Morgunblaðið - 15.03.1980, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.03.1980, Blaðsíða 41
fólk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1980 41 + Fyrir nokkru var brezki kvikmyndaleikarinn frægi, David Niven í Rómaborg. — Við það tækifæri hafði leikarinn gengið fyrir Jóhannes Pál páfa. Hafði þeim fundi lokið með því að leikarinn hlaut sérstaka blessun páfans. — Myndin er tekin er páfinn tekur á móti hinum fræga leikara og heilsar honum. + Fyrir skömmu fór forseti Kýpur, Spiros Kyprianou, í heimsókn til Ítalíu — Myndin er tekin viö komu hans þangað. En hér er hann að kanna heiðursvörð italskra hermanna. — I Rómaborg ræddi hann við stjórnvöld landsins, þá Sandro Pertini forseta og forsætisráðherrann Francesco Cossiga. — Snerust þær umræður um málefni Miðjarðar- hafsianda. Höfðu þær verið mjög einlægar, sagði 1 fréttum af heimsókninni. — Áður en Kýpurforseti hélt heim aftur gekk hann á fund páfans i Vatikaninu. Hann brenndi lík Hitlers + Látinn er í V-Þýzka- landi fyrrum húsvörður í kanslarahöll Adolfs Hitlers í Berlín, Heinz Linge, 67 ára að aldri. Hann hafði undirfor- ingjatign í þýzka hern- um, var obersturmfúhr- er. — Hann sat í fanga- búðum í Sovétríkjunum í 10 ár, frá 1945 til 55. Hann framfleytti sér m.a. á því að selja viku- blöðum endurminningar sínar, en þar bar hæst, er hann segir frá því er hann hafi brennt lík einræðisherrans, eftir að hann hafði framið sjálfsmorð, í garði kanslarahallarinnar. + Dönsk blöð segja frá því að þessi kona, fari huldu höfði í Danmörku. — Konan er 64 ára gömul, fyrrum kennari, frá Sri Lanka. — Hún hafði fengið tilk. um að dvalarleyfi hennar í landinu yrði ekki framlengt. — Hún hafði fengið leyfi til ársdvalar í Danmörku. Var hún á heimili tengdasonar síns í Kaupmannahöfn. Konan heitir Leslie Dharamantes. — Þjóðþingskonan Inge Fischer Möller segir frá því í blaðasamtali að er hún hafi komið heim frá Reykjavík af fundi Norðurlandaráðs, hafi tengdasonur konunnar hringt til sín og gert sér grein fyrir stöðunni í málinu. — Segir Inge Fischer að hún vonist til þess að fá tækifæri til að ræða þetta brottvísunarmál kennslukon- unnar við ráðherra í ríkisstjórninni. Mynd Mbi. RAX. Þeir Knútur Hallsson og Erlendur Sveinsson hampa spólunni frá Danmörku en hún er eina spólan i eigu Kvikmyndasafns lslands. Ein mynd í eigu kvikmyndasafnsins «Við eigum i fórum okkar eina spólu cn þaó er för islenzkra alþingismanna til Kaupmannahafnar árið 1906. Þessa spólu fengum við frá danska sjónvarpinu.“ sagði Erlendur Sveinsson, forstöðumaður Kvikmyndasafns íslands, á fundi með fréttamönnum í gær. Safnið tók til starfa í fyrra og að sögn Erlends hefur fyrsta starfsárið einkum farið i að ieita að húsnæði. Safnið hefur nú fengið inni i Skipholti 31 og þar hefur verið komið fyrir eldtraustri geymslu og skrifstofuaðstöðu. Kvikmyndasafn íslands varð í fyrra aðili að FIAF, alþjóðasamtökum kvik- myndasafna. „Við höfum samið við Regnbogann um afnot af sal þar, bæði til að skoða myndir og halda sýningar. Fjármálin eru hins vegar okkar helsti höfuðverkur. A síðasta ári var safninu úthlutað 5 milljónum af fjárlögum og í ár er gert ráð fyrir 7 milljónum. Þessi fjárveiting nægir engan veginn til að safnið geti gegnt skyldu sinni sam- kvæmt lögum. Þannig er Erlendur Sveinsson aðeins í hlutastarfi hjá safninu," sagði Knútur Hallsson, for- maður safnstjórnar. Kvikmyndasafn íslands hefur skrif- að öllum þeim, sem hafa fengist við kvikmyndagerð hér á landi, í upplýs- ingaskyni og einnig flestum aðildar- löndum FIAF, en víða eru myndir sem tengjast íslandi á einn eða annan hátt. í stjórn Kvikmyndasafns íslands eru Knútur Hallsson, formaður, Jón Þórar- insson, Magnús Jóhannsson, Árni Björnsson og Erlendur Sveinsson. Sveitaheimili óskast nú þegar til lengri eöa skemmri tíma fyrir 11 ára gamlan dreng sem átt hefur viö námserfiöleika aö etja. Uppl. gefur Sigrún Óskarsdóttir í síma 25500. --------------\ C-vítamínbætt sælgæti með lakkrís bragöi Halda hálsinum hreinum og andardrætti ferskum Sérlega góðar ffyrír reykingafólk. Reynið sjálf. MÍHfyl . . cMmzriótzci\ Tunguhálsi 11, sími 82700. LÆRIÐ BRIDGE — BETRI BRIDGE Næstu námskeiö hefjast 22. og 24. marz. Bridge-kynningardagur í Félagsheimili Hestamannafélagsins Fáks á morgun, sunnudag kl. 14—17. LÆRIÐ BRIDGE — námskeið fyrir byrjendur. BETRI BRIDGE — námskeið f. lengra komna. ÁSINN, Bridgeskólinn í Reykjavík, Páll Bergsson, s. 19847.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.