Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRIL 1980 Minning: Halla Jónsdótt- ir frá Kollslœk Halla Jónsdóttir fyrrum hús- freyja á Kollslæk í Hálsasveit í Borgarfirði lést á föstudaginn langa nær níræð að aldri. Hún verður jarðsett í Stóra-Asi í dag. Halla Jónsdóttir fæddist 26. sept. 1890. Foreldrar hennar voru Jón Erlingsson bóndi á Norður- reykjum en síðar á Kollslæk og kona hans, Þórunn Hannesdóttir. Halla ólst upp hjá foreldrum sínum á Kollslæk. Hún átti einn bróður, Stefán, sem var bóndi .í Gröf í Lundarreykjadal og er látinn fyrir fáum árum. Um tíma dvaldist Halla í Reykjavík um tvítugsaldur hjá hjónunum í Ána- naustum, og bar ætíð mjög hlýjan hug til þess fólks. Halla fór í Hvítárbakkaskóla, og þar kynntist hún manni sínum, Andrési Vigfússyni frá Ásakoti í Biskupstungum, en foreldrar hans voru Vigfús Vigfússon bóndi þar og Valgerður Ingimundardóttir. Halla og Andrés gengu í hjóna- band 4. júlí 1919 og voru fyrstu tvö árin á Uppsölum í Hálsasveit, en fluttust síðan að Kollslæk 1921 og bjuggu þar til 1956, er þau fluttust til dóttur sinnar að Stóra-Ási og áttu þar heima síðan. Andrés og Halla eignuðust tvær dætur, Þór- unni, f. 4. mars 1919, gift Magnúsi Kolbeinssyni bónda í Stóra-Ási, og Valgerði, f. 5. febr. 1920, en hn lést 15. júlí 1921. Andrés Vigfússon lést 1971. Kollslækur er fremur landsmá jörð efst í Reykholtsdal. En landið er vel gróið, hagsælt og kjarngott. Halla og Andrés bjuggu þarna fremur litlu búi en notadrjúgu. Andrés var verkmaður góður og ágætur fjármaður, hagsýnn og búhagur í besta lagi. Hann átti ekki jörðina framan af búskap sínum og það hvatti ekki til mikilla jarðarumbóta á þeim dög- um, og þegar þau Kollslækjar- hjón eignuðust ábýli sitt, var liðið á dag hjá þeim. Búskapur þeirra var því í eldri stíl en almennt gerðist á þessum slóðum um miðja öldina. En þar var vel staðið að hverju verki, öll umhirða frábær úti sem inni. Þar sat alúðin í öndvegi og bar ávöxt í ríkum mæli. Halla á Kollslæk var fríð kona, greind og skapstillt, hjartaheit og brigðalaus að allri gerð. Hún var hin myndarlegasta húsmóðir, vandvirk, hagsýn og verkastór. Heimilið var ríki hennar, þar sem umhyggja og ástúð var lögmál og ekkert skorti á samheldni og samlyndi hjónanna. Þar áttu margir skjól og hlíf, ellin í van- mætti sínum og æskan á þroska- leið. Foreldrar þeirra hjóna dvöld- ust þar meira eða minna á efstu árum og hlutu þar hvíld og umhyggju. Börn ættar- og vina- fólks dvöldust oft á heimili þeirra á sumrin, og tvö systurbörn And- résar ólu þau upp að miklu eða öllu leyti. Annað þeirra, Eyjólf Sigurðsson, son Þorbjargar Vig- fúsdóttur og Sigurðar Eyjólfsson- ar, sem bjuggu í Bygggarði á Seltjarnarnesi og síðar í Reykjavík, tóku þau þriggja ára í fóstur og ólu hann upp. Þessi fjölskylda var barnmörg, og þegar Þorbjörg Vigfúsdóttir lést frá barnahópnum, tóku þau Kolls- lækjarhjón einnig Baldur son hennar alveg í fóstur tíu ára gamlan og önnuðust hann til fullorðinsára. Þau voru báðum þessum drengjum sem foreldrar, og þeir festu á þeim varanlega sonarást. Árið 1930 reistu þau Andrés og Halla sér bæ á Kollslæk. Þetta var lítið íbúðarhús, reist með nokkr- um bæjarsvip og vandað hús að allri gerð, kjallari var steyptur en aðalhæð úr timbri og torfþak á járni á þaki. Þar voru verk svo vel vönduð og vel um gengið síðan, að þar hefur allt staðið og er enn með svipuðum ummerkjum eftir hálfa öld, meira að segja járnið undir torfþakinu að mestu hið sama, en að sjálfsögðu víkur nú þessi gamli og fallegi bær uppi í dalshlíðinni fyrir nýju og betra húsi nýs bónda á Kollslæk og verður rifinn. En það var fallegt að horfa heim að Kollslæk neðan af veginum um miðja öldina, lítill og stílhreinn bær í grænu, hallandi túni með útihús falleg að veggjum og stöfn- um, og hvarvetna blasti við hirðu- semi búenda, alúð og iðjusemi. Og kæmi gesturinn heim á hlað var honum tekið með látlausri alúð og ljúfri einlægni, og þegar inn var komið urðu húsakynnin stærri og bjartari en hann hafði grunað. Hreinlæti og umhirða blasti hvarvetna við, og Halla húsfreyja bar fram höfðinglegar veitingar, þar sem ekkert var skorið við nögl, og þó stillileg og nærgætin um- hyggjan síst af öllu. Þegar þau Kollslækjarhjón voru rúmlega hálfsjötug að aldri brugðu þau búi 1956 og fluttust að Stóra-Ási til Þórunnar dóttur sinnar og Magnúsar manns henn- ar. Þau voru þó enn í góðu fjöri og lögðu ekki hendur í skaut. Andrés stundaði einkum fjármennsku kvikur á fæti og verkahraður, en Halla vann margt innan bæjar. Andrés hélt fjöri og starfsorku þangað til banameinið tók af skarið. Halla hélt góðri heilsu og var vel ern fram yfir áttrætt, en þá tók að sjálfsögðu að halla undan. Um það leyti varð hún Fædd 29. maí, 1912. Dáin 17. mars. 1980. Dagmar Sigurðardóttir var fædd á Borgarfirði eystra. Dóttir hjónanna Jónu Hallgrímsdóttur og Sigurðar Árness Jónssonar fræðimanns, sem ættaður var úr Hrunamannahreppi í Árnessýslu. Dagga, eins og hún var alltaf kölluð af kunningjum, missti móð- ur sína um fermingu. Fór hún þá að heiman að vinna fyrir sér eins og títt var um unglinga á þeim árum. Aðallega fóru ungar stúlkur í vistir og voru húsbændur mis- jafnir eins og gengur í þessu jarðneska lífi. Ég get tekið undir orð Hjalta Gunnarssonar, útgerðarmanns á Reyðarfirði, en hann sagði einu sinni við mig að „Dagga væri mikilhæf manneskja". Dagga bjargaði margri manneskjunni frá drukknun, sem aldrei verður minnst í bókum, svo sem Öldinni okkar, og sennilega ekki í nokk- urri bók. Það er lítið um það hér á landi að fátæk börn, sem fóru ung frá sinni heimabyggð að vinna fyrir sér, skrifi ævisögu sína þegar á elliárin kemur, en ef einhver vogaði sér að gera slíkt á sannan hátt er hætt við því að ungl- ingarnir í dag myndu ekki trúa því hve lífsbaráttan var þungbær hjá því fólki sem nú er smátt og smátt að kveðja þennan heim. Þá þekkt- ist ekki að fólk fengi útborgað vikulega eins og nú, heldur varð það að vinna myrkranna á milli fyrir litlu sem engu kaupi og við misjafnan aðbúnað, bæði í mat, húsnæði og framkomu húsbænda sinna, sem ekki tóku alltaf tillit til þess hvort fólk þess væri hraust. En Dagmar var afar óhraust kona allt sitt líf, þrátt fyrir það að hún lægi ekki langdvölum saman á sjúkrahúsum nema þá daga sem hún var skorin upp. Dagmar og Ingvar Gunnarsson, vélstjóri, byrjuðu búskap sinn í Sandgerði árið 1943. Fluttust þau fyrir því óhappi að lærbrotna, og eftir það varð hún að nota hjóla- stól. En hugarstyrk, stillilegri gleði sinni, sjón og heyrn hélt hún fram á síðustu ár, og fötum fylgdi hún flesta daga fram á þetta ár, en að sjálfsögðu þurfti hún mikill- ar hjúkrunar við. Á þá umhyggju skorti ekkert af hendi dóttur og tengdasonar og annarra, er næst henni stóðu. Henni voru það gleðistundir þegar sveitungar, vinir og ættingjar settust hjá henni og ræddu um liðna tíð. Þá varð bros hennar milt og svipur- inn ylhýr. Enginn veit að vísu til hlítar um lífshamingjuna í annars garði, en ég er illa svikinn, ef hún hefur ekki verið heimagangur hjá þeim Höllu og Andrési á Kollslæk langa ævi þeirra. Þau voru fátæk eins og flestir af bændakynslóð, en þau áttu meira að gefa en flestir þeir, sem ganga með fulla vasa fjár, og þeim brást aldrei það örlæti sem máli skiptir í lífinu. fljótlega til Grindavíkur og bjuggu þar til ársins 1958 en þá fluttust þau hingað til Eskifjarð- ar. Eins og um svo marga aðra, sem hingað flytjast, þá byggði Ingvar hér hús og er það að Strandgötu 29. Fluttust þau í það 2 árum eftir komuna hingað til Eskifjarðar. Dagga og Ingvar áttu 2 syni: Sigurð, sem er kvæntur Guðrúnu Gunnlaugsdóttur frá Heiðarseli Norður-Múlasýslu, og eiga þau 2 börn, og Gunnar, sem er kvæntur Hólmfríði Friðriksdóttur frá Keflavík og eiga þau dóttur, sem á að fermast í vor. Auk þess átti Dagga 1 dreng áður en hún giftist Ingvari en missti hann fljótlega eftir fæðingu. Dagga var tengda- dætrum sínum afar góð, enda voru þær ungar þegar þær giftust sonum hennar, einnig barnabörn- unum sínum en hús hennar stóð ávallt opið fyrir þeim og ætíð hafði hún tíma til að sinna þeim. Ég man alltaf eftir að þegar ég einu sinni sem oftar heimsótti Döggu þá voru margir gestir komnir til hennar langt að og voru hún og gestir hennar að rifja upp minningar frá því í gamla daga. Var góð stemmning yfir samræð- unum. Þá komu 2 barnabörn heim úr skólanum og báðu ömmu sína að kenna sér að reikna dæmi, sem þau skyldu ekkert í. Dagga fór með barnabörnin strax frá hinum skemmtilegu samræðum til að útskýra reiknidæmin. Já, það væri betur ef fleira af fullorðna fólkinu gerði slíkt hið sama, að gefa sér alltaf tíma til að sinna börnunum. En í nútímahraðþjóðfélagi mega svo fáir vera að því að hugsa um blessuð börnin, því fer nú sem fer. Ingvar og Dagga voru að mörgu leyti ólík hjón. En þau settu sér það mark að skilja hvert annað enda var sambúð þeirra góð. Ingvar er þúsundþjalasmiður og mikill grúskari. Enda hló Dagga oft að því hve vel hún væri orðin að sér varðandi vélar því Ingvar Halla á Kollslæk bar þá prýði, sem húsmóðir á íslenskum sveit- abæ getur bestri skartað, og í hugum þeirra, sem þekktu hana vel, ber hana hátt í þeim fjöl- menna systrahópi. Andrés Kristjánsson Við útför Höllu Jónsdóttur hús- freyju frá Kollslæk, sem gerð verður í dag frá Stóra-Ásskirkju, koma upp í huga minn minningar frá löngu liðnum tíma. Þegar ég dvaldist sem drengur að Stóra-Ási fór ég oft erinda húsbænda minna að Kollslæk. Það þurfti ekki að ganga á eftir neinum, þegar erindað var út að Kollslæk. Þangað var gott að koma, hlýjar móttökur húsbænd- anna Höllu og eiginmanns hennar Andrésar Vigfússonar bónda, og umhyggja fyrir þeim, sem þangað komu erinda. Halla Jónsdóttir var kornung, þegar hún fluttist að Kollslæk með foreldrum sínum, þeim Jóni Erlingssyni bónda og konu hans Þórunni Hannesdóttur, en að Norður-Reykjum var hún fædd 26. sept. 1890. Með komu Höllu að Koilslæk var ekki tjaldað til einnar nætur. Þar ólst hún upp ásamt bróður sínum Stefáni, síður bónda að Gröf í Lundareykjadal og þar varð hún síðar húsfreyja á meðan starfskraftar entust. Á unglingsárum sínum dvaldist Halla um skeið að Ánanaustum í Reykjavík hjá þeim heiðurshjón- um Önnu og Birni Jónssyni skip- stjóra og batzt miklum vináttu- böndum við fjölskyldur þeirra. Halla stundaði nám við Hvítárvallaskóla og þar kynntist hún eiginmanni sínum Ándrési þyrfti svo oft að segja sér og útskýra ýmsa vélahluti. Fyrir 5 árum fluttist Sigurður sonur þeirra með fjölskyldu sína í sitt eigið hús. Þá breytti Ingvar sinni íbúð í haginn fyrir þau hjónin í ellinni og var ekkert í það sparað. Sér sjónvarpsherbergi með húsgögnum og klukku, sem Ingvar smíðaði allt sjálfur. Auk þess setti hann upp arin í herberg- inu og það sagði Dagga oft, að sér þætti vænst um að það væri svo hlýtt og heimilislegt. Fyrir nokkr- um árum setti Ingvar upp 10 fermetra gróðurhús, mjög full- komið, með rafmagnskapli í jörðu til að hita upp moldina. Ræktuðu þau mikið af grænmeti s.s. agúrk- ur og tómata. Borðuðu þau lítið af því sjálf en gáfu vinum og kunn- ingjum uppskeruna. Sl. sumar buðu þau hjónin fóstursystur Ingvars, Hildi, og manni hennar, Stefáni A. Pálssyni, til sín í vikudvöl. Var Dagga afar ánægð yfir hve þau hjón, Hildur og Stefán, kunnu að meta grænmetið úr nýja gróðurhúsinu sökum ferskleika, annað heldur en að kaupa misjafnt grænmetið í búð- um í Reykjavík. Eins og áður segir þá bjargaði Dagga mörgum manninum og kom þeim á réttan kjöl í þessu lífi með þeim meðfæddu hæfileikum sínum sem hún hlaut í vöggugjöf. Dagga var mikilhæf kona, þótt lítil væri fyrir mann að sjá, eða réttara sagt fáir vissu hve miklum hæfileikum hún bjó yfir og kunni að láta alls Vigfússyni séttuðum úr Biskups- tungum. Árið 1919 giftust þau og hófu búskap að Uppsölum, en 1921 flytja þau að Kollslæk og bjuggu þar til ársins 1956, að þau brugðu búi og fluttust að Stóra-Ási til dóttur sinnar og tengdasonar. Þar andaðist Andrés 1971. Kollslækur er ekki stór jörð en notadrjúg og þar bjuggu þau Halla og Andrés góðu búi. Þau eignuðust tvær dætur, Þórunni nú húsfreyju að Stóra-Ási, gift Magnúsi Kolbeinssyni bónda, og Valgerði, sem þau misstu korn- unga. Börnin á Kollslæk urðu að vísu fleiri. Systursynir Andrésar, þeir Eyjólfur og Baldur Sigurðssynir ólust upp hjá þeim og sumar- drengi eignuðust þau líka, sem allir nutu umhyggju þeirra eins og eigin börn. Komur mínar að Kollslæk eru mér afar minnisstæðar. Mynd- arskapur, snyrtimennska, sam- fara mikilli gestrisni og hlýju, einkenndi heimilið og allt heimil- isfólkið. Þar áttu foreldrar Höllu og móðir Andrésar hlýtt og nota- legt ævikvöld. Það varð þeim Höllu og Andrési mikil gleði, að eyða ævikvöldi sínu í Stóra-Ási hjá dóttur sinni og tengdasyni og börnunum þeirra og njóta þess sem þau sjálf höfðu veitt svo ríkulega. Þar var líka allt gert til þess að þau gætu notið þess sem skyldi. Þegar nú leiðarlokin eru komin og Halla Jónsdóttir nýtur hvíldar, kveðjum við hana og minnumst hennar og eiginmanns hennar, Andrésar Vigfússonar með virð- ingu og þakklæti og biðjum þeim blessunar. Við sendum kveðjur okkar að Stóra-Ási. Matthías Á. Mathiesen. staðar gott af sér leiða. Hún var sósíalisti í orðsins fyllstu merkingu. Ræddum við oft um pólitík en vorum alltaf ósammála í þeim efnum. Dagmar var jarðsungin í Eski- fjarðarkirkju 22. mars sl. Margt manna kom langt að til að fylgja henni til grafar. Séra Davíð Baldursson var sent skeyti frá gömlum kunningja þeirra Döggu og Ingvars. Var skeytið lesið upp yfir kistu henn- ar. Var Döggu þar vel lýst. Læt ég hér fylgja nokkrar línur úr áð- urgreindu skeyti. „Þeir sem þekktu hana best vissu að hún var heimsborgari að eðlisfari, bjó yfir leiftrandi gáfum með ríkum per- sónutöfrum og fágæddri sam- ræðuhæfni enda fróð og víðlesin ... Eitt mesta og þekktasta núlif- andi skáld okkar hefur talað um það sem minnisstæðan atburð og heiður að hafa kynnst henni og oft átt við hana samræður um hin fjölbreyttustu efni.... og þau um- mæli höfðingjans Einars gamla í Garðhúsum að hún væri göfug manneskja og að óhræddur og án nokkurrar tryggingar annarrar en loforðs hennar myndi hann hafa getað afhent henni verslun sína til fullrar eignar." Já, gömlu menn- irnir vildu hafa tryggingu fyrir því sem þeir seldu öðrum. Þarna er Döggu minni rétt lýst. Ég og rnitt fólk sendum Ingvari Gunnarssyni og fjölskyldu inni- legar samúðarkveðjur. Regína Thorarensen Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrir vara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera velrituð og með góðu línubili. Minning: Dagmar Sigurö- ardóttir, Eskifirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.