Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1980 31 Hverjir eru hér á ferð? Stundum er aðgerðum stjórnmálamanna líkt við sandkassaleik. Aðrir telja að þeir séu ekki komnir svo langt á þróunarbrautinni og er með- fylgjandi mynd gott daemi um þá skoðun. Námskeið Stjórn- unarfélagsins Á dagskrá Stjórnunarfélags Islands í apríl og maí eru eftirtalin námskeið og fundir: Námskeið um Innra eftirlit. Námskeið um Gæðastýringu verður dagana 16.—18. apríl. 23. apríl verður haldinn hádegisverðarfund- ur í Átthagasal Hótel Sögu en þar mun Svíinn Dr. Jan Edgren ræða um Vinnutilhögun i Sviþjóð á níunda áratugnum. Sölumennsku- námskeið verður haldið dagana 2., 5. og 6. maí. Námskeiðið Stjórnun III verður haldið 8.—14. maí. Námskeið um Tímastjórnun stjórnenda verður haldið dagana 14. og 15. maí. Leiðbeinandi verður Dr. Ross Webber, prófessor við The Wharton Innlánaaukn- ingin 1979 Aukning almennra innlána við- skiptabankanna á síðast liðnu ári var sem hér segir: Alþýðubankinn 74% Samvinnuhankinn 70% Iðnaðarbankinn 65% Búnaðarbankinn 58% Landsbankinn 55% Útvegsbankinn 59% Verzlunarbankinn 44% School, University of Pennsylvania. Vetrarstarfinu lýkur með nám- skeiði um Núllgrunnsáætlanagerð, sem haldið verður 20.—22. maí. Þátttaka tilkynnist í síma 82930. „Við erum furðu lostin“ Segir í síðasta fréttapósti þeirra Flugleiðamanna og er þá átt við viðbrögð sumra þeirra stjórnmála- manna eftir að umsókn Flugleiða um ríkisábyrgð var lögð fram að þá reyndu þeir allt hvað þeir gátu til að auka á tortryggni í garð Flugleiða. Það voru fleiri en þeir hjá Flugleið- um sem voru furðu lostnir yfir prúðuleikurunum í þetta skipti. Stjórnarmenn All margir eru í þeirri trú að seta í stjórnum fyrirtækja sé virðingar- staða sem ekki krefjist mikils. Þeir hjá Sambandinu eru á öðru máli og hafa þeir því boðað til námskeiðs fyrir stjórnarmenn allra Sambands- kaupfélaganna þar sem farið_ verður yfir alla helztu verkþætti sem stjórnarmenn þurfa að fást við. Erlendir punktar Benzín. Samkvæmt athug- un efnahagsnefndar Sam- einuöu þjóöanna í Evrópu hefur skattheimtan sem hluti af benzínverði veru- lega dregist saman í 11 af 13 löndum sem könnun þeirra nær til. Miðaö er viö tímabilið 1973—1979. Svíþjóð: Veröstöövun mun veröa í gildi til 9. maí n.k. Er þetta liður í áætlun sem einnig felur í sér aö húsa- leiga hækki ekki fram til áramóta og aö fyrirtæki. veröi aö taká 25% af hagnaði sínum og leggja í sérstakan fjárfestingar- sjóö. A-Evrópa. Sala Austur- Evrópulandanna til vestur- landanna jókst helmingi meira en innkaup þeirra frá þessum löndum 1979. Útflutningsaukningin vest- ur yfir nam 23%. Meö þessu hefur þeim tekist aö snúa 30 milljarða D.kr. tapi 197S í 1,8 milljarða D.kr. hagnað 1979. Skriffinnskan. Astæöan fyrir hagstæöari þróun mála í V-Þýskalandi m.v. Bretland síöan frá stríöslokum er sú aö þrátt fyrir að Bretar hafi átt sínar verksmiöjur heilar svo til í lok stríösins en hinir ekki, þá var það sem bjargaði Þjóöverjunum aö samhliöa þvt' áttu þeir ekki gamaldags skriffinnsku- bákn sem þeir þurftu aö buröast með og gátu því byrjað á nýjum grunni. undirstöðuatvinnuvegunum, sjá mynd 4, en þeir skapa þann arð, sem standa verður undir allri velferð. Er nú vissulega tímabært að snúa þessari þróun við og takmarka ríkisgeirann við 37% af þjóðartekjum, en margir telja að slík skattheimta sé við efri mörk þess sem búandi er við. En hverjar eru orsakir hinnar sívaxandi verðbólgu? Ekki leikur vafi á, að eftirfarandi þrjú atriði gegna þar stóru hlutverki: — í fyrsta lagi knýr verkalýðshreyf- ingin á um stærri hluta af þeirri köku, sem Framleiðslueftirlit sjávarafurða úr 76 niður í 18. Að lokum má nefna úttekt Verzlun- arráðs Islands á Pósti og síma, sem vakið hefur mikla eftirtekt, enda leiddi hún í ljós ýmis forn- eskjuleg vinnubrögð, sem enn eru við lýði. Því má ekki gleyma, að gagn- rýni almennings og frjálsra félagasamtaka á borð við Verzlunarráðið á opinberan rekst- ur og opinberar stofnanir er slíkum rekstri ómissandi á sama hátt og samkeppni er lífsnauðsyn frjálsum atvinnurekstri. Það er von mín og trú, að upplýsingamiðlun af hálfu Verzl- unarráðsins svo og samtök á borð við Viðskipti og verzlun, verði til þess að opna augu almennings, þannig að hann sjái hvað honum er fyrir beztu, og ryðji þannig réttum pólitískum ákvörðunum braut. Vonandi eignumst við í fram- tíðinni fleiri þjóðmálafrömuði, þ.e. menn sem gera það rétta pólitiskt mögulegt, en höfum minna að segja af pólitíkusum, sem gera það mögulega og reyna að láta líta svo út, sem það sé það rétta. 50% 45% 40% 35% 30% 25% 20% 1950 1955 1960 1965 1970 1975 1980 * Skattar eru ekki taldir með i vergum þ|óðartekjum. Mynd 3 250 200 150 100 1965 1970 1975 Mynd 4 Mánudaginn í dymbilviku var gestum boðið tii að bragða kjöt aí páskalambi, veturgömlum dilki og af fullorðnu. Menn voru beðnir um að gefa kjötinu einkunn, á biljnu 0—5, og bera saman gæðin. Það hallaðist ekki á með einkunnir páskalamba og vetrardilka, meðaleink- unn 3,84 fyrir báðar tegundir, en af fullorðnu þótti kjötið síðra. hlaut einkunnina 2,91. íslenzk „páskalömb“ á erlendan markað Markaðsnefnd landbúnaðarins hóf á þvi athugun haustið 1977, eftir uppástungu Sveins Hall- grímssonar, hvort ekki mætti koma isl. lambakjöti á borð neytenda erlendis á páskum, svo- nefnd páskalömb. Danmörk varð fyrir valinu vegna fyrri við- skiptasambanda. Þessi viðleitni bar þann árangur að nú voru send 35 lömb rétt fyrir páska, nýslátruð og ófryst, sem sölufyr- irtæki i Danmörku tóku að sé að koma til neytenda. Tilgangur þessarar tilraunar er: • Að auka fjölbreytni sauðfjár- framleiðslunnar. • Að kanna hagkvæmnina og ýmis tæknileg atriði fram- kvæmdarinnar. • Að finna leiðir til að nýta ónotaða framleiðslugetu land- búnaðarins. Framleiðsla „páskalamba" hef- ur þann ókost að kostnaður er meiri á hvert kg kjöts, en hefur eftirfarandi kosti: • Annar markaður en venjulegt dilkakjöt okkar fer á. • Mun hærra verð. • Flytur vinnuálag á sauðfjár- búum frá mesta annatima á tima þegar vinnuálag er til- tölulega lítið. • Skapar möguleika á að láta ær bera þrisvar á 2 árum — lækkun á föstum framleiðslu- kostnaði. Aðstaða til að gera tilraunir fékkst hjá Landgræðslu rikisins i Gunnarsholti. Samkvæmt skýrgreiningu eru páskalömb mjög ung lömb með fallþunga 8—11 kg. og aðeins notað ferskt kjöt (ófryst). Því þurfti að nota hormóna til að fá islensku ærnar til að beiða í ágúst. • Ær sem héldu voru 25 og báru þær 44 lömbum í byrjun jan- úar. • Af þeim lifðu 37 til marsloka þegar þeim var slátrað. • Meðal lifandi þungi 26/3 reyndist þá 25,8 kg. (frá 18,8, uppí 38,2 kg.) og 10,9 kg. fallþungi (frá 7,6 uppi 17,2 kg.) • Ær og lömb voru fóðruð á heyi, graskögglum og kjarnfóðri. • Aætlað er að notað hafi verið um 30—35 kg. meira af gras- kögglum og kjarnfóðri við framleiðslu páskalamba en venjulegs dilks. • Söluverð hvers skrokks er DKR. 525. Cif Danmörku — 526x70 - 36.750.00 IKR. • Of snemmt er að segja til um hagkvæmni þessarar fram- leiðslu, m.a vegna þess að viðbrögð danskra neytenda liggja ekki fyrir. Markaðsnefnd hefur hug á að íslenskir neytendur geti á næsta ári fengið keypt „páskalömb". Fyrir Markaðsnefnd hefur Jón Ragnar Björnsson, starfsmaður nefndarinnar, séð um markaðs- hlið málsins ásamt Búvörudeild SÍS, en Dr. Ólafur R. Dýrmunds- son, sá um framkvæmd tilraunar- innar í Gunnarsholti ásamt starfsmönnum þar. Lyfjaíyrirtækin G. ólafsson og Lyf h.f. gáfu hormóna og svampa i tilraunina. Leiðrétting: Engin grið gefin I grein Þorvalds Garðars Kristjánssonar, alþingismanns „Engin grið gefin“, sem birt var á bls. 19 í Morgunblaðinu í gær, var prentvilla er sneri við merkingu. í greininni stendur verðtryggt lánsfé þar sem á að standa óverðtryggt. Rétt hljóð- ar setningin svo: „En tekju- færsla samkvæmt 53. gr. er í reynd ætluð til að vega upp á móti þeim hagsbótum, sem skattþegar hafa haft af því að fjárfesta með óverðtryggðu lánsfé í stað eigin fjár, m.a. til þess að hagnast á verðbólgunni." Greinarhöfundur og lesendur Mbl. eru beðnir velvirðingar á framangreindri skekkju. Atvinnuleysistryggingasjóður: Jón Ingimarsson skipaður formaður HEILBRIGÐIS- og tryggina- málaráðherra hefur skipað Jón Ingimarsson skrifstofustjóra heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins formann Atvinnu- leysistryggingasjóðs og Eðvarð Sigurðsson fyrrv. alþingismann varaformann. Aðrir í stjórn eru Pétur Sig- urðsson alþingismaður og Daði Ólafsson húsgagnabólstrarj en varamenn eru Axel Jónsson fyrrv. alþingismaður, Hákon Hákonsson vélvirki, Benedikt Davíðsson form. Sambands byggingarmanna og Ragna Bergmann verkakona. Stjórnin var kjörin af Alþingi 2. apríl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.