Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1980 11 alltof sjaldan af þeim virðuleik sem sæmir þeim sem að finnur. Oftar en ella segir það meira um hugarfar, tilfinningar og skoðanir gagnrýnandans en þess, sem verið er að gagnrýna ...“ „Því miður eru allt of mörg eyru, sem það kitlar að heyra misjafnt um náungann, enda ótrú- legt að menn leggi á sig slíka iðju nema von sé um einhvern árang- ur...“ „Gagnrýni okkar innbyrðis á hvert annað væri okkur öllum til meiri sóma ef hún væri háttvísari og jákvæðari, vekti fleiri spurnir, efldi forvitni og hvetti menn til að kynna sér málin af eigin rammleik í stað þess að hamra á slagorðum og höfða endalaust til trúgirni manna. Ég er nefnilega sannfærð um, að það sé hið jákvæða, sem eflir okkur til dáða, og hið nei- kvæða brýtur okkur niður. Og af því að mér er málið skylt sem leikhúsmanneskju get ég ekki lát- ið hjá líða að vekja athygli á því, að framangreindar athugasemdir mínar um óbilgjarna gagnrýni og særandi ummæli um menn á jafnt við á öðrum vettvangi en í stjórn- málaheiminum ...“ (Tilvitnun lýkur.) Vissulega eru þetta falleg orð. Hver skyldi trúa því að sá sem þannig mælir sé nýbúinn að leggja blessun sína yfir mestu rógs- og svívirðingaherferð í sögu íslenskr- ar blaðamennsku. Húsráðandinn Árið 1976 er Vigdís Finnboga- dóttir ennþá leikhússtjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Það ár tekur hún til sýningar leikritið Æskuvinina (öðru nafni Húsráð- andann) eftir Svövu Jakobsdóttur, og er leikritið frumsýnt 29. októ- ber. Hinn 4. nóvember ritar Jó- hann Hjálmarsson leikdóm í Mbl. pg segir m.a.: „Verkið er pólitískt. I senn er vikið að undirokun konu innan fjögurra veggja heimilisins og hvernig þjóð verður ósjálfstæð vegna lítilþægni við framandi vald. Ymis dæmi úr samtímanum eru dregin fram, til dæmis undir- skriftir Varins lands ... ég sé ekki betur en í Æskuvinum sé alþingi flutt inn í leikhúsið, þingmaðurinn og rithöfundurinn saman í eitt ... Leikararnir lögðu sig fram eins og þetta væru orð úr innstu hjarta- fylgsnum þeirra ..." I Tímanum 30. nóvember birtist leikdómur eftir Jónas Guðmundsson undir fyrirsögninni: „Að hefna þess í leikhúsi sem hallaðist á alþingi.“ Jónas segir m.a.: „Mér hefur verið tjáð, að nokkur hluti þessa verks hafi orðið til í leiksmiðju, þ.e. í sjálfu Ieikhúsinu. Alþingi er á vissan hátt líka leiksmiðja, þar verða hlutirnir til, breytast í meðförum og taka á sig endanlega mynd, og þá afstaða þingmanna líka eins og til að mynda Svövu Jakobsdóttur, og þá er bara að hefna þess í leikhúsi sem hallaðist á alþingi." Jónas drepur á nokkur atriði leiksins, þar á meðal há- punktinn, þegar æskuvinirnir nauðga „fjallkonunni". Til þess að þeir lesendur, sem sáu ekki leikrit- ið, fái gleggri mynd af anda verksins, leyfi ég mér að vitna orðrétt í texta þess: KARL: Við skulum vekja hana. KARL S: Já, vekjum hana. KARL: Vekjum hana. (Ræðst á hana fyrstur og síðan allir þrír). KARL S: Djöfull, hún slær. KARL K: Og klórar. (Konan æp- ir). KARL: Æpirðu, kvikindið. (Tekur fyrir munninn á henni). Haldið henni. (Karl S. og Karl K. halda henni þann- ig að stelling hennar minnir á kross meðan Karl gerir sig líklegan til að nauðga henni fyrstur). HANN (birtist í dyrunum): Djöf- ull. Djöfull. (Rýkur til og hrifsar í Karl og öskrar á þá þangað til þeir komast til sjálfra sín; konan ligg- ur kyrr á gólfinu en þeir staulast upp og standa í röð frammi fyrir honum með hönd á pung). Þetta er ljóta helvítis goddam aðkoman. Konan á gólfinu og þið standið stjarfir með hönd á pung... Síðustu orðin, sem höfundur leikritsins hefur sýnilega mætur á, eru fengin að láni úr vísu, sem Þórarinn nokkur Eldjárn orti um mynd af forgöngumönnum Varins lands. Vísan vakti svo mikla hrifningu á Þjóðviljanum, að hún var birt í því blaði, ekki einu sinni, heldur mörgum sinnum. Bæði vísan og leikritið heyra sjálfsagt undir það sem leikhússtjórinn kallar „eðlileg viðbrögð". Um smekkinn ætla ég ekki að fjölyrða, en undarlega er hann líkur hjá Þjóðviljanum og leikhússtjóran- um. Leiðin til list- rænnar tjáningar I Morgunblaðinu 16. nóvember 1977 er frá því greint, að blaðinu hafi borist fréttatilkynning og ávarp undirritað af 78 mönnum. Fréttatilkynningin hefst með þessum orðum: „Stofnaður hefur verið sjóður til verndar málfrelsi á íslandi. Til- gangur sjóðsins er að tryggja fyllsta frelsi til umræðu um mál- efni, sem varða almannaheill og til óheftrar listrænnar tjáningar ... Eins og fram kemur í ávarpi stofnenda er hið beina tilefni þess, að sjóðurinn er stofnaður nú, dómar kveðnir upp í Hæstarétti nýlega vegna ummæla sem fallið hafa í umræðu um herstöðva- mál...“ Morgunblaðið birtir nöfn stofn- enda sjóðsins. Þar er að finna leikhússtjórann sem flutti hug- vekjuna um daginn og veginn þremur árum fyrr, Vigdísi Finn- bogadóttur. Nú er öldin önnur, og svo mikið liggur nú við, að ekki þykir nægja að styðja óhróð- ursmenn með orðunum einum. I Alþingistíðindum 10. hefti 1978 segir frá kosningu 7 manna í úthlutunarnefnd listamannalauna hinn 22. desember það ár. Þar er fyrst talin Vigdís Finnbogadóttir leikhússtjóri, fram borin af Al- þýðubandalagi að því er best verður séð (væntanlega til að tryggja framgang „óheftrar list- rænnar tjáningar"). Það er því tæpast við mig að sakast, ef búið er að „setja fólk í einhverja viðtekna bása“, svo að vitnað sé í orð Vigdísar hér í upphafi. Þar hafa aðrir orðið fyrri til. (HLÉ) F erOaskrif stof- an Urval 10 ára FERÐASKRIFSTOFAN Úrval hf. varð 10 ára 13. febrúar sl. Skrifstofan hefur, auk þess að selja flugfarseðla og sólarlanda- ferðir, boðið til sölu járnbraut- arfarseðia um alla Evrópu. Þá hefur Úrval söluumboð fyrir færeysku milliiandaferjuna Smyril. Á sl. hausti tók skrifstofan við Fegurðarsamkeppni Islands ásamt Hljómplötuútgáfunni og munu þessir tveir aðilar efna til skemmtanahalds um landið á næstunni þar sem kosnar verða fegurðardrottningar landsfjórð- unganna. Einnig verður boðið upp á skemmtiatriði, ferðakynn- ingu, bingó, dans o.fl. Fréttir úr Reykhólasveit Miðhúsum. 8. apríl. VORVEÐUR hefur verið hér um páskana og meira um ferða- fólk en oft áður um þessa helgi. Á páskadag var guðsþjónusta í Reykhólakirkju og var kirkjan þétt setin. I páskavikunni var sýnt hér þrisvar sinnum leikritið Lína langsokkur, eftir Astrid Lindgren, við mjög góða aðsókn undir ágætri leikstjórn Þóru Lovísu Friðleifsdóttur. Hlutverkaskipting var þann- ig: Lína langsokkur/ Bryndís Kristjánsdóttir, Gautsdal, Anna/ Inga Hrefna Jónsdóttir, Mýrartungu, Tommi/ Einar Tr. Kristinsson, Gufudal, Kennslu- konan/ Þórunn Játvarðsdóttir, Reykhólum, Kalli (lögreglu- þjónn)/ Sigurgeir Tómasson, Mávavatni, Lalli (lögreglu- þjónn)/ Jón Árni Sigurðsson, Skerðingsstöðum, Ari (þjófur)/ Valdimar Hreiðarsson, Reyk- hólum, Kári (þjófur)/ Jón Þór Þórólfsson, Reykhólum, Negra- kóngur/ Vilhjálmur Sigurðs- son, Miðjanesi, Brúnklukka/ Karlotta Jóna Finnsdóttir, Skerðingsst., Leiðindaskjóða/ Svanhildur Sigurðardóttir, Reykhólum, Slúðurbjalla/ Hafdís Héðinsdóttir, Reykhól- um. Nemendur: Ásta Isafold Mannfreðsdóttir, Reykhólum og Elías Már Hallgrímsson, Skálanesi. Hvíslari: Vaka Ól- afsdóttir, Reykhólum. Eins og nafnalistinn ber með sér voru leikendur úr þremur hreppum Austursýslunnar og mun samvinna hafa verið með ágætum. Formaður leikfélags- ins hér er frú Margrét Ágústs- dóttir, Mýrartungu. -Sveinn lar þú mála r • Glæsileg málíungarsymng í ByggingaþjVnustunni, sem sýnir umlteið flest til húsbygginga og ð^nréttinga Sunnui kl. 2-6 í salarkynnum Byggingaþjónustunnar, Húsi iðnaðarins við Hallveigarstíg Við sýnum m.a. Decadex - langþráða og örugga lausn við sprungumyndun í steinsteypu. Einnig fjöldi annarra athyglisverðra málningarefna. Skemmtilegur og fróðlegur sunnudagur fyrir alla húseigendur. Decadex - málningarefni í algjörum sérflokki nrri Liquid Plastics umboöiö '—i ^ Laugavegi 178 - Reykjavík - sími 30760 * l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.