Morgunblaðið - 18.03.1980, Side 47

Morgunblaðið - 18.03.1980, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980 47 Ford ákveðinn í að gefa ekki kost á sér Washington 17. marz. GERALD Ford, fyrrverandi for- seti Bandarikjanna, lýsti þvi yfir á laugardag, að hann myndi ekki sækjast eftir útnefningu, sem for- setaefni Repúblikanaflokksins. Hann sagði, að þetta væri ein erfiðasta ákvörðun, sem hann hef- ur tekið á löngum stjórnmálaferli, vegna þess að hann teldi landið i miklum vanda statt. Ford sagði í viðtali við The New York Times 1. marz sl., að hann væri reiðubúinn að gefa kost á sér, ef eftir því væri óskað. Hann teldi nauðsynlegt, að nýr forseti yrði Asakanir um svik í íran Teheran. 17. marz. AP. ÁSAKANIR um kosningasvik vörp- uðu skugga á kosningar sem fóru fram í íran í gær til þingsins sem trúarleiðtoginn Khomeini hefur falið að skera úr um afdrif banda- Bretar styrkja fisk- vinnsluna Lnndon, 15. marz, AP. BREZKI sjávarútvegsráðherrann, Peter Walker, tilkynnti í gær að stjórnvöld hefðu ákveðið að styrkja brezka fiskvinnslu um tvær milljón- ir sterlingspunda, eða um tvo millj- arða króna, á timabilinu 1. apríl til 30. september. Að auki verður einni milljón punda varið til rannsókna á möguleikum til að nýta fisktegund- ir sem lítt eða ekkert eru nú veiddar. Samtökum fiskiðnaðarins verður falið að dreifa fjármagninu eftir þörfum hvers svæðis, en við úthlut- unina verður tekið tillit til aflaverð- mætis á svæðunum á síðasta ári. risku gislanna i Teheran. Þegar helmingur atkvæða hafði verið tal- inn virtist íslamski lýðveldisflokk- urinn vera á góðri leið með að tryggja sér þingmeirihluta. Vinstrisinnaðir og óháðir fram- bjóðendur sem töpuðu í kosningun- um mótmæltu meintum brotum flokksins á kosningalögum. Abol- hassan Bani-Sadr forseti lofaði að höfðu samráði við aðra stjórnmála- leiðtoga að rannsaka allar kærur og boða nýjar kosningar í kjördæmum þar sem rökstuddar kærur kæmu fram. Starfsmenn íslamska flokksins sögðu að frambjóðendur hans eða bandamanna hans hefðu fengið hreinan meirihluta í 27 af 57 kjör- dæmum þar sem skýrt hefði verið frá sigurvegurum. Stuðningsmenn Bani-Sadr fengu 11 sæti en alls eru þingsæti 270. I kjördæmum þar sem enginn fær meirihluta verður kosið milli tveggja sterkustu frambjóðendanna 4. apríl. Innanríkisráðuneytið tilkynnti að enginn hefði unnið hreinan meiri- hluta í 70 kjördæmum. Starfsmenn íslamska flokksins sögðu að stuðn- ingsmenn hans hefðu flest atkvæði í rúmlega helmingi kjördæma. kosinn í nóvember, og að skoðana- kannanir sýndu hann líklegri til að fella Jimmy Carter en Ronald Reagan. Reagan hefur gengið bezt í forkosningum Repúblikana til þessa. Ford tók ákvörðun sína, þegar þeir sem höfðu lagt hart að honum í einka samræðum að bjóða sig fram voru ekki tilbúnir til að gera svo opinberlega. Svo langt er einnig liðið á kosningabaráttuna, að það hefði orðið mjög erfitt fyrir Ford að sigra Reagan á landsþingi Repúblikana í sumar. Ronald Reagan, og George Bush og John Anderson, þeir þrír fram- bjóðendur Repúblikanaflokksins, sem eftir standa, fögnuðu allir ákvörðun Fords. Bush og Anderson sögðust báðir vona að stuðnings- menn hans myndu nú styðja sig. Ákvörðun Fords gerir það þó enn líklegra en áður var að Reagan hljóti útnefningu flokksins. Bush hefur ekki gengið vel í baráttunni að undanförnu og nafn Andersons er ekki á kjörseðlum í forkosning- unum, sem eftir eru. Hann hefur stærðfræðilegan möguleika á að hljóta útnefninguna, en það er ekki mjög raunhæfur möguleiki. I fjörugum kappræðum repúblik- ana í Chicago í síðustu viku voru frambjóðendurnir spurðir, hvort þeir myndu styðja hvern þann, sem hlytu útnefningu flokksins. Phil Grana sagðist ekki geta stutt Anderson, en Bush og Reagan sögðust styðja hvaða frambjóðanda Repúblikanaflokksins sem væri á móti þeim Carter eða Kennedy. Anderson sagðist ekki geta stutt Reagan, en sagðist um leið ekki hyggja á eigið framboð, þótt hann hlyti ekki útnefningu flokksins. Ákvörðun Fords leysir því ekki vanda flokksins, sem er að útnefna þann mann, sem eining er um og getur komið demókrötum úr Hvíta húsinu. Dent Xiaoping fyrir þær harðvítugu stjórnmála- væringar sem fylgdu í kjölfar and- láts Mao Tse-tung l976. Þetta yrði einnig í samræmi við fyrri yfirlýsingar Dengs þess efnis að eldri leiðtogar eigi að víkja fyrir yngri mönnum. Deng lét af þriðja starfi sínu, forseta herráðsins, í síðasta mánuði, en þá var haft eftir honum að hann ætlaði að taka virkan þátt í stjórnmálum til 1985. Fréttir um að hann kunni að láta af starfi varaforsætisráðherra hafa verið á kreiki síðan fundur komm- únistaflokksins var haldinn í lok febrúar þegar Deng útrýmdi fjórum keppinautum sínum úr röðum maoista. Þá hækkaði hann Zhao í tign ásamt öðrum nánum sam- Deng ætlar að segia af sér Peking, 17. marz. AP. DENG Xiaoping, voidugasti leið- togi Kínverja, kann fljótlega að segja af sér starfi varaforsætis- ráðherra og fá það í hendur skjólstæðingi sinum sem er 15 árum yngri en hann að sögn diplómata í dag. En Deng mun gegna áfram starfi varaformanns kommúnistaflokksins. Líklegt er að arftaki Dengs verði Zhao Ziyang, fyrrverandi landstjóri í Sichuan-héraði. Sérfræðingar telja að þetta sé liður í áætlun um að tryggja að valdaskipti gangi greið- lega fyrir sig í Peking og koma í veg starfsmanni, Hu Yaobang, og skip- aði þá í fastanefnd stjórnmálaráðs- ins. Valdatafl Dengs er ekki talið munu hafa áhrif á stöðu Hua Guo-feng, forsætisráðherra og for- manns kommúnistaflokksins sem hefur horfið að nokkru leyti í skugga Dengs. Sérfræðingar segja að Hua, sem var upphaflega á öndverðum meiði við Deng, hafi hagað seglum eftir vindi og sam- ræmt afstöðu sína stefnu Dengs þannig að nú sé hann í hófsamari armi flokksins. Paasio látinn llelsinki. 17. marz. AP RAFAEL Paasio, fyrrverandi for- sætisráðherra Finnlands, og leið- togi Sósialdemókrataflokksins, lézt snemma í morgun í heimabæ sinum Turku eftir langvarandi veikindi. Hann var 76 ára gamall. Merkasta afrek Paasios var að sameina sósíaldemókrata og gera flokk þeirra að stærsta flokki Finna og eftirsóknarverðum samstarfsað- ila í ríkisstjórn. Hann var í forsæti samsteypu- stjórnar 1966—68 og minnihluta- stjórnar sósíaldemókrata 1972, en sú stjórn sat aðeins í sex mánuði. Þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð kjarnorkuvera í Svíþjóð: Skoðanakannanir benda til dvínandi íylgis við verin Frá Sigrúnu Gísladóttur fréttaritara Mbl. í Stokkhólmi HINN 23. mars íer fram þjóðar- atkvæðagreiðsla í Svíþjóð um framtíð kjarnorkuveranna, og kosningabaráttan er í hámarki. Já-tillögurnar (lína 1 og lína 2) vilja nota 12 kjarnorkuver í 25 ár, en nei-tillagan (lina 3) að- eins 6 kjarnorkuver i 10 ár. Allar linurnar eru sammála um að það sé hætta samfara notkun kjarnorku, en greinir á um þann árafjölda, sem nauðsyn- legur er til þess að hægt sé að leggja niður kjarnorkuverin og byggja upp aðra orkugjafa í þeirra stað. Þrátt fyrir notkun aðeins sex kjarnorkuvera, af þeim tólf sem þegar eru byggð, var Sviþjóð árið 1977 það land í heiminum, sem var mest háð kjarnorku, næst á eftir komu Sviss, Belgía og Bretland. Aðal orkugjafinn í dag er olía. Lang stærsti hluti orkunnar fer i iðnað, síðan koma samgöngur og húsahitun. Undirstöðuiðngreinar Svía, pappirs-, járn- og málmiðnaður- inn er mjög orkufrekur iðnað- ur. Hvernig verður ástandið í Svíþjóð, þegar kjarnorkuverun- um verður lokað einu af öðru, jafnvel á næstu tíu árum, eins og nei-tillagan vill? Væntanlega verða Svíar enn háðari olíu, aukin notkun kola (þó engin bæjarfélög séu fús að hýsa kolaorkuver, vegna mengunar- hættu), dýrara rafmagn, jafnvel rafmagnsskömmtun. Sumir ganga það langt að halda fram að auk þessa verði enn meira atvinnuleysi, vegna samdráttar í iðnaði og lífskjör verði almennt lakari. Já-tillögurnar leggja því áherslu á að hætta notkun kjarnorku á þann hátt sem þjóðin ráði við, og það taki mun lengri tíma en 5—10 ár að fá fram aðra orkugjafa (svo sem sól, vind og jarðvarma). Það sé of mikil áhætta að loka kjarn- orkuverunum eins og nú er, þegar enginn veit, hvernig verð- ur með olíukaupin næsta mánuð- inn, hvort hún fæst né hvað hún kostar. Samkvæmt síðustu skoðana- könnun SIFO, hefur fylgi já-til- lagnanna minnkað jafnt og þétt, frá því að vera 22 prósent í desember yfir nei-tillögunni, í aðeins 16 prósent í febrúar. Skoðanakönnun útvarpsins, sem birtist í dagblöðunum í dag, mánudag, bendir til þess að munurinn sé nú enn minni eða aðeins 9 prósent. Mönnum er í fersku minni þjóðaratkvæða- greiðsla austurríkismanna um sama efni í nóvember sl., en þar sýndu skoðanakannanir yfir- burði já-tillögunnar en síðan var það nei-ið sem vann. Gömlu stjórnmálakempurnar, jafnaðarmennirnir Tage Erland- er og Gunnar Stræng hafa tekið virkan þátt í kosningabarátt- unni fyrir línu 2. Erlander hvet- ur til bjartsýni, segist hafa trú á getu mannsins til þess að leysa vandamálin. Stræng benti á að Svíar hefðu eytt 35 milljörðum í kjarnorkuverin, og þau væru eini möguleikinn til þess að gera Svíþjóð óháðari öðrum löndum í orkumálum. Fallegu tali línu 3 um orkusparnað svaraði Stræng: „Það er enginn skynsamlegur grundvöllur fyrir okkur að reka járn og pappírsiðnað í smáum stíl, ekki heldur getum við rekið Volvo, Elektrolux og Saab á þann hátt. Okkur er líka ljós hættan við notkun kjarnorku, því ætlum við að hætta notkun hennar, en ekki í dag þegar það er ógerlegt, við höfum ekkert í staðinn. En eftir 25 ár, þann frest sem kjarnorkan gefur okk- ur, þá höfum við möguleika á að nota aðra orkugjafa. Það vakti mikla athygli þegar eiginkona Erlanders, Aina Er- lander, 78 ára gömul, steig í ræðustól og talaði fyrir línu 2. Aldrei fyrr hefur hún, öll þau 50 ár sem maður hennar hefur starfað að stjórnmálum, tekið opinberlega þátt í kosningabar- áttu. Aina Erlander hélt því fram að „hræðsluáróður" línu 3 gerði fólki ómögulegt að taka skynsamlega afstöðu. Karin Söder, félagsmálaráð- herra, hefur sætt gagnrýni fyrir, að hún í nafni síns embættis, í baráttunni gegn kjarnorku, höfðar til foreldra, og hvetur þá til þess að hugsa um framtíð barna sinna og velja „nei-ið“. Lína 3 leggur áherslu á þá miklu áhættu sem sé samfara kjarn- orkuverunum (sbr. Harrisburg- slysið) og það stóra vandamál, sem enn er óleyst, hvað gera eigi við geislavirka úrganginn. Verð- ur það hlutverk barna okkar og barnabarna að taka við því hættulega efni? Um helgina gengu 120 þúsund manns, fylgjendur nei-tillögunn- ar, í kröfugöngum víðs vegar um landið. í Stokkhólmi gengu um 30 þúsund, undir kjörorðinu: „segðu já til lífsins — segðu nei við kjarnorku". Hvað skeður síðan eftir 23. mars? Þegar þjóðin hefur sagt sitt, þá kemur í hlut þings og stjórnar að meta ráð fólksins. Thorbjörn Fálldin, forsætis- ráðherra segir, að fari svo að já-tillögurnar vinni nauman meirihluta, þá sé hann tilbúinn að semja um fjölda kjarnorku- vera. Gösta Bohman, fjármálaráð- herra, er svartsýnn á framtíðina ef nei-tillagan vinnur. Iðnaður- inn muni fá, erfiða tíma og atvinnuleysið aukast a.m.k. tímabundið. Ef ástandið verður þannig, vildi ég helst hætta segir Bohman, em bætir við að ábyrgðartilfinningin krefðist- þess, að hann gerði sitt. Almenningur í Svíþjóð er ekk- ert of hress yfir þeirri ábyrgð, sem stjórnmálamennirnir hafa velt yfir á fólkið með því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um kjarnorkuna. Hvernig getum við, fáfróður almenningur tekið ákvörðun í svo flóknu máli sem þessu, þegar okkar kjörnu leið- togar með sína ráðgjafa og þekkingu geta það ekki? Sumir eru minnugir þjóðaratkvæða- greiðslunnar 1955, um hægri eða vinstri umferð. Þjóðin valdi að hafa áfram vinstri umferð, en hvað skeði þrettán árum síðar? Getur ekki á sama hátt ráð þjóðarinnar í kjarnorkumálum verið virt að vettugi síðar meir, þegar svo hentar?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.