Morgunblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980
Veðurteppt í
Skálafellsskála
Snjóbíllinn við Skálafellsskálann.
Guðmundur Jónason heldur fast um stýrið á Gusa.
Um 80 skólanemend-
ur úr Garðakaupstað og
Borgarfirði ásamt kenn-
urum urðu veðurtepptir
í skíðaskálanum Skála-
felli á föstudaginn.
Nemendurnir höfðu dval-
ið við skíðaiðkanir í
Skálafelli í tvo daga og
átti að halda heim á leið
á föstudagsmorguninn.
Þá skall hins vegar á hið
versta veður með ófærð
og komst skólafólkið
hvergi.
Guðmundur Jónas-
son, hinn kunni ferðabíl-
stjóri, fór ásamt tveimur
mönnum frá Vélamið-
stöð Reykjavíkurborg-
ar, á snjóbílnum Gusa
og selfluttu þeir skóla-
fólkið frá skíðaskálan-
um og niður á þjóðveg-
inn í langferðabifreiðar,
sem þar biðu. Ljósm.
Morgunblaðsins, Krist-
ján Einarsson, slóst í
för með þeim Guðmundi
og voru síðustu nemend-
urnir komnir í langferða
bíla um miðnætti að-
fararnótt laugardagsins.
Sambandslaust var
við skíðaskálann á föst-
udaginn, þar sem veðrið
sleit símalínur og rafm-
agn fór af skálanum.
Börnin létu þó hvorki
kulda né myrkur ná tök-
um á sér, en styttu sér
biðina með ýmsu móti,
eins og sjá má á með-
fylgjandi myndum, sem
Kristján tók í ferð sinni.
„Nú er úti veður vott...
Teflt undir gluggabirtu
Mannréttindanefnd Evrópuráðsins:
Öllum íslenzku málunum
hefur verið vísað frá
EINS og fram hefur komið í
Mbl. hefur Hörður ólafsson hrl.
kært mismun á atkvæðisrétti á
íslandi til mannréttindanefnd-
ar Evrópuráðsins.
MINNI birgðir voru til af flest-
um tegundum landbúnaðarvara f
lok janúar en á sama tíma í fyrra,
samkvæmt upplýsingum, sem
Mbl. hefur aflað sér hjá Fram-
leiðsluráði landbúnaðarins.
Hér á eftir fer yfirlit um
birgðir, sem til voru af landbúnað-
arvörum í landinu um mánaða-
mótin janúar/febrúar sl. og í sviga
er birgðastaðan um sömu mánað-
amót árið 1979:
1169 tonn smjör (1262), 892 tonn
mjólkurostur (1321), þar af 663
tonn 45% ostur (1002) og 228 tonn
20 og 30% ostur (319), 13 tonn
bræddur ostur (12), 3 tonn mysu
ostur (3), 46 tonn nýmjólkurduft
(23), 9 tonn ostaefni (15), 9500
Morgunblaðið sneri sér í gær
til Þórs Vilhjálmssonar hæsta-
réttardómara, sem sæti á í
Mannréttindadómstól Evrópu-
ráðsins og innti hann eftir því
tonn kindakjöt (9996) og 1306 tonn
nautakjöt (676).
Aukning varð á sölu allmargra
tegunda hér innanlands í fyrra
miðað við árið á undan. í fyrra
seldust 10.423 tonn af kindakjöti á
móti 9.845 tonnum 1978 og er
aukningin 5,87%. í fyrra seldust
2206 tonn af nautakjöti miðað við
1774 tonn árið á undan og var
aukningin 24;4%. Aukning varð á
sölu rjóma, sem nam 8,8%, og
ostum, sem nam 6,2%. Hins vegar
varð samdráttur á sölu nýmjólkur
sem nam hálfu prósenti,- skyri sem
nam 3,4%, undanrennu sem nam
16% og smjöri sem nam 1,2%.
í fyrra var framleitt minna af
smjöri en árið á undan og mikið
var flutt út af ostum eða 2800 tonn
og var það 34% aukning.
hver væri venjan með afgreiðslu
svona mála.
Þór sagði að mannréttinda-
nefndin myndi taka málið til
meðferðar. Væri reynslan sú að
langflestum málum væri vísað
frá strax á frumstigi. Önnur mál
væru tekin til frekari og ná-
kvæmari athugunar en oftast
væri þeim málum vísað frá
einnig eftir frekari athugun. Þau
mál, sem mannréttindanefndin
afgreiddi frá sér væru síðan
send áfram annað hvort til
mannréttindadómstólsins eða
ráðherranefndar Evrópuráðsins
og fylgi þeim skýrsla, sem
mannréttindanefndin gæfi um
málin.
Þór Vilhjálmsson sagði að
allmörg íslenzk mál hefðu borizt
mannréttindanefndinni til af-
greiðslu síðan til hennar var
stofnað. Niðurstaðan hefði orðið
sú að öllum íslenzku málunum
var vísað frá en eftir mismikla
athugun. Afgreiðsla mála tekur
frá nokkrum mánuðum upp í
nokkur ár, ef þau fara alla leið.
Sem fyrr segir á Þór Vilhj-
álmsson sæti í Mannréttindad-
ómstól Evrópuráðsins fyrir ísl-
ands hönd en Gaukur Jörundss-
on prófessor á sæti í mannrétt-
indartefndinni fyrir íslands
hönd.
Minni birgðir af
landbúnaðarvör-
um en í fyrra