Morgunblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980 Bayern Munchen með nauma forystu BAYERN Munchen hélt i forystu sína í vestur-þýzku deildarkeppn- inni með þvi að ná jafntefli á útivelli gegn Kaiserslautern, 1 — 1, um helgina. Hins vegar stal algeriega senunni innbyrðis leik- ur liðanna sem skipuðu annað og þriðja sætið, Köln og HSV. Köln var i öðru sæti, en HSV í þriðja. Höfðu liðin hlutverkaskipti, þvi að HSV vann frekar óvæntan sigur þó að á útivelli væri. Horst Hrubesch skoraði sigurmark HSV í 3—2 sigri, þegar aðeins örfáar sekúndur voru til leiks- loka. Staðan var 2—2 og Hrub- esch með knöttinn 25 metra frá markinu. Þar sem timinn var að renna út, spyrnti miðherjipn að marki. Og öllum til mikillar furðu skoppaði knötturinn í net- ið, þar sem hvorki varnarmenn né markvörður Kölnar hafði reiknað með skoti. Annars byrj- aði HSV leikinn mjög vel og komst í 2—0 fyrir hlé með mörkum Ivan Buljan og Jakobs Bernd Schuster og Pierre Litt- barski jöfnuðu þó leikinn, er Kölnar-liðið náði sér á strik í siðari hálfleik. Urslit leikja um helgina urðu þessi: Bochum — Dusseldorf 0—0 Werder Bremen — Schalke 044—0 FC Köln - HSV 2-3 Uerdringen — Leverkusen 2—0 1860 Munch. — Braunsch. 2—0 Dortmund — Stuttgart 2—4 Duisburg — Hertha 2—2 Kaiserslaut. — Bayern 1—1 Frankfurt — Mönchengladb. 5—2 Karl Heinz Rumenigge skoraði mark Bayern gegn Kaiserslautern sem svaraði með marki Geyer. Stigið sem Bayern hreppti nægði til þess að halda forystunni í deildinni. Frankfurt hóf leikinn gegn Mönchengladbach með miklum látum og þegar 7 mínútur voru liðnar af leiknum var staðan orðin 2—0 með mörkum Nachtweih og Borchers. Hannes og Bordecker jöfnuðu fyrir BMG í fyrri hálfleik, en eftir leikhlé var aðeins eitt lið að sjá á vellinum, eitt lið sem hafði yfirburði, þ.e.a.s. Körbel skoraði þriðja markið og Kóreum- aðurinn Bum Kun Cha skoraði tvívegis á síðustu tíu mínútunum. Stuttgart sigraði Borussia Dortmund mjög óvænt á útivelli með því að skora þrívegis á síðustu 8 mínútum leiksins. Geyer og Votava skoruðu fyrir Dort- mund gegn marki Walter Kelsch í fyrri hálfleik, en sigurmörk Stuttgart skoruðu þeir Olicher, Schmider og Kelsch. Agerbeck og Bnick skoruðu mörk Herthu gegn Duisburg, sem svaraði með mörkum Seliger og Dubski. Bæði eru liðin í bullandi fallhættu eins og Braunschweig, sem tapaði illa fyrir 1860 Munch- en. Grunther og Stering skoruðu mörk 1860 í slökum leik. Uerdringen vann mikilvægan sigur gegn Leverkusen, en lið þessi komu saman úr 2. deild á síðasta keppnistímabili og hafa bæði spjarað sig eftir atvikum vel. Sjálfsmark kom Uerdringen á bragðið og Funkel innsiglaði síðan sigurinn. Annað lið sem verið hefur í fallhættu og er reyndar enn, Werder Bremen, hefur unnið stóra sigra að undanförnu. Um helgina var röðin komin að Schalke 04 og liðið fékk mikinn skell. Dressel skoraði tvívegis fyrir Werder og þeir Bracht og Konchal skoruðu sitt markið hvor. Staðan í deildarkeppninni er nú þessi: Bayern Uinchen Hamburger FC Kftln VFB Stuttgart FC Schalke 04 Eintr. Frankfurt Bor. Dortmund Kaisershutern 1860 ittlnchen Mönchengl. Bayer Uerdringen Dllsseldorf Bayer Leverk. Werder Bremen VFL Bochum MSV Duisburg Hertha Berlin Eintr. Braunshweig 25 14 6 24 13 6 25 12 7 25 12 5 25 11 7 25 14 0 25 11 4 25 11 4 25 8 8 25 8 8 25 10 4 25 9 5 8 7 9 3 7 6 7 6 5 7 5 7 5 51- 5 54 6 58 8 54 7 34 11 54 10 48 10 46 9 33 9 40 11 34 11 47- 10 30 13 40 12 25 12 30 12 25 13 25 26 34 28 32 39 31 -40 29 ■29 29 •40 28 42 26 40 26 35 24 ■46 24 40 24 53 23 46 23 58 21 33 20 43 20 44 17 46 17 Ingólfur sigraði i punktamótinu í göngu ÚRSLIT í Bikar- og punktamóti í skíðagöngu sem haldið var í Hveradölum 15. og 16. marz 1980. Flokkur karla 15 km 20 ára og eldri 1. Ingólfur Jónsson, min. Reykjavík 2. Örn Jónsson, 50.4 Reykjavík 3. Halldór Matthíasson, 52.16 Reykjavík 4. Bragi Jónsson, 52.58 Reykjavík 5. Páll Guðbjörnsson, 56.29 Reykjavík 6. Guðjón Höskuldsson, 58.06 ísafirði 7. Matthías Sveinsson, 64.00 Reykjavík 64.54 ío 8. Guðmundur Helgason, Reykjavík 9. Kristján Snorrason, 64.52 Reykjavík 10. Hreggviður Jónsson, 68.43 Reykjavík 73.38 1 keppandi hætti keppni og 6 mættu ekki til leiks. Flokkur pilta 10 km 17—19ára 1. Einar ólafsson. min. ísafirði 2. Jón Björnsson, 35.16 ísafirði 35.37 3. Ingvar Ágústsson, ísafirði 36.56 4. Aðalsteinn Guðmundsson, Reykjavik 42.07 5. Kristján Kristjánsson, ísafirði 42.43 4 keppendur mættu ekki til leiks. Flokkur pilta 7.5 km 15-16 ára mín. 1. Egill Rögnvaldsson, Siglufirði 27.41 2. Birgir Gunnarsson, Siglufirði 28.55 3. Gunnar Gottskálksson, Siglufirði 29.46 4.Alfreð K. Alfreðsson, Reykjavík 33.58 5. Gunnar Sigurðsson, ísafirði 35.32 Einn keppandi hætti keppni og þrír mættu ekki til leiks. Flokkur pilta 5 km 13-14 ára mín 1. Baldvin Valtýsson, Siglufirði 21.59 2. Árni Stefánsson, Siglufirði 22.37 3. óttar Gunnlaugsson, Siglufirði 24.41 4. Garðar Sigurðsson, Reykjavík 24.50 5. Guðmundur Kristjánsson, ísafirði 24.56 6. Arnar Ólafsson, Siglufirði 25.09 7. Jón Þór Ágústsson, ísafirði 25.21 8. Ragnar Thorarensen, Siglufirði 27.14 9. Árni Alfreðsson, Reykjavík 27.59 Fjórir keppendur mættu ekki til leiks. Flokkur kvenna 5 km 16 ára og eldri mín 1. Anna Gunnlaugsdóttir, ísafirði 23.23 2. Guðbjörg Haraldsdóttir, Reykjavík 23.51 3. Auður Ingvadóttir, ísafirði 25.15 4. Sólveig Kjartansdóttir, ísafirði 28.59 Flokkur stúlkna 25 km 13—15ára mín 1. Rannveig Helgadóttir, Reykjavik 17.18 2. Linda Helgadóttir, Reykjavík 21.02 3. Sigríður Erlendsdóttir, Reykjavík 21.05 2 keppendur mættu ekki til leiks. • Horst Hrubesch skoraði sigurmark HSV á siðustu stundu. í sambandi við vetraríþróttahátíðina sem fram fór á Akureyri um síðustu mánaðamót var haldin mikil sýning á skíðum og skíðaútbúnaði. Á þessari sýningu mátti sjá glöggt þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað í útbúnaði sem notaður er til skíðaiðkunar. Á myndunum hér að ofan má sjá gömul skíði frá árinu 1925 og svo muninn á nýtísku smellu skíðaskóm og reimuðum skíðaskóm sem þóttu mjög góðir til síns brúks á sínum tíma. Þór sigraði í hörkuleik Það var heldur betur kátt í höllinni í Eyjum á föstudags- kvöldið þegar Eyjaliðin Týr og Þór léku síðari leik sinn í 2. deildinni i handknattleik. Troð- fullt hús og stemmningin gífur- leg. Eftir mikla baráttu og svipt- ingar fóru leikar svo að Þór sigraði 20—19 og tryggði sér þar með tvö dýrmæt stig í botnbarátt- unni við nafna sinn frá Akureyri. Þetta voru því hagstæð úrslit fyrir Vestmannaeyjar, það verða Týrarar að viðurkenna. Þór hafði algjöra yfirburði í fyrri hálfleik og lék þá stórvel, góð markvarsla, góð vörn og sóknin gekk upp. Náði Þór þegar góðu forskoti og hafði sjö mörk yfir í hálfleik, 14—7. Týrarar komu síð- an heldur betur ákveðnir til leiks í s.h. og þeir skoruðu fimm fyrstu mörkin án þess Þór kæmist á blað og nú var leikurinn allt í einu orðinn þrælspennandi en sýndist algjörlega glataður fyrir Týrarana í hálfleiknum. Mikil barátta var síðustu mín. leiksins og lætin í °f,- 20:19 húsinu ærandi. Týr náði að jafna 19—19 en Þór svaraði strax með marki og þær sek. sem eftir lifðu runnu sitt skeið á enda án þess Týr tækist að jafna aftur. Var fögnuður Þórara mikill í leikslok sem vonlegt var. Þeir eygja nú enn von um að halda sæti sínu. Bestu menn Þórs voru þeir Ragnar, Karl og ekki hvað síst Sigmar Þröstur í markinu sem varði frábærlega vel, m.a. 3 víti. Hjá Týrurum áttu bestan leik Sigurlás, Óskar og Helgi og Egill varði stórvel í s.h., m.a. 3 víti. Góðir dómarar voru Jens Ein- arsson og Guðmundur Magnússon. Mörk Þórs: Karl 4, Ásmundur 4, Albert 3, Herbert 3, Böðvar 3, Ragnar 2, Gústaf 1. Mörk Týs: Sigurlás 6, Helgi 5, óskar 4, Þorvarður 2, Magnús 1, Ingibergur 1. — hkj. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.