Morgunblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980 Sendiherra slapp Bogota, 17. marz (AP) — Sendiherra Uruguay, einn gísl- anna í sendiráöi Dóminikanska lýðveldisins, stökk út um glugga á annarri hæð byggingarinnar í dag og komst undan. Hann meiddist á hálsi, höndum og fótum. Morð í Uganda Kampala, 17. marz (AP) — Hörð skothríð heyrðist um alla höfuðborg Uganda í rúma þrjá tíma í dag og samkvæmt óstað- festum fréttum áttust við óbreyttir borgarar og hermemi og lögregla. Áður höfðu óbreyttir borgarar skotið á Tanzaníu- hermenn sem fóru til Kibule-" svæðisins til að leita að týndum hermanni og fjórir biðu bana. Týndi hermaðurinn mun hafa fundizt látinn. „Ástandið er mjög slæmt,“ sagði embættismaður en skýrði það ekki nánar. Loftárás á þorp ■ Genf, 17. marz (AP) — Sómal- ir héldu því fram að eþíópískar flugvélar hefðu ráðizt á tvö þorp í Sómalíu á laugardag og drepið minnst átta óbreytta borgara en níu hafi særzt. Spá stjórnar kreppu Róm, 17. marz (AP) — Stjórnarkreppa er yfirvofandi á Italíu vegna efnahagserfiðleika, hryðjuverka og pólitískra hneykslismála. Francesco Coss- iga forsætisráðherra tilkynnti að hann mundi biðja þingið um traustsyfirlýsingu sem talið er að stjórn hans fái ekki. Tékkar flýja Prag, 17. marz (AP) — Ung tékknesk hjón sem voru orðin leið á „lamandi ritskoðun", yfir- gáfu leikflokk sem þau störfuðu í og báðu um hæli í Austurríki sem pólitískir flóttamenn. Sakharov-krafa París, 17. marz (AP) — Sex fulltrúar úr frönsku vísinda- akademíunni hafa krafizt þess að fá að heimsækja sovézka andófs- manninn Andrei Sakharov hið fyrsta. Kennedy vantreyst New York, 17. marz (AP) — Edward Kennedy er sá stjórnmálamaður í Bandaríkjun- um sem fólk treystir minnst og hefur tekið við af Richard Nixon í því hlutverki samkvæmt skoð- anakönnun tímaritsins People. 57% trúðu ekki skýringu Kenn- edys á Chappaquiddick-eyju. 41% sagði að Nixon hefði ekki verið slæmur forseti þrátt fyrir allt. Jimmy Carter nýtur meira trausts en aðrir. Jafntefli í Velden Velden, 17. marz (AP) — Korchnoi og Petrosjan gerðu jafntefli í fjórðu skákinni í dag og hafa fengið tvo vinninga hvor. Skákin fór í bið á laugardag. Skák frestað Bad Lauterberg, 17. marz (AP) — Annarri skák Kubners og Adorjans í Bad Lauterberg var frestað í dag að beiðni Adorjans. Fyrstu skákinni lauk með jafn- tefli í gær. Stálmenn biðja um Rússagull London. 17. marz. AP. STÁLIÐNAÐARMENN sem eru í verkfalli í Corby á Mið-Englandi sögðu í dag að þeir mundu skora á verkalýðsfélög í kommúnistaríkj- um að senda verkfallsmönnum peningaaðstoð vegna verkfallsins sem hófst fyrir 11 vikum. Þeir sögðu að tveir fulltrúar yrðu sendir í sendiráð Sovétríkjanna og Póllands í London til að biðja um peningaaðstoðina. En leiðtogi verkfallsins, William Sirs, aðalritari sambands járn- og stáliðnaðarmanna, sagði að enginn verkalýðsfulltrúi hefði fengið heim- ild til að fara fram á slíkt. Sirs sagði að nokkur verkalýðs- félög í Vestur-Evrópu hefðu lagt fé í verkfallssjóð stáliðnaðarmanna en ekkert verkalýðsfélag í Austur- Evrópu yrði beðið um slíkt. John Cowling, starfsmaður sam- bandsins, kvaðst ætla í sendiráðin af því brezkir stáliðnaðarmenn hefðu „vináttusamning" við stáliðn- aðarmenn í kommúnistalöndum. Hann kvað verkfallsmenn fjár- hagslega aðþrengda. Það er sjaldan sem þotur valda umferðartöfum á jörðu niðri, en það gerðist þó i Sacramento i Kaliforniu á dögunum er þessar þotur voru fluttar frá verksmiðju þar i borg niður að höfn. Þoturnar voru smiðaðar fyrir flugher Pakistans og verða notaðar til að þjálfa verðandi orrustuflugmenn. Græningjasigur í V estur-Pyzkalandi Stuttgart, 17. marz. AP. UMHVERFISVERNDARMENN unnu fyrstu sæti sín á fylkisþing- inu í Baden-Wiirttemberg um helgina og fylgisaukning þeirra getur valdið stóru flokkunum erfiðleikum i kosningunum til sambandsþingsins i október. „Græningjar“ eins og umhverf- isverndarmenn eru kallaðir fengu 5,3% atkvæða og sex þingmenn af 124 á fyikisþinginu. Þar með hafa umhverfisvernd- armenn unnið þingsæti á fylkis- þingi i annað sinn á þessu ári. Þeir unnu fyrsta sigur sinn í Bremen. Flokkur kristilegra demókrata (CDU) hélt hreinum meirihluta sínum á fylkisþinginu og fengu 68 sæti og 53,4% atkvæða. Hins vegar tapaði CDU fylgi miðað við síðustu kosningar 1976 þegar flokkurinn fékk 56,7% atkvæða og 71 sæti. Flokkur sósíaldemókrata (SPD), Sigurför Carters heldur áf ram Washington, 17. marz. Frá önnu Bjarnadóttur fréttaritara Mbl. JIMMY Carter sigraði Edward Kennedy í forkosningum Demó- krata í Puerto Rico á sunnudag. Hann fór einnig með sigur af hólmi í prófkjörum í South Carol- ina, Missisippi og Wyoming á laugardag. Flokksfundir í þess- um rikjum skera endanlega úr um fulltrúafjölda hvors fram- bjóðenda á landsþingið í ágúst seinna í vor. en mega ekki taka þátt í forseta- kosningunum sjálfum, vegna þess að eyjan, sem er í Karabíska hafinu, hefur ekki full ríkisrétt- indi. Þeir tóku þátt í forkosning- um í fyrsta sinn 17. febrúar sl. þegar Repúblikanaflokkurinn hélt forkosningar þar. George Bush hlaut alla fulltrúa eyjunnar á landsþing flokksins í júlí n.k. I>(‘tta geröist sem er í stjórnarandstöðu í Bad- en-Wurttemberg þótt hann fari með stjórnina í Bonn, hlaut 32,5% atkvæða og 40 sæti. SPD tapaði einu sæti og hlaut 33,3% atkvæða 1976. Frjálsi demókrataflokkurinn (FDP) jók fylgi sitt úr 7,8% í 8,3, bætti við sig einu þingsæti og hlaut 10. Velgengni Græningjanna er tal- in stafa af óánægju almennings með þunglamalegt skipulag stóru flokkanna. Heiner Geissler, fram- kvæmdastjóri CDU, sagði þegar úrslit voru kunn að „allt flokka- kerfið" hefði beðið ósigur. Willy Brandt, fyrrwerandi kanzlari og formaður SPD, kvað úrlitin „óviðunandi" fyrir flokk- inn. Hann lét í ljos ugg um að Græningjar mundu auka fylgi sitt í fyrirhuguðum fylkiskosningum í Saar og Nordrhein-Westfalen og í þingkosningunum í október. Sumir sérfræðingar telja að Græningjar geti fengið nógu mik- ið fylgi frá SPD og FDP til þess að færa CDU og Franz-Josef Strauss kanslaraefni sigurinn á silfur- bakka í október-kosningunum. Veður Akureyri 3 léttskýjaó Amsterdam 4 skýjaó Aþena 13 rigning Borcelona 14 skýjaó Berlín 6 skýjaó BrUssel 7 skýjaó Chicago 14 snjókoma Dyflinni 13 skýjaó Feneyjar 10 léttskýjað Frankturt 12 skýjað Ganf 8 skýjað Helsinki 2 heiöskírt Jerúsalem 20 skýjað 3 f K skýjað Kaupmannahötn 2 skýjað Las Palmas 18 skýjað Lissabon 15 skýjaö London 6 rigning Los Angeles 24 heiðskírt Madríd vantar Malaga 14 rigning Mallorca 14 mistur Miami 24 skýjað Moskva -2 heiöskírt New York 9 rigning Ósló 1 heiðskírt París 6 skýjað Reykjavík 7 skýjað Rio De Janeiro 36 skýjað Rómaborg 14 heíðskírt Stokkhólmur 4 heiðskírt Tel Aviv 24 skýjað Tókýó 13 heiöskírt Vancouver 6 skýjað Vfnarborg 7 skýjað 18. inarz Carter hlaut 21 af 41 fulltrúa, sem verða á landsþinginu frá Puerto Rico. Kennedy hlaut 20 fulltrúa. Hann sagði, þegar úrslit voru kunn, að það væri uppörv- andi að sigur Carters hefði ekki verið stærri, Carter hefur nú 304 fulltrúa á landsþingi flokksins en Kennedy 165.1666 fulltrúa er þörf til að hljóta útnefninguna. Kennedy hlaut mestan stuðning í dreifbýlinu, en enn í dag er algengt að myndir af bróður hans, John F. Kennedy fv. Bandaríkja- forseta, hangi þar á heimilum. Carter gekk betur í þéttbýli. Framkvæmdastjóri kosningabar- áttu hans í Puerto Rico sagði, að sigur Carters sýndi í eitt skipti fyrir öll að það væri á misskiln- ingi byggt, að Kennedy væri eftirlætisframbjóðandi kjósenda af latneskum ættum. Starfsfólk Kennedys fullyrti, að rangt hefði verið haft við í kosningunum. íbúar Puerto Rico eru 3.3 millj- ónir. Þeir eru bandarískir þegnar, 1974 — Olíusöluríki, nema Líb- ýa og Sýrland, hætta olíubanni á Bandaríkin. 1970 — Norodom Sihanouk fursta steypt í Kambódíu. 1%7 — „Torrey Canyon“- olíuslysið á Ermarsundi — Rúss- ar reka tvo kínverska diplómata frá Moskvu. 1965 — Rússi yfirgefur geimfar á braut fyrstur manna og flýtur í geimnum. 1962 — Vopnahléð í Alsírstríð- inu undirritað í Evian. 1959 — Hawaii verður 50. ríkið í Bandaríkjunum. 1937 — Rúmlega 400, aðallega börn, fórust í gassprengingu í New London, Texas. 1922 — Mahatma Gandhi dæmdur í sex ára fangelsi fyrir óhlýðniaðgerðir. 1913 — Georg I Grikkjakonung- ur ráðinn af dögum í Saloniki. 1891 — Símasamband kemst á milli Lundúna og Parísar. 1890— Bismarck segir af sér sem kanzlari Þjóðverja. 1871 — Hershöfðingjarnir Thomas og Lecomte myrtir í París. 1865 — Paraguay fer með stríði á hendur Argentínu, Brazilíu og Urugauay. 1848 — Uppreisn brýzt út í Milano gegn Austurríkismönn- um og her Joseph Radetzky hörfar frá borginni. 1584 — Feodor, síðasti keisari af Rurikætt, tekur við af Ivani grimma. 1554 — Elízabet prinsessa send í Tower fyrir meinta þátttöku í uppreisn Sir Thomas Wyatt. 1314 — Stórmeistari Musteris- riddaranna, Jacques de Molay, líflátinn. Afmæli — Nikolai Rimsky- Korsakov, rússneskt tónskáid (1844—1908) — Rudolf Diesel, þýzkur verkfræðingur (1857— 1913). Andlát — 1455 Fra Angelico, listmálari — 1584 Ivan Grimmi Rússakeisari — 1745 Sir Robert Walpole, stjórnmálaleiðtogi — 1936 Eleutherios Venizelos, stjórnmálaleiðtogi — 1965 Fa- rúk Egyptakonungur. Innlent — 1760 Fyrsti land- læknir, Bjarni Pálsson, tekur við embætti — 1575 d. Ormur Sturlu son lögmaður — 1609 f. Friðrik III - 1746 Vígður Halldór Brynjólfsson Hólabiskup — 1875 Gosstöðvum fjölgar norðanlands — 1926 Útvarpsstöð tekur til starfa í Reykjavík — 1949 ís- landi boðin þátttaka í NATO — 1963 Flugvél Flugsýnar týndist með tveimur mönnum — 1964 Ókyrrðin á Saurum — 1968 Forsetaframboð dr. Kristjáns Eldjárns — 1890 f. Jón Ás- björnsson. Orð dagsins Englendingur hugs- ar sitjandi, Frakki standandi, Ameríkumaður gangandi, íri á eftir — Austin O’Malley, banda rískur rithöfundur (1858—1932).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.