Morgunblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980 Matthías Á. Mathiesen í f járlagaumræðu: F immtánf öldun verðlags ’70—’80 Hækkun frumvarps meiri en áður, þó að útgjaldaliðum sé sleppt VerðlaKshækkun frá upphafi til loka árs 1979 var 61%. sagði Matthías Á. Mathiesen (S) alþingismaður i fjárlagaumræðu á Alþinj?i í K*r. Ljóst er að ekki á að beita stjórnun rikisfjármála 1980 í baráttu ge«?n verðbúljíu. Ljóst er að áfram stefnir í hallarekstur hjá ríkissjóði. Ljóst er að skattabyrðin 1980 verður þyngri en skattmetaárið 1979. Viðhalda á öllum nýsköttum vinstri stjórnar og nýir eru boðaðir. Útgjaldahlið þessa fjárlagafrumvarps er 63.3% hærri en fjárlaga 1979, þó í það vanti veigamikia útgjaldaliði. Verðlagsþróun áratugarins 1960 til 1970, frá upphafi árs 1960 til upphafs árs 1970, var 200% — eða þreföldun á verðlagi. Sambærileg verðþróun áratugarins 1970 til 1980 var 1400% — eða fimmtánföldun á verðlagi. Þetta eru hrikalegar tölur sem tala sinu máli og nauðsynlegt er að draga rétta lærdóma af. Stjórnmál og cfnahagsmál Ýmsar ytri aðstæður komu við sögu, er þessi verðlagsþróun varð. Að mínu mati er meginorsök stöð- ugleika í íslenzkum efnahagsmál- um, 1960—1970, þó að finna í stöðugleika íslenzkra stjórnmála á þessum áratug, sem settu að sjálf- sögðu svip sinn á stjórnun ríkis- fjármála, peningamála og annarra þátta, er verðþróun varða. 1971 tekur vinstri stjórn við af viðreisn- arstjórn, sem tryggt hafði jafnvægi í íslenzku efnahagslífi í 12 ár, og þá hófst hrunadans verðbólgunnar, sem hefur verið stiginn síðan. Rakti MÁM síðan verðlagsþróun, sem hafi tckið stökk upp á við með hverri vinstri stjórn, og náð hafi hámarki, 61% verðbólgu, í árslok 1979. Engin stefna — engin stefnuræða Ríkisstjórn sú, sem nú hefur setzt á valdastóla, hefur ekki sett fram neina stefnu í efnahags- og peninga- málum, atvinnumálum né launa- málum. Forsætisráðherra hefur heldur enga stefnuræðu flutt sem venja er. í stjórnarsáttmála er heldur ekki fast land undir fótum um viðbrögð gegn verðbólgu. Hug- myndir um lögfestingu verðlags eru ekki í samræmi við raunveruleikann og munu leiða til óviðráðanlegra erfiðleika hjá atvinnuvegunum, sem aftur heggur að verðmætasköpun í þjóðarbúskapnum og vinnuöryggi. Meginþörf er þó á því að auka þjóðarframleiðslu og þjóðartekjur. Ljóst er að núverandi ríkisstjorn var ekki mynduð til að tkast á við vandmálin, heldur undir yfirskini þingsæmdar, sem þó vegur lítt, ef ekki verður snúizt við hættuboðum efnahagslífsins. Ekki dugir það eitt að leiða upplausnaröfl í valdastóla þjóðfélagsins. Hrakspár og staðreyndir MÁM minnti á staðhæfingar sínar um að milljarðatug skorti til að ná endum saman, er frumvarp að fjárlögum ársins 1979 var til um- ræðu. Þá hafi orð sín verið kölluð hrakspár. Nú liggja niðurstöðurnar hins vegar fyrir sagði hann. Þrátt fyrir alla nýju skattana, sem lagðir voru á þjóðina á liðnu ári, var frávik frá rekstrarjöfnuði upp á 9Vii millj- arð krúna. Hann var áætlaður jákvæður upp á 6,6 milljarða en reyndist neikvæður um tæpa 3. Frávik frá greiðslujöfnuði reyndist 13 milljarðar. Skuldaaukning í Seðlabanka nam 2,4 milljörðum í stað niðurgreiðslu um 5 milljarða, sem stefnt var að. Bráðabirgðáyfir- lit rikisfjármála 1979 sýna að um- framgreiðslur voru 20%. Svo virðist sem ríkisútgjöldin hafi reynzt um 30% af þjóðarframleiðslunni. Og lánsfjáráætlunin kom út með 43% hækkun, þegar gengisbreyting árs- ins nam 25%. Þessi er niðurstaðan af Ólafslögum og stefnunni í ríkis- fjármálum hjá vinstri stjórninni. Haldlítið pappírsgagn Mér sýnist framlagt fjárlaga- frumvarp haldlítið pappírsgagn, Matthías Á. Mathiesen sagði MÁM. Það hækkar í senn meira en nokkru sinni áður — en þó eru veigamiklir póstar, eins og oliustyrkurinn, og fjármögnun stórra gjaldaþátta. eins og vega- mála, orkumála, landbúnaðarmála og iðnaðarmála, teknir að hluta út úr fjárlagadæminu. Þessum vanda á að velta á undan sér — en látið að því liggja, að leysa eigi í lánsfjár- áætlun. Allir vinstri stjórnar skattarnir skarta áfram í þessu frumvarpi. Þeir verða nú ekki 20 milljarðar króna, heldur má gera ráð fyrir tvöföldun þeirrar fjárhæðar. Auk þess er gert ráð fyrir nýrri skatt- heimtu til ríkisins, sem getur farið langleið í tug milljaðrða króna. Gert er ráð fyrir að útsvör geti hækkað samtals um 4*/i—5 milljaða króna. Það er því ljóst að skattbyrði fólks fer fram úr því, sem hún hefur mest áður verið, þ.e. á liðnu vinstri stjórnar ári. Til þess að ná endum saman í þessu frumvarpi er, eins og ég gat um, frestað afgreiðslu stórra út- gjaldaliða, hætt viö umsamdar af- borganir á lánum og tjaldað stór- felldum vanáætlunum. — Þá er niðurskurður á framkvæmdafram- lögum til fjárfestingarsjóða, allt til þess að auka ríkisútgjöldin, líkleg- ast yfir 30% markið sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. Hvar er lánsíjáráætlunin? MÁM rakti gang mála á liðnum árum varðandi framlagningu láns- fjáráætlunar, sem nauðsyn bæri til að sjá og afgreiða samhliða fjár- lagafrumvarpi. Nú er sagt að láns- fjáráætlun verði ekki tiltæk fyrr en eftir þann tíma, sem ætlaður er til afgreiðslu fjárlaga. Hér er ekki vel að málum staðið, því heildarmynd rikisfjármála fæst ekki nema þessi stjórnunartæki ríkisfjármála eigi samleið gegn um þingið, enda tvær hliðar sama dæmisins. í lok ræðu sinnar ræddi MÁM vanda verðbólgu, heima og heiman, og markmið í efnahagsmálum, fylgi- kvilla hagvaxtar, aukna framleiðslu sem leið til útrýminga fátæktar í heiminum. Skilyrði alls þessa væri heilbrigt atvinnulíf, þar sem vinnu- semi og framtak fengju að njóta sín og eðlileg arðsemi nyti viðurkenn- ingar. Ekki er hægt að tryggja atvinnu til langframa, nema takist að vinna bug á viðskiptahallanum og verð- bólgunni. Fátækt verði ekki útrýmt í heiminum, nema með verulegri framleiðsluaukningu á heildina lit- ið. Bezta leiðin til þess sé heilbrigt atvinnulíf, knúið hvata ávinnings. Hófsemd í ríkisútgjöldum og skatt- heimtu er ein af forsendum árang- urs í verðbólguhjöðnun, enda séu háir skattar í vissum tilfellum uppspretta verðbólgu. Fjármálaráðherra: „Ekkert svigrúm til skattalækkana“ Getur orðið óhjákvæmilegt að leggja á viðbótarskatta Breyttar verðforsendur frá því fjárlagafrumvarp Tómasar Árna- sonar var lagt fram hafa leitt til 10,6 milljarða króna útgjaldaaukn- ingar, sagði Ragnar Arnalds fjár- málaráðherra í f járlagaræðu á Al- þingi í gær. t meginefni er frum- varpið byggt á frumvarpi Tómasar, en frumvarp Sighvats Björgvins- sonar var byggt á kosningastefnu- skrá Alþýðuflokksins. Meginatrið- ið er, sagði ráðherra, að ríkissjóður verði rekinn með greiðsluafgangi og að því er stefnt. Ilalli 1979 Ráðherra sagði ríkissjóð hafa ver- ið rekinn með halla allar götur síðan 1973. Á síðasta ári hafi hallinn á greiðslugrunni numið 3 milljörðum króna. Ekki svigrúm til skattalækkana Ráðherra sagði ekki svigrúm til skattalækkana eins og ástatt væri í ríkisfjármálum. Ýmsir verulegir út- gjaldaliðir hefðu bætzt við og millj- arða tekjutap væri hjá ríkissjóði vegna tollalækkana í framhaldi af viðskiptasamningum. Ráðherra sagði að 4—5 milljarðar króna þyrftu til að koma í niður- greiðslu húshitunar með olíu. Frum- varp um fjáröflun til þessara greiðslna er ekki fullmótað. Ef til vill verður tekjum og gjöldum hér að lútandi haldið utan fjárlaga. Ráðherra sagði heildarskuld ríkis- sjóðs við Seðlabanka vera 28,5 millj- arða króna. Áform væru um að greiða 8,1 milljarð á þessu ári en mörg ár tæki að borga skuldina upp. Verðhækkunum verða sett ákveðin mörk, sagði ráðherra. Gildir það einnig um búvöru. Niðurgreiðslur þeirra verða ákveðið hlutfall af útsöluverði 1980 og 1981. Þó verður sú undantekning fram til 1. maí nk., að afgreiða á sérstaklega hækkun- arbeiðnir fyrirtækja og stofnana. Þetta verða strangar reglur, sagði ráðherra, sem ekki verður auðvelt að framfylgja. Um 24,4 milljarða króna þarf í niðurgreiðslur búvöru. Þá er áætlað að 10% landbúnaðarfram- leiðslu (útflutningsbætur) nemi um 8,4 milljörðum króna. Má og búast við að ríkið verði að veita Fram- leiðsluráði viðbótar fyrirgreiðslu til að bæta bændum tjón af óverð- tryggðum útflutningi búvöru. Þá ræddi ráðherra um aðlögun- argjald til Iðnrekstrarsjóðs, greiðsl- ur vegna félagslegra framkvæmda RARIK, fjárveitingar til menning- armála og námslána o.fl. Erlendar lántökur 100 milljarðar króna Ráðherra sagði lánsfjáráætlun ekki fylgja fjárlagafrumvarpi nú en yrði væntanlega lögð fram upp úr páskum. En miðað við kröfur fram- kvæmdaaðila er útlit fyrir, að er- lendar lántökur á árinu kunni að fara yfir 100 milljarða króna. Það er úr hófi fram, sagði ráðherra, og enn þarf að skera niður, velja og hafna, því greiðslubyrði af erlendum skuld- um má ekki fara fram úr u.þ.b. 15% af útflutningstekjum. Erlendu lán- Ragnar Arnalds tökurnar eru einkum vegna raforku- framkvæmda, aðallega Hrauneyja- fossvirkjunar, og hita- og fjar- varmaveituframkvæmda. Erlendar skuldir jukust um 24 milljarða á liðnu ári, námu rúmlega 280 milljörðum í árslok, sem er u.þ.b. þriðjungur af þjóðarframleiðslu. Verðbreytingar Ráðherra sagði að á mælikvarða framfærsluvísitölu hefði verðlag hækkað um 45% að meðaltali á liðnu ári — en rúmlega 60% frá upphafi til loka árs. Byggingarvísitala hafi hins vegar hækkað um 46% að meðaltali, en frá upphafi til loka árs um 54%. Undir árslok má ætla að hraði verðbreytinga hafi svarað til 55—60% verðbólgu á ári. Kauptaxt- ar hækkuðu heldur minna — vegna áhrifa versnandi viðskiptakjara. Viðskiptakjör 1980 verði sennilega 4—6% lakari en 1979, miðað við olíuverð, skráð í febrúar. Versnandi viðskiptakjör hafi m.a. orðið til þess, að kaupmáttur kauptaxta á fyrsta ársfjórðungi 1980, sé 3—4% minni en á ársmeðaltali 1979. Búast megi því við að heldur dragi úr einka- neyzlu á líðandi ári. 9,5 milljörðum lakari Ráðherra sagði að gjöld umfram tekjur ríkissjóðs 1979 hefðu reynst 2,9 milljarðar króna. Rekstraraf- koma hefði því reynst 9,5 milljörðum króna lakari en að var stefnt, skv. fjárlögum. Skuldaaukning ríkissjóðs við Seðlabanka nam tæpum 4 millj- örðum, sagði hann, sem er 2,3 milljörðum meira en fjárlög gerðu ráð fyrir. Stöðubreyting við Seðla- banka hafi reynzt 10 milljörðum króna lakari en að var stefnt. Afkoma ríkissjóðs á seinasta ári var ótvírætt lakari en að var stefnt, og því ljóst, að sú aukna tekjuöflun, sem ákvörðun ver tekin um í sept- ember sl. var rétt, en dugði hins vegar ekki til að jafna metin. Ströng greiðsluáætlun, hert innheimta Ráðherra sagðist myndi beita sér fyrir strangri greiðsluáætlun innan fjárlaga ársins — og vinna að hertri innheimtu opinberra gjalda, enda væri þar víða pottur brotinn. Jafn- framt væri brýnt að mæta tíma- bundnum halla ríkissjóðs með fjár- mögnun frá viðskiptabönkum. Heildarútgjöld væru áætluð 38,5% hærri en bráðabirgðayfirlit 1979 og 65,3% hærri en fjárlög liðins árs. Launakostnaður hækki um 77% frá fjárlögum, önnur rekstrargjöld um 53%. Ráðherra rakti síðan í ítarlegu máli helztu útgjaldaþætti ríkissjóðs og gat þess að fjárþörf fjárfesting- arsjóðs yrði athuguð í tengslum við gerð lánsfjáráætlunar, svo að tryggt verði, að þeir gætu gegnt hlutverki sínu. 1000 m. kr. ætti að verja til verkamannabústaða og leiguíbúða, samkvæmt nánari ákvörðun við gerð kjarasamninga. Kannað verði, hver yrði fjárþörf Byggingarsjóðs við gerð lánsfjáráætlunar, þannig að tryggt væri, að hann gæti staðið við skuldbindingar sínar. Innheimtar tekjur ríkissjóðs 1980 eru áætlaðar 340 milljarðar króna, sem er 63% hækkun frá fjárlögum 1979 en 42% hækkun frá bráða- birgðayfirliti. Tekjuáætlunin sýnir tæplega 10 milljarða hækkun frá frumvarpi Tómasar Árnasonar. Ljóst er, sagði ráðherra, að verði tekjur af atvinnurekstri minni en áætlun gerir ráð fyrir, getur orðið óhjákvæmilegt að leggja á viðbótar- skatta, og tel ég persónulega, sagði hann, að þá komi einkum tvennt til greina: hækkun eignaskatts eða veltuskattur á aðstöðugjaldsstofn. Ráðherra sagði bensíngjald myndi hækka í samræmi við verðlagsfor- sendur og væru tekjur af því áætlað- ar 11.000 m. kr. 1980. Staðgreiðsla — virðisaukaskattur í lokaorðum sagði ráðherra óhjá- kvæmilegt að áður en unnt yrði að fastsetja gildistöku samtímaskatts (staðgreiðslu) væri óhjákvæmilegt að Alþingi tæki stefnumótandi ákvörðun um tilhögun hans með setningu laga. Hins vegar væri að sinni hyggju miklu meiri óvissa um kosti og galla virðisaukaskatts. Hins vegar væri brýnt að herða inn- heimtu söluskatts og myndi hann innan skamms skipa nefnd til að gera tillögur um herta innheimtu þess skatts. Skoraði ráðherra á þingmenn „úr öllum flokkum að taka nú höndum saman og hrista af höndum okkar alþingismanna þá skömm sem á okkur hvílir með því að afgreiða frumvarpið örugglega fyrir páska“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.