Morgunblaðið - 15.03.1980, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.03.1980, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1980 Vestur-þýskt leikhús Jón Viðar Jónsson: l í síðustu jfrein minni sagði ég frá því markvcrðasta, sem fyrir mig bar á leikhúsmótinu í Vestur-Berlín í fyrravor o« snýr að vestur-þýsku leikhúsi. En Vestur-Berlín er alþjóðleK bor« ok þessa maídaga gistu hana fleiri leikhúsmenn og frægari en þeir sem Goethe-stofnunin hafði tekið upp á arma sína. Og af öllum þeim menningarathöfnum.sem ég gat tekið þátt í þennan tíma í Vestur-Berlín, gcymast mér líklega lengst í minni þær tvær, þar sem útlendingar áttu hlut að máli. Önnur var fyrirlestur Jan Kotts um framúrstefnuleikhúsið, hin sýning Pekingóperunnar, sem kom til Berlínar í lok mánaðarins að lokinni ferð um Sambandslýðveldið. Jan Kott er einn af frægustu bókmenntafræðingum em nú eru uppi. Hann er pólskur að þjóðerni, en býr nú í Bandaríkjunum, þar sem hann hefur kennt leikbók- menntir við ýmsa fremstu háskóla landsins. Þekktastur er Kott fyrir bók sína um Shakespeare, Sþake- speare — samtímamaður vor, sem hafði á sínum tíma mikil áhrif á ýmsa fremstu Shakespeare-túlk- endur veraldar, þ.á m. breska leik- stjórann Peter Brook. Þá má nefna aðra merka bók, sem Kott hefur skrifað um leikhús Grikkja, Át guðanna, sem hefur þó ekki markað eins djúp spor og Shake- speare-bók hans. Kott les þá texta, sem hann skrifar um, á mjög persónulegan hátt, hirðir lítt um kröfur hefðbundinnar fræði- mennsku og læst ekki hafa fundið hinn eina rétta skilning. Aðferð hans er ekki síst fólgin í því að reyna að finna óvænt og skemmti- leg tengsl og samsvaranir með hlutum sem fljótt á litið virðast eiga lítið sameiginlegt, þannig tendrar hann ímyndunarafl þess sem les. Hann skýrir leikbók- menntirnar gjarnan út frá því leikhúsi sem þær voru samdar fyrir og oft er auðfundið að hann ætlast til að nútíma leikhúsfólk reyni hugmyndir hans á sviðinu. í ýmsu sem hann hefur skrifað á seinni árum hefur borið talsvert á tilhneigingu til að láta að sér kveða í leiklistarheiminum og í fyrirlestri þeim, sem hann hélt í Vestur-Berlín í fyrravor, fór hann í spámannsstellingar og sagði leiklistariðkendum fyrir verkum. Kott er maður um sextugt, hann var snyrtimannlega klæddur á bandaríska vísu og flutti fyrirlest- ur sinn á lítt skiljanlegri ensku. Eins og fyrr segir fjallaði fyrir- lesturinn um nútíma framúr- stefnuleikhús og nefndist „After Grotowski — the dream of the impossible theatre" eða Draumur- inn um hið óframkvæmanlega leikhús. Nótur mínar frá fyrir- lestrinum eru allgloppóttar, enda ekki alltaf auðvelt að greina orð Kotts, en kjarninn fór þó ekkert á milli mála. Kenning Kotts var í stuttu máli sú, að hið róttæka tilraunastarf, sem margir leikhús- menn og leikflokkar hafa stundað á seinni árum víða um lönd og miðar að því að blása nýju lífi í samskipti leikara og áhorfenda, finna leiklistinni nýjan félagsleg- an og sálrænan grundvöll, sé komin í miklar ógöngur og út fyrir mörk hins mögulega. Þessu til staðfestingar nefndi hann mörg dæmi, sem of langt mál yrði að rekja hér, og tíndi til verstu öfgarnar sem slík tilraunastarf- semi hefur farið út í. Kott kann vel að setja hlutina fram á hnyttinn og markvissan hátt og var fyrirlesturinn allur hinn skemmtilegasti. Hann klykkti svo út með að ráðleggja þeim sem leiklist stunda og gefa vonlausa leit sína að nýrri og áhrifameiri list upp á bátinn, hverfa aftur í faðm stofnanaleikhússins og þróa þar fagmennsku sína til æ meiri fullkomnunar — svipað og Brecht og fólk hans hefði gert á Berliner Ensemble á sínum tíma. Hann hefði getað nefnt nærtæk- ara dæmi; leikhús Peter Steins til dæmis, því að betra dæmi um frábæra atvinnumennsku en Schaubúhne am Halleschen Ufer er ekki auðfundið. Kvöldið áður en ég fór frá Vestur-Berlín komst ég bó í leikhús, sem fór fram úr estum hugmyndum mínum um -5 sem hægt væri að gera á leiksviði, Peking-Óperuna frá Shanghai. Sem leikhúsform á Peking-Óperan sér að baki um tvö hundruð ára langa sögu. í tíu ára gömlum leiklistarritum er yfir- leitt talað um hana í þátíð, því að á tímum menningarbyltingarinn- ar var hún bannfærð og í stað hefðbundinna viðfangsefna, sem eru að jafnaði bundin við hástéttir hins forna kínverska samfélags, voru samdar áróðursóperur um dýrð hinna rauðu varðliða og verkalýðsins. En eftir að fjór- menningaklíkunni illræmdu var rutt úr vegi og aukins frjálslyndis tók að gæta í menningarmálum, kom hin forna Peking-Öpera á ný fram í dagsljósið. Ég tel víst, að ferð hennar um Sambandslýðveld- ið hafi verið ein af fyrstu leikferð- um hennar til Vesturlanda, eftir að öldur menningarbyltingarinnar lægði. Mig skortir orð til að gefa lesendum hugmynd um það sem fyrir augu bar á leiksviði Peking- Óperunnar. Listamenn hennar verða að vera allt í senn: leikarar, söngvarar, dansarar og jafnvel fimleikamenn. Þetta leikhúsform krefst erfiðari og fjölþættari leiktækni en nokkurt vestrænt leikhús. Einhverjir sem þetta lesa muna e.t.v. eftir heimsókn Pek- ing-Óperunnar hingað fyrir u.þ.b. tuttugu og fimm árum, en það var áður en sá sem hér heldur á penna var farinn að hafa áhuga á Atriði úr sýningu Peking óperunnar á fornum kínverskum leik. Peter Stein og Pekingóperan leiklist. í leikskrá Óperunnar segir að eitt helsta einkenni formsins sé blanda raunsæis og mjög stílfærðs symbólisma. Allt er þarna í föst- um skorðum og býr yfir ákveðinni merkingu: búningar, andlitsgervi, hreyfingar, söngur og leikmáti, og helst sú merking óbreytt, hvaða leikrit sem er verið að flytja. Forsenda þess að geta notið þessa forms til fulls er að skilja táknmál þess, en það gerir vestrænn áhorf- andi að sjálfsögðu ekki. Hann verður að láta sér nægja að dást að forminu sjálfu, söngnum, lita- dýrðinni, dansinum og leiktækn- inni og ef vel tekst til skynjar hann einnig þann sérkennilega tilfinningakraft, sem austrænt leikhús getur búið yfir. Eins og í leikhúsi Steins var hér engu líkara en spennitreyja formsins, líkam- leg ögun lrstamannsins, sigraðist á tregðu efnisins og gæddi hreyf- ingarnar dularfullri orku. Kannski hafði sú ofurmannlega fórn, sem þetta fólk hlaut að hafa fært til að geta framkvæmt slíka hluti, leitt það að þeirri upp- sprettu leiklistarinnar, sem vest- rænt leikhús virðist hafa glatað. Bæði leikhús Steins og Peking- Óperan eru dæmi um þá fullkomn- un formsins, sem ég vil leyfa mér að fullyrða að aldrei hafi sést á íslensku leiksviði — og á e.t.v. aldrei eftir að sjást. Skýringin er ekki sú að við eigum ekki nógu góða listamenn, heldur einfaldlega sú að við erum ekki nógu rík. Því að þrátt fyir allt sem skilur þessi fremstu leikhús austurs og vesturs að eiga þau eitt sameiginlegt; þeim er haldið uppi af rausnar- legum valdhöfum, sem telja ríki sín sæmd af því að geta sýnt þegnum sínum og útlendingum það besta sem unnt er að gera á leiksviðinu. Bæði kapítalískir og kommúnískir valdamenn sjá að það getur borgað sig að eyða svo miklum peningum í tiltekin leik- hús að þau geti leyft sér meiri tæknilega þjálfun listamanna en flest önnur leikhús. Hvorki Schau- búhne am Halleschen Ufer né Peking-Óperan þurfa að framleiða sýningar á færibandi til að tryggja afkomu sína og neyðast ekki til að birta sýningar fyrr en þær fullnægja ströngustu kröfum. Langflest leikhús, sem verða að komast af á frjálsum markaði, geta hins vegar ekki leyft sér slikan munað og þar er sjaldan hægt að vænta sama glæsibrags og í leikhúsum sem njóta efnalegs öryggis. En er þá tæknileg fullkomnun, af því tagi sem fyrrnefnd leikhús bjóða upp á, aðalsmerki og höfuð- tilgangur góðs leikhúss? Er end- anlega lausn á vandamálum leik- hússins að finna í atvinnu- mennsku, eins og Kott talaði um; ofurmannlegu valdi á leiknum, samstilltri og þrauthugsaðri heild allra þeirra mörgu og flóknu þátta, sem þarf til að mynda leiksýningu? Og er þá fátæk smáþjóð dæmd til að iðka um aldur og ævi leiklist, sem ekki getur orðið nema skugginn af því sem listamenn auðugri ríkja gera best? Þeirri spurningu er að vísu ekki hægt að svara með jái eða neii, nema hinum fyrrnefndu sé áður svarað. Og þeim myndu örugglega ekki allir, sem eru tilbúnir til að tjá sig um leikhús, svara á einn veg. Ýmsir myndu þannig fullyrða að tæknin og hugsunin, þeir þættir sem eru listamanninum meðvitað- ir, séu ekki annað en leiðir að ákveðnu markmiði — og að leik- hús, sem geri ekki annað en láta áhorfandann dást að snilld sinni, hafi villst af leið og gleymt því sem í upphafi skipti mestu máli. Við erum nú í raun komin að sjálfri grundvallarspurningunni: til hvers er leiklistin? Mér þykir afskaplega leitt að geta ekki svarað henni í þessari grein. í staðinn langar mig til að segja frá atviki, sem bar fyrir mig í þessari ferð þar sem ég var staddur í leikhúsi í Austur-Berlín. Ég ímynda mér ekki að það segi eitt eða neitt, en nær því að svara spurningunni kemst ég ekki. Þetta var á sýningu á óperu Puccinis Madam Butterfly á Kom- ische Oper, einu frægasta óperu- húsi Austur-Þýskalands. Undir stjórn Walter Felsensteins, sem nú er látinn fyrir nokkrum árum, gat þetta leikhús sér mikla frægð fyrir raunsæislegar nýtúlkanir á óperum og hefur Joachim Herz, lærisveinn Felsensteins, haldið lífi í þeirri hefð. Það var hann sem hafði sviðsett óperuna, þar sem segir frá tragískum örlögum jap- anskrar konu, Tscho-tscho-san, sem bandarískur liðsforingi dreg- ur á tálar. Ákaflega fallegt handbragð var á öllu í þessari sýningu; leikurinn mun betri en maður á að venjast í óperusýningum og tónlistin snilld- arvel flutt. Þetta virtist strax í byrjun ætla að geta orðið reglulega notalegt kvöld í leikhúsinu, en einhvern veginn náði sagan ekki tökum á mér og þegar komið var fram í annan þátt, hefur líklega verið sigið á mig mók eða ég farinn að hugsa um eitthvað annað, eins og iðulega kemur fyrir í leikhúsi. Nema hvað, skyndilega hrekk ég við, líkt og mér hafi verið gefið utanundir, og ég er glaðvaknaður. í óperunni var þar komið sögu að Tscho-tscho-san eru orðin ljós svik liðsforingjans og Magdalena Falewics, sem lék hana þetta kvöld, var einmitt að flytja eina frægustu aríu óperunnar, þar sem lýst er þjáningu og sorg Butterfly. Á þessari stundu var þó annað og meira að gerast í salnum, eitthvað sem ég hef engin tök á að lýsa eða skýra. Það var engu líkara en frá öngkonunni stafaði einhvers kon- ar rafstraumi, dularfullri orku, sem tónlist, texti, leikur og söngur hefðu tendrað í sameiningu, en iifði þó algerlega sjálfstæðu lífi utan þeirra. Væri ég ekki upplýst barn vísindaaldar, hikaði ég ekki við að fullyrða að hulin goðmögn hafi verið að verki í húsinu, að þar hafi verið staddur í fáeinar mínút- ur hinn leyndardómsfulli demón leiklistarinnar, sem Grikkir nefndu Díonýsos, en er hafinn yfir nafngiftir dauðlegra manna. Þessi skynjun var mér jafn raunveruleg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.