Morgunblaðið - 15.03.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.03.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1980 Gylfi Guðjónsson arkitekt, fulltrúi í skipulagsnefnd: Um „aðgerðaleysi“ og „glund- roða“ í skipulagsmálum Rvíkur í tilefni greina Birgis ísleifs Gunnarssonar og Hilmars Ólafsson- ar í Morgunblaðinu að undanförnu. Inngangur Eins og kunnugt er hafa að undanförnu átt sér stað miklar umræður í skipulagsnefnd, borgar- ráði og borgarstjórn um þá endur- skoðun aðalskipulags Reykjavíkur, sem samþykkt var i borgarstjórn vorið 1977. Aðal tilefni þessara umræðna er greinargerð frá Borgarskipulagi Reykjavíkur, sem ber heitið „Um- sögn Borgarskipulags Reykjavíkur um staðfestingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 1975—1995. I niðurstöðum greinargerðarinnar segir meðal annars: „Hæpnar og breyttar forsendur valda því, að staðfesting Skipulags- stjórnar ríkisins á endurskoðuðu aðalskipulagi getur ekki á nokkurn hátt greitt fyrir þeirri skipulags- vinnu, sem framundan er, hvorki hvað snertir ný byggingarsvæði né endurskipulagningu eldri byggðar, en gæti fremur orðið skipulagsvinn- unni fjötur um fót“. Athuganir og ábendingar Borg- arskipulags Reykjavíkur leiddu síðan til þess, að borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum síðastliðinn fimmtudag, að endurmeta ákveðna þætti aðalskipu- lagsins, sem samþykkt var í borgar- stjórn vorið 1977. Hér er um að ræða framtíðarbyggð Reykjavíkinga á svonefndu Ulfarsfellssvæði. Aðgerðaleysi fyrr- verandi meirihluta varðandi staðfestingu endurskoðaðs aðal- skipulags. Greinilegt er, að Birgi Isleifi Gunnarssyni er það mikið persónu- legt metnaðarmál að fá umrætt skipulag staðfest óbreytt, en eins og kunnugt er bera sjálfstæðismenn í borgarstjórn undir hans forystu meginábyrgð á því verki, sem unnið var á árunum 1974—1977. Einhver kann að spyrja, hvers vegna í ósköpunum umrædd stað- festing sé ekki fyrir löngu um garð gengin. Endurskoðun aðalskipulags- ins var tiltölulega ágreiningslítið samþykkt í borgarstjórn í apríl 1977. Þegar nýr meirihluti tók við stjórn Reykjavíkur sumarið 1978, hafði endurskoðað aðalskipulag Reykja- víkur enn ekki hlotið staðfestingu Félagsmálaráðuneytis. Þáverandi meirihluti hafði þó haft rúmt ár eða þrettán mánuði til þess að ganga frá skipulagstillögunum og fá þær lög- formlega staðfestar. Ástæða þess var sú, að ýmislegt vantaði upp á, að skipulagsgögnin væru þannig úr garði gerð, að skipulagsstjórn gæti endanlega fjallað um þau. Bæði skorti þar á efnisatriði og formsatriði, sem ekki verða rakin hérna. Þannig var staðan, þegar ný skipulagsnefnd tók að fjalla um skipulagsmálefni borgarinnar sumarið 1978, eftir 13 mánaða að- gerðarleysi þáverandi meirihúta í staðfestingarmálum aðalskipulags- ins, en þá vantaði Skipulagsstjórn ríkisins enn gögn vegna staðfest- ingar. Nú var það prentað landnotk- unarkort, sem krafðist mikillar vinnu á Þróunarstofnun Reykja- víkurborgar. Staðfesta á skipulagið Það hefur alltaf verið ijóst, að núverandi meirihluti stefnir að því að staðfesta umrætt skipulag. Hinsvegar kom fljótlega í ljós eftir meirihlutaskiptin, að undirbún- ingi staðfestingar. að hendi fyrrver- andi meirihluta var mjög ábótavant eins og fram kom hér að framan. Einnig bentu nýjar upplýsingar um tiltekin mál svo og breyttar skipu- lagsforsendur til þess, að einstakir þættir þyrftu nánari athugunar við. Þessi afstaða meirihlutans kemur greinilega fram í eftirfarandi sam- þykkt meirihluta borgarstjórnar í ársbyrjun 1979: Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkir, að flýtt verði sem unnt er staðfestingu endurskoðaðs aðal- skipulags Reykjavíkur. Borgarstjórn álítur ekki tímabært að hefja prent- un landnotkunarkorta, þar sem ýms- um undirbúningi til staðfestingar skipulagsins er ekki lokið. Enn fremur telur borgarstjórn rétt, að beðið sé ráðningar nýs forstöðu- manns Þróunarstofnunar og honum gefinn kostur á að kynna sér aðal- skipulagið og hafa umsjón með því, að endanlegum frágangi þess verði lokið með staðfestingu í huga. Hræðsluáróður Hins vegar er nauðsynlegt, að það komi hér skýrt. fram vegna síendur- tekinna yfirlýsinga Birgis ísleifs Gunnarssonar og Hilmars Ólafsson- ar, að að jafnaði er ekkert samhengi á milli staðfestingar aðalskipulags og lóðaframboðs, því að hægt er að deiliskipuleggja svæði á grundvelli samþykkts aðalskipulags. Yfirlýsingar þess efnis, að yfirvof- andi sé lóðaskortur í Reykjavík, ef endurskoðað aðalskipulag verður ekki staðfest þegar í stað er út í hött og á ekki við nein rök að styðjast. Ekki verður séð fyrir afleiðingar slíks hræðsluáróðurs og í raun vandséð, hvernig slíkt fær sam- ræmst hagsmunum Reykvíkinga. Ekki þarf að fara mörgum orðum um áhrif þessara óábyrgu yfirlýs- inga á lóðaverð á Reykjavíkursvæð- inu svo ekki sé meira sagt. Viðbrögð Sjálfstæðis- manna við greinar- gerð Borgarskipulags Viðbrögð minnihluta skipulags- nefndar við greinargerð Borgar- skipulags sem minnst var á i upphafi voru með endemum. Áður en efnisatriði umsagnarinn- ar höfðu verið rædd lögðu fulltrúar minnihlutans fram bókun, þar sem þeir með ósæmilegum hætti veittust að starfsmönnum borgarskipulags og brigsluðu þeim um ófagleg vinnu- brögð. Rétt er að geta þess, að flestir núverandi starfsmenn borgarskipul- ags unnu áður undir stjórn fyrrver- andi meirihluta á Þróunarstofnun Reykjavíkurborgar. Ég held, að umrædd bókun sjálf- stæðismanna í skipulagsnefnd hljóti að véra einsdæmi í nefnd á vegum borgarinnar. Óneitanlega læðist að manni sá grunur, að skortur á málefnalegum rökum hafi att sjálf- stæðismönnunum út í að saka reynda starfsmenn Reykjavíkur- borgar um ófagleg vinnubrögð. Hér fer ég ekki frekar út í það karp, hártoganir og deilur, sem fylgt hafa í kjölfar umsagnar Borgar- skipulags Reykjavíkur. Ég vil hins vegar gera nokkrum efnisatriðum úr úttekt Borgarskipulagsins frekari skil, einkum þeim, er varða fram- tíðarbyggð Reykvíkinga á Úlfars- fellssvæðinu sem borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að endurmeta á fundi sínum siðastliðinn fimmtudag eins og að framan greinir. Ég vek sérstaka athygli á því, að meirihluti borgarstjórnar sam- þykkti aðeins að endurmeta afmark- aðan þátt aðalskipulagsins, þ.e. framtíðarbyggð Reykvíkinga á Úlf- arsfellssvæði. Aðgerðarleysi fyrr- verandi meirihluta varðandi Keldnaland Margumrædd endurskoðun aðal- skipulags gerir ráð fyrir fyrsta áfanga framtíðarbyggðar (15000 manna byggð) á Keldnaholti. Veru- legur hluti þess svæðis er hins vegar alls ekki í eigu borgarinnar, heldur Tilraunastöðvarinnar á Keldum. Að sögn borgarverkfræðingsins í Reykjavík hafa samningsumleitanir við ríkisvaldið um kaup eða maka- skipti á löndum þeim, er hið nýja endurskoðaða aðalskipulag nær til staðið allt frá árinu 1970. Málið hefur lítið sem ekkert gengið og þess vart að vænta, að því geti lokið með samkomulagi. Hilmar Ólafsson segir hins vegar í blaðagrein sinni: „Ekki hefur á það reynt, hvort Keldnaland sé ófáan- legt“. Hér staðfestir Hilmar algjört aðgerðarleysi í 8 ára áþreifingum við Keldnamenn. Sannast sagna voru samningar strand og málið í algjörum hnút þegar nýi meirihlutinn tók við í Reykjavík. Málið er þeim mun alvarlegra, þar sem hér er um að ræða fyrsta áfanga Gylfi Guðjónsson framtíðarbyggðar bæði til íbúðar- og atvinnustarfsemi, sem átti að nægja Reykjavíkurborg næstu 5—10 árin. Slík vinnubrögð eru vægast sagt furðuleg og geta engan veginn talist samræmast hagsmunum Reykvík- inga. Við skipulag á Keldnaholti hafði nánast ekkert samráð verið haft við landeigendur, og ég hef fyrir satt, að margir borgarfulltrúar vissu heldur ekki, hvernig í pottinn var búið, þegar þeir samþykktu í borgarstjórn að hefja deiliskipulag á Keldnaholti. Fyrrverandi meirihluti hafði gert lítið úr málinu, og enn verður vart séð hverjar afleiðingar aðgerðarleysi þeirra mun hafa fyrir Reykvíkinga. Birgir ísleifur hefur lýst því yfir í borgarstjórn, að hann styðji eign- arnám Keldnalands og þess vegna vilji hann láta staðfesta skipulagið óbreytt frá því sem þar er. Hann vill kalla yfir skattborgara Reykjavíkur milljarðastaðgreiðslu á landi. Staðreyndir í Keldnamáli er ein ástæða ákvörðunar meirihluta borg- arstjórnar um endurmat nýbygg- ingasvæða Reykvíkinga á Úlfars- fellssvæði. Jsl. Gunn- Olafssonar Aðgerðaleysi varð- andi fólksflutninga frá Reykjavík til nágrannasveitar- félaganna Það er kunnara en frá þurfi að segja, að á síðari árum hefur tölu- vert borið á flutningum fólks frá Reykjavík til nágrannasveitarfélaga í húsnæðisleit. í nágrannasveitarfé- lögum hefur fólk á miðjum aldri haft aðgang að svonefndum sérbýlishúsa- lóðum. Það liggur því í augum uppi, að nauðsynlegt er að hafast eitthvað að og hafa til reiðu umtalsvert framboð sérbýlishúsalóða til þess að stemma stigu við umræddri þróun. Athuganir Borgarskipulags Reykjavíkur á þéttleika framtíðar- byggðar á Úlfarsfellssvæði hafa hins vegar leitt í ljós, að þar eru áætlanir um blokkabyggingar mjög ráðandi. 50.000 manna byggð mun að mati borgarskipulags þar tæpast rúmast nema að verulegu leyti í þéttu fjölbýli. Þessi staðhæfing er síðan í hrópandi ósamræmi við þá stefnu- mörkun aðalskipulagsins, að auka skuli hlutdeild einbýlis- og raðhúsa- byggðar miðað við Breiðholtshverf- in. Máli minu til stuðnings skal bent , á að samkvæmt margumræddu aðal- skipulagi skal Keldnaholt rúma 15000 manna byggð. Keldnaholtið er að stærðinni til því sem næst sambærilegt við Ár- bæjar- og Seláshverfið, sem allir Reykvíkingar þekkja. I því hverfi fullbyggðu munu 65% íbúða verða í fjölbýli. Samanlegt munu þar rúmast 5715 íbúar. Menn hafa leikið sér með tölur á báða bóga, en ekki alltaf sambærilegar. Þetta dæmi, sem allir hljóta að þekkja sannar á tryggjandi hátt að byggð á Keldnaholtssvæðinu var fyrirhuguð meira en helmingi þétt- ari en hverfin í Árbæjar- og Selási. Fyrirhugaður þéttleiki byggðar mun því óhjákvæmilega stuðla að áframhaldandi fólksflótta frá Reykjavík til nágrannasveitarfélaga. Umræddan þéttleika byggðar eða byggingarrýmd vill núverandi meiri- hluti borgarstjórnar endurmeta. Nýjar íbúaspár fyrir Reykjavík Nýjar íbúaspár frá borgarskipu- lagi og Framkvæmdastofnun gefa vísbendingu um mun hægari byggð- arþróun í Reykjavík en þær spár, sem lágu til grundvallar umræddu aðalskipulagi. Hér er um að ræða breytingu á veigamikilli skipulags- forsendu. Meirihluti borgarstjórnar vill skoða framtíðarbyggingasvæði í Reykjavík í ljósi þessara upplýsinga. Mismunur á eldri og nýrri spám nemur um 20.000 manns á næstu 20 árum, en láta mun nærri, að um 20.000 manns búi í Breiðholtsbyggð. Það skakkar því hvorki meira né minna en heilu Breiðholti. Kaup Reynivatnslands Nýlega var gengið frá kaupum borgarinnar á hluta af landi jarðar- innar Reynisvatns. Núverandi meiri- hluti vill athuga, hvort þessir land- vinningar opni ekki nýja möguleika fyrir þróun byggðar í borginni, jafnvel kosti, sem væru hagkvæmari í uppbyggingu en þau svæði, sem hingað til hafa verið til umræðu. Nýjar hugmyndir um vatnsverndunarmörk Ljóst er af þróun vatnsöflunar- mála fyrir Reykjavík, að þess er skammt að bíða, að álitleg bygg- ingarsvæði í nágrenni Reykjavíkur losni undan vatnsvernd. Sumir halda því jafnvel fram, að aflétta megi núverandi vatnsverndunarmörkum á vissum svæðum þegar í stað. Aðrir eru varkárari og tala um 5 ár í því sambandi. Allt ber þetta þó að þeim sama brunni, að nýir og hagkvæmari byggðarþróunarmöguleikar fyrir Reykjavík geti opnast í náinni framtíð. Niðurlag Ég hef hér að framan rakið í megindráttum ástæður þess, að end- urmat framtíðarbyggðar á Úlfars- fellssvæði var óumflýjanlegt að mati meirihluta skipulagsnefndar. Birgir ísleifur Gunnarsson hefur hins vegar í fjölmörgum greinum um skipulagsmálefni Reykjavíkur í Morgunblaðinu ekki séð ástæðu til að gera efnisatriðum málsins nein skil. Hann hefur talið sig gegna hagsmunum Reykvíkinga betur með því að klifa sífellt á órökstuddum fullyrðingum um glundroða, aðgerð- arleysi og ósamkomulag núverandi meirihluta í pólitískum, en lítt málefnalegum stfl. Ég tel hins vegar, að margir lesendur Morgunblaðsins vilji kynn- ast efnisatriðum málsins. Aðalskipulag er áætlun, sem í eðii sínu er sifelldum breytingum undir- orpin. Hún er hvorki áreiðanlegri né óvissari en þær forsendur, sem hún byggir á, enda gerir löggjafinn ráð fyrir reglulegri endurskoðun aðal- skipulagsáætlana á 5 ára fresti. Það kann því ekki góðri lukku að stýra, þegar aðalskipulag verður persónulegt metnaðarmál ákveðinna stjórnmálamanna, sem ekki eru fús- ir til þess að skoða málið á ný út frá breyttum forsendum með hagsmuni borgaranna fyrir augum. I tilefni greina Birgis arssonar og Hilmars ,iiNiM.A4Hii. 8UNNIIDAGUR * Birgir lal. Gunnarsgon: Glundroðakenn- ing í framkvæmd hipulaf, Ruvkj»*lhar fr» h«orf» l»»r »»l AlþýAwff 7 Allar uairaAur '■* i„» hjt i þ»trn for»rr* •Ui IhUuo hMhJ .fgaAth. -tloúa ^ I h Heilt ár leið í Lóðaskortur . Málsmeðferð , 'e'u" Vinstn athuguð aðgerðarleysi Ennfj^ flokkarnir "* **n,n,H" h',h u ------ „Lóðaskortur yfirvofandi Á par sem dráttur hefur _ orðið á staðfestingu aðal- skipulags borgarinnar,“ VI — segir llilmar Ólafsson fyrr- 'í? verandi forstoðumaður Síit ittrS ÍJT;. S Þróunaratofnunar Reykjavikur "TSZZZZ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.