Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1980 Myndin var tekin þegar Agnar Kofoed-Hansen kom til Akureyrar á Erninum í einni af fyrstu fcrðunum. Hafís milli, Græn- lands og Islands er með minna móti HAFÍS milli íslands og Grænlands er í minna lagi eins og í allan vetur. Kortið sýnir útbreiðslu íssins fimmtudag 10. apríl, 1980 og ísjaðarinn samkvæmt ís- könnunarflugi og veður- tunglamyndum. Þór Jakobsson, deildar- stjóri Hafísrannsóknardeild- ar, fór í ískönnun með Land- helgisgæzlunni 10. apríl og var flogið meðfram jaðrinum frá 67°N, 30°V norðaustur allt til 68,5°N, 19°V. ísinn var yfirleitt þunnur og jaðarinn tættur. Lítið var um nýmyndun og sömuleiðis jaka úr eldri ís, lengra reknum. Útbreiðsla norðan við það svæði, sem flogið var yfir, er dæmd eftir nýjustu veðurtunglamyndum, sem völ er á. Flugsögufélagið eignast flug- vél sömu gerðar og TF-ÖRN UM þessar mundir er íslenzka flugsögufélagið að ganga frá kaupum á flugvél af gerðinni Waco YKS-6 úti í Bandaríkjunum og er kaupverðið rúmlega 25 þúsund dollarar eða um 11 milljón- ir króna. Flugvél þessi er sömu gerðar og TF-ORN, sem Flugfélag Akureyrar sem síðar varð Flugfé- lag íslands keypti til landsins í apríl 1938 og var fyrsta flugvélin í óslitinni sögu farþegaflugs á íslandi til þessa dags. Að sögn Baldurs Sveinssonar formanns íslenzka flugsögufélags- ins bauðst vélin til kaups mjög óvænt og fyrirvaralítið, en velar af þessari tegund í flughæfu ástandi eru afar fáar. Þar sem þessi flug- vélategund skipar veglegan sess í flugsögu íslands ákvað félagið að reyna að eignast vélina. Var stuðn- ings leitað hjá allmörgum aðilum og standa málin þannig í dag, að safnast hefur nær alveg upp í kaupverðið. Að sögn Baldurs þótti kaupandanum mikil eftirsjá að vél- inni en hann var ánægður að hún skyldi lenda í höndum aðila, sem Leiðrétting I 4. ályktun Bandalags kvenna, sem birtist í blaðinu í gær, stóð, að skorað væri á löggjafarvaldið að kanna innflutning og sölu tækja og efna til hraðvíngerðar. Hér misritaðist kanna í stað banna. hyggjast varðveita hana mjög vel. Vélin kemur til landsins í maí og verður þá sett saman. Hún verður geymd í flugskýli á Reykjavíkur- flugvelli og henni flogið við hátíðleg tækifæri. Vélin er sjóflugvél en henni fyglja hjól og ýmis búnaður og varahlutir, m.a. aukahreyfill. íslenzka flugsögufélagið var stofnað árið 1977 og er tilgangurinn sá að varðveita það sem heyrir til flugsögu okkar og stofna Flug- minjasafn. Sagði Baldur Sveinsson að vélin yrði einstæður vísir að slíku safni ásamt Klemm 25 flug- vélinni TF-SUX, sem nýlega var gerð upp og TF-ÖGN, sem smíðuð var hérlendis og nú er verið að endurbyggja, eins og frá var skýrt í páskablaði Morgunblaðsins. •r,/. T . ■ . . V /x) •sr*'t C, Stjórnir félagasamtaka í Breiðholti: Óska eftir að framkvæmdir við Höfðabakkabrú hefjist sem fyrst MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt eftirfarandi samþykkt til birtingar. Sameiginlegur fundur stjórna eftirtalinna félaga í Breiðholts- hverfum, haldinn fimmtudaginn 10. 4. ’80: Framfarafélag Breiðh. III. Kvenfélag Breiðholts, Kvenfélag Fjallkonur, íþróttafél. Leiknir, íþróttafélag Reykjavíkur. J. C. Breiðholt. Fél. sjálfstæðism. Fella- og Hólahverfi. Fél. sjálfstæðism. Bakka- og Stekkjahverfi. Fél. sjálfstæðism. Skóga- og Seljahverfi. Hverfasamt. framsóknarm. Breiðholti. samþykkir eftirfarandi. Undirbúningur tengingar Ár- bæjar- og Breiðholts-byggða hefur staðið lengi og fram hefur komið, að ekki er ágreiningur um í borgarstjórn að slík teng- ing er brýn og nauðsynleg vegna umferðakerfis borgarinnar og ekki síður til að tryggja öryggi íbúa Breiðholts og annarra Reykvíkinga, og til að skapa skilyrði fyrir gagnkvæmri þjón- ustu milli borgarhverfanna Ár- bæj ar-Breiðholts. Nú liggur fyrir, að borgar- stjórn hefur ákveðið að hluta bensínfjár verði varið til þess að hefjast handa við brúargerð um Höfðabakka í sumar. Staðsetn- ing brúarinnar hefur nokkuð verið gagnrýnd, án þess að bent hafi verið á annan stað, sem betur myndi henta sem brúar- stæði. Fundurinn lítur svo á, að fá önnur borgarmál hafi fengið jafn víðtæka og almenna kynn- ingu um árabil og þessi tenging. Og reyndar má minna á að brúargerðin var samþykkt með samhljóða atkvæðum í borg- arráði/borgarstj. 1977. Síðan hafa íbúar Breiðholts og aðrir borgarbúar gengið eftir því að brúargerðin hæfist, enda miklir hagsmunir í húfi fyrir þá. Fund- urinn telur að annað brúarstæði sé ekki sjáanlegur kostur, enda hefur sú .aðsetning sem ákveð- in var, minni röskun í för með sér fyrir umhverfi Elliðaárdals en nokkur önnur. Með hliðsjón af framansögðu áréttum við undirritaðir borgar- búar óskir okkar um að brúar- framkvæmdir hefjist sem fyrst, og borgarstjórn falli ekki frá ákvörðun sinni, sem samþykkt var með 10 samhljóða atkvæðum hinn 6. marz sl. SENN líöur aö því að laxveiði- vertíöin hefjist og eru margir farnir aö núa saman lófum og urra af tilhlökkun. 20. maí hefst netaveiði í Hvítá í Borgarfiröí og 1. júní hefst stangveiöi í þeim ám sem laxinn gengur fyrst í, Noröurá og Laxá á Asum. Síðan opna árnar hver af annarri. Þeir stangveiðimenn sem geta ekki beðið fram í júní eftir laxveiðitímanum, eiga hins vegar kost á því að renna fyrir sjóbirting, en 1. apríl má renna fyrir þann ágæta fisk. Það er niðurgöngu fiskurinn, sem hér um ræðir, sem verið hefur í ánum síðan síðasta sumar. Snemma á vorin leitar hann aftur til sjávar. Vorveiðin á sjóbirting fer einkum fram á svipuðum slóð- um og mest veiðist af honum á sumrin og haustin, eða á Suður- landinu, einkum í Ölfusá, Varmá, Baugstaðaós, Rangán- um, Hólsá og víða í Skafta- fellssýslum. Þótt um niðurgöngufisk sé að ræða, er fiskurinn vel feitur og enn silfurgljáandi. Veiðilegt þykir að egna laxahrognum, einnig spún og „Devon“. Þá eru dæmi þess að ofurhugar hafi fengið aprílsilunginn á flugu og er þá rækjan íslenska, General Practicioner og Francis vinsæl- ar, einnig túpur í lituðu vatni. Einn galli er á þessum vor- veiðum og hann er sá, að umhleypingar eru aldrei meiri en einmitt á þessum árstíma og því erfiðleikum bundið að stunda veiði á svæðum þar sem þarf að panta leyfi með fyrir- vara, það hefur ávallt verið einn helsti kosturinn við sil- ungsveiði að geta lagt af stað hvenær sem er ef veðurútlit er gott. Erfitt er að afla upplýsinga um hvernig veiði gengur, en þó hefur Mbl. haft spurnir af góðum hrotum í Varmá og Hólsá, einkum fyrstu daga mánaðarins. En síðan kom mikil úrkomutíð og vatnselgur hamlaði veiðum. Um aðra veiðistaði sunnanlands gildir þó vafalaust sú algilda regla, að sumir fá fisk, aðrir ekki, aðal- atriðið er, að fiskurinn er á ferðinni um þetta leyti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.