Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1980 3 5 Flúrpappír í ís- lenzkum frímerkjum Alkunna er meðal frímerkja- safnara, að póststjórnir ýmissa landa hafa um árabil notað svonefndan flúrpappír í frímerki sín. Er þetta gert til að auðvelda stimplun merkjanna og flýta fyrir henni sem mest. Má og segja, að mannshöndin komi þar lítt að. Ekki var mér kunnugt um, að íslenzk frímerki hefðu verið prentuð á þess konar pappír, og svo mun áreiðanlega um flesta. Var og lítil ástæða fyrir íslenzku póststjórnina að láta prenta frímerki sín á flúr- pappír, þar sem hún hefur ekki enn tekið í notkun stimplunar- vélar, sem gera slíkan pappír nauðsynlegan í merkin. Fyrir nokkru barst mér svo í hendur ágætt Fréttabréf (Rapp- ort) íslandssafnaranna í Sví- þjóð, desember-heftið. Þar kem- ur í Ijós, að hinir sænsku vinir okkar hafa verið að dunda við það á síðustu mánuðum að skoða íslenzk frímerki undir kvarz- lampa, þ.e. í útfjólubláu ljósi. Hefur margt einkennilegt þá komið fram í sambandi við þann pappír, sem notaður hefur verið í íslenzk frímerki — og það allar götur frá 1947. Frá því ári er t.d. 3 kr. flugmerkið bæði til á flúrpappír og án. Hið sama gildir svo um 5 aura og 90 aura frímerkin úr Nýsköpunarserí- unni frá 1950. Einnig er 2.50 Flug 1952 prentað á tvenns konar pappír og 5 kr. Gullfoss- merkið frá 1956. Þá eru íþrótta- merkin frá 1957 (1.50 og 1.75) til á flúrpappír, Norðurlandamerk- in frá 1969, 25 kr. Lýðveldis- merkið frá 1969 og minningar- merki Hæstaréttar frá 1970. Margt fleira tína þeir Svíarnir til um pappír þann, sem notaður hefur verið við prentun frí- merkja okkar síðustu þrjá ára- tugi, en hér verður ekki rúm til að rekja það allt. Þeir benda á, að merkin, sem út komu 1973 á hundrað ára afmæli íslenzkra frímerkja, séu skemmtilegt rannsóknarefni í þessu skyni. Eru það merki nr. 510—514 í Facit-verðlistanum. í von um, að einhverjir hafi gam- an af, vil ég hér snara á íslenzku því, sem segir í Fréttabréfinu um þessi merki, og endursegja raunar sumt. Af nr. 512 og 513, þ.e. 20 og 40 kr. merkjunum, eru greinilega tvö afbrigði í pappírnum: a) hvítlýsandi undir kvarzlampa og b) rauðbrúnt. Þá segja Svíarnir, að enginn munur sjáist aftur á móti á bakhlið merkjanna frá 1973 í útfjólubláa ljósinu. Hún er alltaf hvít. Af þessu leiðir að þeirra sögn, að það sé einungis framhliðin, sem hafi fengið aðra meðferð. Halda þeir, að eitthvað hafi verið borið á framhliðina, en það hafi orðið með tvennum hætti og komi aðeins fram undir kvarzlampanum. Þá segja þeir, að b-afbrigðið, þ.e. hið rauð- brúna, virðist nær allsráðandi á 20. kr. merkinu, en hið gagn- stæða á 40 kr. merkinu. Loks segjast þeir ekki hafa fundið rauðbrúnt afbrigði í öðrum verð- gildum í þessum flokki, þ.e. í 10, 15 og 80 kr. merkjunum. „En e.t.v. kemur þetta afbrigði jafn- vel í ljós í þessum merkjum," segja þeir að lokum. Þeir benda ennfremur á, að samanburðar- efni þeirra sé mjög takmarkað, því að þeir hafi ekki svo mörg eintök af hverju merki. Helzt eru Svíarnir á því, að tvenns konar pappír hafi verið notaður við prentun Herðubreið- ar-merkisins 1972, en eru engan veginn öruggir um það. í afmæl- ismerki Ferðafélags íslands frá 1977 er gulur flúrpappír. Þá birta þeir í Fréttablaðinu sundurgreiningu á nokkrum merkjum, og er hún hin fróðleg- asta. Verð ég einungis að vísa til hennar hér. Eins og áður segir, er samanburðarefni Svíanna of lítið, enda hvetja þeir alla og þá ekki sízt íslenzka lesendur Fréttablaðsins til þess að skoða merki sín undir kvarzlampa. Síðan væri æskilegt, að menn kæmu niðurstöðum sínum til Tore Runeborg, Birger Jarlsgat- an 66 II, S-114 20 Stockholm. Ég er sannfærður um, að margur íslenzkur safnari hefur gaman af að kanna frímerki sín á þennan hátt og greina öðrum frá niðurstöðum sínum. Ég gerði mér það til dundurs eitt kvöld að skoða ýmis merki undir kvarz- lampa og þá m.a. afmælismerkin frá 1973. Þar sem Svíarnir höfðu ekki fundið b-gerðina rauðbrúnu í 80 kr. merkinu, skoðaði ég þau 20 eintök, sem ég átti, undir lampa. Kom þá í ljós, að ég var með þrjú merki rauðbrún og sex hvít, þ.e. svonefnda a-gerð. En 11 eintök voru af enn einni gerð, sem ég kalla þá c-gerð. Er hún eitthvert millistig, ef svo má segja. Hið sama gildir um 40 kr. merkið. Ég nefndi það hér að framan, að Svíarnir álíta, að bakhlið þessara frímerkja sé eins á þeim öllum í útfjólubláu ljósi. Þar þóttist ég strax komast að allt öðru. Er örugglega frávik þar á milli, en ekki eins áberandi og á framhlið merkjanna. Er ég viss um, að margt á eftir að koma fram við nákvæma og almenna athugun á pappír íslenzkra frímerkja, hvernig svo sem það verður að lokum flokkað. Hvað er annars vit- að um flúrefnið? í febrúarhefti Nordisk Filateli er athyglisverð grein um flúr- merki — eða þetta sérstaka efni. Vil ég eindregið hvetja menn til að lesa þá grein, en hér vil ég minnast á nokkur atriði í fram- haldi af því, sem áður er sagt um íslenzku merkin. I greininni seg- ir, að sænska póststjórnin hafi varað safnara við of miklum áhuga á flúrmerkjum þegar árið 1977, en þá talað fyrir daufum eyrum. Hún sagði þá m.a.: „Hið gula flúrefni er rokgjarnt, þ.e. gufar upp. Stöðug uppgufun efn- isins á sér stað. Flúrinn helzt mismunandi lengi, og fer það eftir geymslu merkjanna. Eng- inn veit enn sem komið er, hversu lengi flúrefnið helzt í pappírnum. Þá er tekið fram, að þetta efni rjúki tiltölulega fljótt úr og geti þá smitað út frá sér. Bent er á, að plastblöðin séu hér hættuleg. Frímerki með flúrefni, sem hafa verið geymd í þeim, hafa misst næstum allt efnið, en það svo festst í plastinu og orðið eftir, þegar merkin hafa verið tekin úr vösunum! Þetta sést hins vegar ekki með berum augum. Þegar önnur frímerki og flúrlaus hafa svo verið látin í plastið, hafa þau dregið í sig flúrefnið, sem fyrir var, og á þann hátt smitast! Sænskur vin- ur minn, sem hér var á ferð í fyrra, benti mér einmitt á þetta fyrirbæri og gaf mér nokkur Vísir-blöð með plastvösum þessu til sönnunar. í útfjólubláu ljósi sást mjög vel, hvar flúrmerkin höfðu setið, því að farið eftir þau lýstist vel upp í ljósinu. Sýndi ég þessi blöð á fundi í Félagi frímerkjasafnara snemma í vet- ur, enda er sjálfsagt að vara safnara við þessari hættu. í téðri grein í Nordisk Filateli er svo sérstök rammaklausa, sem ég vil vekja athygli á. Hún hljóðar svo: Utfjólubláu (U-V) ljósgeislarnir eru engan veginn hættulausir. Horfið aldrei beint í ljósið. Þetta ljós getur komið af stað krabbameini, og ekki er óhugsandi, að húðkrabbi byrji af völdum þess. Ennfremur getur ljósið valdið augnskemmdum, einkum á hornhimnu, sem sýgur í sig hið mesta af útfjólubláu geislunum. Hluti af þessu ljósi kemst alla leið að augasteininum og getur valdið þar breyt- ingum, sem leiða með tímanum til starblindu. Hér endar aðvör- un Svíanna, og geta menn af þessu séð, að margt ber að varast, þegar frímerkjum er brugðið undir kvarzlampann. Frimerki eftir JÓN AÐAL- STEIN JÓNSSON Frímerkjauppboð F.F. 19. apríl nk. Fyrir nokkru barst mér í hendur skrá yfir 32. frímerkja- uppboð Félags frímerkjasafnara. Það verður haldið laugardaginn 19. ápríl í ráðstefnusal Hótels Loftleiða og hefst kl. 13.30. Efnið verður til sýnis í félagsheimili F.F. að Amtmannsstíg 2 í dag milli kl. 15 og 18 og svo á sjálfan uppboðsdaginn milli kl. 11—13 á uppboðsstað. Þar sem mér hefur ekki unnizt tími til að grandskoða listann, verður honum einungis lýst hér lauslega. Ljóst er, að hér er margs konar efni saman komið, enda eru númerin óvenjumörg — eða alls 533. Að mínum dómi er þetta allt of viðamikið á einu uppboði og hætt við, að uppboðs- gestir verði orðnir þreyttir um það er lýkur — og þá ekki síður uppboðshaldari og skrifarar. Áhugi á alls konar stimplum er orðinn mjög mikill. Á þessu uppboði verða boðnir upp rúm- lega 30 kórónustimplar og þar á meðal einn frá Leirvogstungu á 10 aur. Kr. IX. Hann mun vera afar sjaldgæfur, enda metinn til byrjunarboðs á 65 þús. krónur, þó að mikið vanti á hann. Nokkru fleiri eru svo tölu- eða númerastimplar, og enn fremur verða allmargir svonefndir upp- runastimplar boðnir upp. Þá eru á uppboðinu ónotaðar fjórblokk- ir frá lýðveldistímanum og vant- ar ekkert í. Virðist byrjunarboð- um þeirra mjög í hóf stillt. Hið sama verður og sagt um öll þau númer, sem ég hef rennt augum yfir. Mikið er á uppboðinu af stökum frímerkjum, allt frá skildingum og auramerkjum fýrir aldamót og til okkar daga, bæði stimpluðum og óstimpluðum. Óvenjumikið er einnig af svo- kölluðum hversdagsbréfum, og er svo að sjá af myndum, að mörg þeirra séu hin skemmtileg- ustu. Þetta geta menn sjálfir annars séð á meðfylgjandi mynd, ef hún prentast vel. Töluvert er af erlendu frí- merkjaefni á þessu næsta upp- boði F.F., og þar á meðal er dýrasta númerið, heilt safn af merkjum Sameinuðu þjóðanna. Orðalag þessa þáttar ber þess e.t.v. einhver merki, að hann átti að koma nokkru fyrr í blaðinu. Þrengsli voru hins vegar svo mikil í blaðinu, að það reyndist ókleift. Eru lesendur beðnir vel- virðingar á þessu. Tímaritið Flug í breyttu formi UT ER komið fyrsta tölu- blað 18. árgangs tímarits- ins Flugs sem Flugmálafél- ag íslands gefur út, en ritstjóri og ábyrgðamaður Flugs er Pétur P. Johnson. Meðal efnis er ádrepa ritstjórans til alþing- ismanna og þar með birt grein um flugmál íslands sem Arngrímur Sigurðsson formaður Flugmálafélags íslands reit í Morgunblaðið í tilefni 50 ára afmælis innanlandsflugs á íslandi. Þá eru nokkrir fróðleiks- þættir frá Flugmálastjórn, sem birtir eru undir heit- inu „Úr turninum“. Haukur Stefánsson frá Sauðárkróki rifjar upp ýmsa stórvið- burði flugsögunnar sem gerðust á árunum, sem höfðu töluna 9 aftast í ártalinu, en þar á meðal er lending manna á tunglinu 1969. Arngrímur Sigurðs- son ritar um 60 ára afmæli Flugfélags íslands. Þá er grein um módelflug og sagt frá fyrsta Norðurlandamóti í flugíþróttum er haldið var hér- lendis, en það var Norðurlanda- meistaramótið í langflugi flug- módela. Birtar eru myndir frá flugsýningunni á síðastliðnu ári. Minnst er í máli og myndum er Magnús Guðmundsson hætti sem flugstjóri hjá Loftleiðum eftir áratugastarf, en Magnús varð að láta af störfum vegna aldurs. Birtur er fyrri hluti sögu 330 (N) flugsveitar Norðmanna úr heims- styrjöldinni síðari, en þessi flug- sveit hafði m.a. aðsetur hér á landi á stríðsárunum og notaðist við Northrop-flugbátana, en flaki eins þeirra var í fyrrasumar bjargað úr Þjórsá, og er nú verið að endursmíða vélina hjá North- ropverksmiðjunum í Kaliforníu. Finnur Torfi Stefánsson fyrr- um alþingismaður og flugáhug- amaður ritar grein er lýsir flug- ferð í listflugu, sagt er frá svifdr- ekum, rætt er um heimasmíði flugvéla hérlendis, auk þess sem margar svonefndar „flugufréttir" eru birtar í blaðinu undir heitinu „í vindpokanum". Flug er að þessu sinni í nýju formi, í stærð- inni A$, en var Á5 áður. Blaðið er um 80 síður, sett og prentað hjá prentsmiðju Árna Valdemarsson- ar. Forsíðuna prýðir litmynd af Boeins—747 fragtflugvél Cargol- ux. Ný ljóðabók Kristians Olsens KOMIN er út hjá Kragestedet- forlaginu danska ljóðabók eftir grænlenzka skáldið, málarann og grafíklistamanninn Kristian 01- sen. Heitir hún Illoqarfimmi á grænlenzku og jafnframt á dönsku i þýðingu höfundar. Bókina prýða grafíkmyndir eft- ir höfundinn. Hann fæddist í Arsuk á Suður-Grænlandi 1942, er kennari að mennt og starfar við grænlenzka framhaldsskóla í Danmörku. Fyrsta ljóðabók 01- sens kom út í Kaupmannahöfn 1978. Ljóðabókin er gefin út með styrk frá Norrænu ráðherranefnd- inni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.