Morgunblaðið - 12.04.1980, Síða 16

Morgunblaðið - 12.04.1980, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1980 Sérfræðingar fjalla um verðbólguna EFNAHAGSÚRRÆ eru til en stjórnmálavilj inn ræður úrslitum Hverfum frá beinum aögeröum gegn veröbólgunni, stefnum aö hagvexti og leggjum þannig grunninn aö samdrætti hennar segir Jónas H. Haralz. í kosninKunum í dcsember gátu kjósendur í höfuðdráttum valið milli tveKKja leiða í haráttunni Kejfn verðbólKunni, leiftursóknarinn- ar og svonefndrar niðurtalningar. Að kosningum loknum voru menn sammála um það, að leiftursóknin hefði haft of ógnvekjandi áhrif á kjósendur. í raun vildu þcir ekki horfast í augu við afleiðingar verðbólgunnar og það mikia átak, sem nauðsynlegt er til að draga úr henni. I ríkisstjórn settust síðan Alþýðubandalagið. sem ekki hefur mótað neina stcfnu gegn verðbólgunni, Framsóknarflokkurinn, sem harðist fyrir niðurtaíningunni, og brot úr Sjálfstæðisflokknum, sem réttlætti gerðir sínar m.a. með því að vísa til óánægjunnar út af leiftursókninni. í stjórnarsáttmálanum segir; „Ríkisstjórnin mun vinna að hjöðnun verðbólgu, þannig að á árinu 1982 verði verðbólgan orðin svipuð og í helstu viðskiptalöndum íslendinga.“ Tveggja ára niðurtalning á sem sé að fara fram og samkvæmt sáttmálanum skal hún framkvæmd með því að setja þak á verðhækkanir án tillits til almennra kostnaðarhækkana. Að vísu boðaði Framsóknarflokkurinn ekki slíka stefnu fyrir kosningar, en það skiptir í sjálfu sér litlu máli, því að hvorki kosningastefnan né stjórnarstefnan virðast meira virði en pappírinn, sem þær eru skráðar á, ef marka má framkva'mdina. Því er þetta rifjað upp hér, að á undanförnum vikum hafa áhugamenn um efnahagsmál átt þess kost að kynnast baráttuaðferð- um gegn verðbólgunni í fyrirlestrum góðra erlendra gesta. Félag viðskiptafræðinga og hag- fræðinga efndi til ráðstefnu um verðbólgu í Munaðarnesi 28. og 29. mars. Eins og Brynjólfur Bjarna- son formaður félagsins sagði við setningu ráðstefnunnar var til- gangur hennar að leiða alþjóðleg viðhorf til verðbólguvandans í snertingu við reynslu okkar Islendinga í þessu efni. Voru fengnir þrír erlendir sérfræðingar til að flytja fyrirlestra og síðan gerði Jónas H. Haralz lands- bankastjóri grein fyrir þróun mála hér á landi, eins og nánar berður greint frá síðar. Loks fóru fram pallborðsumræður undir stjórn Guðmundar Magnússonar háskólarektors, en ráðstefnustjóri var Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari. Hér verða ekki rakin erindi hinna erlendu gesta, að öðru leyti en því, að rifja upp eitt af höfuðatriðunum í erindi Davíds Colanders 32 ára gamals aðstoðar- prófessors í hagfræði við háskól- ann í Miami á Flórida. Hann var þeirrar skoðunar, að ekki bæri að ráðast gegn verðbólgunni með leiftursókn heldur væri skynsam- legra að ætla sér allt að fimm árum til að ná henni niður. F.A. Hayek 81 árs gamall nób- elsverðlaunahafi í hagfræði var annarrar skoðunar í erindi sínu í hátíðarsal Háskóla íslands 3. apríl. Hann vitnaði til reynslu sinnar af verðbólgunni í Austur- ríki og Þýskalandi og sagði, að gegn vágestinum ætti að ráðast með leiftursókn að kæfa hann á 3 til 6 mánuðum. Hvort seni ætlunin væri að koma efnahagnum á réttan kjöl á til dæmis 5 árum eða skömmum tíma, kostaði baráttan við verðbólguna alltaf fórnir. I lýðræðisríkjum hefðu stjórnmála- menn ekki þrek til að halda þannig að kjósendum í fimm ár, að árangur næðist. Frá pólitísku sjónarmiði fælist því mun meira raunsæi í því að segja við kjósend- ur: Við skulum taka þrautirnar út á skömmum tíma, gerum við það, getum við byrjað nýtt líf eftir sex mánuði. I erindi sínu á ráðstefnunni í Munaðarnesi komst Jónas H. Har- alz þannig að orði, að það væri að nokkru persónuleg lýsing á þeirri kvöl, sem því fylgdi að vera þátttakandi í mótun og fram- kvæmd efnahagsstefnu á íslandi. Hann sagðist vilja nefna fjórar ástæður, sem fyrir utan einhæfan efnahagsgrundvöll, stuðluðu að því að verðbólga ætti auðveldara með að dafna hér en annars staðar eða erfiðara væri um vik að beita hefðbundnum aðferðum til að leysa efnahagsvandann. I fyrsta lagi hefði almennur skilningur ekki skapast fyrir nauðsyn þeirrar þrískiptingar þjóðfélagsvalds, sem hefðbundin væri annars staðar, og rík tilhneiging væri til að efla vald löggjafans á kostnað fram- kvæmdavaldsins. í öðru lagi væri kjördæmaskipan og kosninga- löggjöf með þeim hætti, að strjál- býlið hefði hlutfallslega óeðlilega mikil áhrif. I þriðja lagi yrði að líta á uppbyggingu og áhrif verka- lýðshreyfingarinnar, sem hefði mikil völd, en litla miðstýringu innan vébanda sinna og þyrfti í litlum mæli að lúta fyrirmælum löggjafans. Og í fjórða lagi væri hugmyndafræðilegur ágreiningur í íslensku þjóðfélagi tiltölulega mun meiri en annars staðar. Jónas gerði grein fyrir efna- hagssveiflunum og skýrði, hvernig ekki hefði reynzt unnt, að beita aðgerðum til að koma á stöðugleik fyrr en gjaldeyrisstaðan og láns- traust þjóðarinnar heföi verið að þrotum komið. Þá hefði árangur- inn heldur ekki látið á sér standa. Nefndi hann þar sérstaklega árin 1960/61, 1969/70 og 1976/77. En hvers vegna hefur ekki tekist að nýta þann ávinning, sem þannig hefur fengist, spurði hann síðan og sagði, að í stuttu máli mætti lýsa ástæðunum fyrir því á þenn- an hátt: Þegar brýnasti vandinn er leystur og svo virðist sem efnahagshruni hafi verið forðað, er ekki lengur fyrir hendi það agavald gagnvart stjórnmála- flokkum og hagsmunasamtökum, sem knýr þessa aðila til sam- ræmdra aðgerða. Ríkisstjórnin og stuðningsmenn hennar eru þjak- aðir eftir átökin og þurfa að einbeita sér að því að halda vinsældum í næstu kosningum. Síðan batnar efnahagsstaðan á ný, bæði vegna aðgerðanna og bættra ytri aðstæðna. Sjávarútvegurinn vill endurheimta það, sem hann varð að láta af hendi. Hann er því tregur til að fallast á beitingu verðjöfnunarsjóða, gengishækk- unar eða raunvaxtastefnu og krefst að auki meira fjármagns til nýrrar fjárfestingar. Alþingi og sveitarstjórnir einblína á þá opin- beru þjónustu, sem dregist hefur aftur úr á erfiðleikatímunum. Síðast en ekki síst einsetur verka- lýðshreyfingin sér að ná því, sem tapast hefur. Oftar en einu sinni hafi sú kröfugerð leitt til hreinna kaupgjaldssprenginga, sem síðan hafi haft nýja gengisfellingu í för með sér. Mætti í þessu sambandi sérstaklega nefna árin 1955, 1965, 1974 og 1977. Eftir að hafa rakið ítarlega þau efnahagslegu úrræði, sem beitt hefur verið hér á landi og gert grein fyrir niðurstöðum verð- bólgunefndar í ársbyrjun 1978, minnti Jónas H. Haralz á það, hvernig viðhorf manna til þróunar þjóðfélagsins og markmiða hefðu breyst síðustu áratugi. í stað óska um hagvöxt og efnahagslegt ör- yggi hefðu komið fjölmörg ný markmið. Virtist varla líða sá dagur, að ekki væri minnst á þennan eða hinn hópinn eða mál- efnið, sem orðið hefði útundan. Þetta leiddi óhjákvæmilega til árekstra, sem leysa ætti úr á pólitískum vettvangi. A sama tíma gerðist það svo, að pólitíska valdið væri að dreifast þannig að ríkisstjórnir einstakra landa ættu æ meira undir svæðisbundnum ríkjabandalögum eða alþjóða- stofnunum á erlendum vettvangi og sveitarstjórnum og héraðasam- tökum heima fyrir eða yrðu að beygja sig fyrir lénsherrum okkar tíma, hagsmuna- og þrýstihópun- um. I þessu umróti hefðu fjölmiðl- arnir síðan komið fram sem nýtt afl. Þeir leituðust ekki lengur við að dreifa upplýsingum og skýra þær, heldur héldu þeir í senn á loft boðskap starfsmanna sinna og eigin fjárhagslegri afkomu. I fyrirtækjum væri vegið að traustri stjórn með valdboði utan- að í nafni pólitísks lýðræðis og að innan í nafni atvinnulýðræðis. Hversu mikilvæg sem þessi póli- tísku áhrif væru, gætu þau þó ekki valdið aukinni verðbólgu nema efnahagslegar leiðir kæmu til sög- unnar. A undanförnum áratug hefðu þessar leiðir fyrst og fremst verið gengissigið og miklar erlend- ar lántökur, sem aftur á móti hefðu byggst á óvenjulegu fram- boði á erlendum lánsfjármörkuð- um. Þetta tvennt hefði gert það að verkum, að hvorki stjórnmála- menn né hagsmunaaðilar hefðu fundið fyrir þeim utanaðkomandi takmörkunum, sem áður hefðu skipt svo miklu máli. Þessar David Colander aðstoðarprófess- or frá Miami flytur erindi sitt. Jónas H. Haralz Landsbanka- stjóri flytur erindi sitt. takmarkanir væru þó vissulega enn fyrir hendi, eins og komið hefði í ljós 1974, en í okkar heimshluta virtust þær þó enn vera tiltölulega fjarlægar. Undir lok máls síns minnti Jónas á það, að þrír af fjórum stjórnmálaflokkum hefðu í stefnu- skrám sínum talið viðureignina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.