Morgunblaðið - 15.03.1980, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.03.1980, Blaðsíða 48
PIERPODT QUARTZ — úr Þessi heimsþekktu úr fást hjá flestum úr- smiöum. Gull og silfur til fermingargjafa (@ttll Sc ás>tlfur Laugavegi 35 Mynd Mbl. RAX. Sigmundur sótti bíl sinn í gærkvöidi en áður hafði Ladabifreið sem valt við hlið hans verið sótt. Tveir bílar fuku á Kjalarnesi: „Sá hvar bíllinn tókst á loft og fór tvær veltur“ „ÉG VAR í Kjósinni á leið í Grundartanga og varð að halda mig öfugum mcgin á veginum og aka mjög hægt vegna veðurofs- ans. Þá mætti ég Lödu og varð að víkja inn á miðjan veg. Þá snerist hins vegar híllinn þvers- um á veginum. Ég fór þá út en veðurofsinn þeytti mér 50 til 100 metra. Ég sneri aftur að bílnum en þá kom önnur vindhviða og þeytti mér aftur. Ég leit þá við og sá hvar bíllinn tókst á loft i veðurhaminum og fór tvær velt- ur,“ sagði Sigmundur Guð- mundsson, sem lenti í miklum hrakningum við Tíðaskarð í Kjós í gærmorgun. Og hann hélt áfram sögu sinni: „Mér varð þá litið uppá veginn og sá þá hvar önnur bifreið var. Ég hélt þá að bílnum og stúlkan, sem var í honum kom út. Við fórum niður fyrir veginn. Skömmu síðar fauk hennar bíll og lenti við hliðina á mínum. Við ákváðum að ganga að bæ í nágrenninu og héldum í hvort annað. Þá kom enn ein vindhviðan og þeytti okkur á loft. Ég lenti á gaddavír, skyrta mín og jakki rifnuðu og einnig skrámaðist ég talsvert. Stúlkan fékk höfuðhögg og fór síðar á slysavarðstofuna. En áfram héldum við og enn þeyttumst við í rokinu þar til bifreið kom loks að og tók okkur uppí. Við fórum að Valkjöri í Mosfellssveit þar sem ég hringdi í lögregluna til að tilkynna atburð- inn. Við fengum mjög góða að- hlynningu en bæði vorum við gegndrepa," sagði Sigmundur. VMSÍ og Dagsbrún: Fjöldaúrsagnir hjá Dags- brún vegna launamismunar Fólk lenti í hrakn- ingum og bílar fuku af vegum LÆGÐ Á Grænlandshafi olli miklu hvassviðri á inn- anverðum Faxaflóa og Snæfellsnesi í gær. Talsvert var um, að fólk lenti í hrakningum og fuku nokkr- ir bílar út af vegum. Tveir bílar fuku út af veginum við Tíðaskarð í Kjós. Þá fauk iangferðabíll með 47 manns út af veginum skammt fyrir innan Akra- nes, en valt ekki. Tveir bílar fuku einnig við Akranes og hlutust minni háttar skrám- ur af en talsverðar skemmd- ir urðu á bílunum. Víða fuku þakplotur en ekki hef- ur frétzt af tjóni. Mesti veðurofsinn gekk niður með kvöldinu. Ofært var um Hellisheiði og þar var hið versta verður. Langferða- bíll fauk af veginum en valt ekki. Talsvert var að menn skildu bíla sína eftir á Hellisheiði eftir að þeir lentu í hrakningum. Stórum bílum var fært um Þrengslin. Erfitt var um færð um Hvalfjörð- inn og bílar lentu í erfiðleikum undir Hafnarfjalli og talsvert var um, að grjótflug skemmdi bíla. Á Snæfellsnesi var ófært um Kerl- ingarskarð vegna snjóa en vel útbúnir bílar komust Fróðarheiði. Vegurinn um Ólafsvíkurenni var ófær vegna snjóflóða og ekki talið ráðlegt að moka hann vegna snjóflóðahættu. Holtavörðuheiði var mokuð í gærmorgun og var fært í Húnavatnssýslur, allt aust- ur í Skagafjörð. I Reykjavík var gefið frí í tveimur skólum vegna óveðurs. Talsvert var um, að fólk fyki vegna veðurofsans og hlutust í sumum tilvikum beinbrot af. Um 60 nemendur voru tepptir í Skála- felli, nemendur í Garðaskóla. Snjóbíll ferjaði þá úr skálanum niður á Þingvallaveg og voru nemendurnir væntanlegir \ Garðabæ upp úr miðnætti. Meðal þeirra leiða, sem ræddar voru á fundinum í gær, voru breyt- ingar á útflutningsgjaldi, sem nú er 5,5%, og spurði Mbl. Árna m.a. um þær umræður. „Þetta gjald fer að mestu leyti í fiskverðið og þá m.a. þrjár deildir aflatryggingasjóðs," sagði Árni. „Það er engin ágreiningur um að LAUNAMISMUNUR, sem orðinn er milli Verkamannafélagsins Dagsbrúnar annars vegar og starfsmanna. sem eru félagar í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, hefur haft það í för flest þessara gjalda eru nauðsynleg, en þó er meginágreiningur um þann hluta, sem fer til að bæta aflatap, en hann er um 15% af útflutnings- gjaldi, eða 0,825% miðað við 5,5%. Nú telja ýmsir, að staðan sé þannig í okkar fiskvriðimálum, að þessi deild hafi tapað gildi sínu.“ Mbl. spurði Árna, hvaða upphæðir með sér, að Dagsbrún hafa borizt fjöldaúrsagnir úr félaginu frá einum og sama vinnustað og hafa viðkomandi jafnframt sótt um félagsaðild að VR. Félögin hafa unnið saman að því að finna lausn á þessu máli og hafa fulltrúar væri þarna um að ræða og sagði hann að miðað við að sjávarafurðir á þessu ári legðu sig á um 200 milljarða króna, þá þýddi hvert prósent í útflutningsgjaldinu um tvo milljarða. Sjá: 1 raun er verið að leita leiða, sem engan veginn duga í stöðunni. Bls. 22. Dagsbrúnar I janúar síðastliðnum gert viðsemjendum sínum grein fyrir vandamálinu, sem félagið stendur frammi fyrir. Vinnuveit- endasambandið mun hafa tekið fulltrúum Dagsbrúnar „ljúflega", en félagið heíur ekki fengið nein ákveðin svör frá VSÍ. Á framkvæmdastjórnarfundi í Verkamannasambandi íslands, sem haldinn var síðastliðinn miðviku- dag var þetta vandamál til umræðu og þar lýsti fulltrúi Dagsbrúnar því yfir, að félagið myndi leggja fram sérkröfur sínar fyrir viðsemjendur sína, ef VMSÍ tæki þær ekki upp, en innan stjórnar Dagsbrúnar hafa menn verið nokkuð uggandi yfir því, hve sérkröfugerð Verkamanna- sambandsins hefur gengið seint. Á framk væmdastj órnarf undinum lýstu menn þeirri skoðun sinni, að illa væri farið, ef stærsti félaginn í VMSÍ, Dagsbrún skæri sig úr hvað kröfugerð snerti, nauðsynlegt væri að menn sýndu samstöðu innan VMSÍ. Síðan var á Loftleiðahótel- inu á fimmtudag haldinn fundur fulltrúa úr VMSI í samninganefnd ASÍ og mun þar hafa orðið niður- staðan að VMSÍ tæki upp þessa kröfugerð, sem snerta mun fleiri félög, t.d. Einingu á Akureyri. Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær eru ástæður þessa launa- mismunar milli Dagsbrúnar annars vegar og áðurnefndra félaga hins vegar þær, að Verzlunarmannafé- lagið hækkaði í launum við kjara- dóm, sem gekk á síðasta ári og auk þess hefur orðið mismunur á gagn- vart BSRB eftir síðustu kjarasamn- inga opinberra starfsmanna. Launamismunirinn er á bilinu frá 9% og allt upp í 22 til 25% á sambærilegum störfum. Hálfri milljón stolið LÖGREGLUNNI barst í gær kæra um að hálfri milljún króna í seðlum hefði verið stolið frá fólki, sem var statt 1 verzlun við Laugaveg. Var fólkið með peningana í tösku en þegar það aðgætti í töskuna voru peningarnir horfnir. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur málið til með- ferðar. Sjá fréttir af óveðrinu bls. 3. Lækkun gjalda á fiskvinnslunni: Bráðabirgðatölur benda til 3—4 milliarða króna „EFTIR fundinn með sjávarútvegsráðherra ræddum við áfram við aðstoðarmann hans, Boga Þórðarson, þar sem við fórum yfir þær hugmyndir, sem fram komu, og reyndum að gera okkur grein fyrir þýðingu þeirra. Það kom reyndar í ljós, að það vantar mikíu fyllri upplýsingar, en samkvæmt því, sem við veltum fyrir okkur, þá er það er til vill ekki fjarri lagi til bráðabirgða að meta þessa hluti á 3—4 milljarða króna,“ sagði Árni Benediktsson framkvæmdastjóri Sambands frystihúsanna í samtali við Mbl. í gær- kvöldi, er Mbl. spurði hann um fund fulltrúa fiskvinnslunnar með sjávarútvegsráðherra í gær. Miðað við 6—7% halla á frystihúsunum er um tíu milljarða króna að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.