Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1980 17 við verðbólguna brýnasta verkefn- ið og að núverandi ríkisstjórn ætlaði að ná verðbólgunni niður á svipað stig og í nágrannalöndun- um á árinu 1982. En þrátt fyrir það væri öllum ljóst, að ekkert sérstakt myndi gerast og verð- bólgan héldi áfram að vera á svipuðu stigi og nú, eða jafnvel hærri, nema um stuttan tíma fyrir tilstuðlan gerviaðgerða. Kjarni málsins væri sá, að hjá almenn- ingi, stjórnmálamönnum eða hagsmunahópunum væri enginn vilji til þess að horfast í augu við vandann, fyrr en engra annarra kosta væri völ, og sem betur fer hefði það ástand ekki skapast enn. Sérstaklega væri það áberandi, hve ófúsir menn væru til að taka á sig þær skammvinnu byrðar í skertum lífskjörum og minni at- vinnu, sem væru óhjákvæmilegar til að geta síðar búið við batnandi hag og aukna velferð, en að þeim markmiðum yrði ekki stefnt fyrr en verðbólgunni hefði verið ýtt til hliðar. Þá rakti Jónas þá meginþætti, sem hann taldi ráða úrslitum um skynsamlega efnahagsstefnu við núverandi aðstæður. Hann taldi mjög mikilvægt, að með skipu- lagsbreytingum yrðu skapaðar forsendur fyrir nýju átaki gegn verðbólgu. Umbætur væru nauð- synlegar á vinnumarkaðnum svo og breytingar á kerfi launasamn- inga og gerð þeirra. Þá vær: óhjákvæmilegt að breyta kosn ingalögum og kjördæmaskipai þannig að jafnrétti kjósenda væri tryggt. Við mótun efnahagsstefn- unnar ætti að hverfa frá beinum aðgerðum gegn verðbólgunni, að minnsta kosti um stundarsakir. Þess í stað ætti að stefna að aðlögun að verðbólgunni og í því efni ætti fyrst og fremst að leitast við að ná hagvexti þrátt fyrir verðbólguna og leggja jafnframt grunninn að samdrætti hennar. I því skyni ætti að leggja áherslu á eftirfarandi sjö atriði: 1. Vaxtakjör verði á sem skemmstum tíma samræmd verðbólgunni. Samhliða því verði lokið þeirri aðlögun tekju- skatts, bæði einstaklinga og félaga, að raunvirði, sem nú er unnið að á grundvelli nýju skattalaganna. Þá ætti jafn- framt að fullu að taka upp reikningsskil í fyrirtækjum, er miðuð væri við verðbólguað- stæður. 2. Þegar í stað ber að afnema öll verðlagsákvæði fyrir utan þau, sm mæla gegn einokun. Ríkis- stjórnin á einnig að láta kjara samninga afskiptalausa og ekki móta neina kjarastefnu, til dæmis ekki varðandi fiskverð. Þá á að stuðla að samkeppni með því að auka frelsi í gjald- eyrismálum, innflutningi og tollalánum. Með þessum hætti kæmi greinilega í ljós, hvað er á valdi ríkisstjórnar og hvað ekki í sambandi við ákvarðanir verð- lags og launa. 3. Hætt verði að láta gengið fljóta og þess í stað verði krónan tengd einhverjum erlendum gjaldmiðli eða fleiri en einum svo sem SDR (viðmiðunarein- ing Alþjóðagjaldeyrissjóðsins). Með þessu væri ekki komið á óumbreytanlegu gengi, heldur yrðu utanaðkomandi hömlur viðurkenndar að nýju. Þá væri skynsamlegt að svo stöddu að halda hömlum á erlendum lánt- ökum, ekki sízt lántökum opin- berra aðila. 4. Seðlabankanum verði í sam- vinnu við viðskiptabankana leyft að móta og framfylgja stefnu í peningamálum, er mið- ist við að halda aukningu pen- ingamagns innan hæfilegra marka. 5. Stefnt verði að jöfnuði í ríkis- fjármálum og að því að tak- marka útgjöld og skattheimtu ríkisins. Tekin verði upp stefna við mat á opinberri þjónustu og framkvæmdum, þar sem meira tillit en áður sé tekið til viðsk- iptalegra viðhorfa og fjárhagsl- egrar ábyrgðar. 6. Eindregið verði stefnt að auk- inni orkuframleiðslu og að því að koma á fót nýjum orkufrek- um iðnfyrirtækjum um leið og þau verði stækkuð, sem fyrir eru. Viðurkenna ber, að sam- vinna við erlenda aðila sé nauð- synleg á þessu sviði á grundv- elli sem íslendingar telja sér hagkvæman. 7. Átak verði gert til að auka framleiðni í öllum greinum íslensks iðnaðar með auknum rannsóknum, ráðgjöf og lán- veitingum, um leið og viður- kennt sé, að framleiðni er aðeins unnt að auka í fyrir- tækjunum sjálfum, og þess vegna er það forsenda fyrir árangri, að þeim séu skapaðar heilbrigðar ytri aðstæður og samvinnuandi ríki innan jæirra. I umræðum, er fram fóru að erindinu loknu, gerði Jónas grein fyrir þeirri skoðun sinni, að ósennilegt væri, að teljandi atvinnuleysi gæti orðið hér á landi. Vegna fámennis hefðu Islendingar þá sérstöðu, að þeir, sem ekki gætu fengið atvinnu heima fyrir, kæmust hæglega að á vinnumarkaði nágrannalanda. Hanri benti einnig á, að tiltölulega hægur hagvöxtur á undanförnum áratug og ónóg fjölgun atvinnu- tækifæra, er af því leiddi, væri mikilvæg ástæða brottflutnings fólks á þessu tímabili. Hér verður ekki ráðist í það að bera saman hugmyndir Jónasar og annarra ræðumanna í Munaðar- nesi. En forsendur hagfræð- inganna voru þær sömu, að verð- bólgan væri svo mikið efnahags- legt böl, að gegn henni yrði að berjast með öllum tiltækum ráð- um. Þessi ráð væru til, en það sem vantaði væri pólitískur vilji til að beita þeim og var þetta einnig kjarninn í háskólafyrirlestri F.A. Hayeks. Til dæmis voru hagfræð- ingarnir allir á einu máli um það, að ein helsta forsendan fyrir skynsamlegri efnahagsstefnu á verðbólgutímum væri, að vextir væru látnir fylgja þenslunni. Eitt af fyrstu verkum núverandi rikis- stjórnar hér á landi var að hverfa frá þessu markmiði. Eins og að framansögðu verður ráðið eru skoðanir manna skiptar um það, hvaða tímamörk setja beri, þegar baráttuaðferðirnar gegn verðbólgunni eru mótaðar. David Colander nefndi 5 ár, nú- verandi ríkisstjórn setti sér 2 ára ramma, F.A. Hayek nefndi 3 til 6 mánuði og Jónas H. Haralz hverf- ur frá öllum tímamörkum. Auðvit- að er það ekki tíminn, sem skiptir höfuðmáli, heldur hitt að fyrir hendi sé vilji hjá stjórnmála- mönnunum til að takast á við vandann og þeir veiti þá forystu, sem sameinar nauðsynlega krafta í sameiginlegu átaki. Hitt er blekking að halda, að verðbólgan hverfi átakalaust og án þess að það kosti einhverjar fórnir. Þótt menn kunni að vera orðnir leiðir á öllu verðbólgutalinu mun það halda áfram bæði hér á landi og erlendis, þar sem draugurinn æðir óðfluga fram og magnast. Vonandi verður lofsvert frum- kvæði Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, sem stóð að ráðstefnunni í Munaðarnesi, og Félags frjálshyggjumanna, sem bauð F.A. Hayek hingað, til þess að leiða umræðurnar hér á landi inn á nýjar brautir. Björn Bjarnason Nú eru á boðstólum erlendar mjölmiklar kartöflur, sem eru Ijóm- andi góðar í ýmsa kart- öflurétti. Mörgum þykja erlendu kartöfl- urnar síðri soðnar, en þær eru betri í kart- öflumús, í marga kartöflurétti, svo ekki sé talað um þær stóru bakaðar eða til að gera „franskar“. Með t.d. kartöflubakstri og gratini nægir köld kjötsneið, aðrir af- gangar eða aðeins grænmetissalat. Kartöfluréttir Bakaðar kartöflur „Francies Suzette“ 6 stórar kartöflur bakaðar í ofni. Lok skorið ofan af kartöfl- unum og innmaturinn skafinn úr, stappaður og saman við er hrært: 50 g smjörlíki, 30 g rifinn ostur, 'h dl. rjómi og eitt egg. Þessu er síðan komið fyrir í kartöfluhýðinu, smurt yfir með bræddu smjöri, eða matárolíu, og látið inn í ofninn í smátíma eða þar til kominn er fallegur gullinn litur á. Haft með kjöt- eða fiskrétti, eða sem sjálfstæð- ur smáréttur. Kartöflugratin 750 g hráar kartöflur í sneiðum, smábitar af selleri, salt, pipar, 100 g rifinn ostur, 2 dl rjómi, smjörlíki. Kartöflurnar lagðar í smurt eldfast mót, selleribitar ofan á, kriddað með salti og pipar, osti stráð yfir, þetta er svo endurtek- ið og síðast, eða efst eru settir smjörlíkisbitar, rjóma hellt yfir og osti stráð ríflega yfir. Bakað í ofni í u.þ.b. 45 mín., haft yfir skálinni í byrjun, en síðast eru kartöflurnar látnar fá lit. Kartöflugratin II 800 g—1 kg kartöflur, xh lítri mjólk, 1 egg, 2 dl rifinn ostur, 50 g smjörlíki, rasp, salt, múskat, timian. Kartöflurnar eru rifnar hráar á rifjárni, eða skornar í ræmur, Svo illa vildi til, að ýmislegt fór aflaga í síðasta Heimilis- horni. Það féll niður mynd af „Norsku súkkulaðitertunni", „Súkkulaðikaka Anitu“ ranglega nefnd terta, páskaskrauti sem með átti að vera var sleppt o.s.frv. En verst var þó, að sleppt var sykri í formkökuupskrift og hafa vonandi allir áttað sig á því. Þakka konunum, sem til mín hringdu til að benda á þetta. En rétt er uppskriftin svona: Formkaka með súkkulaði og ávöxtum og settar í smurt ofnfast fat. Blandað er saman mjólk, eggi, salti, múskati og timian eftir smekk, ásamt helming ostsins. Helt yfir kartöflurnar, rifnum ostinum stráð yfir ásamt raspi og smjörlíkisbitum. Bakað í ofni í u.þ.b. 45 mín. við góðan hita. Kartöflur í formi, 750 g kartöflur, 1 meðalstór laukur, 40 g smjörlíki, 3 msk. mjólk, 1 egg, 175 g ostur, 6 tómatar, pipar, salt, persille. Kartöflurnar soðnar og stapp- aðar eða hrærðar. Osturinn er rifinn. Mjólk og smjörlíki hitað saman í potti, kartöflustöppunni hrært saman við ásamt þeyttu eggi, helmingi ostsins, salti og pipar. Laukurinn skorinn í sneiðar og brúnaður. Um þriðjungur af kartöflustöppunni settur í ofn- fast form, helmingur lauksins lagður ofan á ásamt tómatsneið- um. Síðan er sett annað lag af kartöflustöppu, lauk og tómöt- um, þá það sem eftir er af kartöflunum sett efst, tómat- sneiðar ofan á og rifnum osti stráð yfir. Bakað í ofni í u.þ.b. 30 mín. við lágan hita. Persille sett yfir til skrauts, um leið og borið er fram. Kartöflubakstur 1 kg kartöflur, brætt smjörlíki 75 g, salt, pipar, 1 bolli rjómi, kaffirjómi, mjólk eða rjómabland. Kartöflurnar afhýddar hráar, skornar í sneiðar og lagðar í skál, bræddu smjörlíki hellt yfir og kartöflunum velt vel upp úr. 3egg, 150 g sykur (ef vill ljós púður- sykur), 150 g hveiti, lh tsk. lyftiduft, lh tsk. vanillusykur, ca. 100 g suðusúkkulaði, 'h dl. rúsínur, 'h dl. smátt skornar aprikósur, gráfíkjur eða döðlur. Venjulegt hrært deig, bakað í aflöngu formi í 30—45 mín. við meðalhita. Síðan eru þær, þ.e. kartöflu- sneiðarnar settar í ofnfasta skál, salt og pipar stráð yfir hvert lag og síðast er rjóma eða mjólk hellt yfir. Álpappír settur yfir og kartöflurnar bakaðar í ofni í u.þ.b. 1 'h klst. Ætlað fyrir 6 manns. Þegar hvert óhappið rekur annað Óhöpp geta hent hvern sem er, en það er nú sem betur fer ekki algengt, að smá óhapp verði að keðjuverkandi áföll- um. En einmitt það gerðist eitt sinn, hjá frönskum leik- ritahöfundi, Victorien Sardou að nafni, sem uppi var á árunum 1831—1908. Sardou sat eitt sinn mikið matarboð og varð fyrir því óhappi að reka olnbogann í vínglas sitt og fella svo innihaldið flóði yfir dúkinn. Borðdama hans brá skjótt við og stráði salti yfir blettinn, gamalkunnugt ráð, sem notað er enn þann dag í dag. í gríni tók Sardou dál. salt á milli fingra sér og henti yfir öxl sér, en það er víða trú að slíkt sé til að varna óhöppum. En það vildi svo illa til, að um leið og Sardou henti saltinu kom þjónn með kjúkling á fati í átt að borðinu. Saltið lenti beint í auga þjónsins, sem við það missti fatið ígólfið. Heimilishundurinn lá á sínum stað við atininn og var ekki lengi að henda sér á þessa óvæntu matarsendingu og tók að rífa í sig kjúklinginn af mikilli áfergju. En ígræðg- inni gleypti hundurinn smá- bein, sem stóð fast í hálsi hans svo honum lá við köfnun. Sonurinn á heimilinu hljóp þá til og vildi freista þess að ná beininu úr hálsi hundsins og stakk hendinni upp í hann. Dýrið var nú orðið skelfingu lostið og beit fast í það sem fyrir var, og tókst ekki að Iosa takið fyrr en einn fingur piltsins var orðinn svo illa farinn að taka varð hann af. Þetta getur greinilega verið afdrifaríkt að fella vínglasið sitt í matarboði. (Úr bókinni _Remarkable Occurences~ eltir John Trains.) Sætt og gott til páska — Leiðrétting

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.