Morgunblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980 Grindavík: Starf frystihússins með eðlilegum hætti LÖGREGLAN í Grindavík var á föstudagskvöld kvödd í verbúðir vegna kvartana sem þaðan höfðu borizt vegna óláta. Hafði verka- fólk er þar býr haldið fund fyrr um daginn og þar höfðu nokkrir ákveðið að yfirgefa búðir farand- verkafólksins og hætta vinnu hjá Hraðfrystihúsi Þórkötlustaða hf. og um kvöldið var efnt til kveðju- hófs. Urðu nokkur háreysti í verbúðun- um og er þeir sem tóku ekki þátt, í honum og hugðust mæta til vinnu að morgni fengu ekki svefnfrið var lögreglan kvödd á staðinn og beðin að stilla til friðar. Kvaðst lögreglan tvívegis hafa komið í verbúðirnar, um miðnættið og síðar rétt fyrir kl. 2 og voru þrír menn teknir í vörzlu lögreglunnar. Að sögn fréttaritara Mbl. í Grindavík efndi maður, er unnið hafði hjá frystihúsinu, en var rekinn er hann neitaði að vinna eftirvinnu, til fundar með starfs- fólkinu kl. 17 á föstudag, en þá stóð yfir vinna, og var þar rætt um kjör og aðbúnað farandverkafólks. Mun vera einhver misskilningur á ferð- inni varðandi kjör hins erlenda farandverkafólks, sem ráðið var til frystihússins, en það hefur nú látið af störfum. Enn býr nokkuð af starfsfólki í verbúðunum og fengust nokkrir starfsmenn í stað þeirra 15—20 sem hættu störfum um helgina og hefur því starfsemi frystihússins verið með eðlilegum hætti. Akureyri 17. marz. Félagar í Hamrahlíðarkórnum, sem hér eru á söngferðalagi, urðu fyrir tilfinnanlegu fjár- hagstjóni i gærkvöld þegar stol- ið var frá þeim 80 — 90 þús. krónum í sjálfri Akureyrar- kirkju. Góð byrjun á grá- sleppuvertíðinni Siglufirdi, 14. marz. GRÁSLEPPUKARLAR komu úr fyrsta róðrinum í dag. Voru þeir beztu með allt upp í 3 tunnur af hrognum, svo ekki verður annað sagt en vertíðin byrji vel. Stálvík var að leggja af stað með 135—140 tonn af fiski, sem togarinn mun selja í Bretlandi eftir helgina. _ m.j. Dýrasta bókin sleg- in á 300 þúsund kr. KLAUSTURHÓLAR héldu bókauppboð á laugardaginn og voru 200 númer á uppboðsskrá. Hæst verð fékkst fyrir Paradis- Likel Martins Möller, sem er fyrsta bókin, sem prentuð Akureyrarkirkja: Stolið peningum úr yfirhöfnum kórfélaga Margir skoðuðu rallbílana Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykja- víkur stóð um helgina fyrir sýn- ingu á rallbílum í sal bílasölunnar Brautar í Reykjavík. Voru þar sýndir rallbílar og keppendur-í rallakstri voru þar til viðtals, sýndu bílana og greindu frá ýms- um gögnum leiðakortum, merkj- um o.fl. sem notuð eru í rallakstri og skýrðu frá gangi slíkrar keppni. Að sögn félaga í BÍKR var sýningin allvel sótt, en einnig voru sýndir „rallíkross" bílar og ýmislegt fleira er tengist þessari grein bílaíþrótta. Meðfylgjandi myndir tók Kristján Ari. SVR: Tillögur um Volvo vagna Afgreiðslu frestað STJÓRN Strætisvagna Reykja- vikur ræddi í gær á fundi sínum um tilboð i nýja vagna sem ráðgert er að kaupa á árinu, en tilboð bárust frá 8 aðilum, ýmist í vagna með eða án yfirbyggingar. Að sögn Sigríðar Ásgeirsdóttur, sem sæti á í stjórn SVR, komu á fundinum í gær fram 2 tillögur. Var önnur frá fulltrúa vagnstjóra þar sem lagt er til að keyptir verði vagnar frá Volvo verksmiðjunum sænsku og byggt yfir þá á íslandi. Hin tillagan var frá fulltrúum sjálfstæðismanna í stjórn SVR og gengur hún í sömu átt og tillaga fulltrúa vagnstjóra. Er í tillögu vagnstjóra bent á að 2/3 af 62 vögnum SVR séu yfirbyggðir hér- lendis og farið er fram á að ekki verði keyptir lélegri vagnar en verið hafa í rekstri undanfarin ár. Ekki var tekin ákvörðun á þessum fundi stjórnar SVR þar sem samþykkt var frestunartil- laga frá formanni stjórnarinnar og verður málið næst tekið fyrir á fimmtudag og áætlað að útkljá það þá. Kórinn hélt samsöng í kirkj- unni fyrir Tónlistarfélag Akur- eyrar í gærkvöld, en söngfólkið hafði skilið eftir yfirhafnir og veski niðri í kapellunni og fata- geymslu við hlið hennar í kjallara kirkjunnar. í hléi urðu nokkrir kórfélaga þess varir, að peningar höfðu horfið úr veskjum þeirra. Þegar málið var kannað betur köm í ljós, að 8 kórfélagar söknuðu peninga úr vösum eða veskjum, alls 80—90 þ.kr. Þeir tveir, sem mest niisstu, urðu um 30 þ.kr. fátækari hvor. Kapellan var ólæst og enginn varzla höfð þar meðan á söngskemmtuninni stóð, enda flaug engum í hug þjófnað- arhætta í vígðu húsi. Málið var þegar kært til lög- reglunnar og vinnur hún nú að rannsókn þess. Sv.Þ. Verður varðskip leigt til olíuleitar í Norðurhöfum? TIL ATHUGUNAR er nú í diimsmálaráðuncytinu og hjá landhelgisgæslunni, hvort lcigja eigi eitt varðskipa Gæslunnar í sumar til bandarískra aðila scm gert hafa um það fyrirspurnir. Hér mun vera um að ræða varðskipin Óðinn eða Þór, og leigutími yrði að öllum likindum þrír til fjórir mánuðir. Fyrirtæki það sem lýst hefur áhuga sinum á að fá skip leigt, er bandariskt olíuleitarfyrirtæki. Mun ætlun fyrirtækisins að leita að olíu við Svalbarða og víðar í Norðurhöfum. ar var Skálholti, en hún var prentuð árið 1686. Fór bókin á 298.900 krónur með söluskatti. Hálfir skósólar Þórbergs Þórðarsonar voru slegn- ir á 195.200 krónur með söluskatti og Steinsbiblía var slegin á 146.400 krónur með söluskatti. Friðjón Þórðarson dómsmálaráð- herra sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, að athuganir á hugsanlegri leigu varðskipa stæðu í sambandi við olíuleit í Norðurhöfum, norður af íslandi og við Grænland. Friðjón kvaðst ekki vita nánar um málið enn sem komið væri, en það væri nú til athugunar hjá starfs- mönnum dómsmálaráðuneytisins, og kvaðst ráðherrann ekki vita hvaða fyrirtæki um væri að ræða. Pétur Sigurðsson forstjóri Land- helgisgæslunnar sagði í gær að málið væri nú til athugunar hjá Gæslunni, og væri enn of snemmt að segja til um hvað lagt yrði til að gert yrði. Pétur kvaðst hins vegar vilja minna á að Gæslan gæti hvorki svarað beiðn- um af þessu tagi játandi né neitandi, heldur væri það í höndum dómsmála- ráðuneytisins að gefa endanlegt svar. Landhelgisgæslan myndi hins vegar skila áliti sínu til ráðuneytisins, væntanlega síðar í þessari viku. Vildi Pétur ekki tjá sig um, hvort beiðninni yrði tekið jákvætt eða neikvætt af hálfu Landhelgisgæslunnar. Pétur kvaðst hins vegar vilja leggja á það áherslu, að þetta væri ails ekki í fyrsta skipti sem beiðnir af þessu tagi bærust íslenskum yfirvöldum. Oft áður hefði verið falast eftir skipum Landhelgisgæslunnar til leigu, þótt ekki hefði orðið af því. Hefðu þar bæði verið á ferðinni aðilar í Bandaríkjunum og víðar. Baldur Möller ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins sagði í gær síðdegis, að málið væri enn á algjöru frumstigi. Það væri hins vegar ekki í sjálfu sér fráleitt að leigja út skip í fjóra mánuði í sumar, enda væri þá rólegasti tíminn í landhelgisgæslunni og öðrum störfum varðskipanna. Baldur sagði að falast væri eftir skipi með þyrlupalli, og kæmu af þeim sökum öll skipin til greina. Varla yrði þó um að ræða að leigt yrði annað skip en Þór, eða hugsanlega Óðinn. Baldur sagði ekki enn vitað hvaða aðilar hér væru á ferðinni, því þeir hefðu haft samband við ráðuneytið fyrir milligöngu þriðja aðila. Líklegt væri hins vegar að ráðuneytið byði þeim hingað til lands til frekari viðræðna, og myndi málið þá skýrast en fyrr ekki. Baldur kvaðst ekki vita frá hvaða landi hugsanlegir leigutakar væru, né hvaða leigu þeir væru reiðubúnir til að greiða, né heldur til hvers þeir ætluðu nákvæmlega að nota skipið. Þar væri þó um að ræða einhvers konar jarðfræðikannanir norðvestan og norðaustan íslands, „langt fyrir norðan íslensk farvötn" eins og Bald- ur orðaði það. / 1 Launamismunur milli Dagsbrúnarmanna og annarra: Getur skipt mörg- um tugum þúsunda á hverjum mánuði LAUNAMISMUNUR milli fé- laga í Verkamannafélaginu Dagsbrún annars vegar og Verzlunarmannafélagi Reykja- vikur og Bandalagi starfs- manna ríkis og bæja hins vegar er talsverður, eins og fram hefur komið í fréttum Morg- unblaðsins undanfarið. Hefur Dagsbrún látið fara fram könn- un á þessum mismun og gert viðsemjendum sinum grein fyrir honum. Ber Dagsbrún saman laun, sem að mati félags- ins eru greidd fyrir sömu eða svipuð störf. Launamismunur bifreiða- stjóra á mánuði er 27.900 krónur eða 10,3%. Félaginn í Verzlun- armannafélagi Reykjavíkur fær í mánaðarlaun fyrir dagvinnu 298.153 krónur, en Dags- brúnarmaðurinn 270.253 krónur. í þeim samanburði, sem Dags- brún hefur framkvæmt eru jafnframt borin saman laun lagermanna hjá VR og pakk- hússmanna hjá Dagsbrún. VR-maðurinn fær í mánaðar- laun 46.768 krónum meira en Dagsbrúnarmaðurinn eða 17,37% hærri laun. VR-maður- inn hefur í mánaðarlaun 312.274 krónur, en Dagsbrúnarmaðurinn 265.506 krónur á mánuði. Þá hefur Dagsbrún jafr.framt borið saman laun aðstoðar- manna í járnsmiðjum Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur og laun aðstoðar- manna í fagvinnu, sem eru félagar í Dagsbrún. Aðstoðar- mennirnir í járnsmiðjum Raf- magnsveitunnar og Hitaveitunn- ar eru félagar í Starfsmannafél- agi Reykjavíkurborgar, sem er eitt aðildarfélaga BSRB og taka laun samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. Launa- mismunur milli þessara manna er 58.668 krónur á mánuði Dags- brún í óhag og nemur það 22,56% Opinberi starfsmaðurinn fær í laun á mánuði 318.674 krónur, en Dagsbrúnarmaðurinn 260.006 krónur. Ný stjórn kiörin Félagi starfsfólks í veitingahúsum STJÓRNARKJÖR fór fram um helgina i Félagi starfsfólks í veit- ingahúsum, en þar voru tveir listar i kjöri, A-listi stjórnar og trúnað- armannaráðs og B-listi, sem borinn var fram af Sigurði Guðmundssyni og fleiri. Niðurstaðan var að B-list- inn sigraði, hlaut 183 atkvæði, en A-Iistinn hlaut 108 atkvæði. Nýkjör- inn formaður er þvi Sigurður Guð- mundsson, sem starfað hefur á Loftleiðahótelinu og tekur hann við af fráfarandi formanni, Kristrúnu Guðmundsdóttur á aðalfundi félags- ins, sem enn hefur ekki verið ákveðið, hvenær verður haldinn, en lög félagsins segja að eigi að haldast fyrir marzlok. Sigurður Guðmundsson, nýkjörinn formaður, kvað ástæðurnar hafa verið fyrir framboði hans til for- manns þær, að hann hefði verið ráðinn starfsmaður félagsins hinn 1. nóvember síðastliðinn. Síðan kvað hann hafa komið upp óánægju stjórnarinnar með hann og hefði stjórnin þá ákveðið að segja sér upp, „eða raunar gefa mér kost á að segja upp, sem ég neitaði og var mér þá skrifað uppsagnarbréf og er ég laus hér sem starfsmaður frá og með næstu mánaðamótum. Þá mannaði ég mig upp í að bjóða fram gegn stjórninni og þessi varð niðurstað- an.“ Morgunblaðið spurði Sigurð, hver hefði verið óánægja fráfarandi stjórnar og kvað hann stjórnina hafa talið, sig hafa verið allt of linan við vinnuveitendur og því ekki hæfan í starfið. „Voru þetta ákaflega létt- vægar ástæður, samtíningur, sem ekki hafði við rök að styðjast, sumt hreinn uppspuni. Þegar ég síðan fór að kynna málin, var mér mjög vel tekið, sérstaklega á Loftleiðahótel- inu, þar sem ég hafði starfað í 7 ár og átt mjög gott samstarf við vinnufé- laga mína þar. Með Sigurði Guðmundssyni í stjórn nú eru: Málfríður Ólafsdóttir, Matthildur Einarsdóttir, Guðlaug Þórarinsdóttir, Sjöfn Þorgeirsdóttir, Vigdís Bjarnadóttir og Ingibjörg Guðmundsdóttir. Sigurður Guðmundsson, nýkjör- inn formaður í Félagi starfsfólks i veitingahúsum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.