Morgunblaðið - 18.03.1980, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 18.03.1980, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980 Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri ríkisspítalanna: Stjórnunarleg nauðsyn, að staðreyndir fjárlaga og raunveruleikinn f ari saman RÍKISSPÍTALANA vant- ar nú um 814,5 milljónir króna miðað við þá fjár- muni, sem þeim er ætlað á fjárlögum. Vegna van- reiknings á álags- og yfir: vinnu vantar 450 milljónir króna, vegna 53ja nauð- synlegra staða, sem nú þegar hafa verið viðloð- andi Landsspítalann van- tar um 365 milljónir króna og er sú tala á verðlagi í janúar 1979. Þessi fjár- vöntun er eingöngu vegna þess reksturs, sem nú er í gangi og hefur verið viður- kenndur nauðsynlegur. Þessar upplýsingar fékk Morg- unblaðið hjá forstjóra ríkisspítal- anna, Davíð Á. Gunnarssyni. Morgunblaðið spurði Davíð, hvers vegna þessi fjárvöntun væri. Hann svaraði: „Ástæðan er sú, að þegar ríkis- spítalarnir fóru inn á föst fjárlög 1976 og hætt var að reka þá með daggjöldum, þá fékkst ekki form- leg viðurkenning á raunverulegu starfsmagni og magni yfirvinnu og vaktaálags. Allir fjármálaráð- herrar hafa leyst þennan vanda og þá venjulega í lok viðkomandi árs eftir að allt var komið í óefni. Ég efast ekki um að slíkt verður og nú.“ „En hvernig hefur kerfi fastra fjárlaga reynzt í rekstri spítal- anna?“ „Svo virðist, sem það hafi gefið góða raun stjórnunarlega," sagði Davíð, „þrátt fyrir mikla erfið- leika vegna vanáætlunar á fjár- lögum undanfarinna ára. Hraði kostnaðaraukningarinnar á Landspítalanum hefur orðið minni en á hinum tveimur spítöl- unum, Borgarspítalanum og Landakotsspitalanum, sem enn búa við daggjaldakerfi (sjá mynd nr. 1). Þessi árangur hefur náðst annars vegar með mikið auknu aðhaldi og hins vegar með hjálp ýmissa eftirlitstækja, sem við höfum látið búa til í samvinnu við ríkisbókhaldið, fjármálaráðuneyt- ið og hagsýslustofnun í formi starfsmannaeftirlits, kostnaðar- bókhalds og greiðsluáætlana. Kerfisbreytingin, þessi tæki, sem ég nefndi og í þriðja lagi áhugi allra stjórnenda, yfirlækna, hjúkrunarforstjóra og annarra, hefur lagzt á eitt til þess að þessum stjórnunarlega árangri yrði náð.“ „En að því er varðar greiðslu- áætlanir hefur þetta þó verið mjög erfitt, því að þær hefur ekki á þessum tíma verið unnt að gera í samræmi við fjárlög. Hvað varðar starfsmannahald, hefur á undan- förnum árum verið samkomulag um að ríkisspítalarnir hefðu auk fastra stöðugilda heimild til þess að ráða 17% umfram heimild vegna afleysinga. Þessari 17% heimild hefur síðan verið dreift á árið (sjá mynd nr. 2). Miðað við þann rekstur, sem við höfum haft undanfarin ár, er ljóst að vantar 53 starfsmannaheimildir til þess að hægt sé að halda starfseminni í eðlilegum skorðum." (Sjá mynd nr. 3). „En álags- og yfirvinna er einnig vanreiknuð í fjárlögunum?" „í athugasemdum við fjárlaga- frumvarpið," sagði Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri ríkisspítal- anna, „eru heimiluð launaútgjöld, 17% viðbót við föst laun og er það sama tala og ríkisspítalarnir hafa gert ráð fyrir. Hvað varðar hins vegar útgjöld vegna yfirvinnu og álagsgreiðslna, er í fjárlagafrum- varpinu gert ráð fyrir yfirvinnu 16% og álagsgreiðslum 14%. Á árinu 1978, var yfirvinna hins vegar 22% og álagið 18%, en á árinu 1979 tókst að lækka yfir- vinnu í 19%. Sá sparnaður einn nemur 180 milljónum króna. Augljóst er þó, að þarna verður ekki meira gert að sinni." „Hverjar eru afleiðingar slíkra vanreikninga?" „Það er stjórnunarleg nauðsyn, að staðreyndir fjárlaga og raun- veruleikinn fari saman, þannig að hægt sé að nota fjárlögin sem stjórnunarlegt leiðarljós. Hvað varðar aðra þætti, eins og t.d. fjárfestinguna, væri ástæða til að minna á, að Landspítalinn verður 50 ára á þessu ári og í því sambandi hefði átt að hefjast handa við svokallaða K-byggingu, þar sem aðstaða á að verða fyrir skurðstofu spítalans og krabba- meinslækningar, en aðstaða fyrir þessa þætti lækninga er nú í algjöru lágmarki á spítalanum. Einnig er nauðsynlegt að ljúka byggingu geðdeildarinnar, en hús hennar hefur legið undir skemmd- um og enn hefur ekki verið hægt að nota það.“ „Hvað með tækjakaup til spítal- ans?“ „Á fjárlögum nú er í fyrsta skipti í langan tíma tekið nokkuð myndarlega á fjárveitingu til tækjakaupa. Hins vegar eru allar þær tölur, sem þar eru nefndar á verðlagi 1. marz 1979, og eigi það að nýtast, þarf að umreikna það. Einnig hefur spítalinn gert áætl- un um svokallað tölvusneiðmynd- unartæki, sem fékkst ekki inn í fjárlagagerðina. Sá rekstraraf- gangur, sem Landsspítalinn hefði haft, hefði hann haft sömu dag- gjöld og t.d. Borgarspítalinn, hefði allt að því nægt til kaupa á slíku tæki (sjá mynd nr. 4).“ í ÞÚS. KR. MYND: 4 LANDSPIT ALINN 1979 í MILLJÓNUM KRÓNA REKSTOARAFGANGUR SAMTALS GJÖLD TEKJUR 8.017,5 677,0 7.808,1 8.017,5 8.485,1 <«7,6 8.435,1 8.485,1 SÉRTCKJUR DAGGJÖLD CSAMA DAGGJALD OG A BORGARSPÍTALA) Rekstrarafkoma Landspítalans og eins ef hann hefði notiö sömu daggjalda og Borgarspítalinn. Þá hefði rekstrarafgangur hans orðið 467,6 milljónir króna. Rekstrarkostnaður á legudag á verölagi ársins 1979. (Miöaö viö framfærsluvísitölu hvers árs.) O : 2 : I MYND: 1 í o j « o - j m - 1 r- •» *> e • -WM I I I I o * J EO I I o « 1 O « a> r» « L [ o < 1 ■ I AR Starfsmannafjöldi samtals 1979. RAUNVERUL S T ABfSMF J HElMlLAOUR STM.fl MEÐ AFLEVS ÁLAG GRUNNHElMlt OIR isa aaas asril IUNI iÚLI áOÚST SfST OKT MÓV DCS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.