Morgunblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 3
3 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980 Hafréttarráðstefnan í New York: V iðj*æður við Færeyinga og Ira um Rockall-svæðið Ncw York. 17. marz. Frá Eyjólfi Konráö Jónssyni. HANS G. Andersen sendiherra gat þess í viðtali í dag, að íslenzku fulltrúarnir á hafréttarraðstefnunni myndu strax í þessari viku ræða við Færeyinga og íra um hugsanlega samninga um skiptingu hafsbotnsins á Rockall-svæðinu, en reglur um skiptingu hafsbotnsins utan 200 mílna efnahagslögsögu eru nú í brennidepli hafréttarmálanna. íslendingar hafa hagsmuna að gæta á svæðinu umhverfis Rokkinn, á Hatton-banka, Reykjaneshrygg og Jan Mayen-svæðinu. Hans G. Andersen sagði, að á síðasta fundi hefði verið ákveðin starfsáætlun fyrir fundinn, sem nú stendur yfir, og framhalds- fundinn, sem ákveðinn er í Genf í sumar. í stórum dráttum er áætlunin þannig, að fyrstu þrjár vikur New York fundarins fari í að ganga frá greinum um loka ákvæði samningsins og halda áfram vinnu í þeim starfshóp- um, sem ekki höfðu lokið störf um varðandi alþjóðahafs- botnssvæðið, endimörk land- grunnsins, og afmörkun svæða milli landa. — Hvernig hefur þetta geng- ið? „Fundir hafa verið í gangi alla daga," sagði Hans G. Andersen. „Og hefur nokkuð miðað áleiðis. Jafnframt hefur forseti ráð- stefnunnar ákveðið að skýrslur um þessi störf verði að liggja fyrir á morgun, 18. marz. Síðan hefjast formlegar umræður á allsherjarfundi og er það aðal- lega til þess að hægt verði að meta afstöðu sendinefnda til samningstextans, eins og hann þá liggur fyrir. Á grundvelli þeirra umræðna verður svo textinn endurskoðað- ur eftir því sem þurfa þykir og þá miðað við að sá endurskoðaði texti liggi fyrir áður en fundin- um í New York lýkur.“ — Nokkuð sem sérstaklega varðar okkar hagsmuni? „Eins og nú er komið, eru aðalatriðin að standa gegn út- vötnun á ákvæðunum um efna- hagslögsögu og þá fyrst og fremst að íslenzka greinin svo- kallaða, um að réttindi land- luktra og landfræðilega af- skiptra ríkja taki ekki til þjóðar sem byggir afkomu sína á fisk- veiðum, standi óhögguð. Þessi réttur ætti nú að vera tryggður en samt þarf að hafa alla gát á. Síðan eru reglurnar un endi mörk landgrunnsins og skipt- ingu svæða milli landa, sem að sjálfsögðu skipta okkur miklu máli, bæði á Jan Mayen-svæð- inu, við Reykjaneshrygg og suð- ur af landinu." — Hafa farið fram viðræður við Færeyinga, íra eða Breta um hagsmuni eða hagsmuna- árekstra á Rockall-svæðinu? „Við höfum að sjálfsögðu stöðugt samband við fulltrúa frá þessum löndum og munum ræða nánar við þá næstu daga. En á þessu stigi er ekki hægt að Hans G. Andersen greina neitt frá þessum áþreif- ingum." — Hvaða von er um árangur? „Eins og ég sagði stendur til að hafa nýjan samningstexta tilbúinn í lok þessa fundar og markmiðið var, að það yrði hið endanlega uppkast. En ekki er víst að það takist og yrði þá um að ræða að New York-fundurinn gengi frá annarri endurskoðun á óformlega textanum. Framhaldið yrði svo, að á fyrstu 10 dögum Genfarfundar- ins í sumar færu aðalnefndir ráðstefnunnar yfir þetta end- urskoðaða uppkast. Enn er mið- að við að ná samkomulagi án atkvæðagreiðslna sem er nú raunar aðalástæðan fyrir þess- um hægagangi öllum. En fari svo að sendinefndir standi fast á breytingartillögum við textann, getur orðið að grípa til atkvæða- greiðslna, en vonandi verður það ekki, því að slíkar atkvæða- greiðslur gætu leitt til allsherj- ar vandræða og jafnvel óskapn- aðar. Aðalatriðið er að halda jafn- vægi í heildartextanum og forð- ast að allt fari úr skorðum. Vonandi tekst það.“ — Er unnt að nota svigrúmið nú til samninga, til dæmis um skiptingu hafsbotnsins utan 200 mílnanna? „Við lítum svo á, að það sé unnt og að reyna eigi allt, sem hægt er. Það munum við gera og við munum ræða við Færeyinga og íra strax í þessari viku.“ Hjálparstarf Rauða krossins í Thailandi: Hungurvofunni hefur nú verið beint f rá fólkinu „Á ÞVÍ svæði sem við vorum á eru á milli 600 og 700 þúsund flóttamenn. Ástandið þar er orð- ið nokkuð gott, að því leyti að hungurvofan vofir ekki yfir fólkinu nú,“ sagði Sigurður Si- gurðsson iæknir á blaðamanna- fundi i gær en hann er einn sex íslendinga, sem siðastliðinn des- ember fóru til Thailands til hjálparstarfa á vegum Rauða kross íslands. Einn þeirra íslendinga, sem fóru út er enn í Thailandi. Það er Jóhannes Reykdai fararstjóri. Hann verður i um mánuð til viðbótar við stjórnunarstörf. Ásamt þeim tveimur voru fjórir hjúkrunarfræðingar i Thai- landi, Björg Viggósdóttir, Jó- hanna Guðlaugsdóttir, Hiidur Nielsen og Kristin Ingólfsdóttir. Þau komu heim um helgina og er beinni þátttöku íslenzka Rauða krossins í Thailandi að mestu lokið. „Við vorum í flóttamanna- búðunum Nong Samed. Þar gat fólk farið frjálst, það er komið og farið úr búðunum. Til okkar komu tæplega 400 sjúklingar til læknismeðferðar daglega. Það var einkum vannæring og ýmsir hitabeltissjúkdómar sem hrjáðu fólkið. Auk þess fengu á milli 400 og 500 manna daglega aukafæðu hjá okkur,“ sagði Sigurður. Fréttir bárust um að skothríð hefði brotist út í Nong Samed. „Já, í byrjun árs kom til bardaga í búðunum, að okkur var sagt þá réðust rauðir Khmerar inn í búðirnar. Þeir beittu bæði sprengjum og rifflum. Þegar þeir réðust í búðirnar vorum éið að sýna belgísku hjálparfólki búð- irnar og okkur varð auðvitað ekkert um sel,“ sagði Hildur Nielsen. „Það má segja að þegar við fórum þá höfum við verið búin að laga okkur nokkuð vel að aðstæð- um. Bæði með að umgangast fólkið og eins hvað loftslag og mataræði snertir," sagði Hildur. Að sögn Sigurðar höfðu ýmsar hjálparstofnanir kirkjunnar starfað um skeið meðal flótta- fólksins þegar Rauði krossinn hóf sínar hjálparaðgerðir. Ágæt sam- vinna tókst með þessum aðilum. Þá var hafið beint flut milli Bangkok í Thailandi og Phnom Penh í Kambódíu eftir samninga- viðræður Rauða krossins og stjórnar Heng Samrins í Phnom Penh. Hins vegar tókst ekki að semja um dreifingu matvæla og sér stjórnin í Phnom Penh um dreifingu. „Hvítir khmerar stjórnuðu búðunum í Nong Samed en þeir berjast bæði gegn rauðu khmer- unum og eins Víetnömum, og voru um 2000 vopnaðir hvítir khmerar til taks, að sögn hjálpar- fólksins. Rauði kross íslands hefur verið beðinn um sendifulltrúa til hjálp- arstarfs við bátafólk í Indónesíu og send tillaga um einn fulltrúa Frá flóttamannabúðunum i Nong Samed. héðan. Þá hefur Rauði krossinn kallað saman annan heilsugæslu- hóp, sem er tilbúinn til starfa ef og þegar eftir verður leitað. Það vakti verulega athygli, að íslend- ingar skyldu hafa bolmagn til að senda hjálparlið til Thailands og hefur félaginu borist þakkar- skeyti fyrir framlag sitt í Thai- landi, frá alþjóðaráði Rauða krossins. Nú eru í undirbúningi framhaldsnámskeið og eins al- mennt námskeið fyrir neyðar- starfslið. Vonleysi en flóttafólkið sýndi mikið æðruleysi Rætt við Jóhönnu Guðlaugsdóttur hjúkr- unarfræðing en hún dvaldi í Thailandi „ÞAÐ rikti mikið vonleysi meðal folksins. Það var heimilislaust og allslaust og vissi ekki hvað við tæki. Samt sýndi það mikið æðruleysi og tók okkur mjög íslenzka hjúkrunarfólkið sem var i Thaiiandi ásamt ólafi Mixa, formanni Rauða kross íslands. Frá vinstri Jóhanna Guðlaugsdóttir, Björg Viggósdóttir, Hildur Nielsen, Kristin Ingólfsdóttir og Sigurður Sigurðsson. Mynd Mbl.: Emilía. vel,“ sagði Jóhanna Guðlaugs- dóttir hjúkrunarfræðingur i samtali við Mbl. en hún hefur dvalið við hjálparstörf i Thai- landi á vegum Rauða krossins um skeið. „Ég mundi hiklaust fara aftur ef þess væri óskað. Þetta var mikil reynsla, þarna kynntist maður gjörólíku umhverfi. Okkur gekk að vísu nokkuð illa að semja okkur að matnum en hins vegar gekk okkur vel að laga okkur að loftslaginu." Hvernig varð þér við þegar kom til skotbardaga í búðunum. „Ég var ekki í búðunum einmitt þennan dag þegar til skotbardag- anna kom en'við máttum búast við slíku og okkur hafði verið fyrirlagt hvernig bregðast skyldi við slíku. Við áttum að fara í byrgi í útjaðri þorpsins, eins vorum við með talstöðvar og okkur var uppálagt að hafa bíla ávallt við höndina," sagði Jó- hanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.