fyrir alvöru í
Heklugosinu 1947 og á filmum
hans eru varðveittar dýrmætar
myndir, sem ekki mega glatast.
Þaö er brýnt verkefni, að
myndum þessara brautryðj-
enda veröi bjargaö því þær
geyma liöna þjóðlífsmenningu.
Hverjir eru megindrættirnir
í sögu íslenzkrar kvikmynda-
gerðar?
Ég vil nefna þrjá megin-
drætti og það skemmtilega er,
aö þessir þrír brautryöjendur
okkar koma viö sögu hver á
sínu sviöi. Fyrst vildi ég nefna
íslandsmyndir og landkynn-
ingarmyndir, og þar kemur
Loftur Guömundsson einkum
við sögu. Þá hátíðamyndir og
myndir vegna heimsókna en
þar á íslenzk kvikmyndasaga
rætur sínar. Óskar Gtslason
kemur einkum við sögu þar.
Loks eru náttúruhamfara- og
eldgosamyndir. Sá kafli í kvik-
myndasögu okkar hófst fyrir
alvöru meö Heklugosinu ’47 og
þá einmitt hóf Osvaidur feril
sinn fyrir alvöru. Af og til hefur
ein og ein leikin mynd komið
fram en þær hafa meira veriö
tilviljunum háöar, svona hips-
um haps.
H. Halls.