Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1980 DÓMKIRKJAN: Kl. 11 messa. Sr. Hjalti Guömundsson. Kl. 2 ferm- ing. Sr. Þórir Stephensen. Dóm- kórinn syngur. Marteinn H. Frið- riksson leikur á orgelið. ÁRBÆJ ARPREST AK ALL:Barna- samkoma í safnaðarheimili Ár- bæjarsóknar kl. 10.30 árd. Ferm- ingarguðsþjónusta í Safnaðar- heimilinu kl. 2. Altarisganga fyrir fermingarbörn og vandamenn þeirra þriðjudagskvöldið 15. apríl kl. hálf níu. Sr. Guömundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Messa kl. 2 aö Norðurbrún 1. Fundur í safnað- arfélagi Ásprestakalls eftir mess- una. Sigurður Blöndal skógrækt- arstjóri talar um skógrækt á ári trésins. Kaffidrykkja. Sr. Grímur Grímsson. BREIÐHOLTSPREST AKALL: Guösþjónusta í Breiðholtsskóla kl. 2. Sr. Erlendur Sigmundsson predikar. Sr. Jón Bjarman. BÚSTAÐAKIRKJA: Fermingar- guðsþjónusta kl. 10.30. Ferming- arguðsþjónusta kl. 13.30. Org- anleikari Guðni Þ. Guðmunds- son. Altarisganga fyrir fermingar- börn og vandamenn þeirra þriðjudagskvöld kl. 20.30. Sr. Ólafur Skúlason. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma í safnaðarheimil- inu við Bjarnhólastíg kl. 11. Fermingarguðsþjónusta í Kópa- vogskirkju kl. 2. Sr. Þorbergur Kristjánsson. FELLA- og Hólaprestakall: Laugard.: Barnasamkoma í Hóla- brekkuskóla kl. 2 e.h. Sunnudag- ur: Barnasamkoma í Fellaskóla kl. 11 f.h. Guðsþjónusta í safnaö- arheimilinu að Keilufelli 1 kl. 2 e.h. Sr. Hreinn Hjartarson. GUÐSPJALL DAGSINS Jóh. 20.: Jesús kom að lukt- um dyrum. LITUR DAGSINS Hvítur. Litur gleðinnar. GRENSÁSKIRKJA: Fermingar- guðsþjónusta kl. 10.30. Þriðju- dagur 15. aþríl kl. 20.30: Altaris- ganga fermingarbarna. Almenn sarríkoma fimmtudag kl. 20.30. Organleikari Jón G. Þórarinsson. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Ferming og altarisganga kl. 2. Prestarnir. Fyrirbænamessa þriöjudag kl. 10.30 árd. Beðið fyrir sjúkum. Muniö kirkjuskóla barnanna á laugardögum kl. 2. LANDSPÍTALI: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 10.30 — ferming. Organleikari dr. Ulf Prunner. Prestarnir. KÁRSNESPRESTAKALL: Ferm- ingarguðsþjónusta í Kóþavogs- kirkju kl. 10.30 árd. Barna- samkoma í Kársnesskóla kl. 11 árd. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSPREST AK ALL: Fermingarguðsþjónustur kl. 10.30 og kl. 13.30. Organleikari Jón Stefánsson. Sr. Sig. Haukur Guöjónsson. LAUGARNESKIRKJA: Barna- guösþjónusta kl. 11. Messa kl. 14 — ferming og altarisganga. Mánud. 14. apríl: Kvenfélags- fundur kl. 20.00. Þriöjudagur 15. apríl: Bænaguösþjónusta kl. 18 og æskulýðsfundur kl. 20.30. Miövikud. 16. apríl: Bræðrafé- lagsfundur kl. 20.30. Föstud. 18. apríl: Húsmæðrakaffi kl. 14.30. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Sr. Frank M. Hall- dórsson. Fermingarmessa kl. 11. Fermingarmessa kl. 2. Prestarn- ir. SELTJARNARNESSÓKN: Barnasamkoma kl. 11 árd. í Félagsheimilinu í umsjá Hrefnu Tynes. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Messa kl. 2 e.h. Aðalfundur Fríkirkju- safnaöarins veröur haldinn aö lokinni messu. Safnaöarprestur. DOMKIRKJA KRISTS konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. Alla virka daga er lágmessa kl. 6 síðd. nema á laugardögum, þá kl. 6 síðd. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11 árd. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 10 árd. Helgunar- samkoma kl. 11 árd. Bæn kl. 20 og hjálpræðissamkoma kl. 20.30. NÝJA POSTULAKIRKJAN, Háa- leitisbr. 58: Messur kl. 11 og 17. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa að Mosfelli kl. 10.30 árd. — Ferming. Sóknarprestur. GARÐAKIRKJA: Fermingar- messur kl. 10.30 og kl. 14.00. — Barnasamkoma í skólasalnum kl. 11 árd. Sr. Bragi Friöriksson. KAPELLA St. Jósefssystra í Garðabæ: Hámessa kl. 2 síöd. VÍÐIST AÐASÓKN: Barnaguös- þjónusta í kapellu sóknarinnar kl. 11 árd. Fermingarguösþjónustur í Hafnarfjaröarkirkju kl. 10 árd og kl. 14. Sr. Sigurður H. Guð- mundsson. KAPELLA St. Jósefsspítala Hafnarf.: Messa kl. 10 árd. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30 árd. Virka daga er messa kl. 8 árd. NJAROVÍKURPRESTAKALL: Fermingarguðsþjónusta kl. 10.30 árd. í Vtri-Njarðvíkurkirkju. Sr. Þorvaldur Karl Helgason. KEFLAVÍKURKIRKJA: Ferming- arguðsþjónustur kl. 10.30 og kl. 14. Organisti Siguróli Geirsson. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Fermingar- guðsþjónusta kl. 14. Sr. Björn Jónsson. Nýju gjaldeyrislögin: Gjaldeyrisviðskipti ganga nú mun greiðar fyrir sig „ÞAÐ ER alvejí ausljóst að hinar nýju gjaldeyrisreglur, sem tóku gildi um síðustu mánaðamót, eru til hagsbóta fyrir almenna viðskiptavini, öll afgreiðsla gengur mun hraðar fyrir sig,“ sagði Guðmundur Guðmundsson deildarstjóri gjaldeyrisdeildar Landsbanka íslands í Austurstræti. Ljósmynd Mbl. RAX. Frá íundi Sambands málm- og skipasmiðja i gærdag. Nýtt skráningarkerfi í skipaviðgerðum: Vonast til þess að fram leiðnin aukist um 25% „Sem dæmi um þetta get ég nefnt, að nú geta ferðalangar komið með sinn farseðil í gjald- eyrisdeildir bankanna og fengið afgreiðslu á staðnum, þurfa ekki að bíða nokkra daga eftir því að gjaldeyrisdeild bankanna, fyrr- verandi, taki málið fyrir og gefi grænt ljós. Þetta á ennfremur við allar venjulegar frílistavörur, sem fluttar eru til landsins. Það má í raun segja að allflestar venjulegar gjaldeyrisyfirfærslur séu afgreiddar samstundis. Að- eins stærri mál fara fyrir sam- starfsnefnd bankanna, sem tekur ákvörðun í slíkum málum," sagði Guðmundur ennfremur. Þá sagði Guðmundur að jafn- framt því sem almennur ferða- mannagjaldeyrir hefði nú verið aukinn, væri nú miðað við 1000 Bandaríkjadollara í hvert sinn eða um, 435 þúsund íslenzkar krónur, væri nú ekkert skipt sér af því hversu oft menn ferðuðust til útlanda eins og var. Nú fá menn alltaf fullan skammt, en áður minnkaði gjaldeyris- skammtur ferðalanga eftir því sem þeir fóru oftar utan. Aðspurður sagði Guðmundur að óneitanlega hefði álag á starfsfólk gjaldeyrisdeilda bank- anna aukist nokkuð með gildis- töku hinna nýju reglna, enda hefði mjög fjölmenn deild, þ.e. gjaldeyrisdeild bankanna, nú ver- ið lögð niður í sinni gömlu mynd. Flest starfsfólk hennar hefði þó dreifst á gjaldeyrisdeildir í hin- um einstöku bönkum. Þá sagði Guðmuridur að síð- ustu að ekki yrðu gerðar neinar stórvægilegar breytingar á hús- næði gjaldeyrisdeildar aðalbanka Landsbankans. FÉLAGAR í Sambandi málm- og skipasmiðja þinguðu í gær um hið svokallaða iðnþróunar- verkefni sambandsins, sem gengur út á að koma á sérstöku skráningarkerfi, með aðstoð tölvutækni, yf- ir allar skipaviðgerðir smiðjanna. Guðjón Tóm- asson framkvæmdastjóri sambandsins sagði í sam- tali við Mbl. að einhugur hefði ríkt á fundinum að stefnt væri í rétta átt með þessu skráningarkerfi og gerðu þeir sér vonir um að þegar það væri komið að fullu í gagnið yrði fram- leiðnin í iðngreininni a.m.k. 25% meiri heldur en hún er í dag. Guðjón sagði að skráningar- kerfi sem þetta hefði verið notað í Noregi undanfarin ár með mjög góðum árangri. „Þetta auðveldar öllum hlutaðeigandi aðilum mjög alla vinnu. Viðhald skipanna get- ur orðið mun jafnara og betra með minni tilkostnaði. Mjög auð- velt verður að fylgjast með skip- um sem komin eru inn í skrán- ingarkerfið. Þá geta smiðjurnar haft með sér mun nánara sam- starf en til þessa. T.d. er hægt að fletta upp í tölvunni nákvæmum upplýsingum um viðkomandi skip hvar svo sem það hefur verið í viðhaldi síðast,“ sagði Guðjón. Guðjón sagði ennfremur að hugmyndin væri að taka þetta skráningarkerfi upp í öðrum greinum innan iðngreinarinnar, eins og til dæmis í frystiiðnaðin- um, en sá þáttur sem nú væri í gangi tæki á annað ár. Þá ætti verulegur árangur að vera kom- inn í Ijós í þeim fyrirtækjum sem tekin yrðu inn í myndina. „Það verða á bilinu 10—15 fyrirtæki í þessu til að byrja með og verða þau valin af öllum stærðum og gerðum til þess að fá sem mesta breidd í verkefnið og þannig að hægt verði að sníða sem flesta agnúa af þegar í fyrstu umferð, en það má fastlega búast við því að einhver ljón verði á veginum,“ sagði Guðjón. „Annars má segja um þetta, að ef til tekst eins og ætlað er, þá verður af þessu mikið skipulags- hagræði fyrir sjálf viðgerðarfyr- irtækin og hægt verður með góðu móti að koma á fyrirbyggjandi viðhaldi á veiðiflotanum ólíkt því sem nú tíðkast, sérstaklega sé það haft í huga að nú stöðvast veiðiskipin oft á ári vegna fisk- veiðitakmarkana og þá er hægt að nota þann tíma til viðhalds, sem ella kæmi alltaf á sama tíma, þ.e. í vertíðarlok," sagði Guðjón að síðustu. ríPARIÐIPORmin Hjá okkur fáið þér upplýsingar um framboð og eftirspurn á fasteignum. Opiö frá 9—19 virka daga, 13—16 laugard. og sunnud. TÖLVUVÆDD UPPLÝSINGAÞJÓNUSTA FYRIR FASTEIGNAVIÐSKIPTI Síðumúla 32.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.