Morgunblaðið - 12.04.1980, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 12.04.1980, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1980 39 Elín Lárusdóttir Ysta-Mói - Minning Elín Lárusdóttir Ysta-Mói var fædd að Vatni á Höfðaströnd 27. febrúar 1890. Hún fluttist þaðan með foreldrum sínum, Lárusi Ól- afssyni og Margrétu Jónsdóttur ljósmóður 1892 að Hofi á Höfða- strönd.Árið 1895 fluttust þau í Hofsós, en þar ólst Elín upp þar til að hún giftist 31. ágúst 1912 Hermanni Jónssyni verslunar- manni, sem síðar varð bóndi og hreppstjóri á Ysta-Mói í Fljótum. Árið 1914 fluttust Hermann og Elín í Málmey á Skagafirði og bjuggu þar til 1918 er þau keyptu og fluttust á höfuðbýlið Ysta-Mó, en þar átti Elín eftir að stjórna búi af skörungsskap svo að af bar. Eg man Elínu sem unga stúlku þó ég væri nokkru yngri en hún. Eg ma hana nýtrúlofaða Her- manni, lífsglaða og léttlynda, og lét ekki eiga hjá sér í tali. Þó að hún væri ekki stór kvenmaður þá var alltaf eftir henni tekið hvar sem hún fór, hún var svo hrein og bein, hafði ákveðnar skoðanir og lét meiningu sína ófeimin í ljós hvern sem hún átti samræður við, og ekki vantaði dugnaðinn sem kom henni að góðu gagni í strangri lífsbaráttu. Hún var góð- ur vinur vina sinna, það vissi ég vel af langri kynningu, þó að síðari árin hittumst við því miður sjaldnar en áður. Ég tel að líkja megi Elínu við kvenskörunga fortíðar sem stóðu við hlið maka síns í blíðu og stríðu. Þannig eru okkar bestu íslensku konur. Elín var uppalandi 9 barna er þau hjónin eignuðust, og lá þar aldrei á liði sínu enda var Mós- heimilið alltaf fjölmennt. Her- mann hreppstjóri, kaupfélags- stjóri og yfirleitt allt í öllu fyrir sína sveit og í mörgum störfum utan sveitar, var það mikið að heiman frá búi sinu að bústörfin og stjórnun þess hlutu að koma að töluverðu leyti á herðar konunnar. Það var því ekki nein furða þó að hún væri héraðskunn sem Elín á Mói. Það var með hana eins og margar aðrar góðar húsmæður, góðar eiginkonur og mæður að heimilið varð hennar heimur, hennar starfsvettvangur sem átti hug hennar allan. Eftir að heilsa hennar bilaði og maður hennar var látinn, þá gat hún varla hugsað sér annað en dvelja heima á Ysta-Mói, a.m.k. yfir sumar- tímann því að hvergi fannst henni fallegra en þar og jafnvel í skjóli barna sinna eða á sjúkrahúsinu var hún oftast með hugann bund- inn við sitt gamla heimili. Ung stúlka lærði Elín að sauma á sig og sína, minntist hún þess síðar við mig að tengdamóðir mín hefði lagt drjúgan skerf að því námi, en að kunna vel til sauma á þeim tímum er hún ólst upp, var talið aðalsmerki kvenna og betri kvenkostur var sú talin sem kunni eitthvað til handa eins og kallað var, og ekki vantaði það að Elínu varð að gagni sitt nám. Eins og áður er sagt eignuðust Hermann og Elín 9 mannvænleg börn sem öll eru góðir borgarar, en nöfn þeirra eru eftir aldri: Halldóra, Lárus, Níels, Rannveig, Hrefna, Sæmundur, Haraldur, Georg og Björn. Ekki er ég nógu kunnugur, en grun hefi ég um að æði mörg börn og unglingar hafi dvalið á heimili þeirra Móshjóna lengri og skemmri tíma. Afkom- endur þeirra munu nú vera 105 og það ekki lítið tillegg í þjóðarbúið. Ég hefði átt að senda Elínu á Ysta-Mói ítarlegri og betri kveðju en hér verður þó að setja punkt. Við hjónin þökkum hjónunum frá Ysta-Mói órofa vináttu, og börnum þeirra sendum við bestu kveðjur. Ég er ekki í vafa um að Hermann á Mói hefir tekið vel á móti sínum trygga förunaut, við blessum minningu þeirra og ósk- um öllum afkomendunum þeirra Guðs blessunar. Björn í Bæ. Bjarni M. rithöf. — Fæddur 4. apríl 1908. Dáinn 31. marz 1980. Hinn 31. marz andaðist Bjarni M. Gíslason. Hann var löngu landskunnur rithöfundur og skáld. Þó mun hann samt þekktastur fyrir baráttu sína í handritamál- inu. Og mun enginn einn íslend- ingur hafa lagt þeirri baráttu jafn gott lið. Þar mun nafn hans letrað á spjöld sögunnar og geymast um aldir. Annars er bezt að hafa sem fæst orð um það. Bjarna var annað ofar í huga en miklast af Gíslason Kveðja verkum sínum. Við áttum því láni að fagna að kynast Bjarna mjög náið. Meðal annars ferðast tals- vert með honum um landið þegar hann kom heim til íslands. Einnig verið gestir á hans góða heimili í Ry. Þar var gott að vera og gleymist ekki. Það var alltaf einstaklega hressilegur blær og birta yfir Bjarna. Hann var allra manna kátastur, en um leið alvörumaður. Og drenglyndið brást honum aldrei. — Að lokum. Farðu vel frændi og vinur. Vilborg og Pétur Aðalbjörg Ingólfs- dóttir — Fædd 2. september 1921. Dáin 20. marz 1980. Hinn 20. marz síðastliðinn lést skyndilega á Landspítalanum í Reykjavík Aðalbjörg Ingólfsdótt- ir, föðursystir mín aðeins fimmtíu og átta ára að aldri. Ljósmæðra- merkin á sunnudag LJÓSMÆÐRAFÉLAG Reykja- víkur heitir á ykkur að taka vel á móti söluhörnum sínum sem selja ljósmæðramerkin, sunnudaginn 13. apríl n.k. Félagið hefur ákveðið að styrkja sundlaugarsjóð fatlaðra og lam- aðra að Hátúni 12 hér í borg. „Margt smátt gerir eitt stórt" og með því að kaupa merki félagsins þá stuðlið þið að framgangi þessa nauðsynlega máls sem snertir alla þjóðina. Með fyrirfram þökk, f.h. Ljósmæðrafélags Reykjavíkur Helga M. Níelsdóttir. Minning Með Aðalbjörgu er gengin mikil hæfileikakona til munns og hand- ar, enda kemur það vel fram í börnum hennar. Nú við lát Aðalbjargar minnist ég bernsku minnar, þar sem við ólumst upp í sama húsi á Selvogs- götu 6 í Hafnarfirði og var alltaf mjög kært á milli heimila okkar. Mér er það minnisstætt þegar Aðalbjörg kynntist sínum lífs- förunaut, Ragnari Björnssyni frá Vopnafirði og fá að vera tíu ára gömul með í brúðkaupsveislu þeirra, sem haldin var í Sjálfstæð- ishúsinu í Hafnarfirði með mikl- um myndarbrag. Hjónaband Ragnars og Aðal- bjargar var einstaklega ástríkt og gott og eignuðust þau sjö börn. Sex þeirra komust upp og eru öll vel menntuð og gott fólk. Indælt var að fylgjast með fæðingu og uppvexti barna þeirra hjóna bæði heima í Hafnarfirði og í fjarlægð. Aðalbjörg eða Dúfa eins og við kölluðum hana, bjó yfir sterkri réttlætiskennd, var umburðarlynd og þrautseig í öllu sínu daglega lífi. Hennar takmark var að hugsa vel um heimili og börn, enda fór henni það vel úr hendi. Aðalbjörg var mjög elsk að heimili sínu og var það hennar stærsti gimsteinn. Hún var rausnarleg heim að sækja og gestrisin og þótti mér alltaf gott að koma á hennar heimili. Nú, þegar ég kem til Hafnar- fjarðar, finnst mér skarð fyrir skildi, að þær skulu báðar vera látnar, húsfreyjan á Hringbraut 33 og móðir mín á Hlíðarbraut 1, sem báðar létust fyrir aldur fram. Að leiðarlokum þakka ég Aðal- björgu frænku minni fyrir sam- veruna og votta ástvinum hennar samúð mína, en vil minna á, að þau hafa mikið að þakka fyrir þá dýru gjöf, sem guð veitti þeim í henni. Helga Finnbogadóttir. Gísli Sigurðsson frá Dröngum — Minning Fæddur 15. október 1892. Dáinn 5. apríl 1980. I dag kveðjum við tryggan og góðan vin, Gísla Sigurðsson frá Dröngum. Hann var sonur hjón- anna Önnu Illugadóttur frá Stóra Hrauni og Sigurðar Gíslasonar frá Saurum. Gísli var afar minnugur og ættfróður og rakti ættir manna langt aftur í aldir. Sjálfur var hann af Oddaverjum í móðurætt og Skarðsverjum í föðurætt. For- eldra sína missti Gísli barn að aldri; og þurfti því ungur að sjá um sig sjálfur. Vann hann ýmis störf til sjós og lands, en var þó lengst af við búskap. Um tíma var hann bóksali og ferðaðist þá vjða um landið og var því vel kunnugur mönnum og staðháttum víðs vegar um landið. Gísli kvæntist aldrei en bjó þó sjálfstæðu búi og kunni því best að vera sjálfs síns húsbóndi. Hann var skapmikill, en hjartahlýr, og kom það alltaf fram í samskiptum hans við börn og aðra sem minna máttu sín. Ég kynntist Gísla þegar ég var barn að aldri. Hann kom að Dröngum til foreldra minna árið 1941 og bjó hjá þeim til ársins 1968, er þau brugðu búi og fluttust frá Dröngum. Gísli var mikill vinur okkar barnanna og hélst sú vinátta ævilangt. Við hugsum með hlýju og þökk til allra stundanna sem við áttum með Gísla, þegar hann bjó í tvö ár hjá okkur hjónum og miðlaði þá hlýju og fróðleik til barnanna okkar. Alltaf síðan elskuðu þau hann og virtu eins og afa. Síðustu árin dvaldi Gísli á dvalarheimili aldraðra í Borgar- nesi og mætti þar einstöku atlæti, hlýju forstöðukonu og starfsfólks, þar til að lokum dró og hann fór á spítalann í Styrkkishólmi. Með Gísla er genginn einn af horn- steinum liðinnar kynslóðar, þar sem trúmennska og drenglyndi voru aðalsmerkin. Megi hann lifa í Guðs friði í nýjum heimkynnum. Emilia Guðmundsdóttir. Verzlunarráðið: Orkuskattur þjóðhags- lega óhagkvæmur — innheimta ámælisverð FRAMKVÆMDÁSTJÓRN Verzlunarráðs íslands hef- ur ályktað um frumvarp til laga um orkujöfnun- argjald og mótmælir ráðið frumvarpinu, þar sem megintilgangur þess sé að skattheimta til ríkissjóðs og að mjög ónákvæmar upplýsingar séu í frum- varpjnu um ráðstöfun tekna til greiðslu olíu- styrks og til orkumála. og enn meiri ónákvæmni virð- ist gæta um áætlun um- fram tekna til ríkissjóðs. „Er gert ráð fyrir að ríkissjóður afli um 7 millj- arða vegna söluskatts- hækkunarinnar, en 8 milljarðar eru nær lagi fyrir þetta ár. Eitt sölu- skattstig virðist því nægja til orkumála.“ í ályktun Verzlunarráðsins seg- ir m.a.: „Niðurgreiðsla orkuverðs leiðir til orkusóunar í stað orku- sparnaðar, því að dregið er úr hagkvæmni sparnaðar, svo sem að stilla kynditæki og draga úr óhóf- legri og ónauðsynlegri upphitun. Niðurgreiðsla dregur úr áhuga og ávinningi sveitarfélaga til að koma upp kyndistöðvum og að raforka (umframorka) t.d. að næt- urlagi sé notuð til upphitunar. Einnig verða hitaveitufram- kvæmdir einstaklinga og sveitar- félaga ekki eins hagkvæmar og annars. Þær fjölskyldur, sem njóta olíustyrks, hafa tilhneigingu til að verða stærri en þær, sem njóta hitaveitu, enda~er misnotk- un alltaf boðið heim með slíkum aðgerðum. Niðurgreiðsla orku- verðs er því þjóðhagslega óhag- kvæm aðgerð sem gerir, annars e. t. v. tímabundinn orkuvanda, var- anlegri." Varðandi hækkun söluskatts úr 22 í 24% segir Verzlunarráðið, að þótt hækkun söluskatts sé gefið sérstakt heiti, sem gefur til kynna tímabundinn skatt, er skattheimt- an ráðgerð til frambúðar, enda vandinn, sem leysa á gerður var- anlegur. Á örfáum mánuðum hef- ur söluskattur hækkað um 4%, úr 20% í 24%. Fyrir þá hækkun, sem varð í september síðastliðnum, var skatturinn orðinn óæskilega hár. Er sennilegt að söluskattur inn- heimtist nú verr en áður, enda er það beinn hvati til skattsvika að ákveða söluskatt 1/5 vöruverðs. Tímasetning gildistöku veldur mjög aukinni vinnu fyrir sölu- skattsgreiðendur og sennilegt er, að mörg fyrirtæki verði að taka þessa hækkun skattsins að tölu- verðu leyti á sig, þar sem endur- verðmerking vörubirgða svarar ekki kostnaði auk þess sem starfs- fólk er vart fáanlegt til slíkrar vinnu á þessum tíma. Hækkun söluskattsins hlýtur að kippa enn frekar en verið hefur fótunum undan ýmissi atvinnustarfsemi, svo sem minni háttar prentun, fjölritun, viðhaldi o. þ. h., sem sjálfstæð fyrirtæki verða að selja með söluskatti, en það leiðir til þess, að fyrirtæki og einstaklingar kaupa ekki þessa þjónustu heldur inna hana sjálf af hendi. Loks má nefna að löngu er nauðsynlegt orðið að breyta innheimtu sölu- skatts, þegar um afborgunar- og lánsviðskipti er að ræða og miða söluskattskylduna við móttöku greiðslu í stað afhendingar. I lánsviðskiptum við ríkissjóð er þessi framkvæmd einstakt órétt- læti, þegar ríkissjóður dregur greiðslu reikninga mánuðum sam- an og neitar greiðslu dráttar- vaxta, en beitir hörðustu aðgerð- um við eigin innheimtu. JNNLEN-T

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.