Morgunblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980
39
Að
loknu
barnaári
Það má telja víst, að á
barnaári hafi fleiri börn látist
á voveiflegan hátt, dáið úr
hungri, verið pyntuð eða sætt
annarri illri meðferð en á
nokkru öðru sambærilegu tólf
mánaða tímabili.
Tölum í tug- og hundruð
þúsunda tali hefur rignt niður
hvaðanæva að úr heiminum og
varla hefur liðið vika, að
mönnum hafi ekki flökrað við
myndum í blöðum eða á sjón-
varpsskjánum.
Það vinnst ekkert með því að
nefna hér hin ýmsu aðsetur
villimennskunnar eða leggja
talnarunurnar saman, né held-
ur að tala um þjóðir, sem
„hefðu átt að vita betur“, þar eð
það er ekki hægt að leggja
mælistiku á hin mismunandi
stig siðmenntunar. Eftir sitja
aðeins tilfinningar samúðar,
meðaumkvunar og sneypur.
Það er ekki, að hér sé um að
kenna sjálfu barnaárinu, sem
óbrotinn svissneskur klerkur
fékk hugmynd að og Allsherj-
arþing Sameinuðu þjóðanna
lagði blessun sína yfir, —
barnadráp og barnaþjáningar
hefðu sem best getað orðið enn
hryllilegri, ef barnaársins hefði
ekki gætt. Það er mun fremur
hitt, að óhug slær á menn yfir
hinni nöpru þversögn, sem felst
í slíkum atburðum, einmitt
þegar ástæða var til að ætla, að
mannkynið hefði í eitt skipti
sameinast um einn málstað
öllum til heilla.
Fyrir 20 árum, 20. nóvember
1959, svo nákvæmni sé gætt,
samþykkti Allsherjarþing S.Þ.
einum rómi mannréttindayfir-
lýsingu barna. Hin tíu megin-
ákvæði hennar eru ómótmæl-
anleg, í fyllsta máta sjálfsögð
og mjög oft virt að vettugi: „011
börn... án þess, að þeim sé
mismunað vegna kynþáttar, lit-
arháttar, kynferðis, tungumáls,
trúarbragða, stjórnmálaskoð-
ana eða annarra skoðana,
vegna þjóðernis eða félagslegs
uppruna, eigna, uppruna eða
annarra aðstæðna... skulu eiga
rétt á nægri næringu, húsnæði,
tómstundaiðkunum og læknis-
þjónustu... skulu öðlast
menntun, er skal vera ókeypis
og skyldubundin... öllum börn-
um skal vera meinuð atvinna,
áður en þau ná hæfilegum
aldri... öll börn skulu vernduð
fyrir meðferð, er kann að ala af
sér mismunun vegna kynþátt-
ar, trúarbragða eða af öðrum
toga.“
Það má ætla að hér sé að
finna nóg af góðum ásetningi
til að sjá bjargvættum hinna
undirokuðu fyrir ríkulegum
efnivið.
21. desember 1976 beindi
Allsherjarþing S.Þ. athyglinni
enn á ný að börnum heims og
samþykkti ályktun um að lýsa
árið 1979 alþjóðlegt barnaár.
Það hafa verið annars konar
alþjóðaár og munu verða. Al-
þjóðakvennaárið kom og fór
hljóðlega 1975 og árið 1981 mun
verða alþjóðaár fatlaðra, og er
undirbúningur þess þegar haf-
inn.
Það skal tekið skýrt fram, að
Enginn barnaleikur
að hjálpa börnunum
þrátt fyrir þau ósköp sem
greint hefur verið frá, hefur
barnaárið tekist mun betur en
bjartsýnustu menn þorðu að
vona.
Öll aðildarríki S.Þ. hafa
haldið upp á barnaárið og mörg
þeirra hafa gert það á fjöl-
marga mismunandi vísu, þar
sem svo til hver einustu
áhugamannasamtök, er á ein-
hvern hátt fást við börn, tóku
Dr. Duncan
Guthrie
THE OBS 3RVER
upp merkið, sum jafnvel með
margvíslegum aðgerðum. Allt
of oft var hér um að ræða
ráðstefnur umræðufundi,
vinnufundi, námskeið eða hvað
sem helst er í tísku að kalla
þannig samkundur, og alltof
fáum þeirra var ætlað að koma
á raunhæfum umbótum, en
jafnvel hinir skammlífustu
skraffundir gera sitt til að
bæta það andrúmsloft, sem
umlykur umbótamenn og sér-
fræðinga við vinnu sína og
framtíðaráætlanir.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin
(WHO) og Barnahjálp S.Þ.
(UNICEF), en sú stofnun bar
beina ábyrgð á framkvæmd
barnaársins á vegum S.Þ.,
kvöddu saman ráðstefnu í Genf
í október s.l. um fæði nýfæddra
barna og smábarna. Svo mjög
hefur andrúmsloftið breyst nú
þegar, að lyfjafyrirtæki, sem
fyrir einu og hálfu ári hótuðu
áhugamannasamtökum með
meiðyrðamáli fyrir að hafa
kallað þau „barnamorðingja" á
þeirri forsendu, að þau teldu
mæðrum í þróunarlöndum trú
um, að gervimjólk frá þeim
væri ákjósanlegri fæða en
brjóstamjólk, hafa nú fallist á,
að markaðsöflun og sala á
gervimjólk og öðrum barnamat
skuli ekki hagað á þann hátt
framvegis, að það dragi úr
brjóstagjöf.
Hér er aftur um að ræða
málefni, sem ekki er hægt að
mæla að magni til, en það er
ekki nokkur vafi á, að að loknu
árinu 1979 er á mörgum sviðum
og eftir ýmsum valdaleiðum
farið að huga mun meir að
vandamálum bernskunnar, far-
ið að gæta meiri samúðar og
skilnings á börnum og fúsari
vilja til að styðja og styrkja þá
fjárhagslega, sem hafa aðstöðu
til að gera eitthvað hagnýtt til
að auka velferð barna.
Um heim allan hefur barna-
árið leitt í ljós fjölda uggvæn-
legra staðreynda. Má þar nefna
45.000 börn, sum aðeins fjög-
urra eða fimm ára gömul, er
vinna frá 11 uppí 13 klukku-
stundir á dag í eldspýtnaverk-
smiðjum í Sivakasi í Tamil
Nadu á Indlandi; 8000 börn —
5000 drengir og 3000 stúlkur —
sem taka þátt í skipulögðu
vændi í Frakklandi; milljónir
barna í borgum Brasilíu, sem
áætlað er að foreldrar hafi
yfirgefið; sjö börn af hverjum
tíu í Asíu, sem fæðast án
nokkurrar læknisaðstoðar eða
hjálpar þar til lærðra; 30.000
börn, sem eru reyrð í hina
hefðbundnu leðuról í skólum
Edinborgar; og 156 milljónir
barna undir fimmtán ára aldri,
sem eiga heima í yfirfullum
fátækrahverfum, kofahverfum
og bráðabirgðahreysum í helstu
borgum þróunarlandanna.
Auk áætlana einstakra þjóða
hafa komið fram svonefndar
„samáætlanir", sem barnaárs-
nefndin í Genf hefur kallað svo,
þar eð margar þjóðir geta tekið
þátt í þeim saman. „Frá barni
til barns" — áætlunin er sú,
sem hefur tekist best.
Hún byggist á þeirri hug-
mynd, að eldri börnin kenni
þeim yngri og var gerð fyrir
þróunarlöndin, en þar er talið
eðlilegt, að eldri börn — oft á
tíðum ekki ýkja gömul — gæti
smábarna og yngri barna í
fjölskyldum sínum eða nánasta
umhverfi mesta hluta dagsins.
Börnum í barnaskólum eru
kenndar einfaldar heilbrigðis-
reglur og hugtök, svo sem
líkamlegt hreinlæti, tannhirða
og hreinsun umhverfis heimili
sín til að koma í veg fyrir
tímgun moskítóflugna og ann-
arra skordýra, meðferð við
niðurgangi og að þekkja ein-
kenni næringarskorts — og þau
læra, hvernig þau eiga að koma
þessari fræðslu áleiðis til
systkina sinna undir skólaaldri.
„Frá barni til barns“ — áætl-
uninni hefur þegar verið
hrundið af stað í meir en 50
ríkjum og bækur og bæklingar
um efnið hafa verið þýdd á
frönsku, spænsku, portúgölsku,
arabísku, svahili, indónesísku
og hindi.
Meðal rita, sem komið hafa
út vegna barnaárs, eru
umræðuerindi, sem barnaárs-
nefndin í Genf hefur séð um að
dreifa.
Eitt þessara rita heitir
„Brennimark er staðreynd" og
eins og nafnið bendir til fjallar
það um holdsveika og hina
útskúfuðu í Indlandi, haríjana
eða guðs börn eins og Gandhi
nefndi þá. Hins vegar fjallar
ritið jafnframt um það brenni-
mark, sem fylgir andlegri fötl-
un, ljótleika eða afbrigðilegum
fjölskyldum sem og fórnar-
lömbum sprengjunnar á Hir-
oshima, en þau urðu hin út-
skúfuðu í Japan, þótt furðu
sæti, og voru kölluð atah, en
það merkir óhreinindi og þykir
of niðrandi til að nota á
opinberum vettvangi.
Orðið hurakumeen, er merkir
þorpsbúar eða sveitafólk, var
tekið upp í stað þess, en nú
hefur það orð tekið á sig sömu
niðrandi merkinguna og hið
fyrra, og börn, barnabörn og
barnabarnabörn líða fyrir
brennimark atómsprengjunn-
ar.
Önnur umræðurit fjalla um
næringu, brýna þjónustu við
börn, námsörðugleika barna,
menntun yngstu barnanna og
börn í fátækrahverfum. Það er
von manna, að sjóðir barnaárs-
nefndar verði nógu gildir til að
dreifa þessum ritum mun víðar
á þessu ári.
Stofnfundur nefndarinnar
um alþjóðaár fatlaðra hefur
verið haldinn og nú þegar er
farið að bítast um það, hvort
árið skuli nefnt alþjóðaár fatl-
aðra eða alþjóðaár fyrir fatlaða
eða þá hvort tveggja.
Ef barnaárið getur orðið al-
þjóðaári fatlaðra lexía að ein-
hverju leyti, er ein þeirra sú að
forðast að láta smávægilegan
merkingarmun orða eða skrif-
finnsku flækjast fyrir, og önn-
ur er að láta frá upphafi skrá í
vinnuáætlun ársins þróun ein-
stakra aðgerða, sem fyrirhug-
aðar eru. Vonandi verður það
markmið allra aðgerða, sem
framkvæmdar verða vegna árs
fatlaðra, að fækka hinum fötl-
uðu, annaðhvort á þann hátt að
draga úr fjölda þeirra, sem
fatlast, eða með því að auka
hæfni hinna fötluðu, sem svo
eru nefndir, með auknum rann-
sóknum og bættri tækni og með
því að samlaga þá þjóðfélaginu
betur en nú er gert.