Morgunblaðið - 15.03.1980, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.03.1980, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1980 Stjarnan og UBK einokuðu UMSK-mótiö mn it'.tt * m lasi tob 1 ’ INNANHÚSMÓT UMSK í knattspyrnu íór íram tvær siðustu helnarnar, en þau lið sem þar kepptu voru UBK, Stjarnan, Grótta, UMFA og ÍK. Um siðustu helgi var keppt í meistaraflokki og sigraði þar Stjarnan úr Garða- bæ. Vann liðið ÍK og UMFA með miklum yrirburðum. UBK 4—3, en tapaði stigi gegn Gróttu, 4—4, eftir að hafa komist í 4—0. Breiðablik sigraði í 2. flokki, Stjarnan í 3. flokki, Breiðablik i 4. og 5. flokki og Stjarnan í 6. flokki, þannig að þessi tvö félög einokuðu gersamlega keppnina. Snjall Dani með nám- skeið á vegum KSÍ ALMENNT knattspyrnuþjálfara- námskeið á vegum Tæknineíndar K.S.Í. verður haldið dagan 22. og 23. mars n.k. (laugard. og sunnud.) Aðalkennari þessa nám- skeiðs er Jörgcn Hvidemose, sem er þekktur þjálfari i sinu heima- landi og víðar. og starfsmaður Danska knattspyrnusambands- ins. Ilvidemose er fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu og lék m.a. hér á landi. Efni þessa námskeiðs verður auglýst síðar, en námskeiðið er opið öllum þjálfurum, sem sótt hafa hin ýmsu námskeið Tækni- nefndar og þeir hvattir til að notfæra sér þá þekkingu sem hr. Hvidemose lætur í té. Þátttaka tilkynnist í síðasta lagi á fimmtudag 20. mars til skrifstofu K.S.Í. og er þátttöku- gjald kr. 10.000. „Hrækja a mann SPÆNSK knattspyrna fær ekki háa einkunn hjá portúgalska landsliðsmanninum De Ölivera, sem var með Real Betis um skeið. Hann lagaði sig aldrei að spænsku knattspyrnunni og þeg- ar hann hvarf aftur heim á leið, hafði hann á orði: „Það er útilokað að leika knattspyrnu á Spáni, leikmenn þar hugsa ekki um annað en að berja menn, sparka i þá, reka olnbogana í þá og hrækja, helst framan í mann, boltinn er algert aukaatriði“. • Þessi ungmenni tóku þátt i firmakeppni i sundi sem fram fór í Vestmannaeyjum fyrir skömmu. Kepptu þau fyrir Morgunblaðið og unnu til þeirra verðlauna sem sjá má þau hampa á myndinni. Þau heita Hrefna Einarsdóttir og Smári Harðarson. Einkunnagjöf í körfuknattleik KR: Jón Sigurðsson Garðar Jóhannsson Þröstur Guðmundsson Ágúst Líndal Árni Guðmundsson Gunnar Jóakimsson Guðjón Kristjánsson Sigurður Hjálmarsson Einar Bollason ÍR: Kristinn Jörundsson Kolbeinn Kristinsson Þorsteinn Hallgrimsson Jón Jörundsson Sigmar Karlsson Sigurður Bjarnason Stefán Kristjánsson VALUR Torfi Magnússon Kristján Ágústsson Jón Steingrímsson Ríkharður Hrafnkelsson Gústaf Gústafsson Jóhannes Magnússon Þórir Magnússon Sigurður Hjörleifsson Njarðvík: Gunnar Þorvarðarson Guðsteinn Ingimarsson Jónas Jóhannsson Jón Matthíasson Brynjar Sigmundsson Smári Traustason Július Valgeirsson Valur Ingimundarson 4 2 2 1 2 2 1 1 1 3 2 2 2 2 1 1 4 4 2 3 2 2 2 1 2 3 3 2 2 2 2 2 Þessir frjálsiþróttamenn stunda æfingar í San Jose í Kaliforníu, í efri röð eru (fv): Ásgerður Ólafsdóttir KA, Sigurður Einarsson Á, Vilmundur Vilhjálmsson KR, Kristján Gissurarson Á, Þorvaldur Þórsson ÍR, Vésteinn Hafsteinsson KA, Gunnar Páll Jóakimsson ÍR, Þráinn Ilafsteinsson ÍR og Oddur Sigurðsson KA. Oddur er nú kominn heim, en í hans stað kom Guðlaugur Þorsteinsson spretthlaupari úr ÍR. í fremri röð eru (fv): Siguriður Kjartansdóttir KA, Katrin Sveinsdóttir Á, Þórdís Gisladóttir ÍR og Dýrfinna Torfadóttir KA. Á myndina vantar Erlend Valdimarsson ÍR, Stefán Ilallgrimsson UÍA og Elias Sveinsson FH. 16 frjálsíþróttamenn æfa af fullum krafti í San Jose TVEIR TUGIR islenzkra frjáls- iþróttamanna dveljast við æf- ingar í Bandarikjunum, þar af 16 i San Jose i Kaliforníu. íþrótta- mennirnir hafa margir hverjir verið ytra frá því snemma í haust, en þorri þeirra frá því um síðastliðin áramót. Ilyggjast flestir vera ytra fram á sumar. Sumir koma þá heim á Frón, en aðrir halda að líkindum rakleiðis til Evrópu til þátttöku i mótum. Það sem fyrst og fremst hefur hvatt frjálsíþróttafólkið til þess- ara löngu æfingaferða er vonin um þátttöku í Ólympíuleikunum í sumar. En flest stefnir íþrótta- fólkið til stórra afreka, og þá eru langdvalir erlendis, á eigin kostn- að að mestu, nauðsynlegar, þar sem skilyrði til æfinga og keppni eru miklu betri. Eins og að framan greinir, kosta íþróttamennirnir dvöl sína í út- löndum að mestu leyti sjálfir. Flestir njóta ferðastyrkja frá fé- lögum sínum, en bróðurpartinn borgar íþróttafólkið sjálft. Að Þráinn Hafsteinsson og Þórdis Gísladóttir hafa verið i Kanada við æfingar frá því í októbcr, en eru nú komin til Kaliforníu, og er ætlun þeirra að vera þar til loka apríl og hverfa aftur til Ontarió þegar hlýna tekur á norðurslóð- um. Þórdis vann gullverðlaun og Þráinn silfurverðlaun á innan- hússmeistaramóti Kanada á dög- unum. þessu leyti er aðstaða íslenzks íþróttafólks frábrugðin því sem gerist og gengur í nágrannaríkj- unum, svo ekki sé talað um Austur-Evrópuríki. Sýnir það bezt djörfung og dug einstaklings- íþróttamannanna, og vilja þeirra til að skara fram úr, að þeir leggja á sig miklar fjárhagslegar fórnir til þess að bæta árangur sinn um sekúndubrot og sentimetra. Þeir taka sér frí úr vinnu og fresta námi. Þeir kvarta þó ekki sáran þar sem þeir gera fyrst og fremst kröfur til sjálfra sín. En ömurlegt er til þess að vita að ekki skuli vera hægt að styðja betur við bakið á þessu fólki. Það nýtur jafnvel ekki fyrirgreiðslu né styrkja frá sínu sérsambandi. Og ekki nýtur það styrkja frá Ól- ympíunefnd, jafnvel ekki þeir sem náðu Ólympíulágmörkum í fyrra- sumar, og er þar um afturför að ræða. Það er t.d. vitað að Ólympíunefndin hafði ekki rætt eitt né neitt við einn af Kali- forníuförunum fyrir mánuði, en náði hann þó í haust lágmarki til þátttöku í leikunum í Moskvu. Nei, þeir kvarta ekki sáran, heldur stunda æfingar af fullum krafti. Meðfylgjandi myndir eru frá æfingabúðum frjálsíþrótta- mannanna í San Jose, en flestir æfa íþróttamennirnir tvisvar á degi hverjum í sólinni og hitanum. — ágás. Gunnar Pall Jóakimsson og fimm 400 og 800 metra hlauparar San Jose State-skólans kasta mæðinni eítir erfiða æfingu. Gunnar Páll hefur æft mikið með þessum hlaupurum ytra, en honum til hægri handar er norskur hlaupari, sem stundar nám við SJS og á 47,7 sekúndur i 40 metra hlaupi og 1:49 i 800 m hlaupi. Stefán Hallgrimsson (th) og Oddur Sigurðsson ljúka spretti á æfingu á iþróttavelli San Jose City Coilege í Kaliforniu. Nokkrir þeidökkir hlauparar skólans virða hina fótfráu vikinga fyrir sér. Vésteinn Hafsteinsson, Erlendur Valdimarsson og Stefán Hall- grimsson (snýr baki i myndavélina) ræða við fyrrum heimsmethafa i kringlukasti, Bandarikjamanninn John Powell. Powell er enn í fremstu röð og er jafnframt þjálfari fyrir kastgreinar hjá San Jose State-háskóla. Ilefur hann áhuga á að fá þá Véstein, sem kastar kringlu yfir 50 metra, og Sigurð Einarsson, sem kastar spjóti yfir 70 metra, i lið háskólans á næsta hausti. »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.