Morgunblaðið - 12.04.1980, Side 3

Morgunblaðið - 12.04.1980, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1980 3 Suður- og Vesturland: Þorskveiðar í net stöðvaðar 30. apríl SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ tilkynnti í gær stöðvun þorsknetaveiða íyrir Suður- og Vesturlandi írá hádegi 30. apríl næstkomandi. Hins vegar hefur enn ekki verið tekin ákvörðun um hvenær netaveiðar verða stöðvaðar fyrir Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum. Segir í tilkynningu ráðuneytisins að fylgst verði með þróun netaveiða á þessum svæðum í aprílmánuði. Tilkynningin fer hér á eftir: „Ráðuneytið hefur ákveðið, að stöðva þorsknetaveiðar frá hádegi 30. apríl næstkomandi á svæðinu frá Eystra-Horni suður, vestur og norður um að Bjargtöngum. Bann þettagildir að svo stöddu til 21. maí næstkomandi. Ákvörðun þessi er tekin eftir umræður í ríkisstjórn og fundi með hagsmunasamtökum í sjávarútvegi og sjávarútvegsnefndum Alþingis. Byggist ákvörðun þessi á þeirri forsendu, að afli á þessu svæði hefur þegar náð þeim viðmiðunarmörkum, sem lögð voru til grundvallar um þorskafla á vetrarvertíð- inni, en með þeim var gert ráð fyrir svipuðum afla og í fyrra. Þar sem bátaafli á Vestfjörðum, fyrir Norðurlandi og Austurlandi er minni en í fyrra, hefur ráðuneytið ákveðið að fresta ákvörðun um stöðvun þorsknetaveiða á þessu svæði um sinn og sjá hvernig þróun aflabragða verður í aprílmánuði.“ Hagsmunasamtökin óánægð Kristján Ragnarsson: „Verið að efna til landshluta- stríðs44 ÞETTA er ekki fiskveiðitak- mörkun í sjálfu sér. heldur er verið að efna til landshlutastríðs, sagði Kristján Ragnarsson for- maður LÍÚ í samtali við Mbl. i gær. Við teljum að þetta eigi eftir að leiða til verulegra átaka ef til þessa kemur, sagði Kristján. Bátar að norðan hafa verið hér fyrir sunnan á vertíð í stórum stíl í vetur, en nú fara þeir heim og mega halda áfram að veiða þar eftir mánaðamót, verði ekki annað Kristján Ragnarsson ákveðið á næstunni. Þetta gæti leitt til þess að sunnanbátar fari norður og ég ætla að Norðlending- ar hafi lítinn áhuga á að fá þá yfir sig. Hagsmunasamtökin höfðu samþykkt og lagt til við ráðherra að vetrarvertíð báta lyki um mánaðamót um allt land og ég vona að eitt verði látið yfir alla ganga, sagði Kristján Ragnarsson. Á fundi í stjórn Landssambands ísl. útvegsmanna í fyrradag var eftirfarandi samþykkt gerð: „Stjórn LÍÚ samþykkir að mæla með því, að veiðar með þorskanet verði stöðvaðar 30. apríl. Sam- þykkt þessi byggist á, að staðið verði við fyrri ákvarðanir um 350 þúsund lesta hámarks þorskafla á árinu og stöðvun netaveiðanna gangi jafnt yfir alla landshluta." Ingólfur Falsson: „Utilokað annað en það sama gildi um land allt“ — VIÐ höfum litið svo á, að það væri útilokað að stoppa vetrarvertíð nema sömu regl- ur giltu um allt land og þetta kom fram í umræðum hags- munaaðilja með ráðherranum, sagði Ingólfur Falsson, for- maður Farmanna- og fiski- mannasambands íslands, í gær. — Það er því af og frá Ingólfur Falsson að gera okkur samábyrga i þessari ákvörðun því á fund- um kom skýrt fram, að við töldum algjörlega útilokað annað en það sama gilti um allt landið. Ég mótmæli því, að þessi ákvörðun sé tekin í samráði við hagsmunaaðilja, sagði Ingólfur. — í fyrra var þetta öðru vísi, þar sem Norðlendingum var leyft að halda veiðum áfram lengur út af ísnum, en nú er ekki neinu slíku til að dreifa. Við tökum það óstinnt upp, ef þessi stöðvun gildir ekki fyrir allt landið. — Ráðherrann hefur ekki skilið það enn þá hvernig þessi reglugerð, sem miðað hefur verið við, er upp byggð. Maðúr heyrir hann segja frá því, að honum hafi litizt vel á þessa reglugerð í upphafi, en eftir því, sem hann hafi lesið hana oftar og skoðað nánar lítist honum verr og verr á hana. Honum hefði örugglega ekki litizt illa á hana ef enginn fiskur hefði verið í sjónum. Við gerðum okkur hins vegar fulla grein fyrir því, að það kæmi meiri afli á land þessa mánuði, en töldum þetta einu leiðina til takmörkunar, meðan við ekki förum út í kvótaskiptingu, en það er nú viðkvæmt mál, sagði Ingólfur Falsson. óskar Vigfússon: „Gengið þvert á vilja hagsniuna- samtakanna“ — MEÐ þessu gengur ráð- herrann þvert á vilja hags- munasamtakanna, í þessu til- felli, sjómanna og útvegs- manna, sagði óskar Vigfús- son, formaður Sjómannasam- bands íslands, í gær. — Við höfðum lagt til að ef vertíð yrði stöðvuð, þá yrði miðað við 1. mai og gilti yfir allt landið, en ef ráðherrann telur það vænlegast til árangurs í sam- bandi við fiskveiðistefnuna að etja mönnum saman. þá hann um það. — Fyrst hagsmunasamtökin eru virt að vettugi þá er sjálfsagt bezt að pólitíkusarnir taki bara við þessu, en eftir því sem ég kemst næst þá var Sjávarútvegsnefnd með putt- ana í þessu. Sjómenn hafa þurft að sætta sig við margar og misjafnar ákvarðanir stjórnvalda, en svona ákvörðun hjálpar ekki til við að fá menn til að fallast á slíka hluti, sagði Óskar Vigfússon. óskar Vigfússon CALANT SAPPORO . . m ■■ GALANT SIGMA CWSœDSCíD ÖRYGGI ÞÆGINDI GÆDI Sá bestí fráJAPAN MITSUBISHI MOTORS [hIheklahf I Laugavegi 170-172 Sími 212 40 Mjög sparneytin vel meö jafnvægisasum, sem gera gang vélarinnar einstaklega þýðan og auka endingu hennar. Gormafjöðrun að framan og aftan sem gerir bílinn sérstaklega mjúkán í akstri. Umboð á Akureyri: Holdur sf., Tryggvabraut 14, simi 96 21715

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.