Morgunblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980 Lárus Jónsson alþm: 36 milljarða skattahækkun — vegna aðgerða fyrri vinstri stjórna og núverandi st jórnar Fyrrverandi vinstri stjórn gerði margvíslegar breytingar á skattalögum strax haustið 1978, þegar hún komst til valda. Þessar skattahækkanir voru i einum 16 liðum og fólust m.a. í þvi að leggja á afturvirka eignar- og tekjuskattsauka. Þessar skatta álögur hafa haldizt siðan i einu eða öðru formi. í fyrrahaust var bætt við m.a. hækkun söluskatts um 2 prósentustig eða 10% og vörugjalds um 6%. Ndverandi ríkisstjórn ætlar að halda þessum hækkuðu skatt- stofnum allt árið 1980 og leggur það eitt rúma 15 milljarða aukna skattbyrði á þjóðina á árinu 1980. Þvi til viðbótar á að koma nýr orkuskattur sem vægt áætlað bætir við 5 milljarða ennþá aukinni skattbyrði. Framangreindar skattahækkanir vinstri stjórnarinnar og ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen munu auka skattheimtu í ríkissjóð um 36 milljarða króna á árinu 1980. Ef sveitarfélögunum verður auk þess heimiluð hækkun á útsvörum um 10% bætast 4—5 milljarðar við heildarskattheimtuna. Hár skattreikningur til almennings á 2 árum! Hér fer á eftir sérstakur aukaskattreikningur vinstri stjórnarinnar og ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen til almennings. Þetta er hár reikningur á tveimur árum. Það er athyglisvert að núverandi ríkisstjórn ber ábyrgð á rúmlega 23 milljörðum af þessum skattahækkunum. Hækkun um 2% á söluskatti og 6% vörugjaldi lögðu aðeins 2.700 millj. króna skattbyrði á þjóðina í fyrra vegna þess hvað þessar hækkanir voru seint á ferðinni en árið 1980 áætlast tekjur af þessari hækkun rúmlega 18 milljarðar. Við bættist orkuskatturinn og að markaðir tekjustofnar verða teknir í meira mæli til þarfa ríkissjóðs en áður. Við gerð skattreikningsins er stuðst við upplýsingar frá Þjóðhagsstofnun, sem gefnar voru fjárveitinganefnd, svo og úr fjárlagafrumvarpinu. Tölurnar sýna auka skattbyrði á þessu ári (tekju auka rikissjóðs skv. fjárlagafrumvarpi) vegna að- gerða vinstri stjórnarinnar og núverandi ríkisstjórn- ar i skattamálum: millj. kr.millj. kr. 1. Hækkaðir eignarskattsstigar o.fl. 3.560 2. Hækkaðir tekjuskattsstigar o.fl. 4.740 — lækkun sjúkratryggingargjalds-2.000 6.300 3. Hækkun söluskatts 2 prósentustig 10.300 4. Hækkun vörugjaids (6%) 7.715 5. Gjald á ferðalög til útlanda 1.700 6. Nýbyggingargjald 250 7. Skattur á verzlunarhúsnæði 1.700 8. Aðlögunargjald 1.840 9. Hækkun verðjöfnunargj. á raforku 1.220 10. Hækkun skatta á benzín umfram verðlagshækkanir 10.100 11. Orkuskattur áætl. skv. áætl. í frv. 5.000 12. Markaðar tekj. teknar í ríkissj. 4.714 50.839 Frá dregst: Niðurfelling söluskatts af matv. -9.500 Tollalækkun m.a. vegna aðildar að EFTA -5.000 36.339 Stuttar skýringar: Haustið 1978 hækkaði vinstri stjórnin eignar- og tekjuskatta á einstaklingum og fyrirtækjum, auk þess sem hún lagði á ýmsa nýja skatta. Þessir hækkuðu skattar og nýju skattar hafa haldist síðan í breyttu eða óbreyttu formi. Gert er ráð fyrir því i tekjuáætlun fjárlagafrumvarps að þessi viðbótarskattlagning hald ist árið 1980. Tekjuaukinn vegna framangreindrar hækkunar eigna- og tekjuskatta er metinn af Þjóð- hagsstofnun nettó 6.3 milljarðar króna. Breytingar á vörugjaldi frá því vinstri stjórnin tók við auka álögur á árinu 1980 um 7.715 millj. króna. Hvert prósentustig í söluskatti leggur 5.150 millj. króna álögur á þjóðina yfir árið 1980 svk. tekjuáætlun fjárlagafrumvarpsins, þann- ig að 2% gera 10.3 milljarða. Framangreindir skattar, gjald á ferðalög til útlanda, nýbyggingargjald, skattur á verzlunarhúsnæði og aðlögunargjald eru nýir skattar og áætlaðir sérstaklega í fjárlagafrumvarpinö. Skattar á benzín námu árið 1978 rúmlega 9 milljörðum króna. Svk. tekjuáætlun fjárlaga frumvarpsins nema skattar á benzín í ár 29 milljörðum. Þessi hækkun er langt umfram almennar verðlags- hækkanir eða sem svarar 10.1 milljarði, ef tekið er mið af breytingum byggingarvísitölu. Þetta stafar auðvitað af geigvænlegri hækkun innflutningsverðs á benzíni. I tíð vinstri stjórnarinnar var tekin upp sú sérstæða aðferð að krækja í markaða tekjustofna í ríkissjóð, t.d. launaskatt að hluta. Þessi „fjáröflunarleið" verður stóraukin nú skv. fjárlagafrumvarpi núverandi ríkis- stjórnar. Skattar sem renna áttu til húsnæðislána eins og launaskattur og erfðafjárskattur, sem ráðstafa á að lögum til framkvæmda fyrir öryrkja, eru teknir að hluta til í ríkissjóð. Samtals er hér um að ræða að lágmarki 4.7 milljarða króna skv. fjárlagafrumvarpinu, sem teknir eru til almennra útgjaldaþarfa ríkissjóðs. Fjár verður að afla með öðrum hætti til þess að sinna þeim verkefnum, sem viðkomandi lög mæla fyrir um, nema þeim lögum verði breytt og um raunverulegan niðurskurð sé að ræða. Dýrir ráðherrastólar: Skv. framansögðu nema auknar skattaálögur á þessu ári vegna aðgerða vinstri stjórnarinnar og ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen milli 8 og 900 þúsund krónum á hverja fimm manna fjölskyldu í landinu. í blöðum mátti lesa nýlega að tveir ráðherrastólar sérsmíðaðir úr eik kostuðu hvor um sig 900 þús. krónur og þótti dýrt. Dýrari munu þó þeir ráðherrar, sem senda öllum fimm manna fjölskyldum í landinu aukaskattreikning fyrir því sem svarar andvirði eins sérsmíðaðs ráðherrastóls úr eik á árinu. Miálið sent ríkis- saksóknara í dag OPINBERRI rannsókn á íullyrð- ingum um vændisstarfsemi ís- lenzkra sýningarstúlkna i veit- ingahúsinu Hollywood var haidið áfram i gær og þá tekin skýrsla af ólafi Laufdal veitingamanni. Arnar Guðmundsson deildar- stjóri hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins tjáði Mbl. í gær, að væntanlega myndi Ijúka í dag þeim ákveðna þætti rannsóknar- innar, sem unnið hefur verið að. Verður málið nú sent ríkissak- sóknara til ákvörðunartöku um framhaldið. Fiskverðið: Fresturinn framlengdur „FRESTURINN til fiskverðs- ákvörðunar hefur verið fram- lengdur til 3. apríl og Þjóðhags- stofnun hefur verið beðin um ýmsa útreikninga varðandi þær hugmyndir, sem uppi eru um að létta gjöldum af fiskvinnslunni," sagði Bogi Þórðarson, aðstoð- armaður sjávarútvegsráðherra, í samtali við Mbl. í gær. Bogi sagði, að menn myndu nú bíða upplýsinga frá Þjóðhags- stofnun, en síðan reiknaði hann með, að sjávarútvegsráðherra myndi eiga annan fund með full- trúum fiskvinnslunnar. Ólafur Davíðsson, formaður yfirnefndar verðlagsráðs sjávar- útvegsins, í fjarveru Jóns Sig- urðssonar, sem nú er erlendis vegna fundar hjá Norræna fjár-. festingarbankanum, sagði í sam- tali við Mbl. í gær, að hann .■reiknaði með því, að hann myndi kveðja til fundar í yfirnefndinni í dag. Skákkeppni fram- haldsskólanema Simca ÍIOO Margfaldur sigurvegari Það er löngu sánnaö aö SIMCA 1100 er einhver dugmesti fimm manna fólkshillinn sem völ er á hér á landi. SIMCA 1100 er fimm manna framhjóladrifinn fjölskyldubill, sem eyöir 7,7 I. á 100 km miöaö við 90 km akstur á klst. og ca. 91. í bæjarakstri. Fáir sambærilegir bílar hafa jafn góða aksturseiginleika á erfiöum vegum og þessi franski gæöabill. Ekki ina glevma aö Simca-bílar eru eina bíltegundin sem fjórurn sinnum hefur sigraö i rallaksturskeppnum hér á landi. Þannig hefur SIMCA 1100 reynst best við erfiðustu hugsanlegar aðstæöur á islenzkum vegum og vegleysum í byggð sem óbyggð. Sá sem vill eignast góðan bíl velursér SIMCA 1100. Gleymiö ekki að SLMCA 1100 er einhver besti smábillinn í endursölu og stendur af sér verðbólguvandann. Skákkeppni framhaldsskóla 1980 hefst að Grensásvegi 46 laugardaginn 22. mars n.k. kl. 14. Keppninni verður framhaldið sunnudaginn 23. mars kl. 13 og lýkur á mánudag 24. mars kl. 20. Fyrirkomulag er með svipuðu sniði og áður, hver sveit skal skipuð fjórum nemendum á framhalds- skólastigi, auk 1—4 til vara. Tefld- ar verða sjö umferðir eftir Monr- ad-kerfi ef næg þátttaka fæst. Að öðrum kosti verður sveitum skipt í riðla en síðan teflt til úrslita. Umhugsunartími er 1 klukkustund á skák fyrir hvern keppanda. Fjöldi sveita frá hverjum skóla er ekki takmarkaður. Sendi skóli fleiri en eina sveit, skal sterkasta sveitin nefnd a-sveit, næsta b-sveit o.s.frv. Þátttöku í mótinu skal tilkynna fyrir 20. mars n.k. CHRYSLER nmnnim Æ JdL JuuUUuUu SUÐURLANDSBRAUT 10. SIMAR: 83330 - 83454 Wíökull hf. ArniuKi - K4 U)(> MHH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.