Morgunblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980 7 Aö bregöast fyrirfram Ekki fer á milli mála að fyrstu viöbrögð almenn- ings er ný ríkisstjórn var loks mynduö var lóttir. En grunnt var á efasemd- um. Tvennt olli því öðru fremur: hvern veg var að verki staðið — og að sömu verðbólguprinsarn- ir sátu áfram á ráðherra- stólum og í vinstri stjórninni 1978—79, sem sprakk í 61% verðbólgu. Fyrsta fjárlagafrum- varp þessarar stjórnar breytti efasemdum í ótta. Ekki er ráðist gegn verð- bólgu, heldur sætzt á hana. Meginforsenda frumvarpsins er 46,5% meðaltalshækkun inn- lends verölags milli ár- anna 1979—1980. Frum- varpið gerir ráð fyrir því að halda öllum 19 ný- sköttum og skattaukum vinstri stjórnar og — að auki — yfir 60% hækkun tekjuskatts einstaklinga 1980, í krónum talið, frá fyrra ári. Þá er í skatt- smiðju stjórnvalda unnið að nýsmíöi: orkuskatti (ofan á heitavatnsverð eða í formi söluskatts- hækkunar), hækkun út- svara og e.t.v. fleira áþekku. Stjórnarsáttmálinn gerir ráð fyrir þenslu ríkisútgjalda, sem hlýtur að leiða til rekstrarhalla á ríkissjóði og/eöa aukinn- ar skuldasöfnunar, ef við fyrirheit verður staðið. Með öðrum orðum er haldiö fast viö þá stefnu í ríkisfjármálum og pen- ingamálum, sem verið hefur helzti hvati verö- bólgu í efnhagslífi okkar. í forsendum fjárlaga- frumvarpsins er gert ráð fyrir 3—4% rýrnun kaup- máttar 1980, sem stang- ast á við stóru orðin fjármálaráðherrans, „kosningar eru kjarabar- átta“ og allt það. En þaö verður oft lítiö úr því högginu sem hátt er reitt. Menn í lykilaðstööu Frambjóðendur Sjálf- stæðisflokks, þar á með- al þrír núverandi ráðherr- ar, lofuðu því í liöinni kosningabaráttu, að af- nema nýskatta og skatt- auka fyrri vinstri stjórnar, nítján að tölu. Þeir lofuðu að halda skattheimtu rík- isins innan viss hlutfalls af þjóðartekjum, til að rýra ekki um of ráöstöf- unartekjur almennings — eða rekstraraðstöðu at- vinnuvega. Fjárlagafrum- varpið gengur þvert á þessi fyrirheit. En hvort tveggja er að skattstiginn, sem mælir mönnum tekjuskatt, hef- ur enn ekki verið ákveð- inn og að fjárlagafrum- varpið getur tekið breyt- ingum t meðferð. Það er því ekki öll nótt úti enn fyrir ráöherra, sem kjöri náðu út á þessi fyrirheit í skattamálum, að efna lof- orð sín. Þeir sitja í lykil- aöstööu um mótun skattastefnunnar, ráða í raun úrslitum um ákvörö- un hennar. Bæði þing- flokkur Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks hafa lýst yfir ákveðinni skatta- lækkunarstefnu. Spurn- ingin er aðeins, hvorum megin hryggjar lenda þeir, sem hafa úrslita- aðstöðuna í hendi sór, í efndum eigin fyrirheita — eða öndverðum megin? Eftir svari viö þeirri spurningu bíöur allur al- menningur í landinu. Kjörin og skattarnir Skattarnir, eöa skatta- stefnan, ræður því, hve miklu heimilin í landinu halda eftir af aflafó í ráðstöfunartekjur — til að mæta öðrum fjár- hagsskuldbindingum og framfærslu. Fátt er því áhrifameira um kjara- stöðu einstaklinganna en ríkjandi skattastefna hverju sinni. Skattastefnan skiptir ekki síður máli fyrir at- vinnuvegina. Rekstrar- staöa fyrirtækja er hin hliðin á atvinnuöryggi al- mennings. Eiginfjár- myndun í atvinnurekstri, sem skattastefnan setur mörk, ræður hvað mestu um eflingu, tækniþróun og uppbyggingu atvinnu- vega. Iðnþróun, svo dæmi só tekið, til að mæta vinnuþörf vaxandi þjóðar, byggist ekki hvað sízt á þeirri eiginfjár- myndun, sem fyrirtæki í iönaði búa við. Þannig er hófleg skattastefna ekki aðeins liöur í því að mæta atvinnuþörf í næstu framtíð, eða byggja fyrirtæki upp til að standa undir sam- bærilegum lífskjörum hór og í nágrannalöndum, heldur jafnframt nauð- synleg forsenda til að auka þá skattstofna, er tekjur ríkis og sveitarfó- laga byggjast á. Páskaferð — Beiúdorm 15 dagar Brottför 3. apríl Verð frá kr. 267.000.- Nokkur sæti laus. SELJUM FARSEÐLA UM ALLAN HEIM Á HAGSTÆÐASTA VERÐI lj|§t Ferðamiðstöðin hf. Aöalstrætí 9 — Símar 11255 - 12940 Verksmiðjusala Buxur denim, flaueli, kakí og flannel. Góö efni, fjölbreytt sniö, fallegir litir, gott verö. Úlpurogjakkar Margar stæröir og geröir. Gott verö. Gerið góð kaup í úrvalsvöru. Nýjar vörur teknar upp í dag. Opið virka daga kl. 9—18. Föstudaga kl. 9—22. Laugardaga kl. 9—12. Skipholti 7. Sími 28720. Tann ENSKIR PENINGASKÁPAR eldtraustir — þjófheldir heimsþekkt framleiðsla. E. TH. MATHIESEN H.F. DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIRÐI — SIMI 51888 Kassettur beztu kaup landsins .... Á C°A/, ■9. f'ONCEKTONE ■" "Hi iD* M?Jf /ew*... * 1 epóta 5 epólur 60 mínútur kr. 800.- kr. 3.800.- 90 mínútur kr. 1.000.- kr. 4.800.- Heildsölu birgðir Verslióisérverslun með | _ , Lbúðin 29800 Skipholti19 'S.... ii ,IÓTE> ttOlT. ODYR GISTING IHJARTA BORGARINNAR Bergstaöastræti 37, Reykjavik. Simi 21011. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.