Morgunblaðið - 15.03.1980, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1980
Ríkið eykur nið-
urgreiðslu ullar
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á
fundi sinum tillögur iðnaðarráð-
herra um úrbætur vegna erfið-
leika ullariðnaðarins, en þær
byggja á niðurstöðum starfshóps
iðnaðarráðuneytisins, sem
skipaður var eftir fund með tals-
mönnum ullariðnaðarins. Eitt
helzta atriði þessara aðgerða
kveður iðnaðarráðherra vera
auknar niðurgreiðslur á ull úr
ríkissjóði, en þær munu hækka úr
489 kr. kg í 689. Gert er ráð fyrir
að kostnaður á 12 mánuðum verði
320 m.kr. og verður hann tekinn
af niðurgreiðslufé, sem annars
kæmi á aðrar búvörur.
Aðrar tillögur iðnaðarráðuneyt-
isins, sem samþykktar voru, eru:
Endurgreiðslu á uppsöfnuðum
söluskatti á útfluttar ullarvörur
1979 verði flýtt, hraðað verði hag-
ræðingu og starfsþjálfun, sér-
staklega að því er varðar sauma-
stofur, og veittur stuðningur til
Aðalfundur Verzl-
unarbankans í dag
AÐALFUNDUR Verzlunarbanka
íslands h.f. verður haldinn í dag í
Súlnasal Hótel Sögu og hefst kl.
14. Á fundinum fara fram venju-
leg aðalfundarstörf.
Þeir hluthafar, sem ekki hafa
vitjað aðgöngumiða, geta fengið þá
við innganginn.
þess, Byggðasjóður athugi stöðu
saumastofa og veiti þeim verst
settu stuðning við hagræðingarað-
gerðir, farið verði varlega í að veita
lán til að stofna ný fyrirtæki í
ullariðnaði og starfshópi ráðuneyta
iðnaðar, landbúnaðar, viðskipta og
fjármála verði falið að athuga
hvernig best sé að hafa verðlagn-
ingu ullar.
Allt gott um þessar
aðgerðir að segja
— Ég hef enn fengið litlar
fréttir af aðgerðum ríkisstjórnar-
innar til stuðnings ullariðnaði, en
þó er allt gott um þær aðgerðir að
segja, sem ég hefi heyrt um, t.d.
auknar niðurgreiðslur, þótt enn
sé ullarverð nokkru ofar heims-
markaðsverði, sagði Pétur
Eiríksson forstjóri Álafoss er Mbl.
ræddi við hann í gær.
Pétur Eiríksson sagði það einnig
jákvætt að flýta ætti endurgreiðslu
uppsafnaðs söluskatts á útfluttar
ullarvörur, en sú endurgreiðsla
hefði oftlega dregist úr hömlu. Þá
kvað Pétur aðspurður fyrirhugað
gengissig 1—2% ekki vera upp í
nös á ketti og of lítið til að það
kæmi verulega að gagni. Eftir
helgina munu talsmenn ullariðnað-
arins ræða vandamál iðnaðarins á
fundi og kvað Pétur þar eflaust
rætt um aðgerðir ríkisstjórnarinn-
ar og vildi að öðru leyti ekki tjá sig
á þessu stigi málsins.
Samninganefnd BSRB á fundi í gær.
— Ljósm. Mbl. Kristján.
Kristján Thorlacius formaöur B.S.R.B.:
„Út í bláinn að B.S.R.B.
bíði með viðræður sínaru
Borgþór Kjæmested
yfirheyrður í gær
RANNSÓKN ARLÖGREGLA
ríkisins hóf í gær að fyrirlagi
ríkissaksóknara opinbera rann-
sókn á þeim staðhæfingum i
blöðum að skipulagt vændi hefði
farið fram í veitingahúsinu
Holiywood, en framkvæmdastjóri
staðarins hafði óskað eftir slíkri
rannsókn vegna frétta Borgþórs
Kjærnesteds.
Miðar rannsóknin að því að fá
fram hvort einhver slík starfsemi
hafi þarna farið fram, sem brjóti
gegn 181. og 206. grein almennra
hegningarlaga. Borgþór Kjærne-
sted var fyrst tekinn til yfir-
heyrslu og fór yfirheyrslan fram í
gær.
í fyrrnefndum lagagreinum er
lögð refsing við því að hafa
framfærslu af lauslæti eða gera
sér lauslæti annars að tekjulind.
SAMNINGANEFND Bandalags
starfsmanna rikis og bæja kom
saman til fundar í gær til þess að
ræða bréf Ragnars Arnalds, fjár-
málaráðherra við kröfum banda-
lagsins, sem barst á miðvikudag og
stöðuna í samningamálunum.
Sáttasemjari Vilhjálmur Hjalm-
arsson hcfur ákveðið að sáttafund-
ur verði næstkomandi mánudag
klukkan 14 og verður hann hald-
inn i húsakynnum BSRB við Grett-
isgötu. Fundurinn samþykkti
ályktun, sem er svohljóðandi:
„Stjórn og samninganefnd BSRB
leggur á það áherzlu að nú þegar
fari fram samningaviðræður um
kröfugerð BSRB eins og hún liggur
fyrir í heiid. Jafnframt fari fram
viðræður um þau atriði, sem fram
koma í bréfi fjármálaráðherra,
dagsett 12. 3. ’80.“ í framhaldi af
þessari ályktun voru kosnar tvær
nefndir, önnur skipuð 7 mönnum og
hin skipuð 5 mönnum til þess að
hafa forystu um þessar viðræður,
hvor á sínu sviði. Önnur fjalli um
kröfugerðina og hin fjalli um þau
atriði, sem BSRB hefur sett fram,
jafnhliða kröfugerð, ýmis atriði um
réttindi og félagsmál og þau atriði,
FYRIRSJAANLEGT er að samn-
ingaviðræður stéttarfélaganna við
ríkið vegna ríkisverksmiðjanna,
Sementsverksmiðjunnar og Áb-
urðarverksmiðjunnar. svo og
Kísiliðjunnar við Mývatn, munu
verða mjög erfiðar. Ástæðurnar
eru þær, að kjarasamningur við
Járnblendiverksmiðjuna í Hval-
firði er allmiklu hærri að flestu
leyti, en samningar áðurnefndra
verksmiðja. Stéttarfélögin hafa
enn ekki lagt fram kröfur vegna
starfsfólks ríkisverksmiðjanna, en
þeir hafa gert viðsemjendum
sínum grein fyrir þessum mismun
og að þau séu staðráðin í að eyða
honum.
Sjónarmið verkalýðsfélaganna er
að allt öðru máli gegni með Járn-
blendifélagið en íslenzka álfélagið.
ÍSAL sé félag í erlendri eigu, en
Járnblendifélagið sé fyrirtæki, sem
sé íslenzkt, meirihluti hlutafjár sé í
höndum íslenzka ríkisins og því sé
enginn munur á járnblendiverk-
smiðjunni og hinum ríkisverk-
smiðjunum.
Þessi mismunur er einkum og sér
í lagi tilfinnanlegur, þar sem Sem-
entsverksmiðjan er svo til á sama
samningssvæði og Járnblendiverk-
smiðjan og munu vera dæmi þess að
menn hafi sagt upp hjá Sements-
verksmiðjunni á Akranesi og ráðizt
til Járnblendifélagsins eingöngu
vegna þess að þar hafa menn átt
kost á mun betri launakjörum.
Telja verkalýðsfélögin þetta óeðli-
legt, m.a. vegna þess að stærsti
eigandi verksmiðjunnar í Hvalfirði
er jafnframt aðaleigandi Sements-
verksmiðjunnar.
RlKISSTJÓRNIN hefur haft til
athugunar beiðni Flugleiða hf. um
að veitt verði ríkisábyrgð á rekstr-
arláni að upphæð 5 milljónir
dollara, sem Alþingi samþykkti að
heimila með lögum frá 23. maí
1975 en ekki hefur verið nýtt fram
að þcssu.
Ákveðið hefur verið að veita nú
þegar ríkisábyrgð fyrir helmingi
umbeðinnar ábyrgðar en endanleg
afstaða til erindisins verður tekin í
næstu viku að nánar athuguðu
máli, segir í frétt frá fjármálaráðu-
neytinu. I tengslun við þessa
ábyrgðarveitingu mun ríkisstjórnin
setja þau skilyrði:
1. Að Flugleiðir hf. tryggi eins og
unnt er atvinnuöryggi þeirra
starfsmanna, sem sérhæfðir eru til
starfa að flugmálum.
2. Að viðhald á flugvélum Flugleiða
hf. verði markvisst fært inn í Iandið
svo sem frekast er kostur.
3. Að fulltrúar skipaðir af ríkis-
stjórninni fái aðstöðu til að fylgjast
með rekstri félagsins.
sem fram koma í bréfi ráðherra.
Stærri nefndin fjallar um kröfu-
gerðina.
Kristján Thorlacius, formaður
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja, kvað þessar nefndir eiga að
hafa forystu um þessar viðræður, en
áfram myndi samninganefndin vera
höfð með til ákvörðunar. Kristján
kvað viðbrögð við bréfi fjármálaráð-
herra almennt hafa verið á þann
veg, að það væri innlegg í heildar-
málið, en eins og fram kæmi í
ályktuninni, hefðu menn talið að
nauðsynlegt væri að taka málið upp
sem heild. Hins vegar væru þessir
punktar gott innlegg í heildarmálið.
Þá spurði Morgunblaðið, hvað
mönnum hafi fundizt um það atriði
í bréfi fjármálaráðherra, að BSRB
biði eftir þróun í almennum sam-
ningum. „Við lítum ekki á það sem
neitt atriði," sagði Kristján, „þótt
það sé nefnt í bréfinu. Okkar
kröfugerð stendur, auðvitað og við
erum næst stærstu heildarsamtök
launþega í landinu með frjálsan
samningsrétt og erum hluti af
almennum vinnumarkaði. Þetta er
bara úrelt afstaða frá því er gerðar-
dómar ákváðu okkar kjör, sem áttu
að taka mið af öðrum. Við teljum
okkur vera hluta af almennum
vinnumarkaði, og hitt sé bara hugt-
akabrengl. Því er það út í bláinn að
BSRB bíði með sínar viðræður.
Samninganefnd okkar og stjórn
ákveða það.“
Verkalýðsfélögin vilja sams
konar samning við ríkisverk-
smiðjurnar og Járnblendið
Birting greina í
Morgunblaðinu
AF GEFNU tilefni vill Morgun-
blaðið minna á, að blaðið tekur
ekki til birtingar höfundagrein-
ar, sem jafnframt eru sendar
öðrum blöðum til birtingar. Á
þetta er minnt nú vegna þess að
undanfarið hafa birzt greinar í
Morgunblaðinu. sem áður hafa
birzt í öðrum blöðum. Hér er
um algera undantekningu að
ræða frá starfsreglum blaðsins,
sem stafar af því að mikil
þrengsli hafa verið í blaðinu
síðustu vikur og birting greina
því dregizt úr hófi. Ur þessu
rætist væntanlega á næstunni.
Morgunblaðinu þykir að jafn-
aði ástæðulaust að birta greinar,
einnig eru sendar öðrum
sem
blöðum enda verður það að
teljast ósiður hjá greinahöfund-
um að senda mörgum blöðum
sömu greinina til birtingar, eins
og um fréttatilkynningu væri að
ræða.
Morgunblaðið hefur áður
skýrt frá þessari afstöðu sinni og
í langflestum tilfellum hafa
greinahöfundar virt sjónarmið
blaðsins. Hitt er svo annað mál,
að sjálfsagt er að birta svar-
greinar við efni í Morgunblað-
inu, þó að höfundar fari einnig
með slíkt í önnur blöð, og
fréttatilkynningar og greinar-
gerðir sem send eru öllum fjöl-
miðlum birtir Morgunblaðið að
sjálfsögðu.
Rótarý heiðrar minn-
ingu Luðvigs Storr
Beiðni Flugleiða:
Ríkisstjórnin veitir hálfa
rikisábyrgð með skilyrðum
í ÁR er Rótarýklýbbur Reykja-
víkur 45 ára og jafnframt er þess
minnst, að 75 ár eru liðin frá
stofnun Alþjóða Rótarý-hreyf-
ingarinnar.
Af því tilefni samþykkti'
Rótarýklúbbur Reykjavíkur að
heiðra minningu Ludvigs Storr,
aðalræðismanns, en hann var
frumkvöðull að stofnun Rótarý-
klúbbs Reykjavíkur, og þar með að
landnámi hreyfingarinnar á
íslandi. Ludvig Storr var af þessu
tilefni útnefndur Paul Harris-
félagi, en það er æðsta heiðurs-
veiting Rótarý-hreyfingarinnar.
Á árshátíð Rótarýklúbbs
Reykjavíkur þ. 22. febrúar sl.
veitti frú Svava Storr, ekkja
Ludvigs, þessari viðurkenningu
móttöku.