Morgunblaðið - 15.03.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.03.1980, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1980 MORö'Jly/ RArr/NJ GRANI GÖSLARI Mundu — smáklaufaskap. — Svo ’ann fái tækifæri til aO sýna henni hve klár ’ann sé, skilurðu? Þegar maður hefur séð eitt norðurljós, hefur maður séð þau öll, vinur minn. ... Meðan rakettuskothríð stendur yfir getur ýmislegt gerst í hliðargötunum ... Það þætti ekki gott í Sigurðarbúð BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Budapest var mótsstaðurinn í janúarhluta Philip Morris Evrópukeppninnar. ’238 pör tóku þátt, þar af helmingurinn heima- menn, margir Pólverjar, nokkur pör frá Júgóslavíu og Búlgaríu að ógleymdum alla leið frá Moskvu. Vesturiandabúar voru þarna í miklum minnihluta en langbesta par keppninnar voru tveir Pól- verjar. Og voru þeir með spil n-s í spili dagsins en þar er frá keppni þessari. Vestur gaf, A—V á hættu. Norður S. ÁKG7 H. G10 T. Á10643 L. D10 Vestur S. 982 H. KD65 T. D2 L. 8743 Austur S 10654 H. Á872 T. G75 L. K6 COSPER 8272 COSPER Ég gleymdi víst að segja þér að ég vann farmiða fyrir tvo til Ítalíu! Árni Helgason skrifar: „Ég var að ræða um daginn við góða og reynda konu. Hún hafði ekki farið varhluta af erfiði hins daglega lífs. Jafnvel hennar einka- mál höfðu verið henni erfið á tímabili. Hún þekkti því vel lífið af reynslunni. Og nú var dóttir hennar að ganga í hjónaband. Og ég fór að grennslast eftir manns- efninu. Konan leyndi ekki ánægju- svipnum. Þetta er reglupiltur. Snertir ekki við áfengi. Hjá þess- ari góðu og reyndu konu var þetta númer eitt. Og hvers vegna? Þá var hún óhrædd um að þeir peningar sem ungu hjónin öfluðu færu ekki eins og hjá svo ótal mörgum, fyrir áfengi og aðrar eiturnautnir sem ekkert gildi hafa annað en eyðileggingu fyrr eða síðar. Ef ekki í dag, þá á morgun.“ • Það er tryggingin „Það fer ekki framhjá neinum að áfengi og aðrar eiturnautnir eru ekki meðmæli þeim sem þeirra neyta. Og aldrei hefi ég séð auglýsingar um að fá mann í starf og það tekið fram að hann megi vera undir áhrifum eins og honum sýnist. En þær eru heldur fleiri auglýsingarnar sem krefjast þess að maðurinn sem sækir um starfið sé reglumaður. Það er tryggingin. Og hver treystir í raun og veru óreglumanni þótt alltof margir Suður S. D3 H. 943 T. K98 L. ÁG952 Eftir að norður opnaði á einum tígli hætti austur miklu með dobli. Eðlilega redoblaði suður. Vestur sagði eitt hjarta en eftir það fengu Pólverjarnir frið. Og með nokkuð flólknum sögnum komst suður að því, að norður átti ekki háspil í hjartanu en var í staðinn með sterkan fjórlit í spaðanum og suður skellti því makker sínum í lokasögnina fjóra spaða. Vörnin byrjaði með því að spila þrisvar hjarta. Norður féll ekki í þá gildru að trompa, lét heldur tígul og eftir það var sama hvað vörnin geröi. Reyndar spiluðu þeir hjarta í fjórða sinn, sem trompað var í blindum og aftur látinn tígull af hendinni. En þessi fyrir- hyggja norðurs þýddi, að hann var ekki í neinum vandræðum með að taka trompin, svína síðan laufinu og taka alla slagina, sem eftir voru. Og eðlilega gáfu 4 spaðar betri skor en gröndin þrjú, sem reyndar hefðu staðið úr því hjörtun skipt- ust 4 og 4. Maigret og vínkaupmaðurinn 71 — Þekkið þér góðan lög- fræðinga? — Nei. Hvorki vondan né góðan. — Þér þurfið lögmann á morgun, þegar rannsóknar- dómarinn yrirheyrir yður. Ég skal láta yður fá nokkur nöfn. — Þökk fyrir. - Skál. Og Pigou sagði eins og í spaugi: — Það verður víst langt þangað til að ég fæ toddí aftur. Ég verðdæmdur í þunga rcfs- ingu, ekki satt? — Þvi haldið þér það? — í fyrsta lagi vegna þess að hann var ríkur og áhrifamikill maður. Og því næst vegna þess í raun hafði ég enga áþreifanl- ega ástæðu til að drepa hann. — Hvenær fenguð þér þá hugmynd að drepa hann? — Ég veit það ekki. Ég varð að flytja af hótelinu mínu því fyrsta og fiæktist á verri stað. Það var viðbjóðslegt líf. Ég vann á nóttunni skftaverk og kom dauðþreyttur heim í þessa holu. Þetta var mér allt svo andstætt og ég fékk svo mikla viðurstyggð á þessu öllu. Ólykt- in — svaðið. Mér fannst ég vera orðinn utanvelta við allt. Ég reikaði um og stundum njósnaði ég um Liliane. Þegar ég sá Chabut man ég að ég tautaði oftar og oftar við sjálf- an mig: — Réttast væri að ég dræpi hann. Þetta voru i fyrstu bara orð sem duttu upp úr mér. í raun og veru held ég ekki að ég hafi ætlað að drepa hann. En ég fylgdist með lifi hans úr fjarska. Ég sá hann glæsilegan með bílinn sinn, kvenfólkið sitt, munaðinn, allt gekk honum í haginn og ég tróðst meira og meira ofan i skitinn ... Fötin sem ég hafði farið með að heiman voru orðin bæði snjáð og skítug. Frakkinn minn var þunnur og mér var alltaf kalt, og ég átti ekki aur til að fara og kaupa mér betri flík. Ég sá þegar Liliane fór inn á Quai de Charenton. Ilún hefur trúlega fyrst farið á hina skrifstofuna, því að þar hélt hún að ég ynni. Hún var lengi hjá honum. Ég sá Anne Marie koma niður og rölta um garðinn og ég þóttist vita hvað væri að ske. Ég var þó ekki afbrýðissam- ur. Þetta var bara eins og eínn kinnhesturinn í viðbót. Þessi maður hegðaði sér eins og allt væri hans. Og enn einu sinni Eftir Georges Simenon Jóhanna K riatjónsdóttir sneri á íslensku muldraði ég: „Ég skal drepa hann.“ Ég hökti í burtu, ég vildi ekki láta konuna sjá mig. — Hvenær voruð þér fyrir utan húsið í Rue Fortuny í fyrsta skiptið? — í lok nóvember. Hann brosti beisklega. — Ég get ekki útskýrt þá tilfinningu fyrir yður — að hafa aldrei aura í vasanum — vita að maður getur aldrei lifað eins og annað fólk. Ég var alltaf að hugsa um þennan löðrung. Hann hefði ekki átt að slá mig. Kannski hefði ég getað gleymt því sem hann sagði — þó svo það væri allt mjög niðurlægj- andi. En að slá mig — eins og óþckkan krakka... — Þegar þér fóruð til Rue Fortuny síðasta miðvikudag — haldið þér þá að þér hafið verið með eitthvað í huga? — Það myndi ekki borga sig fyrir mig að vera óhreinskilinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.