Morgunblaðið - 18.03.1980, Side 18

Morgunblaðið - 18.03.1980, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980 Hraunvellan var mjög þunn. Sigurði Þórarinssyni, jarðfræð- ingi varð að orði við eldstöðvarnar í gærmorgun, er fréttamaður Mbl. var með honum þar: — Þetta er fjári mikið hraun á ekki lengri tíma. Nú skilur maður betur hvernig hraun komst á svo stutt- um tíma ofan í Ölfus eins og Þjórsárhraunið gerði á sínum tíma. Það getur verið mikil ferð á því! Gossprungan hefur með hverju gosi Kröfluelda teygt sig lengra í norður og nú vall mest úr nyrsta hlutanum, í vestur og í átt til Gæsafjalla. Sýndist það vera held- ur hagstætt ef svo yrði í stærra gosi, því þá mundi það renna norðan við Gæsafjöll, en ekki í átt til Mývatns, og þá minna saka. Nærmynd úr eldgígaröðinni meðan gosið stóð sem hæst síðdegis á sunnudag. Myndina uk iid»m. mw. rax úr tiuirvéi SverrÍH híroddsNonar. Nýja hraunið var þarna ákaf- lega fallegt, helluhraun með mikl- um gljáa, þar sem yfirborðið hefur snöggkólnað. En það er mjög blöðrótt og létt i sér og brotnar eins og marengskaka, þegar á er stigið. Sennilega upplagt einangr- unarefni. Fréttamaður Mbl. elti Sigurð yfir þetta nýja hraun í gærmorgun og alveg upp á gíg- barminn á stóra gígnum. Hann var þá alveg kulnaður. Aðeins glytti í glóð undir í hrauninu, en yfirborðið hafði um miðnætti kólnað nægilega til að létt mætti á því ganga. Tveir Mývetningar, Stefán Leifsson og Héðinn Sverrisson, óku okkur á snjósleð- um sínum frá Kröflu og fram með gosstöðvunum, vestanmegin norð- ureftir og austanmegin til baka. Mátti þannig sjá hve víða sprung- an hafði gubbað upp hrauni í báðar áttir og þeytt gjalli. En líklega ekki öll gosið á sama tíma. Úr hrauninu lagði bláleitar guf- ur, sem lág morgunsólin tindraði á. Þarna er vetni enn að brenna. Og furðulegt er að sjá óbráðinn snjóinn liggja að heitu hrauninu. Mývetningar rólegir en reiðubúnir STJÓRN almannavarna í Mý- vatnssveit kom saman • í stjórnstöðinni um leið og vitað var að byrjað væri að gjósa á sunnudag. Kristján Ingvarsson, oddviti og formaður almanna- varnanefndar, sagði fréttamanni Mbl., sem leit þar inn á sunnu- dagskvöld, að beðið væri átekta, búið að senda út aðvaranir og menn væru reiðubúnir til að rýma Kísiliðjuna, ef þörf krefði, en þar væri fólk helst á hættu- svæði, ef gos herti. Aðrir væru ekki í hættu, eins og væri. Símalínan til Kröflu hafði þá nýlega farið í sundur, og komu þá í góðar þarfir radioamatörar sem komið höfðu á staðinn að sunnan á vegum Almannavarna, til að vera til taks og aðstoðar. En í gær var búið að koma aftur á síma- sambandi. Ekki höfðu menn þó áhyggjur af símaleysinu til Kröfluvirkjunar því þeir sem þar voru höfðu enn háspennusímann til Akureyrar. Ann.ars virtust allir í stjórnstöðinni hinir rólegustu, eins og raunar Mývetningar allir. María Þorkelsdóttir, sem þar var að hita kaffi, sagði að fólk tæki öllu slíku af skynsemi. Þegar svona gott væri veður og bílfært um allt hefðu menn ekki áhyggjur. Svipað sögðu allir aðrir, sem fréttamaður Mbl. hitti í Mý- vatnssveit. Kröflueldar: Loftmynd frá eldstöðvunum á sunnudag. Ljósm. Tómas Helgason. lutgos f jarri byggð Færist norðar í hverri hrinu Frí Elinu Pálmadilttur 1 MývatnsHveit ÞAÐ VAR reglulegt skrautgos, sem hófst norður af Kröflu laust eftir kl. 3 á sunnudag. í heiðskýru tæru veðri teygði sig gossprunga allt frá Leirhnjúk, sem mun vera í um 3 km fjarlægð frá virkjuninni, og norður í syðsta hluta Gjástykkis, og gaus víðaá henni. Líklega samanlagtá 1500 m kafla, að því er Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur giskaði á. Eldtungurnar teygðu sig á löngum kafla nyrst á sprungunni upp í himininn. Hafa þó ekki verið háar, líklega 80—100 metra upp í loftið, en í vestur frá þeim flóði hraunið, í rauðum fossi næst sprungunni, þar sem halli var mestur. Breiddi sig síðan út í stóra tungu, sem náði um 500 m í átt til Gæsafjalla, með rauðum augum í dökku hrauninu, er storknað hafði á yfirborðinu. Glóandi hraun- straumur á móti Þarna höfðu þeir Eysteinn Tryggvason jarðeðlisfræðingur og Halldór Ólafsson séð fyrst hraungosið, en þeir voru þarna skammt undan við fjarlægðar- mælingar á sprungusvæðum. Voru þeir á tveimur snjósleðum. Um kl. 4.30 sáu þeir fyrsta gufustrókinn stíga upp nokkru fyrir sunnan þar sem þeir voru, að því er Eysteinn sagði. Og kl. 4.43 opnaðist sprung- an, fyrst með svörtum reyk og svo tók að sletta úr henni hrauni. Þeir óku þá nær, til að sjá hvað væri að gerast, en furðuðu sig á að sjá ekki hraunið, sem mun í fyrstu hafa hlaðist upp bak við hól. En allt í einu vall glóandi hraunstraumur- inn á móti þeim. Þeir keyrðu undan. Eysteinn upp á hól og gat fylgst þaðan með straumnum. Taldi hann að hraunið hefði þá farið með 10 m hraða á sek, og að maður hefði ekki hlaupið þarna undan í snjónum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.