Morgunblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980
45
4 m
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL. 10— 11
FRÁ MÁNUDEGI
manns. Okkur var sagt, að hann
kæmist upp með þetta með erlend-
an vinnukraft, enda er sú ástæðan
að hann auglýsir hér. Hann fær
engan innlendan vinnukraft af
þeim ástæðum, sem að framan
greinir.
Þær sögðu í lokin, að þær hefðu
frétt eftir heimkomuna, að ís-
lenzkar stúlkur hefðu einnig lent í
þessu sumarið á undan þeim, svo
þetta væri ekki einsdæmi.
• Heill þér, Einar
„Undanfarna sunnudaga hef-
ur Einar Pálsson skólastjóri
Málaskólans Mímis flutt merkileg
erindi í útvarpið. Þeir, sem eitt-
hvað hafa lesið um forna menn-
ingu, hljóta að átta sig á því, að
sjónarsvið það, sem Einar opnar
með rannsóknum sínum, á sér-
stakt erindi til íslendinga. Það
væri ósanngjarnt að segja, að
menningarsaga okkar væri órann-
sökuð, en nú er að ýmsu leyti
varpað nýju ljósi á menning-
arsögusviðið. Menningartengsl
Islendinga og fornþjóðanna, s.s.
Kelta, eru skoðuð í miklu eldra og
dýpra samhengi.
Það ætti að vera siðferðileg
skylda íslendinga að styðja Einar
Pálsson í þessu merkilega starfi
hans. Rannsóknir hans ætti líka
að kynna á hinu sammenningar-
lega svæði, þó svo stórt sé. Háskóli
íslands ætti t.d. að bjóða Einari að
halda flokk erinda til þess að
vekja enn meiri athygli og áhuga á
þessu efni.
Samanburðarmenningarsaga er
ung vísindagrein, en þó hafa verið
gefnar út margar bækur um þetta
efni. Við lestur þeirra fer ekki hjá
því að manni verði uppruni og
saga íslenzku þjóðarinnar ljósari.
Hafi Einar Pálsson þökk fyrir
að benda þjóðinni á rætur menn-
ingar sinnar. Heill þér, Einar.
Arngrímur Sigurðsson
0493-8976
Þessir hringdu . . .
• Láttu ekki kaff-
æra þig í félags-
málapökkum
„Ég vil fyrst þakka Grétu
Sigfúsdóttur fyrir grein hennar í
Morgunblaðinu 12. marz með yfir-
skriftinni „For smán“.
Ennfremur vil ég þakka Vilm-
undi Gylfasyni fyrir breytingar-
tillögu hans við skattalagafrum-
varpið og þá sem studdu tillöguna.
Við varafomann Dagsbrúnar vil
ég segja þetta: Láttu ekki kaffæra
þig í félagsmálapökkum við næstu
samningsgerð. Félagsleg réttindi
eigum við að fá eftir því sem
þjóðarhagur leyfir hverju sinni,
án þess að gefa atvinnurekendum
eftir ákveðna prósentu af kröfum
okkar um réttmætar daglauna-
tekjur. Þessir viðsemjendur okkar
hafa árlega fengið að gjöf millj-
arða tugi af sparifé landsmanna
vegna þeirrar vaxtastefnu sem
gilt hefur.“
Karl Bjarnason, Minni-Grund.
• Sýnum börnunum
kurteisi
Kona hringdi: Mér finnst
að margir fullorðnir mættu hafa
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á alþjóðlega skákmótinu í
Hastings um áramótin kom þessi
staða upp í skák Shorts, undra-
barnsins enska, sem hafði hvítt og
átti leik, og bandaríska stórmeist-
arans Biyasis, sem tefldi áður
fyrir Kanada.
37. Re4! — Dd4 (Eini leikur
svarts og virðist halda taflinu
gangandi, en:) 38. Dxe5+! og svart-
ur gafst upp, því ef drottningin er
drepin losnar hrókurinn á f2 úr
leppuninni.
það í huga að börn eru einnig fólk.
Börnum er oft sýnd svo takmarka-
laus ókurteisi og tilætlunarsemi
að það er skömm af fyrir okkur
hin fullorðnu.
Ég veit t.d. um tvo drengi, sem
komu inn í eina af stærri verzlun-
um bæjarins. Afgreiðslumaður
þar rauk að þeim og sagði að þeir
væru flóttalegir og áreiðanlega
komnir í þeim tilgangi að stela,
enda hefðu þeir komið þarna inn
fyrir hádegi sama dag og litið eins
út, þ.e. flóttalegir. Drengirnir
sögðust hafa verið í skóla um
morguninn og gætu þeir sannað
það og þeir ættu erindi í verzlun-
ina. Afgreiðslumaðurinn sættist á
að afgreiða þá í þetta sinn og rak
þá síðan beina leið út úr verzlun-
inni.
Þá eru einnig fjölmörg dæmi
um að börn fá síðust allra af-
greiðslu og ekki tekið tillit til hvar
þau eru í röðinni. Auðvitað er
börn misjöfn, en það eru fullorðn-
ir einnig Mér finnst aðeins sárgr-
ætilegt að sjá æ ofan í æ, að
fullorðnir telja sjálfsagt að láta
skapferli sitt bitna á börnum, sem
það veigrar sér við að gera við
fullorðna.
Barnaárið er reyndar liðið, en
ég vildi aðeins minna á að börnin
eru líka fólk, og þau eiga sinn rétt
öll ár, ekki aðeins á barnaári.
HÖGNI HREKKVÍSI
„KEPpENOOf? Eft) BEÐNIPUM A0 .."
Brunanmlastofn-
un eykur f ræðslu
um brunavarnir
BRUNAMÁLASTOFNUN ríkis
ins hefur undanfarið gert átak til
að efla upplýsingafræðslu um
brunavarnir, en það er eitt af
mýmörgum verkefnum, sem þess-
ari stofnun er falið að annast
samkvæmt lögum og reglugerð-
um.
Meðal annarra verkefna má
nefna rannsóknarstarfsemi á sviði
brunamála, samvinnu við hlið-
stæðar stofnanir í nágrannalönd-
um og fylgjast með framförum_og
nýjungum erlendis á sviði bruna-
mála, undirbúa og endurskoða
eftir þörfum reglugerðir um
brunamál og sjá sVo um að þær
séu ávallt í samræmi við kröfur
tímans, að beita sér fyrir aukinni
kynningar- og fræðslustarfsemi
varðandi brunavarnir, námskeið
fyrir slökkviliðsmenn, að leiðbeina
sveitarstjórnum um allt það er
lýtur að brunavörnum.
Samkvæmt lögunum er verksvið
brunamálastofnunar margháttað
og víðtækt og framangreint aðeins
hluti af því. I upplýsingastarfsem-
inni hefur stofnunin nýverið sent
frá sér nokkur rit og fleiri munu á
leiðinni. Fjöldi starfsmanna virð-
ist þó ekki vera í samræmi við
verkefnin og hjá stofnuninni
starfa aðeins, auk brunamála-
stjóra, 2 fyrrverandi slökkvi-
liðsmenn og ein skrifstofustúlka.
Meðal annars sendi stofnunin
skólum spurningalista, sem farið
var fram á að nemendur svöruðu.
Grunnskólinn á Hofsósi brást
mjög vel við, en það sama verður
ekki sagt um alla skólana. Nem-
endur voru spurðir 9 spurninga
um eldvarnir á heimilum þeirra og
þeir beðnir að vinna svörin í
samvinnu við aðra á heimilum
þeirra og hugleiða brunavarnir.
Skýrslur bárust frá 33 nemend-
um á Hofsósi og samkvæmt svör-
unum eru slökkvitæki á heimilum
25 þeirra, rafmagnsleiðslur að
tækjum eru í lagi á öllum heimil-
unum og slökkvitæki eru í 30
bílum frá þessum heimilum svo
eitthvað sé nefnt af svörum nem-
enda á Hofsósi við spurningunum
9.
Ráðstefna um neyt-
endamál á vegum
sjálfstæðiskvenna
Landssamband sjálfstæðis-
kvenna og Hvöt í Reykjavík
gangast fyrir ráðstefnu um neyt-
endamál sunnudaginn 23. marz i
Valhöll í Reykjavík. Stendur
ráðstefnan frá kl. 9.30 að morgni
og fram undir kl. 6 síðdegis með
hádegisverðarhléi, og er hiin öll-
um opin. Sjálfstæðiskvennafélög-
in hafa á undanförnum árum
gengist fyrir slíkum ráðstefnum,
þar sem fjallað hefur verið um
ákveðinn málaflokk, sem þörf
hefur verið á að taka til umf jöll-
unar, og hafa ráðstefnurnar
ávallt verið mjög vel sóttar.
Fyrir hádegi sunnudaginn 23.
marz verða flutt erindi, eftir að
Margrét S. Einarsdóttir formaður
Landsambandsins hefur sett
ráðstefnuna. Er fyrst tekin fyrir
skilgreining á viðfangsefninu, sem
Arndís Björnsdóttir kaupmaður
fjallar um af sjónarhóli kaup-
manna, en Anna Bjarnason blaða-
maður af sjónarhóli viðskipta-
manna. Þá fjalla Dröfn Farestveit
heimilisfræðikennari um viðhorf
og vitund neytenda, Salome Þor-
kelsdóttir alþingismaður um neyt-
enda- og byggðamál á íslandi,
Jónas Bjarnason verkfræðingur
um neytendamál erlendis og
Hrafn Bragason dómari um neyt-
endamái og löggjöf, núverandi
stöðu og hvert beri að stefna.
Eftir hádegi verða pallborðs-
umræður, sem Davíð Oddsson
borgarfulltrúi stjórnar, en þar
ræðast við Jónas Bjarnason, Hall-
dór Blöndal alþm. Jóna Gróa
Sigurðardóttir húsmóðir, dr. Alda
Möller matvælafræðingur og
Magnús Finnsson framkvæmda-
stjóri Kaupmannasamtaka ís-
lands. Þá verða almennar umræð-
ur, sem lýkur með samantekt
Geirs Hallgrímssonar formanns
Sjálfstæðisflokksins á umræðum
ráðstefnunnar. Og að lokum slítur
Björg Einarsdóttir, formaður
Hvatar, ráðstefnunni.
Óskað er eftir því að væntan-
legir þátttakendur láti skrá sig
fyrir hádegi föstudaginn 21. marz
í s. 82900 og 82779.
Frá lögreglunni:
Vitni vantar að ákeyrslum
SLYSARANNSÓKNADEILD
lögreglunnar í Reykjavík hefur
beðið Morgunblaðið að auglýsa
eftir vitnum að eftirtöldum
ákeyrslum i borginni. Þeir, sem
upplýsingar geta veitt um þessi
mál, eru vinsamlegast beðnir að
hafa samband við deildina í sima
10200 hið allra fyrsta:
Mánudaginn 10.3. s.l. var ekið á
bifreiðina R-8694, sem er Volks-
wagen bifreið. Átti sér stað frá kl.
22.30 til kl. 23.00 og var bifreiðin
þá við Lögberg og Nýja-Garð við
Háskóla Islands. Skemmd á bif-
reiðinni er á vinstra afturaur-
bretti og er tjónvaldur Cortinu-
bifreið.
Á tímabilinu frá 8. til 9. marz
s.l. var ekið á bifreiðina R-65388,
sem er Skoda bifreið blá að lit, þar
sem bifreiðin stóð við Arnargötu
12 Rvík. Talið líklegast að atvikið
hafi orðið frá kl. 18.00 til 23.00
sunnudaginn 9. marz en er þó ekki
víst. Skemmd á bifr. er á vinstra
framaurbretti og framsvuntu.
Miðvikudaginn 12.3. s.l. var ekið
á bifreiðina X-3118 sem er Chevro-
let Impala á bifr.stæði norðan
Tryggvagötu á Kalkofnsvegi,
fimm bíllengdum frá Tryggva-
götu. Hægra framhorn er skemmt
á bifreiðinni. Átti sér stað í
eftirmiðdaginn.
Þann 13.3. s.l. var tilkynnt að
ekið hefði verið á bifreiðina R-
31538, sem er Benz fólksbifreið
rauð að lit. Bifreiðin stóð við
Krummahóla við hús nr. 8. Átti
sér stað frá kl. 17.00 þann 12.3. til
kl. 02.00 aðfaranótt þess 13.3.
Skemmd á bifreiðinni er á vinstri
hurð og stefnuljóskeri sömu meg-
in að framan.
Föstudaginn 14.3. var tilkynnt
að ekið hefði verið á bifreiðina
R-65886, sem er Volkswagen bif-
reið hvít að lit. Bifreiðin stóð við
K.R.O.N. við Stakkahlíð er þetta
átti sér stað. Mun hafa orðið
aðfaranótt þess 14. marz. Skemmd
á bifr. er á hægra afturaurbretti.