Morgunblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980 + Eiginmaður minn PÁLL B. EINARSSON Goðheimum 15. lést aö Hátúni 10b, sunnudaginn 16. marz. Gyöa Sigurðardóttir. t Móöursystir mín INGIBJÖRG GUOMUNDSDÓTTIR, frá Patreksfiröi, andaöist á Hrafnistu laugardaginn 15. marz. Fyrir hönd vandamanna. Guörún Magnúsdóttir. + Bróöir okkar SIGFÚS ASGEIR PÁLSSON, lést aö heimili sínu, Skólabraut 63, Seltjarnarnesi, sunnudaginn 16. marz s.l. Sigríöur Johnsen Þorkell Pélsson Ólafur Pélsson. + Maöurinn minn MAGNÚS MAGNÚSSON Efstasundi 80, lést á Borgarspítalanum 15. þessa mánaöar. Guörún Emilía Siguröardóttir. + Eiginkona mín og móöir okkar GUÐRÚN LOVÍSA MARINÓSDÓTTIR Grenivöllum 24, Akureyri andaöist aö Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri 16. marz. Falur Friöjónsson og börn + Maöurinn minn STEFÁN EINARSSON Samtúni 2 lést á heimili sínu 16. þ.m. Kristín Ásgeirsdóttir. + Móöir okkar og tengdamóöir GUÐRÚN SIGURBJÖRNSDÓTTIR Ijósmóðir frá Hrappsstööum Kársnesbraut 115, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 20. mars, kl. 13.30. Þeim, sem hafa hugsaö sér aö minnast hennar meö blómum, er bent á aö láta heldur líknarstofnanir njóta þess. Margrét Sigtryggsdóttir Eö9«rt Hjartarson Sigurbjörn Sigtryggsson Ragnhéiöur Viggósdóttír Jón Sigtryggsson Halldóra Jónsdóttir Minningarathöfn um GUÐRÚNU SVEINSDÓTTUR frá Hvammstanga fer fram frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 19. marz kl. 13.30. Jarösett veröur frá Hvammstangakirkju föstudaginn 21. marz kl. 14.00. Blóm vinsamlegast afþökkuö. Sigríöur Þóröardóttir, Debóra Þóröardóttir, Þuríöur Þóröardóttir, Sveínn Þórðarson. Maöurinn minn og faöir GISSUR H. JÓNSSON frá Bolungarvík Hraunbæ 4. veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 19. marz kl. 10.30. Þeim er vildu minnast hins látna er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Dagbjört Jónsdóttir Bjarni Gissurason. Minning — Kristinn Marius Þorkelsson Fæddur 17. ágúst 1904 Dúinn 10. mars 1980 Með þessum fátæklegum línum vil ég minnast tengdaföður míns Kristins M. Þorkelssonar bifreiða- stjóra, sem lést að Reykjalundi 10. mars s.l. eftir erfiða sjúkdóms- legu. Hann var fæddur hér í Reykja- vík hinn 17. ágúst 1904, var hann því á 76. ári er hann lést. Foreldr- ar hans voru Elín S. Jónsdóttir og Þorkell Benjamínsson; hann ólst upp í foreldrahúsum fram á ungl- ingsár. Strax og hann hafði aldur til fór hann að vinna og það var hans lán að hann fékk vinnu hjá Kol og salt h.f. Þar var hann í vinnu þangað til að fyrirtækið var lagt niður. Þá hóf hann vinnu hjá Ríkisskip og þar vann hann þang- að til að heilsu hans tók að hnigna. Það er til marks um húsbóndahollustu hans að hann vann hjá tveimur fyrirtækjum allan sinn starfsaldur, sem var langur og strangur. í sínu einkalífi var hann mjög lánsamur. Kona hans var Sigur- lína Sch. Hallgrímsdóttir, var fædd 7. apríl 1911, dáin 18. júní 1976. Voru þau Lína og Kiddi, en svo voru þau kölluð af kunningj- um og vinum, samhent hjón um hag barna og heimilis. Börn þeirra eru: Þóra gift Jóni Guðnasyni, Margrét gift Ingólfi Jökulssyni, Þorkell giftur Svövu Ólafsdóttur, Anna var gift Herði Ólafssyni, en þau slitu samvistum, Hulda gift Snæbirni Kristjáns- syni, Hallgrímur giftur Elísabetu Daníelsdóttur, Haukur dó barn að aldri. Eina dótturdóttur sína ólu þau sem sitt barn, Sigurlínu gifta Jóni Eltonssyni. Einn son átti Kristinn, Daníel, sem giftur er Dýrley Sigurðardóttur. Afabörnin eru orðin æði mörg sem elskuðu og dáðu afa. Hann hafði mikla gleði af því að fara sem oftast uppí Sumó, eins og það var kallað, og þar voru verkefnin næg. Var oft glatt á hjalla hjá afa og ömmu, að ég tali nú ekki um ef afi tók fram harmonikkuna og þandi hana af hjartans lyst. Hjá þeim voru allir alltaf velkomnir, hvort sem það var seint eða snemma, alltaf var heitt á könnunni. Nú þegar leiðir skilja um sinn veit ég að Kristinn á góða endur- fundi með elskaðri eiginkonu sem hann syrgði svo mjög, og má með sanni segja að hann hafi með henni misst sinn betri part. Friður sé með honum og ætt- fólki hans öllu. Ingólfur Jökulsson Guðríður Ólafsdótt■ ir — Minningarorð Fædd 28. október 1924. Dáin 10. marz 1980. Við viljum með þessum línum votta minningu hennar, þakkir okkar og virðingu fyrir langt og gott samstarf. Það má með sanni segja að Guðríður Ólafsdóttir gróf ekki talentu sína í jörð, því það var undravert hve verkdrjúg og vandvirk hún var, þrátt fyrir langvarandi vanheilsu og skert líkamsþrek. Meðfætt glaðlyndi henna og velvild í garð okkar allra sem með henni unnum, bar þess vott hve miklu sálarþreki og skapstyrk þessi kona var gædd, því aldrei möglaði hún né kvartaði fyrir sjálfa sig, en lagði lítilmagn- anum liðsyrði og kom fram til góðs gagnvart þeim sem bágt áttu. Það er mikilsvert fyrir mann- margar stofnanir að hafa starfs- fólk sem er eins grandvart í orði sem Guðríður var, aldrei tók hún þátt í að baktala fólk eða niðra á nokkurn hátt. Hún var saungvin og virtist geta glaðst við allt sem gott er. Við viljum færa henni þakkir alls starfsfólks sem hún hefur unnið með, bæði í eldhúsi og á ræstingadeild Kópavogshælis. Einnig viljum við votta samúð okkar syni hennar, aldraðri móður og öðrum aðstandandum. Gyðríður Þorsteinsdóttir, Valgerður Guðjónsdóttir. Frænka mín Gauja verður jarðsett á morgun. Hún lést skyndilega s.l. mánudagsmorgun, eftir að hafa kennt sér lasleika að undanförnu, en þó getað stundað sína vinnu á Kópavogshæli, þar sem hún hefur unnið um langa hríð og mat þann vinnustað mikils og fólkið, sem þar var. Við vorum saman ánægjulega kvöldstund á föstudaginn áður en hún dó og var hún þá hress og kát að vanda. Hún kvartaði þó ekki um heilsu sína eins og hennar var von og vísa. Hún var þannig gerð að hún vildi líkna öðrum, en ekki tíunda sína eigin erfiðleika. Gauja var dóttir hjónanna Sig- ríðar Tómasdóttur frá Vík í Mýr- dal, móðursystur minnar og Ólafs Bjarnasonar frá Hörgsdal á Síðu, þau eignuðust 14 börn og komust 12 af þeim til fullorðinsára. Gauja var alin upp hjá móðursystur okkar Ingibjörgu Tómasdóttur og manni hennar Þórði Þorlákssyni bónda að Hryggjum í Mýrdal. Hún hefur örugglega hlotið gott upp- eldi, því að bæði erfðir og uppeld- isáhrif, hljóta að hafa haft áhrif á mótun hennar eiginleika. Hún fór snemma að vinna fyrir sér við ýmis störf, en lengst af hefur hún unnið á sjúkrahúsum hér og í Danmörku. Gauja lætur eftir sig einn son, efnis pilt, Ingólf Þór Björnsson, sem varð 20 ára s.l. föstudag. Hann bjó með móður sinni og var hennar stolt. Það mætti vera okkur, sem teljumst hraust, mikill lærdómur að hafa kynnst Gauju. Að sjá þvílíka elju, lífsgleði og hetjulund hún sýndi alla tíð, þrátt fyrir skerta orku. Að leiðarlokum viljum við ættingjar hennar og vinir þakka henni fyrir að miðla okkur af ótrúlegum sálarkröftum, miðað við þá heilsu sem hún bjó við. Fjölskylda mín og mágkonu minnar, Elísabetu Elíasdóttur, þakkar henni fyrir trygglyndi og gæzku, sem hún sýndi okkur alla tíð. Við biðjum guð að styrkja son hennar Ingó og aldraða móður Sigríði í sorg þeirra. Við sendum innilegar samúðarkveðjur til systkina og annarra vandamanna. Guðmundur Snorrason. Guðrún Þorsteins- dóttir — Kveðja Fædd 6. júní 1911. Dáin 7. marz 1980. Hvað okkur finnst ótrúlegt að Gunna amma sé horfjn okkur. Hún sem alltaf var reiðubúin að fórna tíma sínum fyrir okkur. Heimili hennar og afa stóð okkur alltaf opið, fullt af hlýju og yl. Hún passaði okkur þegar við vorum lítil, spilaði við okkur, lék sér og gerði að gamni sínu með okkur. Alltaf vildi hún gefa okkur það besta sem hún átti, án þess að krefjast neins í staðinn. Þegar við minnumst hennar munum við ávallt minnast hlýju hennar, kærleika, glaðværðar og óeigingirni. Við þökkum henni öll árin sem hún gaf okkur, hún elsku amma, og við óskum þess að öll börn ættu jafn góða ömmu og hún Gunna amma var okkur. Blessuð sé minning hennar. Kveðja frá barnabornum. VEGNA mistaka í blaðinu á sunnudaginn, birtast þessar minningargreinar hér í blaðinu i dag. Eru allir hlutaðcigandi beðnir afsök- unar á mistökum þessum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.