Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1980
nmmmmmmmi %
w *
Utvegsbanki Islands 50 ára:
Fyrir 50 árum, 12. apríl 1930, opnaði
Útvegsbanki íslands og fagnar því
hálfrar aldar afmæli í dag. Útvejfsbank-
inn tók við af íslandshanka, sem lagður
var niður tveimur mánuðum áður.
Ólafur Björnsson, prófessor, hefur verið
formaður bankaráðs síðan 1969 ogr mun
ætlunin að síðar á árinu komi út saga
Islandsbanka og ÚtveKsbankans, sem
hann hefur skrifað að mestu eða öllu
leyti. l»ví leituðum við til Ólafs í tilefni
þessa merkisdags Útvegsbankans og
áttum við hann samtal.
— Ég lít svo á, að sögu Útvegs-
bankans beri að rekja aftur til
sögu íslandsbanka, sem tók til
starfa 1904, sagði Ólafur í upphafi
samtalsins. Stofnun hans átti sér
langan aðdraganda og erfiðan.
Islandsbanki var, sem kunnugt er,
stofnaður með útlendu hlutafé.
Var gert ráð fyrir því að hlutaféð
næmi 2 milljónum og að Islend-
ingar hefðu forkaupsrétt að hluta-
mála, svarar Ólafur. Sem sönnun
þess má á það benda, að Islands-
banki var endurreistur sem Út-
vegsbanki þótt varla geti leikið
vafi á því að mun ódýrara hefði
verið að gera honum fært að
starfa áfram.
— í hverju voru þessi mistök þá
fólgin? Kom kreppan þarna við
sögu?
— Þetta var í rauninni áður en
Útvegsbankahúsið í sinni upphaflegu mynd.
Hefur raunar reynt að leysa
vanda sjávarútvegs umfram getu
bréfunum í hálft ár. En ekki munu
hafa safnast nema 55 búsund
krónur hér á landi. Um stofnun
bankans var deilt. Björn Jónsson
og Valtýingar voru eindregnir
stuðningsmenn málsins, en nei-
kvæðir voru heimastjórnarmenn
undir forustu Tryggva Gunnars-
sonar, þáverandi bankastjóra
Landsbankans. Og var það
kannski skiljanlegt. Ætlunin var að
leggja Landsbankann niður. Var
sennilega meiri hluti fyrir því á
þingi að Landsbankinn rynni inn í
Islandsbanka. Segja má, að Magn-
ús Stephensen landshöfðingi hafi
þá komið Landsbankanum til
bjargar. Neðri deild hafði fellt
tillögu um að hann héldi áfram að
starfa. En Magnús bar fram í efri
deild tillögu um að hann héldi
áfram. Þegar málið kom aftur til
neðri deildar, var talið að með
stríði milli deilda yrði öllu málinu
stofnað í hættu, og var tillagan þvi
samþykkt.
— Haustið 1903 leit út fyrir að
ekkert yrði úr því að Islandsbanki
kæmist á fót, heldur Ólafur áfram
skýringum sínum. En þá björguðu
Prívatbankinn í Kaupmannahöfn
og Creditbankinn í Noregi málinu
á síðustu stundu. Hvað sem öðru
líður, er ekki vafi á því að það
fjármagn, sem inn kom í landinu,
hafði verið íslandi mikil lyftistöng
og var undirstaða þess að togara-
útgerð komst á stofn. Ykjulaust
held ég, að án þessarar banka-
stofnunar hefði tæknivæðingin
hér á landi tafist um tvo áratugi.
Islandsbanki fékk einkarétt á
seðlaútgáfu til 30 ára og varð
þannig fyrsti seðlabanki landsins.
Bankarnir voru nú tveir og um
verkaskiptingu þeirra, segir Ólaf-
ur Björnsson m.a.: — Landsbank-
inn var í rauninni fyrst og fremst
rekinn sem sparisjóður, þar til
hann var gerður að seðlabanka
1927 og markmið hans að ávaxta á
öruggan hátt það fé, sem hann
hafði til varðveizlu. Áhættulán
komu fyrst og fremst í hlut
íslandsbanka, sem lánaði til at-
vinnuveganna og þá einkum til
sjávarútvegsins.
— Aðdragandi þess að íslands-
banka var lokað 1930 var víst ekki
síður langur og dramatískur en
upphaf hans. Hvernig stóð á því
að hann var lagður niður?
— Persónulega er það skoðun
mín að það hafi verið einhver
mestu fjármálamistök, sem orðið
hafa hér á landi frá því íslend-
ingar fengu yfirráð eigin fjár-
kreppunnar fór verulega að gæta.
Að vísu hafði íslandsbanki orðið
fyrir miklum áföllum í lok fyrri
heimsstyrjaldarinnar vegna verð-
falls á afurðum okkar, sem þá
varð. Það varð svo til þess að
ákveðið var strax 1921 að Islands-
banki færi smám saman að draga
inn seðla sína og yrði búinn að því
1933, þegar einkaleyfið rann út.
Milliþinganefnd í bankamálum,
sem skipuð var 1924—1925 undir-
bjó bankalöggjöfina 1927. Meiri-
hlutinn vildi þá gera Landsbank-
ann að seðlabanka, en minnihlut-
inn — sem var Benedikt Sveinsson
— vildi koma á fót sjálfstæðum
seðlabanka. Og ég held að hans
skoðanir hafi verið miklu réttari
en hinna, eins og raunar kom í
ljós, þegar Útvegsbankinn var
stofnaður í framhaldi af honum.
— En hvar lágu mistökin?
— Ég held að fyrst og fremst
megi skrifa þau mistök á reikning
þeirra, sem réðu ferðinni í Lands-
bankanum. Þegar Landsbankinn
var gerður að seðlabanka með
bankalöggjöfinni 1927, þá hafði
hann í raun öll ráð íslandsbanka í
— segir Ólafur
Björnsson,
formaður
bankaráðs
hendi sinni, þótt það hafi líklega
ekki verið ætlunin. En þessa
ástæðu notaði hann til að koma
þessum keppinaut sínum, sem
Islandsbanki var, á kné. Lands-
bankinn setti íslandsbanka stól-
inn fyrir dyrnar um nauðsynlega
fyrirgreiðslu, sem í raun var þó
ekki nema brot af því, sem hann
þurfti svo að leggja fram til að
endurreisa bankann í mynd Út-
vegsbankans. Var áreiðanlega til
þess ætlast að íslandsbanki yrði
tekinn til gjaldþrotaskipta. En
tveimur dögum áður en Islands-
banka var lokað, þá var birt
skýrsla tveggja manna, sem þá-
verandi forsætisráðherra Tryggvi
Þórhallsson hafði skipað til að
gera úttekt á stöðu bankans.
Þeirra niðurstaða var sú að
íslandsbanki ætti fyrir skuldum,
að hlutafénu frádregnu að vísu.
En ríkisstjórnin neitaði um þá
fyrirgreiðslu, sem þurfti til að
halda bankanum áfram. Mér héfði
fundist að lesa mætti milli
línanna í fundargerðum bankans
frá þeim tíma, að Tryggvi Þór-
hallsson, sem var formaður
bankaráðs, hafi verið því mótfall-
inn að leggja bankann niður, en
ekki fengið því ráðið vegna með
ráðherra sinna og mesta hluta
Framsóknarflokksins. En endur-
reisnin sýnir að þar hafði hann á
réttu að standa. í bankaráði
íslandsbanka var tengdafaðir
Tryggva, Klemens Jónsson, sem
stóð við hlið Jóns Þorlákssonar
um að halda bankanum áfram og
var jafnvel enn harðari í því en
hann. Raunverulega réðu íslenzk
stjórnvöld öllu í Islandsbanka, svo
að þau höfðu það í hendi sér að
skipa nýja bankastjóra, ef þau
töldu einhver mistök hafa orðið í
stjórnun bankans.
íslandsbanka var lokað í byrjun
febrúar 1930, og Útvegsbankinn
opnaður 12. apríl sama ár. Hvers
vegna? Því svarar Ólafur á þessa
leið: — Sífellt gerðu fleiri sér ljóst
hvílíkur álitshnekkir það yrði
íslandi, ef seðlabanki landsins
yrði gerður gjaldþrota. Og hvílíkri
röskun það mundi valda hér inn-
anlands, ef bankinn yrði ekki
endurreistur. Það yrði betra hlut-
skipti en gjaldþrotaskipti, þótt
það væri mun dýrari aðgerð en ef
haldið hefði verið áfram fyrri
starfsemi. Menn gerðu sér grein
fyrir að annað væri ekki fært.
— Útvegsbankinn var því stofn-
aður og ný bankastjórn skipuð.
Fyrstu bankastjórar voru Helgi
Briem, Jón Baldvinsson og Jón
Ólafsson. Eins og nafnið gefur til
kynna, hefur Útvegsbankinn fyrst
og fremst lánað til útvegsins. En
þar sem lán til útvegs og fisk-
vinnslu hafa yfirleitt verið áhætt-
usamari en önnur lán, þá hefur af
því leitt að Útvegsbankinn hefur
alltaf búið við tiltölulega þrönga
lausafjárstöðu. Og auðvitað hefur
Útvegsbankinn alltaf verið minni
banki en íslandsbanki var á sínum
tíma, miðað við bankakerfið í
heild.
— Næsta breyting verður svo
með bankalöggjöfinni 1957, heldur
Ólafur áfram frásögn sinni. Út-
vegsbankinn var upphaflega
hlutafjárbanki, eins og íslands-
banki hafði verið, og ríkið átti
meira en helming hlutafjár og
tryggði sér þannig yfirstjórn
bankans. En 1957 er honum breytt
í ríkisbanka, sem verður þá hlið-
stæður Landsbankanum og Bún-
aðarbankanum. Hlutabréf ein-
staklinga voru tekin eignarnámi.
Sennilega hafa eigendur þeirra
verið þessu fegnir, því þau gáfu
ekki mikið af sér, miðað við
nafnverð frá 1930. Að minnsta
kosti varð ekki vart neinnar mót-
spyrnu af hálfu hlutafjáreigenda.
Þegar eignarnámið fór fram, var
metið hvers virði hlutabréfin
voru. Matsnefnd úrskurðaði að
þau bæri að leysa út með 15 földu
verði.
— Hvernig hefur bankanum
vegnað síðan? Hafa alltaf verið
erfiðleikar?
— Það hefur gengið misjafnlega
og í bylgjum. Nýlega voru birtar í
blöðum tölur um yfirdrátt Útvegs-
bankans í Seðlabankanum og það
eru vissulega háar tölur. En ný-
lega var ég að athuga tölur frá
1960. Þá var skuld Útvegsbankans
við Seðlabankann 300 millj. kr.
Umreiknað til dagsins í dag
mundu það vera 12 milljarðar eða
helmingi hærri upphæð en yfir-