Morgunblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980 Dr. Björn Sigfússon: I. Um óvelkomnar breytingar varnarsamnings í tveim eylöndum í NATO eru ísland og Kanada aðeins tvö hinna hliðstseðu aðild- arríkja og hvort þeirra um sig hefur varnarsamning við hið þriðja, Bandaríkin. Það er eftirlit Norður-Atlantshafs, og á strönd- um að því, sem er þeim öllum sameigið, og ýmis undirbúningur varna. íslánd og Grænland hafa aldrei þurft beina kanadíska vörn. Ekkert hefur frést um að Banda- ríkin kæri sig um eða taki í mál að framselja til tíu sinnum fámenn- ara lands, Kanada, umtalsverðan nart af íslandsskyldum sínum og aðstöðuna hér. Og ósennilegt væri það, enda yrði litið býsna alvar- legum augum hérlendis. Þessa kunnu hluti rifja ég upp af því einu að í fyrradag, 22.1, las ég í Mbl. skilmerka fréttagrein, Stefnumótun í Kanada, cr varðar öryggismál íslands, eftir Þórð Ingva Guðmundsson, Kingston, Onatiro. Alls eigi mæli ég móti því ef gagnkvæmt yrði komið upp smáum sendiráðum í Ottawa og Reykjavík, til upplýsingaþjónustu um hvað sem vill annað en þau svið sem menn telja Rússa naska að njósna um. Kjánalegt er ef Kanada byði að með sendiráði sínu minnki það hér áhrif sovéska sendiráðsstarfsliðsins"! Mótmæla- tilefni er vitneskjan sem nú liggur fyrir, að margir úr hópi þeirra sem bjóðast til að hanna kana- díska íslandsmálastefnu vilja teygja hið skilgreinda varnar- hagsmunasvæði Kanada austur yfir Grænland, ísland og Norður- Noreg; á Keflavíkurflugvelli skuli vera kanadískt herlið og hið vænt- anlega sendiráð í Reykjavík skuli nýtast sem tangararmur norð- austursóknar, sýnilega eftir að USA-blessun á þessu hefði feng- ist. (Væri þá ekki pólitískt klókara gagnvart USA að panta heldur flokk Lúxemborgara ávöllinn? ) Tillagan hefur verið formlega rædd í kanadiska varnarmálaráðuneytinu af helstu herforingjum og æðstu embættis- mönnum, sem fjalla um utan- ríkismál. í þeim hópum hefur ísland skipt álíka litlu máli og Grænland hingað til. En þeir virðast nú gera sér auknar áhyggjur út af því að ekki er Grænland lengur seljanlegt fyrir dollara, heldur er lögeind undir heimastjórn, og líka að ísland skyldi ná hafréttarsigri sínum, eftir deilu, sem þessir menn segja að hafi stefnt Keflavíkurstöðinni í hættu. — Mundi návist Kanada á þeim stað hafa bætt úr skák 1975 eða endranær? Fjarstæða! Mundi kanadískt lið á flugvöllum í Græn- landi hafa þau áhrif að örsmá skref, sem Grænlendingar eru að stíga til fullveldis, „komi ekki að sök“, þ.e. auki ekki samningsrétt Grænlendinga um mál sín og samskipti útlendra við landið? Ranglátt væri að æsa sig í svörum við þess konar hugsunar- leysi. í greinarlok bendir Þórður hins vegar á að „Tillögurnar og skrifin um þær lýsa eins konar herraþjóðarhugsunarhætti og hroka og þéirri spurningu er aldrei velt fyrir sér hvort íslensk stjórnvöld eða íslensk þjóð kæri sig yfirleitt nokkuð um og detti í hug að ræða slíkar tillögur sem snerta aukin hernaðarumsvif við og á landinu." — Fyrir þau orð og fræðsluna þakka ég Þórði. Ég sé ekki að hrokinn þeirra geri okkur né grænlensku heima- stjórninni neitt, hvorugir eigum við eybúar úr jafnháum sessi að detta í varnarmálum og Norð- menn, sem fá sinn skerf af vantrausti í þessum Ottawaum- ræðum; sleppum þeim skerfi að sinni. Alvarlegra er að áhrif- astaða kanadískra herforingja í stjórnkerfinu er að styrkjast mik- ið, meðfram við það að hin kunna Quebccdeila, sem ekki á að leysa með skotvopnum eins og í Ulster, er óbeint notuð til að kynda upp þjóðhroka gamalbresks stríðsdek- urs þessum mönnum til styrk- ingar. í fyrra heimsstríði bar þessi stærsta hjálenda enska Samveldisins tilgerðarheitið elsta kóngsdóttirin („Orðin sértu kóngsdóttir og systra þinna mest“, kvað St. G. St. í háði í Kveðjum, 1917: „Þeir ærðu þig og særðu þig með skjall og brosin blíð“) Þá og í Búastríði forðum og árin 1940—45 lagði Kanada fram her- flokka til bjargar Samveldinu, náði herfrægð. Nú heimta hinir umræddu ráðgjafar, vinir vorir, samdrátt í þróunaraðstoð þess við fyrri Samveldishjálendur til að geta fjárfest meira í nýjum her- gögnum, eins og ríkisstjórnin í Ottawa hefur gert á síðustu árum. Hugmynd þeirra er m.a. að taka að nokkru leyti upp fallið merki Englands við Norður-Atlantshaf, ef þetta mætti lama Quebecskiln- aðaráhugann og lyfta Kanada upp í frægðarsæti. Þeir vilja að Kanada sé tilkallað á ráðstefnur þeirra „sjö stóru" (var svo gert rétt fyrir stofnun á NATO), „tíu stóru" eða „ellefu stóru". Það minnir á valdastigaklifur Musso- linis og Francos upp í það að heita hálfstórveldi þó hér sé ekki verið að jafna tilburðum vina vorra við þá herra að neinu öðru leyti. Hin sameiginlega imynd nor- rænna norðlægra ríkja á tveim álfujöðrum að um frjáls þjóðríki sé þar að ræða og ekki annað mundi stórbatna ef sjálfræði Quebecs, hvert sem það nú verður, fullnægir eðlilegu þjóðstolti þeirra Quebeca og sambúð þess við hið eiginlega Kanada heppnast á eft- ir. Jafnvel þó NATO-aðild þeirra yrði síðan í tvennu lagi yrði hún víst bara betri á því. II. Verður okkur boðinn kanadískur þróunar- landastyrkur? Við gætum kallað það geymt en ekki gleymt, í þeim veltingi sem er á óheppnum ríkisstjórnum í Ott- awa og Reykjavík 1979—80, að NATO á samkvæmt stofnsamn- ingi sínum að vinna að efnahags- jafnvægi og stjórnmálastöðug- leik í aðildarlöndum sínum en skerða samt fullveldi einskis þeirra. Þetta samátak hefur gerst á vegum EEC í öllum vesturevr- ópskum löndum frá Danmörku og Grikklandi til Portúgals og Azor- eyja. En traustar fræðibækur tjá okkur að það efnabandalag, sem kalla má hefjast í jan. 1958, byggðist á þeirri forsendu m.a. að geta staðið undir NATO-vörn, sem þakskörin. Vakið var máls á því þegar Noregur og ísland höfðu 1972 gert ljóst að þau færu ekki í EEC, þó Bretar gengju inn, að þetta gæfi Kanada tækifæri til að erfa ein- hver bresk sambönd þeirra tveggja NATO-landa. En svo fór að ekki hafa þorskastríð né kreppur áratugsins rofið nein Bretaviðskipti þeirra. Formúlan að Kanada erfi slitnuð Samveldis- viðskipti gæti sannast en gerir það ekki enn. Kapphlaup fleiri velda og auðvirkjaðar orkulindir, hráefni og olíu úr hafsbotni hefst núna. Fundir kanadískra og íslenskra embættismanna á næstliðnum 3 árum varðandi hafskönnun og varnarpólitík hafa að sjálfsögðu verið gagnlegir, eins og að er vikið í grein Þórðar. Þeir eru m.a. nátengdir umræðum milli Dana og Kanadamanna á sama tíma varðandi auðlindanýting í græn- lenskri lögsögu. Hér má hlaupa yfir olíuleitarsögu, sem ekki er enn farin að bera árangur. Sem vitni um að Kanada, ekkert síður en USA, bar í NATO-vörninni fyrir brjósti námur Grænlands (úran, króm, molybden etc.) get ég nefnt bæklinginn Grönland og polaromr&det sikkerhedspolitisk set, 1977, eftir H.c. Bach og Jergen Taagholt. En yngri rit eru til. Sú hugmynd er ekkert undarleg vest- an hafs að auðlindir, sem ekki hafa náðst inn fyrir hring EEC (grænlenskur vafi), ættu í staðinn að nást inn fyrir nytjunarhring Kanada, sem fjölþjóðafyrirtæki úr USA hafa talsvert ríkari umráð yfir nú en þau hafa yfir iðnaði og hráefnum i Bandarikj- unum sjálfum. Þennan þýð- ingarmikla stigmun á drottnun fyrirtækja í Kanada og USA vita margir en oflangt yrði að sanna hann hér. Kanada er stærst ríki heims næst á eftir Sovétríkjunum. Orka og aðrar auðlindir eru þar meiri á hvert mannsbarn en í nokkru öðru ríki. Sakir vitneskjunnar um „Endimörk vaxtarins“ munu svona náttúruauðug ríki, sem eygja valdsmöguleika, keppa harðar en nokkur önnur eftir enn víðari auðlindasvæðum því það gæti síðar veitt aðstöðu til einok- unar eða fákeppni hringanna með dýr jarðefni. Þetta mæli ég ekki í garð eins ríkis heldur fjölmargra; þetta er landafræði. Fréttin í fyrradag að Kanada vilji setja diplómata og hersveit niður á íslandi af því að olíufundir í hafi séu og verði spennuskapandi, þ.e. setji víst „framtíð Keflavíkur- stöðvarinnar i hættu“, kemur okkur spánskt fyrir ef raunsæ ætti að vera. Hún sýnir ekki stjórnarvilja í Ottawa. En ein- hverjir eru þarna sem langar að draga annars fisk úr sjónum, fiska í honum gruggugum. Margir erum við, Islendingar, sammála Kanadamanninum J.K. Galbraith um óhjákvæmileik framkvæmdadug fjölþjóðarfyrir- tækja, sem yrðu hér frekar en diplómatarnir afl þeirra hluta er gera skal. En þeir hringar eiga ekki að hlandast við varnarlið, ekki seljast innbakaðir í NATO- súkkulaði; Pentagon mun vita hvernig það mál líti út í augum vorum. Eða hvernig ber annars að skilja tillöguna, sem rædd er í Ottawa, að „Kanada á að veita íslendingum fjárhagslega aðstoð til að styrkja stöðugleika efna- hagslifsins og stjórnmálaþróun landsins. Peninga þessa á að fá með þvi að minnka þróunarað- stoð Kanada við lönd þriðja heimsins“? — Og gæti ekki farið svo að styrkveitingin drægi enn úr stöðugleika efnahagslífs, yki verð- bólgu og sljóvgaði sjálfbjargar- viðleitnina niður á aumlegt þróun- arlandastig? — En við tökum nú dræmt undir. III. Bandaríkjunum full- treyst. En hvers geta raunsæi og sanngirni krafist í heimsháska? „Kanada ætti ekki að bjóðast til að hafa hersveitir eða hergögn frá Kanadiska hernum á íslandi vegna þess að Bandaríkjamenn geta séð og sjá um þá hlið.“ — Þessi brýna leiðrétting á tillögum herfræðinganna vestra (sbr. Mbl. 22.1) kemur úr ritinu Our neigh- bours to the east, Kingston 1979, eftir norsk-kanadíska prófessor- inn Nils 0rvik, sem meta má mikils. Ef honum tekst að telja Noregsstjórn hughvarf, í þá átt að reynt skuli að efla norsk- kanadísk-bandarískan þröskuld í Noregshafi og sem næst Sval- barða, ætti íslensk svartsýni um fyrirtækið líklega að þegja. Ég mótmæli aðeins þeirri ímyndun að samkrull slíkt við varnaáætlun USA auki mikið á tiltrú til þess að virkilegum vörnum yrði beitt, frekar en núna sé sanngjarnt að vona. Nils 0rvik mun víða hafa minnst í riti á hugsanlega kana- díska þátttöku í vörn norskra olíusvæða eða öllu frekar Norður- Noregs, gjarnan þó talað um hana í spurnarformi. I bókinni The other powers, 1973 (R.P. Barston, ed.), er 1. ritgerðin eftir 0rvik og fjallar um norska utanríkis- og varnarpólitík. Hann spyr í grein- arlok hvert í Evrópu (NATO- hlutanum) kunni að fást nægur flotastyrkur að verja þá norður- girðing eða hvort með því dugi að reikna að fullnægjandi árangri verði náð með aðild hinna banda- rísku og kanadísku striðskrafta (s.56). Og hann spyr í næstu málsgrein hvort ekki megi finna þar slíka olíugnótt að hinum voldugu í EEC og USA/Kanada þyki borga sig að leggja í kostnað- inn við samvinnu um að vernda Noreg. Rétt á undan var 0rvik búinn að nefna „finlandisering" og deila á Norég fyrir að vilja ekki erlenda vel vopnaða stöð á frið- artímum. Þegar svo er ástatt er ekkert, segir hann, nema ótti USA um versnandi vígstöðu sem getur komið því stórveldi til að veita samt Noregi hjálp. 0rvik sagði 1973 þá hneigð vaxandi vestra sem hlyti að leiða til liðsfækkunar USA í Evróðu; það ætti ekki heldur að teljast sjálfgefinn hlutur að þau tækju á sig varnahlutverk (Noregs) hvað sem á dyndi. En áleit 0rvik það sjálfgefnara með hjálp Kanada? Ekki trúi ég því,- Og til hvers væri í heims- háska raunsætt að ætlast? — Og draga ekki tilburðir til útkjálka- varna, sem hyggilegt reyndist loks að hopa frá, stórslysin að „best“ varða útkjálkanum? Hyerjum innbyrlar NATO nú stórveldisdraum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.