Morgunblaðið - 15.03.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.03.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1980 23 Boðar Carter samdrátt í rík- isfjármálum? Frá fréttaritara Morgunblaðsins í Washington, Önnu Bjarnadóttur í gær JIMMY Carter. Bandaríkjafor- seti, mun skýra frá nýrri stefnu sinni gegn sívaxandi verðbólgu síðdegis eftir að verðbréfamörk- uðum hsfur verið lokað. Hann hefur fram til þessa reynt að hefta verðbólguna með takmörk- uðu peningaframboði og vaxta- hækkunum, en í dag mun hann einnig boða samdrátt i ríkis- fjármálum. Carter lagði fyrir bandaríska þingið fyrir aðeins tæpum tveimur mánuðum fjárlög fyrir árið 1981, sem hljóða upp á 615.8 milljarða dollara og eru ríkisútgjöld 15.8 milljörðum doll- ara umfram tekjur ríkisins. Þess er vænst, að uppistaðan i tillög- um Carters í dag verði niður- skurður á fjárlögum til að eyða þessum halla. Þingmenn úr báðum deildum þingsins hafa unnið saman að undanförnu við að finna hvar má skera niður á fjárlögum. Þeir og forsetinn eru sammála um, að ekki megi draga úr framlögum til varnarmála en að aukinn kostn- aður við þau eigi að greiðast með frekari skattheimtu. Búist er við, að Carter boði niðurskurð á aðstoð við stórborgir, dregið verði úr útgjöldum til opinberra starfa handa atvinnulausum og ungu fólki og útburður á pósti á laugar- dögum verði lagður niður. Niðurskurður er óvinsælli og því erfiður á kosningaári eins og í ár. Carter gæti átt í erfiðleikum með að koma tillögum sinnum í gegn- um þingið. Hann gæti því gripið til þess ráðs, sem hann þarf ekki samþykkt þingsins til, að leggja innflutningsgjald á olíu eða 10 centa skatt á hvert gallon af benzíni. Það myndi auka tekjur ríkisins og draga um leið úr eftirspurn eftir innfluttri olíu. Carter er á móti verð- og Líflátsdómi ákaft fagnað Chicago, 14. marz. AP. ÆTTINGJAR og vinir fórnarlamba létu i ljós fagnaðarlæti og klöppuðu þegar John W. Gacy var dæmdur til lífláts í rafmagnsstólnum fyrir kyn- ferðisleg morð á 12 piltum og drengjum, en dómnum verður áfrýj- að. Louis B. Garippo úrskurðaði að aftaka Gacys skyldi fara fram 2. júní, en hann var fundinn sekur um að hafa myrt alls 33 pilta og drengi. Gacy átti dauðadóm yfir höfði sér þar sem 12 morðanna, sem voru framin á árunum 1972 til 1978, áttu sér stað eftir að lög um dauðarefsingu tóku gildi ' 1977. Tuttugu og sex fórnarlömb Gacys fundust grafin undir húsi hans norðvestur af Chic- ago og þrjú önnur annars staðar hjá húsi hans. Fjögur lík fundust í nálægri á. Auk Gacys bíða 20 menn aftöku í Illinois-ríki. Síðasta aftakan í ríkinu fór fram 1962. Týndist í Prag, birtist í London kaupstöðvun, en hann hefur farið fram á við verkalýðsfélög og vinnuveitendur að þau takmarki samninga sína við 7% kauphækk- anir. Talið er, að hann hækki þessa tölu upp í kringum 8Vi%. Þessi stefna Carters hefur haldið niðri launahækkunum, en hún hefur sama og engin áhrif haft á vöruverð. Bandaríski seðlabankinn dró mjög úr peningamagni s.l. haust og gaf útlánsvaxtahækkanir frjálsar til að draga úr eftirspurn eftir peningum. Vextir hafa síðan hækkað úr um 9% í 18,5%, en ekki hefur enn tekizt að stöðva verð- bólguna. London, 14. marz. AP. BREZKUR stúdent, Angus Car- gill, sem var saknað eftir að hann var handtekinn í Tékkóslóvakíu og rekinn úr landi, kom heill á húfi til London í dag. Cargili er 18 ára og með próf frá Eton-skóla. Hann var hand- tekinn á miðvikudag þegar árás var gerð á íbúð í Prag þar sem heimspekingurinn Julius Tomin prófessor flutti fyrirlestur. Snemma í morgun skaut Cargill upp kollinum á heimili foreldra sinnar í London og seinna sagði hann fréttamönnum að hann hefði ekki haft hugmynd um að mál hans hefði valdið jafnmiklu fjaðrafoki. Handtaka hans var forsíðufrétt í brezku blöðunum. Hann sagði að hann hefði orðið fyrir óhugnanlegri reynslu, en tékkneska lögreglan hefði verið kurteis. Brezka sendiráðið í Prag missti af Cargill og lét í ljós ugg um öryggi hans þegar tékkneskir embættismenn höfðu sagt að hann hefði verið settur í gæzluvarðhald fyrir „afskipti“ af tékkneskum innanríkismálum. ■ Cargill, sem er í þann mund að hefja nám við Cambridge-háskóla, sagði að hann hefði dvalizt hjá vinum sínum í Tékkóslóvakíu síðan í janúarbyrjun. Um fyrir- lestur Tomins sagði hann: „Mér datt ekki í hug að það væri rangt að sækja hann — ég var enn haldinn brezkum hugmyndum um málfrelsi." Kaupmenn hýddir Lusaka. 14. marz. AP. 214 kaupsýslumenn í Zambíu voru húðstrýktir í fyrra fyrir of mikla álagningu á lífs- nauðsynjar í verzlunum sinum. 203 voru fangelsaðir í fyrra fyrir arðrán á alþýðufólki. Þessar upplýsingar komu fram í þingræðu viðskipta- og iðnað- arráðherra Zambíu, Remmy Chisupa. Þetta gerðist 15. marz 1969 — Blóðugir bardagar Kínverja og Rússa á landamær- um. 1963 — Tillaga Bandaríkja- manna um „heita línu“ milli Washington og Moskvu. 1960 — Afvopnunarráðstefna 10 ríkja hefst í Genf. 1944 —-Bandamenn hefja árasir á Þjóðverja á Monte Cassino. 1939 — Þjóðverjar ráðast inn í Bæheim og Mæri. 1917 — Rússakeisari leggur niður völd. 1916 — Pershing hershöfðingi sendur með 12.000 manna lið til Mexíkó. 1874 — Annam í Indókína verður franskt verndarríki. 1848 — Ungverska byltingin hefst í Búdapest. 1607 — Karl IV formlega krýnd- ur konungur Svíþjóðar. 1603 — Franski sæfarinn Sam- uel de Champlain siglir til Nýja heimsins. 1495 — Kólumbus fer til Maj- orca eftir fund Ameríku. 493 — Odoacer veginn af Theo- doric, konungi Austgota. 44 f. Kr. — Júlíus Cæsar ráðinn af dögum. Afmæli. Andrew Jackson, bandarískur forseti (1767—1845) — Melbourne lávarður, brezkur stjórnmálaleiðtogi (1779—1848) — Charles de Montalembert, franskur rithöfundur (1810— 1870). Andíát. 1842 Luigi Cherubini, tónskáld. Innlent. 1953 Þjóðvarnarflokkur stofnaður — 1303 d. Jón Einars- son lögmaður — 1861 Tímamóta- tilskipun í vegamálum — 1890 Kambránsfé finnst að hluta — 1945 Hótel Gullfoss á Akureyri brennur — 1964 Áskorun 60-menninga til Alþingis um lokun Keflavíkursjónvarpsins — 1967 Vínlandskortið sýnt í Reykjavík — 1979 Efnahags- málafrumvarp Ólafs Jóhanness- onar — 1952 d. Sigfús Sigur- hjartarson — 1962 33 st. frost í Möðrudal. oOrð dagsins. Ef guð væri ekki til væri nauðsynlegt að finna hann upp — Voltaire, franskur heimspekingur (1694—1778). Ljósm.: Emilía Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra greindi frá ýmsum verkefnum iðnaðarráðuneytisins á fundi með fréttamönnum í gær. Nefnd undirbúi könn- un staðarvals stein- uUarverksntíðjunnar Iðnaðarráðuneytið skipaði í gær nefnd til að gera tillögu um forsendur fyrir samanburði vegna staðarvals fyrir steinullar- verksmiðju. Er nefndinni falið að hafa í huga áhrif staðarvals á stofnkostnað, hagkvæmni í rekstri og samkeppnishæfni svo og samanburður út frá þjóðhags- legum viðhorfum, mannafla og áhrifum á byggðaþróun. Nefnd þessari er ekki ætlað að kanna sjálfir hagkvæmast stað- arval, heldur aðeins undirbúa samanburðarkönnun, en að fengn- um tillögum nefndarinnar mun ráðuneytið taka til athugunar hvort fela eigi nefndinni að hafa umsjón með samanburðarkönnun á staðsetningu. Er nefndinni ætl- að að hraða störfum sínum og ljúka þeim helzt fyrir vorið að þvi er Hjörleifur Guttormsson iðnað- arráðherra upplýsti á fréttamannafundi þar sem þetta mál var kynnt. Lokið er á vegum ráðuneytisins almennri könnun á rekstrarhagkvæmni steinullar- verksmiðju og hafa tveir aðilar látið í ljós áhug á rekstri slíkrar verksmiðju og báðir með þátttöku ríkisins, en þeir eru Steinullarfé- lagið hf. í Skagafirði og Jarðefna- iðnaður hf. á Suðurlandi. I nefndina hafa verið skipaðir: Dr. Vilhjálmur Lúðvíksson, framkv. stj. Rannsóknaráðs og form. Samstarfsnefndar um iðn- þróun, formaður, Hörður Jónsson, frkv.stj. , Iðntæknistofnun Islands, Bjarni Einarsson, fram- kvæmdastj. Byggðadeildar Fram- kvæmdastofnunar ríkisins, Svavar Jónatansson, yfirverkfræðingur, og Þorsteinn Þorsteinsson bæjar- stjóri, Sauðárkróki. Lán til atvinnuvega komi frá innlánsstofnunum NEFND er iðnaðarráðhcrra skip- aði í marz 1979 til að gera tillögur um hvernig auka megi fram- leiðslu- og rekstrarlán til iðnaðar með sérstöku tilliti til þarfa samkeppnisiðnaðar, hefur nýlega skilað áliti sínu. Telur nefndin að breytingar þær er hún leggur til muni umfram það að auka lán- veitingar til iðnaðar verða til þess að bæta stjórn peningamála og jafnframt að rekstrarfjármögnun atvinnuveganna verði þannig fyrirkomið með skynsamlegri hætti en nú gerist. Á fundi mcð fréttamönnum kynnti iðnaðarráðherra niðurstöð- ur nefndarinnar en þær eru m.a.. Að hlutur iðnaðar í heildarútlán- um innlánsstofnana verði ekki aukinn nema breyting verði gerð á endurkaupakerfi framleiðslulána atvinnuveganna, samhliða því að bankar og sparisjóðir fái hvatn- ingu og svigrúm til að auka sín lán til iðnaðar. Leggur nefndin til að dregið verði úr endurkaupakerfinu á 3—5 árum og rekstrarfjármögn- un atvinnuveganna verði þannig færð til innlánsstofnana á ný. Byggja tillögurnar á þeirri for- sendu, að átt geti sér stað samhæfð aðlögun meginatvinnuvega þjóðar- innar að þessum breytingum. Höfuðatriði að auka nýtingu og hag- kvæmni í skipasmíðum STARFSHÓPUR um áætlanagerð varðandi uppbyggingu innlends skipaiðnaðar með hliðsjón af end- urnýjunarþörf fiskveiðiflotans hefur skilað áliti sínu, en hann telur að leggja verði megin- áherzlu á að bæta núverandi aðstöðu viðgerða- og nýsmíða- stöðva hvað hagkvæmni snertir og er ekki tekið undir áform um að reisa nýjar skipasmíðastöðvar umfram það sem þegar hefur verið ákveðið. Segir m.a. svo í niðurstöðum starfshópsins: Höfuðatriði til að bæta nýtingu og auka hagkvæmni er að gerðir verði viðlegukantar við skipasmíðastöðvar á 6 stöðum í landinu, Akranesi, Stykkishólmi, ísafirði, Keflavík — Njarðvík, Hafnarfirði og Garðabæ. Enn- fremur leggur starfshópurinn til að settir verði upp 80—100 tonna bátalyftarar á ísafirði, Skaga- strönd og Húsavík, en ekki verði ráðist í b.vggingu dráttarbrauta á tveimur síðasttöldu stöðunum. Sett er fram þriggja ára áætlun um þær framkvæmdir, sem lagt er til að ráðist verði í, og er kostnaður ráðgerður tæpir 3 miiljarðar króna yfir tímabilið á núverandi verðlagi og væri hiutur ríkissjóðs skv. hafnarlögum um 1.773 m. kr. Þá telur starfshópurinn brýnt að halda áfram á þeirri braut er iðnaðarráðuneytið markaði á sl. ári að skipasmíðastöðvar og drátt- arbrautir eigi aðgang að stofn- og hagræðingarlánum hjá Iðnlána- sjóði. Einnig telur starfshópurinn æskilegt markmið að árleg nýsmíði fiskiskipaflotans sé um 3.500 brúttórúmlestir og stefnt verði að því að öll nýsmíði fyrir íslenzka flotann eigi sér stað innanlands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.