Morgunblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980
Halldór Jónsson:
Sunnudagskvöld
Þetta er löng og leiðinleg grein.
Ég nennti ekki að horfa á sjón-
varpið í kvöld, og þetta er afleið-
ingin. Hugsa sér hvað við eigum
sjónvarpinu margt að þakka!
Þjóðviljinn
Ég hef lítið gert af því að kaupa
Þjóðviljann um dagana. Mér hefur
fundist blaðið hreinlega leiðinlegt
og baráttuskrif þess heldur húm-
orlaus og hvimleið, enda finnst
mér húmorleysi eitt helsta
sameinkenni kommúnista, þeir
eru svo skelfing seriös við að
bjarga heiminum. Hvað um það,
þá keypti ég blaðið í dag, því ég sá
að í því var viðtal við frænda
konunnar.
Viðtalið var ágætt, enda er
hann frændi minn líka. Nú ég
hugsaði mér, að úr því að ég væri
kominn með þetta blað skyldi ég
þrælast í gegnum það rétt svona
til að sanna fyrir sjálfum mér
hvað ég væri víðsýnn og líberal, en
það er víst móðins núna.
Svavar
Fyrst verða fyrir mér kaflar úr
ræðu eftir ráðherrann minn,
Svavar Gestsson, sem flutt var á
flokksráðsfundi (væntanlega Al-
þýðubandalagsins) 22.-24. febr-
úar, mjög alvarleg að sjálfsögðu.
Ég verð að viðurkenna, að ég
skellti upp úr þegar ég rakst á
sum blómin: „... sósíalismi og
lýðræði eru óaðskiljanleg stefnu-
mið“. Lýðræði er af sumum talið
réttur til að velja og hafna. En
víðast í sæluríkjunum má aðeins
velja eitt rétt, sósíalismann. Þetta
fúnkerar líka fínt í löndum komm-
únista, Sovétríkjunum og nýlend-
um þeirra, Kampútseu, Kína,
Kúbu og Afganistan—lýðræði og
sósíalismi.
„Síðustu misseri hefur dregið úr
hagvexti vegna ytri áfalla en samt
sem áður hefur tekist að halda
kaupmætti almennra launa og
lífskjörum í meginatriðum, sem
þýðir að gengið hefur verið á hlut
fjármagnsins." Sem sagt launa-
fólk má nokkuð vel við una, enda
Svavar í stjórn núna væntanlega á
sæmilegum launum. .Skyldi hann
fylgja því sjálfur og gefa
láglaunamönnum ótilneyddur með
sér af nægtum sínum, því hann
segir síðar: „... einvörðungu með
aukinni samneyslu er unnt að
jafna lífskjörin en það hlýtur að
vera eitt helsta keppikefli okkar".
Svo lýsti hann skuggalegum
fyrirætlunum sjálfstæðismanna í
kosningabaráttunni: „... Blygð-
unarlaust var því haldið á loft, að
erlend stóriðja yrði flutt inn í
landið í vaxandi rnæli." Hvort
skyldi hann heldur vilja draga þá
betur settu niður til hinna, sem
hafa það skítt, þannig að allir hafi
það jafnskítt, eða að allir lyftust
raunverulega? Ef hann meinar
það síðartalda þá eigum við þó eitt
sameiginlegt áhugamál þó ég sé
vantrúaður á að það gerist nema
með stóriðju. Það er nefnilega
engan almennilegan kapitalisma
hægt að drífa með staurblankri
alþýðu, svo skrítið sem Svavari
kann að finnast það. Auðhringir
t.d. þrífast ekki á skorti og eymd
heldur á uppgræðslu atvipnuvega.
Þeir veita fólkinu þátt í gróða
sínum með skatt- og launagreiðsl-
um sínum. Þetta skilur jafnvel
Pinochet í Chile að maður tali ekki
um Brjésnef. Auðhringir reyna að
eignast vini en ekki óvini þó þeim
séu mislagðar hendur í kné á
stundum eins og gengur. Þeir geta
ekki annað, því að þetta er eðli
fjármagnsins. Fjármagnið flýr
fyrst af hólmi þegar seríösir menn
á borð við Svavar, Allende, Castro,
Wilson, Ho Chi Min, Manley
o.s.frv. taka völdin og ætla að gefa
öllum allt. Mikill bjöllusauður er
annars mannkindin (ég á við
mannkynið, ekki Svavar sérstak
lega). Hvers vegna skyldu
kennaraskólanemendur ekki
hætta að keyra í bílum drifnum af
rússnesku bensíni ef ekki má
lengur drekka kók vegna mann-
drápa úti í heimi? „Bylting verður
aldrei gerð, nema stéttarvitundin
sé vakandi og þjóðlega reisn tekst
okkur ekki að varðveita nema við
búum vel að sögu okkar og menn-
ingararfi, nýsköpun í listum og
menntakerfi." Jæja. Gott að vita
að byltingarhugsjónin er ekki al-
veg dauð og að menntakerfið er í
fókus sósíalista sbr. heimspeki-
deild. Skrítið er þó að þeir vilja
leggja rækt við borgaralegan arf.
Ekki gaf Pol Pot mikið fyrir
svoleiðis í Kampútseu. Ég vona
bara að maður geti flúið til
Grænlands þegar byltingin verður
gerð, mig langar ekki til að búa
endurhæfður á óskalandinu Sov-
ét-íslandi. „Einkagróðaþjóðfélagið
er of dýrt fyrir okkur. Við höfum
einfaldlega ekki efni á að viðhalda
hér mörg hundruð heildsölum,
yfirbyggingu margra olíufélaga og
tryggingafélaga. Hömlulaus um-
svif fjármagnsins eru hættuleg
sjálfstæði okkar eins og dæmin
sanna." Ja, þvílíkt. Hvaða dæmi?
Af hverju versla ekki allir í Kron
og kaupfélögunum? Af hverju
gerist ekki Svavar og auðhringir
verkalýðsins, mestu auðfélög
landsins, heildsalar og selja al-
þýðu gróðalaust ódýra vöru og
Hvöt, félag sjálfstæð-
iskvenna í Reykjavík,
efndi til fundar síðastlið-
inn þriðjudag, 4. mars um
kirkjuna og félagslega
þjónustu. Framsögumenn
voru Björn Björnsson
prófessor, er ræddi um
„Stöðu kirkjunnar í nú-
tímasamfélagi", Auður Eir
Vilhjálmsson sóknarprest-
ur, fjallaði um „Félags-
lega þjónustu í söfnuðin-
um“ og Jón Bjarman
fangaprestur um „Félags-
ráðgjöf frjá sjónarhóli
kirkjunnar“.
Að loknum framsöguerindum
skiptu fundarmenn sér í umræðu-
hópa og tóku til umfjöllunar
eftirfarandi spurningar:
1. 4 hverju felst kristilegt sið-
gæði?
2. Eftir hvaða farvegum kemst
það til skila?
3. Hvaða félagslega þjónustu á
kristinn söfnuður að veita?
4. Er hægt að stofna þjálfaða
hjálparhópa í söfnuðinum?
5. Er hætta á árekstrum milli
hjálparstarfs kirkjunnar og
annars svipaðs starfs?
6. Á félagsleg þjónusta kirkjunn-
ar að vera almenn eða bera
merki kristinnar trúar?
Mjög miklar og líflegar umræð-
ur fóru fram um þessi atriði og
annað er fram kom í máli ræðu-
manna. Hér birtist erindi Björns
Björnssonar prófessors. Síðar
verða birt erindi hinna ræðu-
mannanna og nokkur atriði er
fram komu í almennum umræðum
í lok fundarins. Allmargir að
þjónandi prestum höfuðborgar-
innar, aðrir starfsmenn kirkjunn-
ar og áhugamenn um þennan
mikilsverða málaflokk sóttu fund-
inn.
Viðfangsefni mitt á þessum
fundi er að sjálfsögðu langtum
yfirgripsmeira en svo áð því verði
gerð nokkur skil í örstuttu spjalli.
Enda veit ég að ekki er til þess
ætlast að mér, heldur miklu frem-
ur að ég víkji að nokkrum atrið-
um, sem ræða má nánar í um-
ræðuhópum.
Ég held ég kjósi að nefna sem
fyrst þeirra atriða, að ég tel fjarri
að fá megi við því skýr, einhlýt
svör, hver sé staða kirkjunnar í
; íslensku samfélagi nútímans. Um
> það svipar stöðu kirkjunnar til
stöðu ísjakans, sem er að lang-
jnestu leyti yndir yfirborðinu.
Hin sýnilega kirkja eins og hún
I birtist í þátttöku almennings á
kirkjulegum athöfnum er hvergi
nærri réttur mælikvarði á áhrifa-
mátt kristinnar trúar og kristins
siðar á meðal þjóðarinnar. Slík
áhrif verða seint mæld. Jafnframt
skal tekið skýrt fram, að þessi
líking af ísjakanum um hina
ósýnilegu kirkju, er ekki notuð til
þess að breiða yfir veika ytri stöðu
kirkjunnar. Það væri fjarri mér,
því að ég álít einmitt að í mörgu
tilliti þá sé þessi ytri staða, eða
sýnilega kirkja, næsta sterk. Sög-
ur um tómar kirkjur er hrein
fjarstæða. Ég þori reyndar að
fullyrða, að staða kirkjunnar hef-
ur farið stöðugt vaxandi á undan-
förnum árum hvað kirkjusókn og
aðra þátttöku í trúarlegum at-
höfnum áhrærir. Það má reyndar
styðja með tölum, sem ég hirðý
ekki um að tilgreina að sinni.
Ástæða þess, góðir áheyrendvr,
að ég þáði gott boð um að vera hér
á þessum fundi er þó ekki sú að
mér þykji sérstakt tilefni til að
miklast yfir sterkri stöðu kirkj-
unnar. Ymsar aðrar hliðar eru á
því máli, sem ég vil víkja sérstak-
lega að.
Við sem nú byggjum þetta land
búum við þjónustusamfélag.
Hverjum einstakling er með lög-
um og reglugerðum tryggð þjón-
usta, sem tekur til æ fleiri sviða á
lífsferli hans frá vöggu til grafar.
Listin er að komast í kerfið, að
verða sér úti um sem mesta
fyrirgreiðslu, þjónustu. — Margt
er gott um þetta samfélag að
segja, enda má það með talsverð-
um rétti nefnast velferðarsamfé-
lag. Þó eru drættir í myndinni,
sem mér hugnast ekki að og ég tel
beinlínis ógnun við kristinn lífs-
skilning og viðsjárverða kirkj-
unni. í fyrsta lagi: Hætt er við, að
sá einstaklingur, sem er alinn upp
við það að krefjast réttar síns, að
gera tilkall tl að vera veitt þjón-
usta af einhverjum öðrum, samfé-
laginu, stofnuninni, missi gjör-
samlega sjónar af skyldum sínum
gagnvart náunganum. Honum
lærist furðu fljótt að hugsa sem
svo: Hví skyldi ég veita náunga
mínum liðsinni, þótt í nauðir reki
hjá honum. Hans vandi fellur
örugglega undir einhverja stofn-
unina, ef ekki félagsmálastofnun
þá Tryggingastofnun, heilbrigð-
iskerfið eða velferðarnefnd aldr-
aðra svo eitthvað sé nefnt. —
Slíkrar afstöðu er þegar tekið að
gæta. Um hana vil ég aðeins segja
þetta. Það er reginmunur á mis-
kunsama samverjanum er reynd-
ist náungi mannsins sem féll í
hendur ræningja, og miskunsama
Samverjanum h.f. — stofnunar
gerðum náunganskærleika.
Kirkjan má þá einnig gæta sín í
samfélagi þjónustunnar. Einnig
hún er stofnun, sem lætur í té
Kirkjan og
félagsleg
þjónusta
Dr. Björn Björnsson.
þjónustu. Til hennar leita menn
einmitt til þess að fá tiltekna
þjónustu innta af hendi, sem ekki
er annars staðar að fá, — en vel að
merkja, hversu margir eru þeir,
sem leita til kirkjunnar með
nákvæmlega sama hugarfari og
þegar þeir leita til hverrar ann-
arrar stofnunar í samfélaginu, þ.e.
að verða aðnjótandi þjónustu sem
þeir eiga rétt á. — Þetta er staða
og hlutverk sem í senn getur
tryggt kirkjunni mikil umsvif og
að mestu öruggan sess í samfélag-
inu, en er um leið henni ósæmandi
og í hróplegri mótsögn við hið
sanna eðli hennar.
Það er rétt að kirkjan skal veita
þjónustu, en það er þjónusta þess
orðs, sem vill vekja hvern mann,
ekki til þess að láta þjóna sér,
heldur til þess að þjóna öðrum. Sé
þessa gætt, blasir við, að kirkjan
má aldrei una því að verða rétt
eitt hjólið undir vagni kerfisþjón-
ustunnar. Hennar hlutverk er hins
vegar að skapa mótvægi gegn
þeirri afbökun í þjónustuhugsjón-
inni, sem nú er svo mjög tekið að
gæta. — Hvernig er kirkjan undir
það búin að gegna þessu mikil-
væga hlutverki?
Stundum er haft á orði að
kirkjan okkar sé dæmigerð presta-
kirkja. Hvað felst í því? Jú, að
innan kirkjunnar séu það prest-
arnir sem starfi, þeir veiti þjón-
ustuna. Þeir skíra, ferma, gifta,
greftra, tala á milli hjóna, o.s.frv.
Aðrir á hinn bóginn, þ.e. leik-
mennirnir, séu næsta óvirkir, þeir
taki á móti þjónustunni. Þetta eru
nokkrar ýkjur, það er mér vel
ljóst, en þó hygg ég, að hér séum
við að nálgast kjarna málsins. Ef
svo er, og ég segi ef, að kirkjan er
samfélag gefenda og þiggjenda,
þar sem prestarnir gefa en aðrir
þ'ggja. þá höfum við fyrir augliti
okkar kirkju, er semur sig að
háttum hins ríkjandi þjónustu-
samfélags. Hún er þess þá alls
vanbúin að breyta hinum ríkjandi
hugsunarhætti, en eflir hann ef
nokkuð er.
Þessu er nauðsynlegt að breyta
en það verður ekki gert með
öðrum hætti en að efla leikmanna-
starf kirkjunnar. Kirkjan, auk
þess að vera stofnun, er fyrst og
fremst söfnuður, samfélag fólks,
sem safnast saman til að starfa að
sameiginlegu markmiði. Þetta
markmið er þjónusta við Guð,
þann Guð sem kallar hvern mann
til þjónustu við meðbræður sína. í
kirkju hans eru allir kallaðir til
starfa, ekki einhverjir fáir útvald-
ir, t.d. prestar eða söngfólk í
kirkjukórum.
En þá liggur nærri að spyrja: að
hverju á að starfa, með hvaða
hætti geta leikmenn orðið virkari
en raun ber vitni? Þessa spurn-
ingu eigum við eflaust eftir að
ræða nánar hér í kvöld, en ég ætla
þó að víkja að nokkrum atriðum.
Ég er þeirrar skoðunar að kirkj-
an hafi býsna mikilvægu félags-
legu hlutverki að gegna auk henn-
ar meginhlutverks sem er og
verður að boða mönnum trú á
Jesúm Krist og fyrirgefningu
syndanna. Reyndar kýs ég fremur
að líta svo á að hér sé um að ræða
aðeins tvær hliðar á einu og sama
hlutverkinu. Sá sem fylgir Kristi
fyrstu míluna í trú og tilbeiðslu
hann finnur sig knúinn til þess að
ganga aðra míluna einnig í félags-
legri þjónustu við náungann.
Kannski má orða það svo að hið
félagslega hlutverk sé það, sem
lýtur að manninum, manninum
sem einstakling og manninum sem
lifir í samfélaginu.
Hvernig er að þessum manni
búið mitt meðal vor, hver eru þau
lífsgildi sem að honum er haldið,
hvaða möguleika hefur hann til
mennskrar tilveru? Um þetta
hlýtur kirkjan sem lærisveina-
samfélag Jesú Krists að láta sig
varða. Hún hlýtur þá fyrst að
spyrja sjálfa sig, hvort hún hafi
búið þessum manni stað innan
sinna veggja, veitt honum tilboð
um þátttöku í starfi hennar sem
er við hans hæfi. Er t.d. umræðu-
hópur að starfi innan safnaðarins,
þar sem stjórnmálamaðurinn fær
tækifæri til að ræða hugðarefni
sín í ljósi kristilegrar lífsskoðun-
ar? Éða verkamaðurinn, gefst