Morgunblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980
Fjárveitingar til að-
ila vinnumarkaðarins
Á VEGUM félagsmálaráðuneytisins
er fjárlagaliður, sem nefnist vinnu-
mái. Þar koma fram ýmis fjár-
framlög til aðila vinnumarkaðarins.
í fjárlagafrumvarpi Ragnars Arn-
alds kemur m.a. þetta fram um
þennan lið.
Framlög til stuðnings við samtök
vinnumarkaðarins vegna svonefndrar
hagraeðingarstarfsemi eiga að hækka
um 22,4 millj. kr. og nema því 50
millj. kr. samkvæmt frumvarpinu.
Fjárveiting til bygginga orlofs-
heimila verkalýðssamtakanna hækk-
ar um 32 millj. kr. og nemur 80 millj.
Framlag til Alþýðusambands ís-
lands vegna menningar- og fræðslu-
sambands alþýðu hækkar um 10
millj. kr. og verður 30 mriljónir.
Framlag til hagdeilda Alþýðu-
sambands íslands, Vinnuveitenda-
sambands íslands, Vinnumálasam-
bands samvinnufélaganna, BSRB og
BHM hækkar um 13 millj. kr. og
verður 40 milljónir.
Þrjú ný viðfangsefni eru tekin inn á
þennan iið í frumvarpinu: Námskeið
fyrir trúnaðarmenn á vinnustöðum 14
millj. kr., Félagsmálaskóli alþýðu 40
millj. kr. og fræðslumál BSRB, BHM
og samtaka sjómanna 9,4 millj. kr.
Eitt viðfangsefni fellur niður en það
framlag rann til Félagsmálaskóla
alþýðu, BSRB og fræðslumála sjó-
manna og var fjárveitingin 30 millj.
króna.
29555
2ja herb:
Austurbœr—Reykjavík
2ja herb. 74 ferm. vönduö íbúö á 3ju
hæö. Suöursvalir. Góö sameign. Verö
25 millj. Úbb. 18 millj.
Asparfell
2ja herb. íbúöir. Verö 23—24 millj.
KLeppsvegur
5 herb. ca. 115 ferm. íbúö ífjölbýlishúsi.
2 svalir. Aukaherb. í kjallara. Verö
37,5—38 millj. Útb. 25—27 millj.
Markland
4ra herb. 100 ferm. íbúö. Verö 37 millj.
Útb. 29 millj. Selst í skiptum fyrir
4ra—5 herb. íbúö í vesturbæ m/bílskúr.
Grettisgata
2ja herb. ca 40 ferm. íbúö. Mikiö
endurnýjuö. Verö 15,5—16 millj. Útb.
10—11 millj.
Hólahverfi
2ja herb. íbúö ca 70 ferm. Verö 24 millj.
Útb. 18 millj.
3ja herb:
Vesturberg
3ja herb. góö íbúö í lyftuhúsi ca 80
ferm. Verö 27 millj. Útb. 18,5—19 millj.
Skipti koma til greina á 80—100 ferm.
íbúöa m/bílskúr, eöa bílskúrsrétti í
Hlíöum, Noröurmýri eöa Túnum og
Teigum.
Háaleitishverfi
3ja herb. íbúö á 4 hæö. Selst í skiptum
fyrir 4ra herb. íbúö í nálægum hverfum
eöa sama hverfi.
Baldursgata
3ja herb. íbúö ca 90 ferm. á 1stu hæö í
tvíbýlis steinhúsi. Verö 23,5 millj. Útb.
16,5 millj.
Dalaland
3ja herb. mjög vönduö jaröhaaö 96
ferm. Suöursvalir. Laus 1. september
n.k. Verö 32 millj. Útb. 25 millj.
T elgar—Reykjavfk
3ja herb. 90 ferm. jaröhæö. Sér Inn-
gangur. Verö 28 millj. Útb. 21—22 mlllj.
Viö miöbæinn
3ja—4ra herb. íbúöir m/sér inngangi og
sér hita.
Njálsgata
85 ferm. íbúö á 1. hæö + 25 ferm. í
bakhúsi. Verö 29—30 millj.
Miötún
5—6 herb. hæö og ris + bílskúr. Verö
50 millj. Útb. 33—35 millj.
Tómasarhagi
5—6 herb. mjög vönduö sérhæö. 2
svalir. Sér hiti. 40 ferm. bílskúr. Verö 56
millj. Útb. 38—40 millj. Selst í skiptum
fyrir 3ja—4ra herb. íbúö m/bílskúr eöa
bílskúrsrétti. Stór stofa skilyröi.
Holtageröi
4ra herb. 125 ferm. sérhæö + 25 ferm.
bílskúr og mikil sameign í kjallara. Verö
45 millj. Útb. 35 millj. Skipti á einbýli
eöa raöhúsi í vesturbæ Kópavogs, fleiri
staöir koma til greina.
Krummahólar
íbúö á 2 hæöum 158 ferm. alls 6—7
herb., ekki aö fullu frágengiö. Verö 40
millj. Útb. 30 millj.
Lsskjarkinn Hf.
5 herb. 115 ferm. sérhæö. Parkett og
viöarklætt. Falleg eign. Verö 40—41
millj. Útb. 26 millj.
Krummahólar
3ja herb. íbúöir. Verð 28—29 millj. Útb.
22—23 millj.
Ljósheimar
3ja herb. ca 78 ferm. íbúö í lyftuhúsi.
Skipti á 3ja herb. íbúö n®r miöbænum,
stór stofa skilyrði.
Njálegata
3ja herb. 80 ferm. Verö 24 mlllj. Útb.
16—18 millj.
Reykjavegur 54, Moefelleveit
3ja—4ra herb. mjög vönduö risíbúö, 80
ferm. bílskúr. Verö 25 millj. Útb. 16—17
millj.
Einbýlishús og raöhús:
Raynilundur Ob.
5—6 herb. mjög vandaö einbýllshús á 1
hæö. 135 ferm. + 65 ferm. bflskúr.
Upplýslngar á skrlfstofunnl, ekkl f slma.
Bleeugröf
3ja herb. 75—80 ferm. forskalaö ein-
býlishús. Byggingarréttur á einbýlishúsi
á lóölnnl. Verö 23—25 millj. Útb.
17—18 millj.
Kópavogur — Vesturbaar
6 herb. einbýlishús á 1 haeö + bílskúr.
Verö 65—67 mlllj. Upplýsingar á
skrifstofunni ekki f síma.
Hrfngbraut
3ja herb. íbúö á 1stu hæð ca 80 ferm.
Útb. 18—19 millj.
4ra herb. íbúðir og
stærri:
Drápuhlfó
4ra herb. íbúö á 1stu hæö 120 ferm.
Sér inngangur, sér hiti. Verö 41—42
millj. Útb. 30 millj.
Skaljanas
4ra herb. 100 ferm. mjög vönduö
risfbúö. Mikiö endurnýjuö. Sér Danfoss
hitakerfi. Hagkvæm lán áhvíiandi. Verö
22—24 millj.
Unnarbraut
4ra herb. 100 ferm. sérhæö í þríbýlis-
húsi. Sér hiti. íbúö í sérflokki. Laus
strax. Verö 40 milij. Útb. 32 millj. útb.
32 millj.
Blöndubakki
4ra herb. 100 ferm. íbúö + 10 ferm.
herb. f kjallara. íbúöin er á 1. hæö.
Suöursvalir. Sér þvottur. Laus 1. júlf
n.k. Verö 35—36 millj. útb. 27—28
millj.
Laugaráshvarfi
2 einbýlishús 190 ferm. og 200 ferm.
Verö 68 millj. og 100 millj. Upplýsingar
á skrifstofunni ekki í síma.
Salfoss
110 ferm. raöhús á 1 hæö. 3 svefnherb.
bflskÚF 40 ferm. Verö 25 millj. Útb. 18
millj. Skipti á 2ja—3ja herb. fbúö f
Reykjavfk eöa nágrenni, eöa bein sala.
Hafnarfjöróur
2ja herb. 55 ferm. einbýli á einni hæö.
Verö 26 millj. Útb. 18—19 millj.
Jórö f Kjós
Húsalaus hlunnindajörö á besta staö f
Kjóslnni. Verö 65 millj. Skipti á einbýtis-
húsi kemur til greina. Upplýsingar á
skrifstofunni ekki f sfma.
Kópavogur — ainbýli
Til sölu 10 ára gamalt einbýlishús á
tveimur hæöum í austurbæ. Mikið
útsýni. Uppl á skrifstofunni.
Höfum fjársterkan kaupanda aö sölu-
turni eöa verzlun með kvöldsöluleyfi í
Reykjavík eöa nágrenni.
Hafnarfjöróur
4ra herb. sérhæöir. Upplýsingar á
skrifstofunni.
Hraunbær
4ra—5 herb. íbúö + aukaherb. í kjallara,
125 ferm. alls. Verö 36 millj. Útb.
23—24 millj.
Höfum til sölu eignir á Bolungarvík,
Blönduósi, Grindavík, Innri—Njarövík,
Patreksfiröi og Siglufiröi.
Leitiö upplýsinga um eignir á söluskrá.
Höfum kaupendur aö öllum stæröum
eigna
EIGNANAUST
Laugavegi 96 (viS Stjörnubíó) Sími 2 95 55
Viöskiptafr. Gestur Már Þórarinsson, Hrólfur Hjaltason,
sölustj. Lárus Helgason.
Frá önnu Bjarnadóttur.
fréttarítara Mbl. f Washington.
FRAMBJÓÐENDUM rep-
úblikanaflokksins í banda-
rísku forsetakosningunum
hefur fækkað ört á síðustu
vikum. Þegar kosningabar-
áttan hófst í Iowa fyrir
tveimur mánuðum, bitust
sjö um atkvæðin þar. Enn
fleiri höfðu lýst áhuga á
forsetaembættinu, en þeir
gerðu lítið til að afla sér
vinsælda meðal kjósenda.
Nú eru aðeins þrír fram-
bjóðendur eftir, þeir Ronald
Reagan, George Bush og
John Anderson. Gerald
Ford, fyrrverandi forseti,
Robert Dole, sem var sjálfur frambjóðandi repúblikana til skamms
tíma, hefur sagt um John Anderson: „Ilann er gáfaðasti
frambjóðandinn í þessari baráttu.“
John Anderson
gæti enn bætzt í hópinn, en
hann telur sig líklegastan
til að koma demókrötum úr
Hvíta húsinu.
Sá þessara manna, sem
hefur vakið mesta athygli
að undanförnu, er John
Anderson. Fyrir nokkrum
mánuðum hefði varla nokk-
ur spáð því, að hann yrði
meðal þeirra, sem héldu
baráttu sinni lengst áfram.
Framboð hans var ekki tek-
ið alvarlega í upphafi. Það
var ekki fyrr en hann kom
fast á hæla sigurvegaranna
í Massachusetts og Verm-
ont, að honum var veitt
veruleg athygli.
John Anderson er 58 ára
fulltrúardeildarþingmaður
frá Illinois. Hann hefur
setið á þingi í tæp 20 ár og
var um tíma formaður þing-
flokks repúblikana í full-
trúadeildinni. Hann varð
frjálslyndur með aldrinum,
og það að þjóðkunnir menn,
eins og Dwight Eisenhower,
sem var forseti frá 1952 til
1960, og Nelson Rockefeller,
sem var varaforseti frá 1974
til 1976, hafi komið úr hópi
frjálslyndra ‘ repúblikana,
eiga þeir ekki lengur upp á
pallborðið hjá valdamönn-
um innan flokksins og fer
óðum fækkandi.
Anderson höfðar fyrst og
fremst til óháðra kjósenda
og frjálslyndra repúblikana
í kosningabaráttu sinni.
óánægðir demókratar, sem
eru ekki ófáir, eru einnig
hrifnir af honum. Reagan
benti réttilega á eftir for-
kosningarnar í Massachus-
etts og Vermont, að Ander-
son gekk svo vel þar, vegna
þess að fleirum en flokks-
bundnum repúblikönum var
leyfð þátttaka í kosningun-
um.
Anderson heimsótti ekki
Suðurríkin South Carolina,
Florida, Georgia eða Ala-
bama fyrir forkosningarnar
þar, en leggur áherzlu á að
standa sig í heimaríki sínu,
nýtur
vinsælda
meðal
frjáls-
lyndra og
óháðra
kjósenda
Illinois, 18. marz. Þar eru
forkosningarnar opnar öll-
um, eins og í Massachusetts
og Vermont. í skoðanakönn-
unum hefur Anderson að-
eins meira fylgi en Reagan í
Illinois, en Bush stendur
höllum fæti.
Stefna Andersons í utan-
ríkis- og innanríkismálum
er að ýmsu leyti fjarlæg
stefnu flokksbræðra hans.
Enda er hann oft spurður að
því, hvers vegna hann sé
ekki í framboði fyrir demó-
krata. Því er oft bætt við, að
þá yrði hann líklega kjörinn
næsti forseti Bandaríkj-
anna.
Anderson styður Salt II
samninginn við Sovétríkin
og vildi fá Panamabúum
Panamaskurðinn í hendur.
Hann er andvígur frekari
hækkunum á útgjöldum til
varnarmála. Hann vill, að
hætt verði við framleiðslu
MX-skotvopna og B-1
sprengjuflugvéla. Hann vill
ekki, að fleiri kjarnorku-
flutningaskip verði smíðuð.
Hann vill styrkja Atlants-
hafsbandalagið og stuðla að
góðu samstarfi vestrænna
þjóða og Japan.
Á heimavelli vill Ander-
son leyfa fóstureyðingar og
er fylgjandi breytingartil-
lögu við stjórnarskrána um
jafnrétti kynjanna. Hann
vill draga úr innflutningi á
olíu með að leggja 50 centa
skatt á hvert bensíngallon
og draga þannig úr eftir-
spurn á bensíni. Enginn
annar frambjóðandi hefur
lagt blessun sína yfir þessa
tillögu hans, sem er ekki
nema von, þegar haft er í
huga, að aðeins nokkrir
mánuðir eru síðan stjórn
Joe Clarks og íhaldsflokks-
ins í Kanada var felld, eftir
að hún lagði til, að 18 centa
skattur yrði lagður á hvert
bensíngallon í Kanada.
Anderson vill vega á móti
bensínskattinum með 50%
lækkum á skatti, sem notað-
ur er í ellilífeyri.
Anderson sat fyrir svör-
um í sjónvarpsþættinum
Issues and Answers fyrir
nokkru. Þar svaraði hann
skýrt og skorinort og var
augsýnilega vel heima á
flestum sviðum. Það var
hressandi að heyra
stjórnmálamann segja, að
stefna hans í ýmsum málum
fældi að sjálfsögðu fjölda
kjósenda frá honum. Hann
væri ekki í þessari kosn-
ingabaráttu til að safna
atkvæðum með loforðum,
sem hann vissi að myndu
ekki leysa vanda þjóðarinn-
ar. Hann vill, að kjósendur
viti fullvel, hverjar skoðanir
hans eru, svo að hann komi
þeim ekki á óvart, þegar
hann tekur við embætti
forseta.
ab