Morgunblaðið - 15.03.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.03.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1980 25 LAXVEIÐI SUMARIÐ 79 Þessir voru atfá’ann í Laxá í Leírársveit. Laxgengd var aö venju mikil í Elliöaánum og laxamagniö meö ólíkindum er leið á sumarið. En hann safnaðist gjarnan í gríöar- legar torfur og þegar svo ber undir tekur hann oft illa. Myndin er frá Fossinum í Elliöaánum, það er einn af þeim vænni sem rennir sér upp flauminn. Sjötta bezta þrátt fyrir allt 64.228 laxar á land þrátt fyrir vorkulda og síðsumarsþurrka Komnar eru heildartölur um laxveiðina á síðasta sumri og var heildarveiðin um tuttugu af hundraði minni en sumarið 1978. Vert er þó að taka með í reikninginn, að 1978 var um metveiðiár að ræða. Engu að síður var veiðin síðasta ár u.þ.b. f jórum af hundraði meiri heldur en meðalveiði síðustu 10 ára, en þessi tíu ár hafa verið langbestu laxveiðiárin hérlendis frá upphafi. Er fyrir að þakka gífurlegri ræktun. Sjötta besta sumarið Tala veiddra laxa hér á landi var 64.228 stykki, heildarþunginn var 225.280 kílógrömm. Þrátt fyrir afleit skilyrði til laxveiða mikinn hluta sumars, var því eigi að síður um sjötta besta laxveiðiárið að ræða og er óhætt að taka undir þau ummæli Einars Hannessonar í viðtali við Mbl. í haust, að það væri í rauninni með ólíkindum hve vel veiddist þrátt fyrir slæma tíð. Það þarf varla að rifja upp, að laxinn gekk 2—3 vikum síðar en hann er vanur vegna vorkulda. Langvarandi þurrkar í ágústmán- uði og haustkuldar bættu ekki úr skák. Laxinn er lúsugur Brá svo við, einkum í ám sem mjög eru háðar úrkomu og verða mjög vatnslitlar í þurrkatíð, að laxar veiddust mjög síðla sumars, voru þeir bæði rauðleitir en einnig lúsugir, en yfirleitt fylgist slíkt ekki að, þar sem sjólúsin lætur lífið fáeinum sólarhringum eftir að laxinn yfirgefur saltið fyrir fullt og allt. Verður því að álykta að þessir fiskar hafi verið að væflast í hálfsöltu meðan þeir biðu þess að vöxtur kæmi í ána og þeir gætu gengið upp. Varð þessa fyrirbæris vart t.d. í Álftá á Mýrum og víðar. Og í Korpu var laxinn að stökkva úti á flóa fram eftir öllum ágústmánuði. Þegar hann síðan freistaði uppgöngu og var veiddur í fossunum, kom í ljós að hann var ótrúlega lúsugur. Mátti telja í sumum tilvikum 40—50 lýs á hverjum fiski, flestar afar smáar, minni en þær sem á honum sitja nýgengnum. Margir hafa tekið eftir því á mjög nýleg- um löxum úr sjó, að á lúsunum hanga hvítir þræðir, en þeir hverfa löngu áður en að lúsin sjálf skilur við laxinn. Eru þræðir þessir merki þess að laxinn hafi sennilega rétt í því verið að renna sér úr sjónum. Þræðir þessir eru eggjahylki og er þá nokkuð fjarri lagi að álykta að hinn mikli lúsafjöldi á Korpulaxinum hafi stafað af því að þessi hylki klöktust út áður en þau hurfu af fiskinum? Mjög er misjafnt hve árnar gáfu hver fyrir sig, eins og venja er, en flestar gáfu minni afla heldur en 1978. Undantekningar voru þó og sú allra stærsta var í sambandi við Þverá í Borgarfirði, úr henni voru dregnir fleiri laxar á stöng heldur en dæmi eru til áður hér á landi, eða 3558 laxar. Þarf ekki að taka fram að Þverá var besta áin á síðasta sumri. Laxá í Aðaldal var, eins og vænta mátti, í öðru sæti með 2327 laxa. Síðan kom Miðfj- arðará með 2132 laxa, Norðurá með 1995 laxa og Víðidalsá ásamt Fitjá með 1948 laxa. Langá var sjötta með 1893 laxa, Laxá á Ásum sjöunda með 1650 fiska, Laxá í Kjós var með áttundu bestu út- komuna, 1633 laxa, númer níu var Grímsá ásamt Tunguá með 1527 laxa og í tíunda sæti var Vatns- dalsá með 1413 laxa. Þverá hefur sýnilega mikla yfirburði, en Laxá á Ásum er alltaf sama undrið, en þessi mikli afli sem úr henni er dreginn fæst á tvær stangir á dag, en það samsvarar 825 löxum á hvora stöng á 90 dögum. Er ólíklegt að önnur eins meðalveiði á þessari fisktegund finnist annars staðar í veröldinni. Laxá á Ásum er líklega besta laxveiðiá í heimi. Af 64.228 löxum, veiddust 68% á stöng, en 32% í net. Inn í síðari töluna reiknast hins vegar þeir laxar sem gengu í laxeldisstöðvar þrjár sem hafa laxinn á hafbeit. Er hér átt við Kollafjarðarstöðina þar sem gengu 1400 laxar, Lárós- stöðina sem fékk 600 laxa og fiskhaldstöðina að Botni í Súg- andafirði, þar sem rúmir 70 laxar skiluðu sér. Hér fer á efti.r listi yfir afla í laxveiðiám landsins á síðasta sumri. Skýrslur höfðu ekki borist úr fáeinum ám er Veiði- málastofnun gekk frá skýrslum sínum. Til viðmiðunar fylgja afla- tölur úr viðkomandi ám síðustu fjögur sumur. Eitt sem mjög er athyglisvert við tölur þessar, er áberandi minni meðalþungi í mörgum ám, t.d. í Haukadalsá, Víðidalsá og Stóru- Laxá í Hreppum, en í tveim þeim síðarnefndu var meðalþunginn 1978 um 10 pund. Mbl. frétti t.d. af einum veiðimannin sem datt í lukkupottinn á þriðja svæðinu í Hreppunum. Fékk hann fimm laxa á einum degi sem þykir afbragðsveiði í þeirri á og flestir veiða þar mun minna á jafnlöng- um tíma, margir ekkert. En með- alþunginn var aðeins 6.4 pund, en einhvern tíma hefði hann hins vegar verið um 10 pund. Þannig mætti lengi telja. Verður að vona að þetta hafi verið sveifla frá náttúrunnar hendi, en ekki eitt- hvað varanlegt. Mbl. hafði ekki spurnir af stærri laxi í sumar en 27 punda. Þeir voru víst tveir og báðir úr Víðidalsá, sem er óðum að stela til sín nafnbótinni „mesta stórlaxá landsins" nafnbót sem Laxá í Aðaldal hefur borið með sóma um langan aldur. 97 veiðiár Fjöldi Meðalþ. 1978 1977 1976 1975 laxa pund Elliðaár 1336 5.5 1383 1328 1692 2071 Úlfarsá (Korpa) 215 4.4 327 361 406 438 Lyirvogsá 386 4.9 463 474 544 739 Laxá í Kjós 1508 6.4 1648 1677 1973 1901 Bugða 125 5.9 136 263 410 269 Meðalfeilsvatn 67 50 78 148 Brynjudalsá 98 173 185 271 Botnsá 302 5.0 211 181 198 239 Laxá í Leirársveit 899 6.2 1252 1154 1288 1654 Andakílsá 138 6.2 237 187 262 331 Grímsá og Tunguá 1527 5.9 1952 1103 1439 2116 Flókadalsá 377 5.0 547 263 432 613 Reykjadalsá 105 5.9 120 112 185 275 Þverá 3558 6.9 3132 2368 2330 Norðurá 1995 5.9 2089 1470 1675 2132 Gljúfurá 286 5.1 461 400 356 522 Langá 1893 5.5 2405 1720 1.568 2131 Urriðaá 202 5.5 112 84 .Álftá 255 6.4 386 300 204 341 Hítará 314 7.2 649 346 351 525 Haffjarðará 701 7.8 950 624 595 609 Straumfjarðará 391 7.0 648 466 433 755 Vatnsholtsós og vötn (Vf. Lýsa) 325 290 Fróðá 234 5.1 225 254 199 182 Gríshólsá og Bakkaá 61 125 70 75 Setbergsá á Skógarströnd 167 5.3 244 Valshamarsá 14 5.8 18 10 Laxá á Skógarströnd 196 179 190 114 167 Dunká 142 4.5 76 83 Skrauma 23 Hörðudalsá 51 55 55 Miðá í Dölum 203 6.2 135 146 121 245 Haukadaisá 630 6.0 926 826 904 914 Laxá í Dölum 630 7.9. 533 419 488 547 Fáskrúð 261 6.4 226 242 136 298 Kjallaksstaðaá (Flekkudalsá) 509 5.0 467 342 343 462 Krossá á Skarðsstr önd 156 5.5 106 81 109 120 Búðardalsá 120 100 Hvolsá og Staðarhólsá 90 5.9 180 163 185 136 Laugardalsá í ísafjarðardj. 596 6.3 703 681 245 601 ísafjarðará 25 4.2 29 52 27 Langadalsá 277 6.7 203 189 170 172 Hvammadaæs a 101 120 56 Staðará í Steingrímsfirði 95 7.4 101 124 108 100 Víðidalsá í Steingrímsfirði 104 7.5 93 61 54 49 Krossá í Bitru 125 7.7 7140 4968 Víkurá 219 7.3 121 68 92 438 Bakkaá 100 93 66 Laxá í Hrútafirði 40 17 23 18 32 Hrútafjarðará og Síká 312 6.6 346 262 228 291 Miðfjarðará 2132 7.1 2337 2581 1601 1414 Tjarnará á Vatnsnesi 82 6.4 112 34 Víðidalsá , og Fitjaá 1948 8.3 1851 1792 1238 1140 Vatnsdalsá 1413 8.1 1466 1203 571 832 axá á Ásum 1650 6.6 1854 1439 1270 1881 Blanda 906 8.2 2147 1367 1485 2363 Svartá 469 7.5 295 46 96 232 Laxá ytri 146 7.1 94 71 41 58 Hallá á Skagaströnd 190 171 Fossá i Skefiisstaðahr. 98 6.4 62 34 Laxá í Skefilsstaðahr. 220 7.3 200 140 73 134 Sæmundará (Staðará) 112 8.4 303 212 160 116 Húseyjarkvísl 84 7.6 194 158 141 118 Kolka 12 6.2 Hrolleifsdalsá 65 6.4 41 41 28 24 Flókadalsá í Fljótum 40 71 Fljótaá 199 8.8 316 269 173 189 Fnjóská í Eyjafirði 446 8.0 554 273 250 268 Skjálfandaftjót 317 7.5 336 288 412 67 Laxá í Aðaldal 2372 9.4 3063 2699 1777 2136 Reykjadalsá og Eyvindarlækur 492 7.2 657 . 593 133 264 Mýrarkvísl 497 7.0 221 181 121 201 Ormarsá á Sléttu 119 8.0 286 275 147 117 Deildará á Sléttu 164 7.5 357 224 168 189 Svalbarðsá 158 9.7 257 240 155 172 Sandá 411 9.2 418 474 315 238 Hölkná 66 8.9 130 219 92 118 Hafralónsá 264 9.4 276 312 227 302 Miðfjarðará við Bakkaflóa 135 6.9 242 248 183 144 Selá í Vopnafirði 767 7.9 1394 1463 845 711 Vesturdalsá í Vopnafirði 268 7.0 498 513 326 329 Hofsá i Vopnafirði 599 8.3 1336 1273 1253 1117 Selfljót 19 7.6 32 77 Fjarðará í Borgarf. eystra 13 4.9 27 44 Breiödalsá 248 6.7 412 248 76 123 Geirlandsá í V-Skaft 88 6.3 91 99 59 162 Eldvatn í V-Skaft. 45 6.4 33 43 13 41 Tungufljót í V-Skaft. 74 8.4 43 34 14 3 Kálfá í Gnúpverjahr. 4 9.7 4 42 69 Stóra-Laxá í Hreppum 272 7.3 571 266 293 340 Brúará 49 6.8 64 49 57 84 Sogið 439 8.1 620 537 589 593 Hvítá í Árnessýslu 1028 8.6 1169 1159 1175 Ölfusá 503 7.7 825 549 298 Hvítá í Borgarfirði 573 6.7 788 401 388 521 Baugsstaðarós og Volalækur 13 6.4 8 Rangárnar 98 6.4 82 46 95 57

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.