Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1980 Innilegar hjartans þakkir til allra er glöddu mig á afmælisdegi mínum 20. marz meö gjöfum, blóm- um, skeytum og hlýjum kveöjum. Guð blessi ykkur öll. Sigurbjörg Jónsdóttir, Hverfisgötu 92A. Lögin úr Veiði- ferðinni á hljómplötu Hljómplötuútgáfan h.f. hefur nýlega sent frá sér tveggja laga hljómplötu, Veiðiferöina. Lögin eru úr samnefndri kvikmynd, sem frumsýnd var fyrir nokkru. Lögin og útsetningar þeirra eru hvor- tveggja eftir Magnús Kjartansson, sem sá um tónljst myndarinnar. Titillagið er flutt af hljómsvéit undir stjórn Magnúsar Kjartans- sonar og stúlkum úr skólakór Garðabæjar. Hinum megin á hljómplötunni er lagið Eitt lítið andartak, sem Pálmi Gunnarsson syngur og er við texta Andrésar Indriðasonar. Árituð bók Hayeks seldist upp samdægurs Þau fimmtíu eintök af bók F.A. Hayeks, Leiðinni til ánauðar, sem bundin eru inn, tölusett og árituð af höfundi, seldust upp sama daginn og tilkynnt var i Morgunblaðinu, að þau væru til. Kostaði eintakið 25 þús. Skafti Harðarson, stjórnar- maður í Félagi frjálshyggjumanna, sem gaf bókina út í samvinnu við Almenna bókafélagið, sagði Morg- unblaðinu, að menn gætu þó enn fengið bókina í pappírskilju á 12.500 kr. í bókaverzlunum og það upplag þryti ekki í bráðina. Laugardagskvikmynd sjónvarpsins Coburn íhlutverki hans Flints okkar Laugardagskvikmynd sjónvarpsins að þessu sinni er myndin Our Man Flint, eða Hann Flint okkar eins og hún nefnist á ástkæra ylhýra málinu. Þetta er bandarísk njósnamynd í gamansömum tón og fer sá heimskunni leikari James Coburn með eitt aðalhlut- verkið, og sést hann hér til vinstri á myndinni. Löður að loknum fréttum Haldið verður áfram að sýna bandaríska gamanmyndaflokkinn Löður í sjónvarpi í kvöld klukk- an 20.30 og skötuhjúin á myndinni hér að ofan kannast víst flestir viö* Þátturinn í vikulokin: Þórunn og f élagar í vorstemmningu Þátturinn í vikulokin er á dagskrá útvarpsins i dag eins og jafnan á laugardógum, og við slógum á þráðinn til Þór- unnar Gestsdóttur, eins umsjón- armanna þáttarins, í gær til að forvitnast um efni hans að þessu sinni. Þórunn var í sínu besta skapi, enda sagði hún að hún væri komin í vorhugleiðingar og myndi þátturinn bera þess nokk- ur merki að þessu sinni. Meðal annars yrði farð út á götu og rætt við fólk og það spurt hvort það væri ekki komið í vorhug- leiðingar. Þá mun Bragi Sigurðsson blaðamaður á Dagblaðinu flytja uppgjör vikunnar, þrír menn er bera nafnið Gestur munu verða gestir þáttarins, rætt verður við fæðingarlækni um möguleika kvenna á fimmtugsaldri að eign- ast barn í fyrsta skipti, rætt verður við konu er eignaðist sitt fyrsta barn 45 ára, rætt verður um það hvernig á að hætta að reykja, um huglækningar, far- andtívolí og margt fleira sagði Þórunn að yrði í þættinum í dag. Þrjú af umsjónarmönnum þátt- arins í vikulokin, þau Óskar Magnússon, Guðmundur Árni Stefánsson og Þórunn Gests- dóttir. Enska knattspyrnan í sjónvarpi í dag: Stórleikur United og Liv- erpool frá því á páskum Einn mesti stórleikur ensku knattspyrnunnar á þessu kcppn- istímabiii verður á dagskrá ensku knattspyrnunnar hjá Bjarna Felixsyni í sjónvarpinu í dag, það er að segja leikur ensku risanna Manchester United og Liverpool sem íram fór um pásk- ana. Þá verður einnig sýnt frá leikjum Úlfanna og Tottenham og Brighton og Nottingham For- est. I íþróttaþættinum verður svo haldið áfram að sýna frá Holm- enkoiienmótinu og sýndur verður úrslitaleikurinn í opna danska meistaramótinu í badminton, en þar getur að líta leiki á heims- mælikvarða í þeirri íþrótt. Þá má geta þess í leiðinni, að í íþróttaþætti sjónvarpsins á mánu- dagskvöld verður meðal annars sýnt frá Evrópukeppninni í knattspyrnu, og koma fimm vestur-þýsk lið þar meðal annars við sögu: Hamburger, Stuttgart, Bayern Munchen, Eintracht Frankfurt og Borussia Mönch- engladbach. Knattspyrnuunnend- ur geta því horft björtum augum til helgarinnar að þessu sinni. Útvarp Reykjavík UUGj4RD4GUR 12. apríl MORGUNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. Tónleikar. 8.15 Veðurfregnir. Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga: Ása Finnsdóttir kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir). 11.20 Börn hér og börn þar. Málfríður Gunnarsdóttir stjórnar barnatíma. Lesari: Svanhildur Kaaber. Gestir timans eru nokkur börn, sem stunda sænskunám í Náms- flokkum Reykjavikur á veg- um grunnskólans. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. ...... 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13.30 í vikulokin. Umsjónar- menn: Guðmundur Árni Stef- ánsson, Guðjón Friðriksson og Þórunn Gestsdóttir. 15.00 í dægurlandi. Svavar Gests velur íslenzka dægur- tónlist til flutnings og spjall- ar um hana. 15.40 íslenzkt mál. Gunnlaug- ur Ingóifsson cand.mag tal- ar._________________________ SIODEGID____________________ lfi.00 Fréttir. 16.15 \'eðurfregnir. 16.20 Úr skólalífinu. (Endur- tekinn þáttur frá 23.jan. í vetur). Stjórnandinn, Krist- ján E. Guðmundsson, tekur fyrir nám í sagnfræði við heimspekideild Háskóla íslands. 17.00 Tónlistarrabb - XXI. Atli Heimir Sveinsson sér um þáttinn. 17.50 Söngvar í iéttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDID____________________ 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 „Babbitt*. saga eftir Sin- clair Lewis. Sigurður Ein- arsson íslenzkaði. Gísli Rún- ar Jónsson leikari les (19). 20.00 Harmonikuþáttur. Högni Jónsson kynnir iögin. 20.30 Lítil ferð um markað. Anna Óiafsdóttir Björnsson heimsækir vinnumarkaðinn. 21.15 A hljómþingi. Jón Örn Marinósson velur sígiida tónlist og spjallar um verkin og höfunda þeirra. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.40 Kvöldsagan: „Oddur frá Rósuhúsi“. Nokkrar stað- reyndir og hugleiðingar um séra Odd V. Gislason og líísferil hans eítir Gunnar Benediktsson. Baldvin Hall- dórsson leikari les (2). 23.00 Danslög. 23.45 (Fréttir). 01.00 Dagskrárlok. Á SKJÁNUM LAUGARDAGUR 12. aprii 16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Lassie. Ellefti þáttur. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.50 Enska knattspyrnan. Hlé 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Löður. Gamanmyndaflokkur. Þýðandi Ellert Sigur- björnsson. 20.55 Listasafn skautadrottn- ingarinnar. Heimildamynd um lista- safnið í Hövikodden i Nor- egi, sem skautadrottningin íræga, Sonja Henie, og maður hennar, Niels Onstad, komu á fót. Þýðandi Jón Gunnarsson. 21.40 Hreyfingar. Stutt mynd án orða. 21.50 Hann Flint okkar. (Our Man Flint). Bandarísk njósnamvnd i gamansomum dúr, gcrð ár- ið 1966. Aðalhlutverk James Co- burn, Lee J. Cobh og Gila Golan. Glæpasamtök hafa á prjón- unum áform um að beisla veðrið og beita því til að ná heimsyfirráðum. Aðeins einn maður, Derek Flint, getur komið i veg fyrir ætlun samtakanna. Þýðandi Guðni Kolbeins- son. 23.25 Dagskrárlok. V J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.